Morgunblaðið - 22.10.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bretar og
Frakkar hafa
elt saman
grátt silfur um marg-
ar aldir, og hefur oft
verið grunnt á því
góða, jafnvel eftir að ríkin tvö
slíðruðu sverðin við upphaf 20.
aldar. Eftir að Bretar greiddu at-
kvæði með því að ganga úr Evr-
ópusambandinu hafa samskiptin
tekið á sig heldur vonda mynd og
ágreiningsefnin ófá.
Það var til þess tekið, að á með-
an á útgönguferlinu sjálfu stóð
sætti Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti gjarnan færis að
leggja stein í götu þess. Virtist
jafnvel á stundum sem Frakkar
vildu knýja fram útgöngu án nokk-
urs samnings, og síðar meir að
ekki yrði samið um fríverslun milli
Evrópusambandsins og Breta.
Nýjasta útspil Macrons eru hót-
anir í garð Breta vegna útgáfu
veiðileyfa handa frönskum sjó-
mönnum í landhelgi Ermarsunds-
eyjanna. Bretar samþykktu 15 af
47 umsóknum, en í Jersey fengu
franskir smábátaeigendur „ein-
ungis“ 97 leyfi, þar af 31 tíma-
bundið, en 73 umsóknum var hafn-
að, aðallega af því að ekki var
hægt að sýna fram á að viðkom-
andi útgerðir hefðu fyrri veiði-
reynslu við Jersey.
Þrátt fyrir að meirihluti um-
sókna hefði þannig verið sam-
þykktur kröfðust Frakkar að hin
75 leyfin yrðu einnig veitt, og hef-
ur Macron veitt Bretum frest til 1.
nóvember næstkomandi til þess.
Hvað tekur þá við er meira á
huldu, en meðal þess sem Clement
Beune Evrópumálaráðherra
Macrons hefur lagt til er að slökkt
verði á eða í það minnsta dregið úr
rafmagnsveitu til eyjanna.
Yrði staðið við
slíka hótun væru þau
viðbrögð langt um-
fram tilefnið, og lík-
leg til þess að stór-
skaða samskipti
Breta og Frakka um langa fram-
tíð. En jafnvel þótt ekki verði
slökkt á ljósunum í Jersey hafa
Frakkar hótað að meina Bretum
aðgang að rannsóknarsjóðum
Evrópusambandsins nema veiði-
leyfin verði veitt.
Þessi viðbrögð Frakka má að
miklu leyti útskýra með því að til-
tölulega stutt er til forsetakosn-
inganna á næsta ári. Tveir síðustu
fyrirrennarar Macrons, þeir
Nicolas Sarkozy og Francois Hol-
lande, náðu hvorugur endurkjöri
og hann vill forðast þau örlög. Ein
leiðin til þess er með því að höfða
til franskra þjóðernissinna, en fyr-
irséð er að helsta keppnin sem
Macron verði veitt um embættið
komi úr þeirri átt. Þar eru líkleg-
ustu keppinautarnir Marine Le
Pen og Eric Zemmour, sem reynd-
ar hefur ekki enn sagst verða í
framboði en fer mikinn í árangurs-
ríkum bóksölutúr sem líkist meira
kosningaferðalagi.
En að hluta til virðist einnig
mega skrifa viðbrögðin á Macron
sjálfan, sem virðist ekki geta ráðið
við sig, ef tækifæri gefst til þess að
vera eins og fíll í postulínsbúð.
Jafnvel Angela Merkel, fráfarandi
Þýskalandskanslari og einn helsti
bandamaður Macrons í Evrópu-
samstarfinu, er sögð hafa skamm-
að hann, langþreytt á því að þurfa
að „líma saman brotin“ eftir
gáskafullar yfirlýsingar hans.
Spurningin verður samt áleitin,
hver muni líma þau saman, nú
þegar styttist í að Merkel stigi
upp úr kanslarastólnum.
