Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 22. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.05 Sterlingspund 177.5 Kanadadalur 104.55 Dönsk króna 20.16 Norsk króna 15.396 Sænsk króna 14.975 Svissn. franki 139.68 Japanskt jen 1.1296 SDR 182.42 Evra 150.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.4416 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Pósturinn ohf. boðar miklar hækk- anir á mörgum liðum verðskrár sinnar frá og með 1. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í til- kynningu frá fyrirtækinu 19. októ- ber síðastliðinn. Morgunblaðið hef- ur nú tekið saman breytingar á verðskrá fyrirtækisins á flutningi pakka frá 0 og upp í 10 kg. Þar blas- ir við að í 88% tilvika hækkar verðskráin. Í einu tilviki af 82 stend- ur verðskráin í stað en aðeins í níu tilvikum eða 11% tilvika lækkar verðskráin og nemur þá lækkunin 1- 14%. Fram til þessa dags hefur verðskrá hins opinbera fyrirtækis miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hefur verið, og hefur það jafnt átt við um pakkasendingar sem skilað er í póstbox og pakkaport eða heim- sendingar og sendingar sem skilað er á pósthús. Ítrekað hefur verið bent á að ákvæði póstlaga, sem kveða á um að sama verð skuli gilda um allt land, stangist á við aðrar lagagreinar þess efnis að sú þjón- usta sem Pósturinn veitir í sam- keppni við önnur fyrirtæki þurfi að standa undir kostnaði að viðbættum „hæfilegum“ hagnaði. Ný lög knýja á um breytingar Í sumar var lögum breytt og er Póstinum nú óheimilt að viðhafa sama verð um allt land nema á bréfasendingum sem eru léttari en 50 g. Segir fyrirtækið í ljósi þessa að „gildistaka nýrra laga verður til þess að fyrirtækið aðlagar gjaldskrá sína sem sumstaðar verður til þess að verð hækkar en annars staðar mun það lækka“. Líkt og meðfylgj- andi tafla sýnir hækkar verðið í miklum meirihluta tilvika og nemur hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og í einu tilviki ríflega 100%. Morgunblaðið hefur ítrekað leitað skýringa á þessum breyting- um hjá Póstinum en ekki fengið skil- merkileg svör við spurningum varð- andi verðskrárbreytinguna. Löggjafinn hefur kveðið skýrt á um að ekki megi niðurgreiða þjónustu á vettvangi Póstsins (nema á bréfum undir 51 g). Miðað við það og þær breytingar sem nú eru kynntar á grundvelli lagasetningar má ætla að þjónusta í mörgum flokkum hafi skilað fyrirtækinu tapi, enda nema boðaðar hækkanir tugum prósenta. Bréfin enn í óvissu Pósturinn hefur haft með hönd- um útburð á bréfum af ýmsu tagi, ekki aðeins þeim sem eru 50 g eða léttari. Fyrirtækið hefur ekki gefið út hvernig verðlagningu á útburði bréfa yfir 50 g verður háttað en samkvæmt ítrekuðum tilkynningum þess nær heimildin til „sama verðs um allt land“ aðeins til bréfa undir 50 g. Morgunblaðið hefur ítrekað spurt forsvarsmenn fyrirtækisins skrif- lega út í hvernig verðlagningu á bréfum yfir þeim þyngdarmörkum verði háttað. Engin skiljanleg svör hafa borist við þeim spurningum. Hefur fyrir- tækið ekki viljað svara hvort óbreytt verðskrá stangist á við lög eður ei, né heldur hvort vænta sé breytinga á verðlagningu á útburði bréfa yfir 50 g að þyngd. Pósturinn hækkar í 88% tilvika - Verð á pakkasendingum Póstsins hækkar gríðarlega í flestum tilvikum - Mesta hækkun nemur 102% á 3-5 kg pökkum á svæði 4 - Þokukennd svör frá fyrirtækinu Samanburður á eldri gjaldskrá Íslandspósts og eftir 1. nóv. 2021 Verð fyrir 1. nóv 2021. Eitt verð um allt land. Verð eftir 1. nóvember 2021 SVÆÐI 1 SVÆÐI 2 SVÆÐI 3 SVÆÐI 4 Verð Breyting Verð Breyting Verð Breyting Verð Breyting