Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 12
kom fór samfélagsábyrgðarboltinn
að rúlla.
„2011 nefndi ég við fjármálastjór-
ann að við ættum að skoða kolefn-
isbókhald,“ útskýrir hann en viður-
kennir að hvorki hann né aðrir innan
fyrirtækisins hafi verið vissir um
hvað fólst í raun og veru í hugtakinu.
„Það var ekki fyrr en 2015 sem við
fórum að taka þetta í fangið, velta
fyrir okkur um hvað þetta snýst og
hvað við þurfum að gera. Og 2016
mótum við skýra stefnu og vegferð í
þessa átt. Fengum til okkar margt
hæfileikaríkt fólk til þess að aðstoða
okkur með þetta.“
Bendir hann á að fyrirtækið hafi
síðan rutt brautina á ýmsum sviðum.
M.a. með fyrsta svansvottaða húsinu
sem reist var hér á landi.
„Það var unnið í samstarfi við
okkur.“ Eigandi hússins er Finnur
Sveinsson, sem var lengi yfirmaður
samfélagsábyrgðar hjá Landsbank-
anum. Finnur var til ráðgjafar um
innleiðingu þessara mála á vettvangi
Byko.
40% af losun heimsins
Sigurður Brynjar segir mjög mik-
ilvægt fyrir byggingariðnaðinn að
leita allra leiða til þess að draga úr
umhverfisáhrifum af umsvifum sín-
um. Fáir átti sig á því að greinin ber
ábyrgð á 40% af kolefnisfótspori
heimsins. Með því að ná árangri við
að draga úr losun á þessu sviði er
hægt að hafa marktæk áhrif í lofts-
lagsmálum. Sigurður Brynjar segir
það hafa komið sér á óvart þegar
hann og samstarfsfólkið fóru að kafa
ofan í það hversu margir birgjar
fyrirtækisins legðu sitt af mörkum í
þessum efnum. Það sé enda orðin út-
breidd skoðun að þau fyrirtæki sem
dragi lappirnar í umhverfismálum
verði einfaldlega undir í samkeppn-
inni. Nú horfi mjög margir til svo-
kallaðrar BREEAM-vistvottunar
sem sérstaklega er ætluð nýbygg-
ingum. Byko veiti verktökum ráð-
gjöf í því skyni að þeir uppfylli þessa
vottun.
Hann segir að miklu hafi skipt
þegar sveitarfélög tóku að gera
kröfu um BREEAM-vottun varð-
andi nýbyggingar. Þá hafi markað-
urinn tekið við sér svo um munaði.
Sífellt fleiri séu farnir að veita þjón-
ustu á grundvelli hennar, m.a. arki-
tektastofur.
Drumboddsstaðir
Byko vinnur eftir skýrum ferlum
þar sem samfélagsábyrgðin nær
ekki aðeins yfir umhverfismál held-
ur einnig m.a. starfsmannamál.
Þetta tvinnist þó saman. Eigin losun
Byko á kolefni sé metin 300 tonn á
ári. Fyrirtækið á myndarlegan skóg
í landi Drumboddsstaða sem talinn
er binda 1.200 tonn af kolefni á ári.
Eftir ríflega áratugar hvíld sé stefn-
an nú sett á að blása lífi í skógrækt-
ina á þessu svæði með fulltingi
starfsfólks.
Djarfar ákvarðanir
Sigurður Brynjar segir að stór-
fyrirtæki á borð við Byko þurfi að
hugsa út fyrir rammann. Stundum
þurfi að taka skref sem þyki of djörf
á þeim tíma sem þau eru stigin. Seg-
ir hann að það gæti t.d. falist í því að
hætta að selja bensínsláttuvélar og
beina viðskiptavinum sínum alfarið
að rafmagnsvélum. Slík ákvörðun
liggi ekki fyrir, en sé dæmi um atriði
sem megi gaumgæfa alvarlega.
Bensínsláttuvélarnar mögulega út
- Byko fær viðurkenningu Creditinfo fyrir framúrskarandi árangur á sviði samfélagsábyrgðar
- Endurvekja skógrækt - Byggingariðnaðurinn losar 40% af öllu því sem berst út í andrúmsloftið
Ábyrgð Sigurður Brynjar segir að fyrirtækið hafi tekið samfélagsábyrgðina mjög föstum tökum frá árinu 2015.
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sífellt fleiri fyrirtæki horfa til sam-
félagsábyrgðar sinnar við mótun
rekstrarins. Í ár bauðst þeim fyrir-
tækjum sem fylla lista Creditinfo
yfir framúrskarandi fyrirtæki t.d. að
svara spurningalista um það með
hvaða hætti þau vinna að markmið-
um um sjálfbærni í rekstri.
Er stefna Creditinfo að nálgun
fyrirtækja á þessi viðfangsefni verði
innan tíðar hluti þeirra hlutlægu
mælikvarða sem lagðir verða til
grundvallar við mat á því í hversu
heilbrigðum rekstri fyrirtæki eru.
Síðustu ár hefur Creditinfo heiðr-
að fyrirtæki sem þykja standa sig
framúrskarandi vel á sviði sam-
félagsábyrgðar og var það niður-
staða dómnefndar að byggingar-
vörufyrirtækið Byko væri vel að
þessum heiðri komið í ár.
Hjá Byko frá aldamótum
Sigurður Brynjar Pálsson er for-
stjóri Byko og hann settist niður á
vettvangi Dagmála og ræddi vegferð
fyrirtækisins í þessum efnum. Hann
þekkir afar vel til rekstrarins. Var
ráðinn til fyrirtækisins um aldamót-
in, í kjölfar þess að hafa lokið BS-
prófi í viðskiptafræði.
Vann hann sig jafnt og þétt upp
innan fyrirtækisins og sinnti störf-
um á mörgum sviðum þess, og raun-
ar á vettvangi fleiri fyrirtækja undir
hatti móðurfélagsins Norvikur. En
Það var árið 2014 sem hann tók við
forstjórastólnum. Áður en að því
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilegaHotel Skt. Petri
í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur
matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn meðÁstu Stefánsdóttur
leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega
um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um
kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften.
Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið
breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit
Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil
stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll
síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
8678 AÐVENTUFERÐ
ELDRI BORGARA TIL
KAUPMANNAHAFNAR
&%()&:( 32#2-42$ %'%&
8..5$ < 12$=/$ ; ,9!2-42$ +0 32#2-42$ 2$" "**#2.35$
Verð: 1"!.500 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 29.500 kr.
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig
er hægt að greiða hluta ferðar með punktum.
Gist er á hinu glæsilega
Hotel Skt. Petri 5* sem
er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.
Bókanir fara fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hægt er að
senda tölvupóst á netfangið hotel@hotelbokanir.is eða hafa
samband í símum 783-9300 og 783-9301.
Allar nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðu okkar
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750