Kosningabaráttu
beint gegn fornum
fjendum}
Macron hótar Bretum
Atburðir í kjöl-
far nýafstað-
inna kosn-
inga í Norðvestur-
kjördæmi halda
áfram að taka rými í
opinberri umræðu þó að áhugi á
þeim hafi dalað enda flestum orð-
ið ljóst að ekkert það gerðist sem
gæti raskað niðurstöðunni.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, fjallar um
einn sérkennilegan anga þessa
máls á vef sínum og segir: „Lög-
reglustjórinn á Vesturlandi sekt-
aði yfirkjörstjórn NV-kjördæmis
fyrir að standa ekki rétt að með-
ferð kjörgagna, þau hafi staðið án
innsiglis í talningarsal í Hótel
Borgarnesi. Ágreiningur er um
hve mikil áhætta var tekin með
því. Yfirkjörstjórnarmenn neita
að greiða sektina og hefur það
mál væntanlega sinn gang innan
réttarkerfisins.
Að þetta leiði sjálfkrafa til þess
að ógilda verði kosningarnar í
kjördæminu er af og frá, þá væri
rannsóknarstarfi þingnefndar-
innar sjálflokið og lögreglu-
stjórinn á Vesturlandi kominn í
hennar stað.
Á fyrsta stigi
þessa rann-
sóknamáls sem
verður sífellt und-
arlegra var látið eins
og þingmenn væru
vanhæfir til að fara með það vald
sem stjórnlög fela þeim. Til-
gangslaust þref um vanhæfi þing-
manna stóð í nokkurn tíma. Sá
sem talaði þá hæst um vanhæfið
var Magnús Davíð Norðdahl frá
Pírötum, hann náði ekki kjöri
vegna reiknilíkansins og skorts á
atkvæðum, sama gildir um þau
Rósu Björk Brynjólfsdóttur frá
Samfylkingu, Guðmund Gunn-
arsson frá Viðreisn og Karl Gauta
Hjaltason frá Miðflokknum. Þau
eygja nú von fyrir sig með sekt-
arákvörðun lögreglustjóra Vest-
urlands. Ranga niðurstaða taln-
ingarinnar eigi að gilda eða bara
að kjósa upp á nýtt, helst á öllu
landinu.“
Þetta er sannarlega undarleg
umræða og þeir sem hæst láta
hafa afar þrönga og óheppilega
sérhagsmuni sem þeir virðast
telja réttlæta að draga úr trausti
á grundvöll lýðræðis í landinu.
Það er mikill ábyrgðarhluti.
Þröngir sérhags-
munir ráða umræðu
um kosningar}
Niðurstaðan skýr
A
f hverju senda stúlkur undir lög-
aldri svona myndir af sér þrátt
fyrir umræðuna í fjölmiðlum?“
var spurt af fjölmiðlamanni í
góðri og mikilvægri umfjöllun um
stafrænt kynferðisofbeldi meðal grunnskóla-
barna í vikunni. Spurningin er algeng en hún
er til merkis um úrelt viðhorf til kynferðis-
brota og þá áherslu að breyta þurfi hegðun
þolandans. Okkur hefur þó tekist að eyða
þekktum mýtum um að við þyrftum að hylja
okkur betur, klæða okkur í síðari kjóla, vera
ekki einar, drekka minna eða bara ekki taka
mynd með rakt hár til að bjóða ekki hættunni
heim á að verða fyrir ofbeldi. Slíkur málflutn-
ingur fær sem betur fer minni hljómgrunn en
áður.
Sömu mýtur mega ekki verða gildar í um-
ræðunni þegar kemur að stafrænu kynferðis-
ofbeldi þótt við séum að horfa til annarra og nýrra birting-
armynda ofbeldis af sama grunni. Kynferðisofbeldi í
gegnum stafræna tækni er ekki undanskilið þeirri bylt-
ingu, breytingum og umræðu sem hefur verið síðustu ár
enda algengt notkunarform þess að brjóta á einstakl-
ingum, jafnt börnum sem fullorðnum. Um það ofbeldi
gilda sömu lögmál; ábyrgðin er gerandans og þá hegðun
verðum við með öllum mætti að stöðva. Í því felst til dæm-
is að dreifa ekki án samþykkis kynferðislegu myndefni
sem einstaklingur sendi þér.
