Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Innan sjávarútvegs- ins hefur um langt skeið verið mikil um- ræða um stofnmat á ýmsum þeim teg- undum sem teljast til okkar mikilvægustu nytjafiska. Það á sér- staklega við um tvær tegundir, karfa og grá- lúðu. Þessar tegundir eru okkur Íslendingum mikilvægar og mörg sjávar- útvegsfyrirtæki eiga verulegra hags- muna að gæta þegar kemur að veiði úr þessum stofnum. Endurtekin um- ræða um mælingar, útreikninga og aðferðafræði hvað viðkemur þessum tegundum varð til þess að við hjá Bláa hagkerfinu ákváðum að vinna skýrslu um stofnmat á karfa og grálúðu og rýna um leið grunn þeirra vísinda sem liggja að baki. Þessi skýrsla liggur nú fyrir og verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum á næstunni. Rétt er að benda á að eng- inn opinber aðili óskaði eftir slíkri skýrslu og hún var algerlega unnin að frumkvæði okkar hjá Bláa hagkerf- inu. Það er líka ástæða til að taka fram að samstarf við Hafrannsóknastofnun var til fyrirmyndar við vinnslu skýrsl- unnar og vísindamenn þar fögnuðu gerð hennar þótt hún óneitanlega fæli í sér ákveðna skoðun og endurmat á þeirra vinnu og aðferðafræði. Íslensk gögn – erlend niðurstaða Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að fiskrannsóknir byggjast á mjög mörgum ólíkum þáttum sem hver um sig getur verið mikilli óvissu háður. Í upphafi þarf að afla gagna sem fengin eru með veiðum á fyr- irframskilgreindri veiðislóð. Þessi gögn eru færð inn í líffræðileg módel og að endingu er beitt tölfræðigrein- ingu til að meta stærð og afkastagetu fiskistofnanna. Á þessari vinnu bygg- ist síðan sú veiðiráðgjöf sem íslenskur sjávarútvegur styðst við. Útreikningar á rannsóknum ís- lenskra sérfræðinga eru sendir til al- þjóðlegs ráðs sem heitir því mikla nafni alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) en það hefur það hlutverk að staðfesta útreikninga okkar vísinda- manna og koma með tillögur um há- marksafla. Þar með er fastsett af al- þjóðlegri stofnun hvað íslenskt þjóðarbú getur veitt í íslenskri lög- sögu. Það er rétt að taka fram að við hjá Bláa hagkerfinu fengum ekki frumgögn frá ICES við vinnslu okkar skýrslu. Það reynist erfitt að sækja nokkur gögn eða upplýsingar þangað og hver vísaði á annan. ICES reyndist þannig fjarlægari og óvísindalegri í nálgun sinni en Hafrannsóknastofn- un. Mikil óvissa – stöðugt endurmat Hér er um að ræða áhugaverð vís- indi en þau eru eðli málsins sam- kvæmt háð talsverðri óvissu og ættu því að vera í stöðugu endurmati. Það er engin ástæða til að efast um að fyr- irkomulag við stofnmat á okkar veiði- stofnum er unnið eftir bestu vís- indalegri þekkingu á hverjum tíma en takmarkast að nokkru leyti af þeim fjármunum sem settir eru í þessar rannsóknir. Það er alltaf hægt að auka við rannsóknir og afla meiri þekk- ingar en allt veltur það á þeim fjár- munum sem teknir eru frá til þess. Ís- lenskt þjóðarbú verður að meta mikilvægi þessara rannsókna og for- gangsraða fjármunum. Athugun okk- ar hjá Bláa hagkerfinu hefur leitt í ljós að hafa má rökstuddan grun um að það skorti nokkuð á að vitað sé hvað er að gerast með karfa og grálúðu þar sem rannsóknir eru ekki nægar. Ráðherra sjávarútvegsmála fær ákveðna fjármuni til rannsókna og setur þá að mestu í hendurnar á Haf- rannsóknastofnun, sem síðan skiptir þeim niður á þau rannsóknarverkefni sem búið er að úthluta stofnuninni. Erfitt er að sjá hve vel fram- kvæmdavaldið fylgist með því sem er að ger- ast innan þeirra stofn- ana sem framkvæma rannsóknir eða hvernig því eftirliti er háttað. Þjóðarbúið á sannarlega mikið undir að vel sé farið með þessa fjár- muni og vel takist til með rannsóknir. Það er auðvitað eft- irtektarvert að við Ís- lendingar séum búnir að framselja ákvörðunarvald til erlendra stofnana og vottunaraðila sem ákveða hvort við erum að veiða á sjálfbæran hátt úr okkar veiðistofnum. Flest bendir til þess að þessir aðilar hafi hvorki betri gögn né betri þekkingu en er að finna í íslenskum sjávar- útvegi, sem á sannarlega allt undir að vel takist til með rannsóknir og fisk- veiðistjórnun. Betri þekking – betri ráðgjöf Eftir Svan Guðmundsson Svanur Guðmundsson » Athugun okkar hefur leitt í ljós að það skorti nokkuð á að vitað sé hvað er að gerast með karfa og grálúðu. Höfundur er frkvstj. Bláa hagkerf- isins ehf. og sjávarútvegsfræðingur. svanur@arcticeconomy.com Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.