Póstbox og pakkaport 0-2 kg 937 1.090 16% 1.290 38% 1.390 48% 1.690 80% 3-5 kg 937 1.190 27% 1.490 59% 1.590 70% 1.890 102% 6-10 kg 1.104 1.490 35% 1.890 71% 1.990 80% 2.190 98% Heimsending 1 kg 1.420 1.640 15% 1.840 30% 1.940 37% 2 kg 1.498 1.640 9% 1.840 23% 1.940 30% 3 kg 1.578 1.740 10% 2.040 29% 2.140 36% 4 kg 1.650 1.740 5% 2.040 24% 2.140 30% 5 kg 1.737 1.740 0% 2.040 17% 2.140 23% 6 kg 1.816 2.040 12% 2.440 34% 2.540 40% 7 kg 1.894 2.040 8% 2.440 29% 2.540 34% 8 kg 1.972 2.040 3% 2.440 24% 2.540 29% 9 kg 2.052 2.040 -1% 2.440 19% 2.540 24% 10 kg 2.132 2.040 -4% 2.440 14% 2.540 19% Pósthús 1 kg 1.026 1.090 6% 1.290 26% 1.390 35% 1.690 65% 2 kg 1.105 1.090 -1% 1.290 17% 1.390 26% 1.690 53% 3 kg 1.183 1.190 1% 1.490 26% 1.590 34% 1.890 60% 4 kg 1.262 1.190 -6% 1.490 18% 1.590 26% 1.890 50% 5 kg 1.340 1.190 -11% 1.490 11% 1.590 19% 1.890 41% 6 kg 1.422 1.490 5% 1.890 33% 1.990 40% 2.190 54% 7 kg 1.500 1.490 -1% 1.890 26% 1.990 33% 2.190 46% 8 kg 1.578 1.490 -6% 1.890 20% 1.990 26% 2.190 39% 9 kg 1.658 1.490 -10% 1.890 14% 1.990 20% 2.190 32% 10 kg 1.737 1.490 -14% 1.890 9% 1.990 15% 2.190 26% HRÖKKBRAUÐ STUTT « Tveir nefndarmenn af fimm í pen- ingastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu Ás- geirs Jónssonar seðlabankastjóra að hækka vexti bankans um 0,25 prósent- ur, eins og gert var sjötta október sl. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Vildu Gunnar og Gylfi hækka vexti meira, eða um 0,5%. Í fundargerð nefndarinnar, sem birt hefur verið á vef Seðlabankans, segir að helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur væri enn nokkur. Jafnframt væri óvissa um þró- un á vinnumarkaði. Helstu rök sem fram komu fyrir því að hækka vexti um 0,5 prósentur voru þau að margt benti til þess að efna- hagsumsvif hefðu tekið verulega við sér, sem birtist m.a. í töluverðum verð- hækkunum á fasteignamarkaði, mikl- um vexti á útlánum til heimila og skorti á vinnuafli í ákveðnum greinum. Bent var á að þriðjungur fyrirtækja ætti í erfiðleikum með að ráða í lausar stöður. Gunnar og Gylfi vildu hækka vexti um 0,5% Morgunblaðið/Golli Banki Vextir hækkuðu 6. október sl. « Icelandair Group hækkaði um 5,2% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær í 970 milljóna króna við- skiptum. Kom hækkunin í kjölfar þess að fyrirtækið birti uppgjör sem sýndi að það hafði skilað hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Virtist uppgjörið leggjast vel í fjárfesta þrátt fyrir að forstjóri þess, Bogi Nils, hafi ítrekað í tilkynningu að delta-afbrigði kórónuveirunnar hefði sett strik í reikninginn á fjórðungnum. Icelandair tók góðan kipp eftir jákvætt uppgjör Svæði 1: Höfuðb.svæðið Póstnúmer 101-116, 170, 200- 206, 210-225, 220-221 og 270. Svæði 2: Kjarnastaðir Póstnúmer 203-260, 300, 310, 340, 400, 450, 540, 550, 600- 603, 640, 700, 730, 800 og 900. Svæði 3: Þéttbýli Póstnúmer 190, 240, 245, 250, 350, 355, 360, 370, 410, 415, 420, 425, 430, 460, 465, 470, 510, 530, 545, 580, 620, 625, 610-616, 650, 660, 670, 675, 680, 690, 710, 735, 750, 755, 760, 765, 810, 815, 820, 825, 850, 860, 870 og 880. Svæði 4: Dreifb./Malarv. Póstnúmer 161, 191, 241, 246, 251, 271-276, 301, 311, 320, 341- 342, 345, 351, 356, 371, 380-381, 401, 416, 421, 426, 431, 451, 461, 466, 471, 500, 511-512, 520, 524, 531, 541, 546, 560-561, 565-566, 570, 581, 604-607, 621, 626, 630, 641, 645, 671, 676, 681, 685-686, 691, 701, 711, 715, 720- 721, 731, 736, 741, 751, 756, 761, 766, 781, 785, 801-806 og 840. Fjögur ólík verðsvæði SVÆÐASKIPTINGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.