Ég hef í störfum mínum lagt áherslu á að lög taki mið af
breyttri tækni þegar svo ber undir. Löggjöfin þarf að end-
urspegla nýjan veruleika og gerir það nú með mun betri
hætti en áður eftir að frumvarp sem ég lagði
fram um kynferðislega friðhelgi var samþykkt í
byrjun þessa árs. Nýtt hegningarlagaákvæði
styrkir réttarvernd einstaklinga með hliðsjón
af þeim samfélagslegu – og tæknilegu – breyt-
ingum sem hafa orðið og þróun í viðhorfi til
kynferðisbrota sem framin eru með stafrænum
hætti.
Við þurfum þó einnig að samþykkja breyt-
ingar á barnaníðsákvæði almennra hegning-
arlaga sem ekki náði fram að ganga á síðasta
þingi. Þar er um að ræða löngu tímabærar úr-
bætur sem felast meðal annars í verulegri
rýmkun refsirammans, breyttri hugtaka-
notkun og skýrari greinarmun á mörkum kyn-
ferðislegra samskipta og kynferðisbrota. Með
þeim breytingum eru tekin mikilvæg skref til
að vernda börn betur gegn stafrænum birting-
armyndum kynferðislegs ofbeldis. Meðal ann-
ars með því að hækka refsirammann úr tveimur í sex ár
eru send skýr skilaboð um alvarleika þessara brota.
Við tökum baráttuna gegn stafrænu kynferðisofbeldi al-
varlega. Í því samhengi þurfum við að horfa til gerenda og
frekar spyrja spurninganna hvernig stöðvum við þá í að
beita ofbeldi?
Ríkislögreglustjóri mun ráðast í sérstakt átak í næstu
viku þar sem nemendur í 8. bekk í grunnskólum fá fræðslu
um mikilvægi samþykkis, einnig í stafrænum sam-
skiptum. Það er eitt skrefið af mörgum sem við þurfum að
stíga áfram.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Stafrænt samþykki
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
E
f vel rætist úr árgöngum
ýsu frá 2019 og 2020 gæti
það leitt til aukningar í
ýsuveiðum á næstu árum.
Þessir árgangar, 1-2 ára ýsa, voru ein-
mitt áberandi í rækjuleiðangri nýver-
ið, en þá voru vísitölur ýsu þær hæstu
sem mælst hafa í Ísafjarðardjúpi frá
upphafi og meira var af ýsu í Arnar-
firði heldur en þar hefur sést í áratug.
Lítið var hins vegar af rækju.
Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað
í Ísafjarðardjúpi og er nú inn eftir öllu
Djúpi, en hún étur meðal annars tals-
vert af rækju. Guðmundur Þórðarson,
sviðsstjóri botnsjávarsviðs á Hafrann-
sóknastofnun, segir að kenningin sé
sú að rækjan hörfi undan ýsumass-
anum. Hugsanlega sé eitthvað af
rækju grynnra, en fari á dýpra vatn
þegar ýsan fari úr fjörðunum á haust-
in eða í upphafi vetrar. Hann vonast
því til að í febrúar verði farið í leið-
angur með heimamönnum til að kanna
stöðuna á rækjunni í Djúpinu og
hvernig henni hafi reitt af.
Sveiflur í nýliðun
Guðmundur segir að ýsan sé á
margan hátt ólíkindatól. Það eigi ekki
síst við um sveiflur í nýliðun. Þekkt sé
hjá þorski að þar geti nýliðun tvöfald-
ast á milli ára, en hjá ýsunni séu dæmi
um tífalda nýliðun á milli ára án þess
að skýringar séu augljósar. Hugsan-
lega falli þá allt saman; straumar, hita-
stig, fæðuframboð og hagkvæm dreif-
ing seiða. Á móti megi spyrja af
hverju slíkt gerist ekki í sama mæli
hjá þorskinum.
Búsvæði ýsunnar hefur einnig
breyst á síðustu árum með hærra hita-
stigi sjávar og er hún nú orðin út-
breidd fyrir norðan land. Þetta hefur
haft erfiðleika í för með sér þar sem
kvótinn var að stórum hluta vistaður
fyrir sunnan og vestan land. Margir
sjómenn nyrðra hafa lagt mikið á sig
til að flýja undan ýsunni. Aðrir hafa
haft á orði að ýsan væri alls staðar og
erfitt væri að forðast hana á veiðislóð
þorsks.
