Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 8

Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Seint verður CIA sakað um að vera fámennishópur í leit að leyndardómum. Seinast þegar rýnt var í starfsmannaskrána virtust vera rúmlega 300 þúsund nafnleys- ingjar þar á launaskrá, sem liggur ekki fyrir. - - - En í fréttum vikunnar var til- kynnt að CIA hefði nú tekið það trúanlegt að veðrið sem leiða myndi mannkynið í glötun væri gert af því sjálfu. Það má segja að CIA sé seint í svifum því að Greta Thunberg var 10 ára þegar hún varð fyrst aufúsugestur í valdasetr- um veraldar og útskýrði loftslags- vanda fyrir ráðherrum, könslurum og kóngum. - - - En nú er heimsvandinn sá að Thunberg er orðin 18 ára og leiðtogar hlusta minna á hana en áður og bíða í óþreyju eftir nýju barni til að útskýra málstaðinn. - - - En þar sem CIA er komið með manngerða veðrið á sinn rad- ar má segja að það sé loksins orðið algjört leyndarmál, enda eru þau algengust í höfuðstöðvunum í Langley. Skömmu áður en loka- ákvörðun var tekin um innrás í Írak fullyrti Tenet æðstráðandi CIA við Bush forseta að það væri „slam dunk case“, niðurstaða hafin yfir vafa, svo ekki þurfti frekari vitna við að Saddam Hussein réði yfir (WMD) gereyðingarvopnum. Og þótt margt mælti vissulega með að einræðisherrann yrði sóttur heim í greni sitt þá gerði sú staðfesta vitn- eskja útslagið. - - - Tenet hefur sagt að hann sjái eft- ir yfirlýsingunni. Manngert veður „slam dunk case“ STAKSTEINAR Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef snúið mér að öðrum verk- efnum og horfi fram á við,“ segir Björn Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur Sorpa samið um starfslok Björns og þar með kemur það ekki í hlut dómstóla að úrskurða um lög- mæti uppsagnar hans. Björn fær greidd 12 mán- aða laun auk lög- fræðikostnaðar. Í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér í gær rek- ur hann að deilan um starfslok hans hafi tekið óþarflega langan tíma. Hann hafi frá upphafi verið reiðubúinn að semja um starfslok við stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að telja sig ekki hafa brotið af sér í starfi. Tilboð um sátt hafi hins veg- ar ekki verið lagt fram fyrr en í byrjun þessa mánaðar, tveimur dög- um áður en aðalmeðferð átti að hefj- ast í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Í því felst að sjálfsögðu viðurkenning á því að stjórn Sorpu braut á mér og hafði rangt við og hef ég að vel íhuguðu máli ákveðið að ganga að sáttinni enda er mál að linni,“ segir Björn. „Mér var þvert um geð að höfða mál gegn þessu góða fyrirtæki, þar sem ég starfaði í 20 ár. Við almennt starfsfólk Sorpu hef ég eingöngu átt í góðum samskiptum allan þann tíma og sneri þessi málshöfðun á engan hátt gegn því. Fyrirtækinu og starfsfólki þess óska ég alls hins besta í framtíðinni,“ segir Björn í yfirlýsingu sinni. Viðurkenning á broti stjórnarinnar - Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu gengur að sáttaboði eftir uppsögn í fyrra Björn H. Halldórsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum mjög ánægð með útkom- una. Það seldust yfir 90% af verk- unum og það rímar við þá söluaukn- ingu sem verið hefur síðustu ár,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, fram- kvæmdastjóri hjá Gallerí Fold. Þar á bæ lauk í byrjun vikunnar vefupp- boði á „Perlum í íslenskri myndlist“, völdum úrvalsverkum frá mörgum af þekktari málurum þjóðarinnar. Meðal verka á uppboðinu voru fimm málverk eftir Jóhannes Kjar- val, meðal annars eitt af elstu olíu- verkum hans, Kálfhamarsvík, sem talið er að hann hafi málað 1902-1904 eða þegar hann var 17-19 ára. „Söguleg mynd,“ segir Jóhann Ágúst en verkið fór á rúmar tvær milljónir króna. Verkið Hraungígur eftir Kjarval seldist á 2,8 milljónir sem er tvöfalt hærra en matsverð var. Skýjadans Kjarvals fór svo á um fjórar milljónir sem var nokkuð yfir matsverði. „Já, ætli það megi ekki segja að Kjarval sé kominn aftur í tísku og tími kominn til,“ segir Jóhann sem veltir því fyrir sér hvort aukin um- fjöllun um meistarann á liðnum ár- um hjálpi þar til. Vinsælar bækur hafa verið gefnar út um ævi hans og störf og nú er verið að sýna barna- sýningu um manninn og málarann í Borgarleikhúsinu. „Öll þessi umfjöll- un hefur eflaust hjálpað til,“ segir listaverkasalinn. Af öðrum tíðindum á uppboðinu má nefna að stórt olíuverk eftir Karl Kvaran frá 1989 seldist á rétt tæpar fjórar milljónir og metverð fékkst fyrir verk eftir Kjartan Guðjónsson, rúm ein milljón króna. Þá fékkst gott verð fyrir verk eftir Birgi Andr- ésson og mynd eftir Braga Ásgeirs- son fór töluvert yfir matsverði. Eins fékkst gott verð fyrir verk eftir Svavar Guðnason. Landslagsverk Kjarvals ruku út - Mikil sala á upp- boði á perlum í ís- lenskri myndlist Kálfhamarsvík Eitt af elstu olíu- málverkum Kjarvals var boðið upp. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.