Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Urgur er í prestum yfir nýjum til-
lögum um að tímabundin stöðvun
nýráðninga til starfa hjá Þjóðkirkj-
unni-Biskupsstofu verði framlengd
og að ráðist verði í hagræðingu á
mannahaldi þjóðkirkjunnar, m.a.
með fækkun presta og sameiningu
prestakalla.
Þetta segir séra Ninna Sif Svav-
arsdóttir, sóknarprestur í Hvera-
gerðisprestakalli og formaður
Prestafélagsins, í samtali við
Morgunblaðið.
Hlaupa ekki í önnur störf
Tímabundin stöðvun nýráðninga,
sem var samþykkt á aukakirkju-
þingi 21. janúar síðastliðinn og ætl-
að að sporna við halla í rekstri
þjóðkirkjunnar,
er strax farin að
hafa áhrif á
starfsemina, að
sögn Ninnu.
„Nú þegar
hafa nokkrir
prestar látið af
störfum og ekki
verið ráðið í
þeirra stöður.
Fyrirséð er að
enn fleiri prestar muni láta af
störfum á næstu vikum og verða
væntanlega engir aðrir ráðnir í
þeirra stað heldur,“ segir hún.
„Prestar eru auðvitað hræddir um
að þurfa hlaupa hraðar fyrir sömu
laun og að þeir nái ekki að halda
uppi þjónustustigi kirkjunnar.“
Þá séu prestar einnig háðir þjóð-
kirkjunni þegar kemur að atvinnu-
möguleikum. „Fólk er auðvitað
uggandi um þessi störf. Við sækj-
um ekki um vinnu annars staðar.“
Ekkert sé sjálfsagt við það að
kirkjan ætli sér að rétta hallarekst-
ur af með því að fækka prestum, að
sögn hennar. „Því að í kirkjusam-
komulaginu, sem er grundvöllurinn
að samkomulagi um fjárhagsleg
samskipti ríkis og kirkju, er gert
ráð fyrir því að langstærstur hluti
fjármagns til kirkjunnar fari í
launagreiðslur til presta,“ segir
Ninna ennfremur.
„Staðan er alvarleg“
Hún segist þó ekki útiloka að
sumstaðar megi endurskipuleggja
fyrirkomulag prestsþjónustunnar.
„Auðvitað eru aðstæður mjög
misjafnar á milli staða og vissulega
er þörf fyrir fleiri presta meiri á
sumum stöðum en öðrum. Maður
vonar bara að kirkjuþing hlusti á
þarfir þeirra sem þekkja til á
hverjum stað fyrir sig. Ef ráðast á í
breytingar þarf að gera það í
sæmilegri sátt við heimamenn.“
Að hennar mati hafi vantað upp
á að skoðanir heimamanna séu
teknar inn í myndina þegar tillögur
hafa verið myndaðar og lagðar fyr-
ir kirkjuþingið. „Í umræðum á
kirkjuþingi hefur mér stundum
fundist skorta skilning og þekk-
ingu á eðli prestsþjónustunnar í
kirkjunni. Ég verð að vera alveg
heiðarleg með það.“
Ómögulegt er að segja til um það
hvort kirkjuþingið komi til með að
samþykkja tillögurnar um helgina
eða ekki, segir Ninna aðspurð.
„En staðan er alvarleg og ég
held að það geri sér allir grein fyrir
því að það þurfi að grípa til ein-
hverra ráðstafana. Það er þó alveg
ljóst að það verður dýrkeypt að
fækka prestum enn frekar og
minnka þannig þjónustustigið. Ég
held að við viljum ekki þannig
kirkju.“
Segir presta uggandi um störf sín
- Formanni Prestafélagsins líst illa á tillögur um hagræðingu í mannahaldi kirkjunnar - Fækkun
presta komi til með að auka vinnuálag - Prestar óttast að þurfa að hlaupa hraðar fyrir sömu laun
Sr. Ninna Sif
Svavarsdóttir Morgunblaðið/Eggert
Prestar Óánægja ríkir meðal presta
með tillögur á kirkjuþingi.
Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur
í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Arm-
ando Beqirai en þau Sheptim Qerimi,
Claudia Sofia Coelho Carvalho og
Murat Selivrada voru sýknuð af kröf-
um ákæruvaldsins.
Dómurinn var kveðinn upp í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær en um hið
svokallaða Rauðagerðismál er að
ræða. Sterkaj var ekki viðstaddur
dómsuppkvaðninguna.
Sterkaj var dæmdur til að greiða
Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur,
ekkju Beqirais, rúmar 32 milljónir
króna í bætur, m.a. vegna missis á
framfærslu og útfarar Bequirais.
Þá þarf hann að greiða syni Þór-
önnu og Beqirais um 10,4 m.kr. í bæt-
ur og nýfæddri dóttur þeirra tæpar
11 m.kr.
Jafnframt var hann dæmdur til að
greiða foreldrum Beqirais, hvorum
um sig, þrjár m.kr. í bætur, auk rúm-
lega fjögurra m.kr. réttargæslu-
þóknunar skipaðs réttargæslumanns
allra einkaréttarkröfuhafa.
Þá þarf Sterkaj einnig að greiða
um 4,8 m.kr. vegna útlagðs kostnaðar
ákæruvaldsins og um 18,6 m.kr. mál-
svarnarlaun Oddgeirs Einarssonar
lögmanns, sem var verjandi hans í
málinu. Ríkissjóður var dæmdur til
að greiða samanlagt rúmar 52 m.kr.,
m.a. í málsvarnarlaun verjenda Car-
valho, Selivrada og Qerimis, sem
voru öll sýknuð í málinu.
Héraðssaksóknari rýnir nú niður-
stöðurmar, en það er ákvörðun ríkis-
saksóknara hvort henni verði áfrýjað,
eða við unað.
Geir Gestsson, verjandi Selivrada,
segist ætla að höfða bótamál gegn
ríkinu fari svo að lyktir málsins verði
á þennan veg.
„Hann hefur setið að ósekju í
gæsluvarðhaldi, fangelsi og verið
sviptur frelsi. Það er ljóst að mann-
orð hans er í rúst eftir þetta.“
freyr@mbl.is
Sterkaj dæmdur í
sextán ára fangelsi
- Þarf að greiða 87 milljónir króna
Morgunblaðið/Eggert
Dómsuppkvaðning Ákæruvaldið
vildi lítið tjá sig um niðurstöðuna.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað á nýja
gámasvæðinu í Þorlákshöfn í gærmorgun eft-
ir að torkennilegur hlutur fannst á svæðinu.
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar og sér-
sveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar til
þegar grunur kom upp um að mögulega væri
um sprengjur að ræða. Þorsteinn M. Krist-
insson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi,
sagði við mbl.is í gær að svæðið í kring hefði
verið girt af en að loks hefði komið í ljós að
torkennilegu hlutirnir voru meinlausir. Þó
fannst gömul fallbyssukúla frá seinna stríði
nærri Þorlákshöfn í gær, en það tengdist ekki
hinni sprengjuleitinni. Kúlan reyndist virk og
var hún sprengd í loft upp af sprengjusveit
Landhelgisgæslunnar. oddurth@mbl.is
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Gæslan og sérsveitin ræstar út vegna gruns um sprengju