Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 5
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
M
injarnar um veru nor-
rænna manna í L’Anse
aux Meadows á Ný-
fundnalandi eru ná-
kvæmlega þúsund ára gamlar, frá
árinu 1021, samkvæmt nýrri tækni-
legri rannsókn á áhrifum sólstorma á
hringi í timbrinu sem höggvið var
þar. Þetta kemur fram í grein sem
þverfaglegur hópur 13 vísindamanna
birti í tímaritinu Nature á miðviku-
daginn. Niðurstöðurnar hafa vakið
mikla athygli og var skýrt frá þeim í
öllum helstu
fréttamiðlum
heims í gær.
„Við höfum
undir höndum
sönnun fyrir því
að norrænir menn
hafi verið í
Norður-Ameríku
árið 1021,“ segir í
greininni. Vísinda-
mennirnir segja
að hin nýja aldurs-
greining þeirra festi með miklu ör-
yggi tímamót í sögu norrænna land-
könnuða á miðöldum, víkinganna
svonefndu. Það sem er mikilvægara
sé að þetta marki nýja tímasetningu
um vitneskju Evrópubúa um Am-
eríku.
Hjálpar við túlkun fornrita
„Þessi nýja grein er enn ein við-
bótin sem skýrir fyrir okkur hvernig
við getum túlkað og skilið fornritin
okkar. Hún fellur vel að því sem við
vissum fyrir en er að sjálfsögðu miklu
nákvæmari en munnlegar heimildir
geta verið, frá ólíku fólki mörgum öld-
um eftir þá atburði sem það segir
frá,“ segir Gísli Sigurðsson,
rannsóknaprófessor á Árnastofnun,
en hann er einn helsti sérfræðingur
okkar um Vínlandssögurnar fornu,
Eiríks sögu rauða og Grænlendinga
sögu, sem segja frá siglingum manna
frá Íslandi og Grænlandi til Ameríku.
Gísli segir að greinin í Nature
svari hins vegar ekki þeirri spurn-
ingu hvort tengja eigi þetta ártal,
1021, við fólkið sem byggði búðirnar í
L’Anse aux Meadows fyrst eða við
þau sem komu á þessar slóðir síðar.
„Við vitum að búðirnar voru notaðar
í nokkur ár, nákvæmlega hve lengi er
ekki ljóst, en við vitum líka að þar
var ekki varanleg búseta eða land-
nám fólks frá Grænlandi og Íslandi.
Þessi staður hefur orðið fyrir valinu
vegna þess að það var tiltölulega auð-
velt að finna hann þegar siglt var frá
Grænlandi, þarna voru engir frum-
byggjar í kringum árið þúsund og frá
þessum stað, sem er rétt vestan eða
innan við norðurodda Nýfundnalands
þannig að hann er kominn í var frá
úthafinu, var þægilegt að halda í leið-
angra inn á flóann og afla þeirra
fanga sem menn voru að sækjast eft-
ir,“ segir Gísli. Í því sambandi nefnir
hann hnetur, skinn, við og annan
jarðargróður. Þessum föngum hafi
menn safnað saman í sérstöku
geymslurými sem hafi verið skil-
greint svo í einum af fornnorrænu
skálunum sem grafnir voru upp í
L’Anse aux Meadows.
Taldi Guðríði sigla um 1020
„Greinin fellur líka vel að álykt-
un Ólafs Halldórssonar handrita-
fræðings um að Vínlandsferð Þor-
finns karlsefnis og Guðríðar
Þorbjarnardóttur hafi líklega verið
farin upp úr 1020,“ segir Gísli. Ólafur
sendi frá sér bókina Grænland í mið-
aldaritum árið 1978 og gaf út Eiríks
sögu 1985 þar sem hann birtir rann-
sóknir sínar á Vínlandsferðunum.
Ólafur sagði í fyrrnefnda ritinu að
hann teldi fornar ritheimildir ekki
því til fyrirstöðu, að gera ráð fyrir að
Þorfinnur karlsefni hafi siglt til Vín-
lands um 1020.
