Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Flokkarnir þrír sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að þeir stefndu að því að ríkisstjórnin tæki við völdum í annarri viku des- embermánaðar. Áður höfðu þeir lýst yfir að markmiðið væri að mynda nýja stjórn fyrir jól, en Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata (FDP), sagði í gær brýnt að ný og traust ríkisstjórn tæki við sem fyrst. FDP, Græningjar og Sósíal- demókrataflokkurinn SPD hafa aldrei áður myndað stjórn saman á landsvísu, en stefnt er að því að Olaf Scholz, núverandi fjár- málaráðherra og kanslaraefni SPD, taki þá við keflinu af Angelu Mer- kel, sem gegnt hefur embættinu í 16 ár. Nái flokkarnir saman um stefnu- mál og skipan nýrrar ríkisstjórnar munu þeir um leið koma í veg fyrir að Merkel slái met Helmuts Kohls, en til þess þarf hún að sitja í emb- ættinu til 17. desember. Marki „nýtt upphaf“ Michael Kellner framkvæmda- stjóri Græningja sagði að Þjóð- verjar ættu nú von á „nýju upphafi“ í fyrsta sinn í 16 ár. Hyggjast samningamenn flokkanna nú skipta sér í 22 vinnuhópa til að setja sam- an stjórnarsáttmála. Flokkarnir náðu saman í síðustu viku um stóru línurnar næstu fjög- ur árin, en þar á meðal er stefnt að mikilli fjárfestingu í loftslags- málum, innviðum og menntun til þess að búa Þýskaland undir „grænni“ og tæknivæddari framtíð. AFP Viðræður Olaf Scholz kanslaraefni SPD mætir til viðræðna í gær. Ný stjórn taki við í byrjun desember - Flokkarnir flýta viðræðum sínum Ali Harbi Ali, morðingi breska þingmannsins Davids Amess, var í gær dreg- inn fyrir dóm í Lundúnum og ákærður fyrir að hafa stungið Amess til bana. Segja saksókn- arar í málinu að árás Alis tengist hryðjuverkum, en hann er einnig kærður fyrir undir- búning hryðjuverka. Ali var handtekinn á vettvangi morðsins, en hann er sagður hafa stungið Amess mörgum sinnum í kirkju í bænum Leigh-on-Sea, þar sem þingmaðurinn var með opinn viðtalstíma fyrir íbúa kjördæmis síns. Hafði Ali logið að starfsfólki Amess til að fá fund með honum. Amess er annar þingmaðurinn á síðustu fimm árum sem er myrtur. Er verið að endurskoða öryggismál þingmanna vegna morðsins. BRETLAND Morðingi Amess dreginn fyrir dóm David Amess Alþjóðaheil- brigðismála- stofnunin WHO áætlaði í gær að á bilinu 80- 180.000 starfs- menn í heilbrigð- isgeiranum hefðu farist af völdum kórónu- veirunnar frá því að heimsfarald- urinn hófst og fram í maí á þessu ári. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði að heilbrigðisstarfsfólk þyrfti að fá forgang í bólusetningu, en í skýrslu stofnunarinnar kom fram að enn eigi eftir að bólusetja meirihlutann af þeim 135 milljónum manna sem áætlað er að sinni heilbrigðisþjón- ustu um allan heim. Vandinn væri ekki síst í fátækari ríkjum heims, og sagði Tedros að gera þyrfti betur til að tryggja jafna dreifingu bóluefna. WHO Heilbrigðisstarfs- fólk fái forgang Tedros Adhanom Ghebreyesus Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Deilur Póllands og Evrópusam- bandsins voru fyrirferðarmiklar á leiðtogafundi sambandsins í Brussel í gær, en upphaflega var boðað til fundarins til þess að ræða hinn al- þjóðlega orkuskort sem hrjáir heimsbyggðina. Fundinum á að ljúka í dag. Lýstu nokkrir leiðtogar aðildar- ríkjanna áhyggjum af því að dómur pólska stjórnlagadómstólsins 7. október síðastliðinn hefði vegið að grunnstoðum Evrópusambandsins. „Það er mjög ljóst að farið hefur ver- ið yfir strikið,“ sagði Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu. Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, og Sanna Marin, forsætisráð- herra Finnlands, voru bæði á því að ekki mætti gefa eftir við Pólverja í deilunum. Nokkrir leiðtoganna gáfu til kynna þegar þeir mættu til fundar að þeir væru hlynntir því að Evrópu- sambandið myndi ekki veita Pólverj- um styrki eða lán úr neyðarsjóði sín- um vegna heimsfaraldurins fyrr en deilan hefði verið leyst. Þá voru enn aðrir á því máli að allt fjármagn sem Evrópusambandið veitti til Póllands ætti að vera bundið skilyrðum um að aðildarríkin framfylgi réttarríkinu. Nýtur stuðnings Ungverja Mateusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, sagði hins vegar að þótt hann væri reiðubúinn til við- ræðna myndu Pólverjar ekki láta undan „hótunum um fjárkúgun“. Þá sagði Morawiecki að Evrópusam- bandið væri með afskiptum sínum að seilast langt umfram umboð sitt inn á svið þar sem fullveldi aðildarríkj- anna ætti að gilda. Naut Morawiecki stuðnings frá Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sem sagði að fram- kvæmdastjórnin og Evrópusam- bandið væru á „nornaveiðum“ gagn- vart Póllandi. Sagði Orban að Ungverjar myndu styðja Pólverja gegn þessari „misbeitingu valds“. Morawiecki fundaði einsamall með Emmanuel Macron Frakk- landsforseta í aðdraganda fundarins, áður en hann hélt til fundar viðAn- gelu Merkel Þýskalandskanslara og svo Pedro Sanchez, forsætisráð- herra Spánar. Sagði Merkel eftir fund þeirra að hún vildi ekki að deilan færi fyrir Evrópudómstólinn. Röð málaferla þar myndi ekki leysa vandann um hvar endamörk Evrópuréttar og stjórnarskrár ríkjanna lægju. Deilt um afstöðu Pólverja - Leiðtogar aðildarríkjanna takast á í Brussel um úrskurð stjórnlagadómstólsins - Velt upp hvort Pólland eigi að fá fjármagn frá ESB - Orban styður Morawiecki AFP Stirt Morawiecki og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórn- arinnar, tókust í hendur í gær. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands heilsar hér prestum í að- draganda sérstakrar messu, sem haldin var í kirkju heilags Patreks í Armagh í Norður-Írlandi í gær í til- efni af því að þá voru liðin 100 ár frá tvískiptingu Írlands. Simon Coveney utanríkis- ráðherra Írlands og Paul Given for- sætisráðherra norðurírsku heima- stjórnarinnar sóttu einnig athöfnina, en Michael D. Higgins forseti Írlands ákvað að sniðganga hana. Sagði Coveney rétt að mæta til athafnarinnar, þrátt fyrir að hann sjálfur væri á því að skipting Írlands hefði verið röng. Athöfnin hefði ekki verið til að fagna skipt- ingunni eða minnast hennar, heldur til að íhuga þann sársauka og deil- ur sem síðustu 100 ár hefðu haft í för með sér, með það að markmiði að finna betri leið fram á við. 100 ár liðin frá skiptingu Írlands AFP Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúð, Frú Lauga, Heimkaup, Veganbúðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.