Við þessu var brugðist í lok apríl í
vor þegar sjávarútvegsráðherra ákvað
að auka aflamark í ýsu um átta þúsund
tonn. Í rökstuðningi sagði að tilefni
ákvörðunar væri „erfiðleikar sem
rekja má til mikillar ýsugengdar á
veiðisvæðum við Ísland“. 21. apríl var
búið að veiða rúmlega 90% aflaheim-
ilda fiskveiðiársins í ýsu.
Dregið frá á þessu ári
Sá böggull fylgdi skammrifi að
hækkunin hefur verið dregin frá afla-
marki yfirstandandi fiskveiðiárs. Í áliti
Hafrannsóknastofnunar var bent á að
svipaður vandi gæti komið upp á þessu
fiskveiðiári og því mikilvægt að öllum
yrði ljóst að aukningin kæmi til frá-
dráttar á fiskveiðiárinu 2021-22.
Eftir aukninguna síðasta vor var
aflamark í ýsu 54 þúsund tonn á síð-
asta fiskveiðiári. Fyrir þetta fisk-
veiðiár var ráðgjöfin rúmlega 50 þús-
und tonn en vegna fyrrnefndra átta
þúsund tonna lækkar leyfilegur heild-
arafli í ýsu frá ráðgjöf í 41.229 tonn á
þessu fiskveiðiári og þá hefur einnig
verið tekið tillit til frádrags sem kemur
í hlut erlendra ríkja.
Spurður hvort ekki sé líklegt að
hljóð heyrist úr horni er líður á fisk-
veiðiárið og einhverjir reki upp rama-
kvein þegar lítið verður eftir af ýsu-
kvótanum, segir Guðmundur það ekki
ólíklegt. Hann segist hins vegar ekki
sjá ástæðu til að auka við ýsukvótann.
Nýtingarstefna stjónvalda geri ráð
fyrir að aflamark ýsu sé ákvarðað
samkvæmt aflareglu. Gert sé ráð fyrir
að aflareglur leiði til hámarksafrakst-
urs til lengri tíma litið og dragi úr
sveiflum í aflamarki. Ráðgjöf stofn-
unarinnar sé samkvæmt aflareglu og
því í samræmi við markmið stjórn-
valda sem og varúðarsjónarmið.
Á síðustu árum hafi nokkrar breyt-
ingar verið gerðar á aflareglu, m.a.
hvað varði veiðihlutfall, en aflareglan
á að taka tillit til þeirrar óvissu sem er
í stofnmatinu. Ýsan geti vissulega ver-
ið erfið í ráðgjöf þar sem breytingar í
nýliðun og vexti geta verið hraðar, en
að svo komnu máli sjái hann ekki
ástæðu til breytinga.
Ýsugengd hefur
oft valdið erfiðleikum
Ýsan er meðal verðmætustu
fisktegunda sem veiddar eru við
landið. Þannig var útflutnings-
verðmæti afurða ýsu 21,6 millj-
arðar á síðasta fiskveiðiári og
17,5 milljarðar á fiskveiðiárinu
2019-20 á verðlagi og gengi
hvors árs.
Hún kemur þó langt á eftir
þorskinum hvað verðmæti
áhrærir, en útflutningsverð-
mæti hans var 135,6 milljarðar
á síðasta fiskveiðiári og 125,4
milljarðar fiskveiðiárið á undan.
Yfir 21 millj-
arður í fyrra
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI
Stofnþróun ýsu, heildarafli og nýliðun frá 1979
Afli, þús. tonn Nýliðun, milljónir
'80 '84 '88 '92 '96 '00 '04 '08 '12 '16 '20 '80 '84 '88 '92 '96 '00 '04 '08 '12 '16 '20
Heimild: Hafrannsóknastofnun
120
100
80
60
40
20
0
400
300
200
100
0
Botnvarpa Lína
Dragnót Annað