„Áður höfðu kolefnisgreiningar
þrengt tímasetninguna í L’Anse aux
Meadows niður á bilið 980-1020 með
90% líkum,“ segir Gísli, „þannig að
segja má að Ólafur hafi með texta-
rannsóknum sínum komist ansi ná-
lægt því sem þessar nýju trjáhringja-
rannsóknir sýna fram á. Í sambandi
við þær er þó rétt að árétta að við er-
um ekki að tala um landnám nor-
rænna manna í L’Anse aux Mea-
dows, eins og ég heyrði í útvarpinu í
[gær-] morgun, heldur nokkrar ferð-
ir fólks frá Íslandi og Grænlandi á
þessar slóðir á árunum í kringum
1000 og þar á eftir. Þau sem dvöldu
eða höfðu viðkomu í L’Anse aux
Meadows fóru a.m.k. að suðurströnd
St. Lawrence-flóa, að Eyju Játvarðs
prins og árósum Miramichi-
laxveiðiárinnar í New Brunswick, en
heildarmynd beggja Vínlandssagn-
anna af þessu landsvæði gengur ekki
upp nema gert sé ráð fyrir að Vín-
landsfarar hafi komið sér upp búðum
víðar, jafnvel við Fundy-flóa, og siglt
suður með strönd Nýja Englands og
um allan St. Lawrence-flóa. Við lest-
ur sagnanna verður að hafa í huga að
þær eru ekki samtíma loggbækur
heldur byggjast þær á minningum
um ferðir um allt þetta svæði og
teikna það upp í grófum dráttum fyr-
ir áheyrendum heima á Íslandi.“
„Fellur vel að fyrri vitneskju okkar“
Fundur Ameríku Norrænir menn voru í L’Anse aux Meadows á Nýfundna-
landi fyrir nákvæmlega þúsund árum, samkvæmt nýrri vísindarannsókn.
Gísli
Sigurðsson
- Ný rannsókn erlendra vísindamanna sýnir að minjar um veru norrænna manna á Nýfundnalandi
eru frá árinu 1021 - Forníslenskar heimildir um ferðir Þorfinns karlsefnis bentu nánast á sama ártal
Morgunblaðið/Einar Falur
Landafundir Um síðustu aldamót var landafunda norrænna manna minnst með sýningum, útgáfu og hátíðarhöldum
hér á landi og í Kanada. Sigldi m.a. nýsmíðað víkingaskip frá Íslandi vestur um haf.
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Háskóli Íslands hefur tekið upp kerfi
sem gerir nemendum og kennurum
kleift að skrá sig í kennslustund með
QR-kóða sem er að finna á öllum
borðum í kennslustofum skólans.
Með þessu fyrirkomulagi megi
tryggja lágmarksröskun í starfi Há-
skólans komi upp kórónuveirusmit í
kennslu og styðja við skjótari smit-
rakningu, að því er fram kemur í til-
kynningu frá HÍ.
Innleiðing kerfisins, sem er hannað
og útfært af Háskóla Íslands, hefur
hlotið góðar viðtökur nemenda í skól-
anum. Þetta segir Jón Atli Bene-
diktsson, rektor Háskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
„Okkur sýnist nemendur vera
mjög ánægðir með þetta. Við höfum
séð mikla notkun á kerfinu síðast-
liðnar vikur, bæði hjá nemendum og
kennurum. Auðvitað hafa afléttingar
innanlandstakmarkana haft einhver
áhrif á skráningu en almennt virðast
flestir vera nokkuð samviskusamir að
stimpla sig inn.“
Ekkert kórónuveirusmit hefur þó
komið upp í skólanum frá því kerfið
var innleitt og því hefur enn ekki
reynt á það við smitrakningu, að sögn
Jóns Atla.
„Við munum þó halda áfram að
minna nemendur og kennara á mikil-
vægi þess að nýta kerfið til að greiða
fyrir smitrakningu í Háskólanum,“
segir rektor ennfremur.
Kerfið er ekki notað til að halda ut-
an um mætingu nemenda, segir Páll
Ásgeir Torfason, deildarstjóri staf-
rænna kennsluhátta hjá HÍ, inntur
eftir því. „Gögn úr kerfinu eru geymd
í gagnagrunni Háskóla Íslands og eru
eingöngu vistuð í þessum afmarkaða
tilgangi. Gögnum er svo eytt á 3 vikna
fresti,“ segir Páll Ásgeir.
Þá segir hann HÍ vera eina háskól-
ann á landinu sem hafi innleitt þetta
kerfi en aðrir íslenskir háskólar sem
nota Uglu, innra net opinberu háskól-
anna, geti óskað eftir aðgangi að kerf-
inu án sérstakra gjalda.
Auðvelda smit-
rakningu í HÍ
- Nota QR-kóða til að skrá mætingu
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Smitrakning Nemendur HÍ geta nú
skráð mætingu í gegnum QR-kóða.