Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 24

Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 40 ÁRA Sunna er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla Ís- lands og vinnur sem námsráðgjafi í Flensborgarskólanum í Hafnar- firði. Sunna stundar einnig nám í starfsendurhæfingu við Háskólann á Akureyri. „Áhugamálin eru aðal- lega útivera í íslensku náttúrunni og samvera með fjölskyldu og vin- um en einnig flest sem tengist and- legri heilsu og vellíðan.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Sunnu er Ásgrímur Örvar Jóns- son, f. 1980, rafiðnfræðingur hjá Rafmiðlun. Börn þeirra eru Fjölnir og Fannar, f. 2009, og Dóra María, f. 2016. Foreldrar Sunnu eru Þórarinn Ólafsson, f. 1954, deildarstjóri hjá Vega- gerðinni, og Ólöf Una Jónsdóttir, f. 1958, píanókennari við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og Tónskóla Sigursveins. Sunna Þórarinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú er kjörið tækifæri til þess að fara í gegn um hlutina og sjá hvort áætlanir árs- ins ætla ekki að standast. Vertu reiðubúinn að ígrunda að skipta um vinnu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú mátt vera ánægður með þann árangur sem þú hefur náð. Þér hefur vegn- að vel og þú nýtur virðingar samstarfsfólks þíns. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Vinnan göfgar manninn en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Þú gerir þér grein fyrir að ýmislegt sem þú taldir þig ekki geta lifað án var algjör óþarfi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hugsaðu bara málið í næði, og farðu af stað þegar þú ert tilbúinn. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Ef þú tekur á hlutunum af festu og sjálfsaga finn- urðu farsæla lausn á erfiðu vandamáli. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú verður að sætta þig við að ekki gengur allt í dag eins og þú vilt að það gangi. Varastu að grípa inn í mál sem þú þekkir lítið til; það getur gert illt verra. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Ræddu málin við þá sem þú treystir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Dagurinn hentar vel til að skil- greina takmök þín og vinna að þeim. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn og þú nýtur þess að læra eitthvað nýtt. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Góðu breytingarnar sem þú hef- ur verið að reyna að ná í gegn verða loks að veruleika. Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Breytingar á vinnutilhögun koma þér úr jafnvægi. Láttu ekki deigan síga heldur haltu ótrauður áfram. Annars áttu á hættu að missa allt úr böndunum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Samband þitt við vini þína er eitt- hvað að íþyngja þér. Einbeittu þér að því að tala hreint út um hlutina. ráðum og nefndum og er t.d. stjórnarformaður Fasteigna Há- skóla Íslands og stjórnarmaður í Carbfix, en það er verkefni um að binda koldíoxíð varanlega í bergi. „Þetta eru gríðarstór viðskipta- tækifæri tengd baráttunni við hlýn- un jarðar. Það skiptir engu hversu lega verið í fiskihagfræði en ég fékk á sínum tíma styrk frá norska út- flutningsráðinu fyrir fisk til að stunda doktorsnám og ég fór að rannsaka fiskimarkaði. En ég hef skrifað líka um landbúnaðarmál og umhverfismál.“ Daði hefur setið í fjölmörgum D aði Már Kristófersson er fæddur 22. október 1971 í Reykjavík og getur rakið ættir sín- ar í höfuðstaðnum í sjö ættliði í beinan karllegg. Hann ólst þó upp í Reykholti í Borgarfirði en flutti til Reykjavíkur 1985. „For- eldrar mínir voru kennarar í Reyk- holti, en ég kynntist sveitastörf- unum mikið þar. Það var búskapur á öllum bæjum þegar ég bjó í Reyk- holtsdalnum.“ Daði gekk í Kleppjárnsreykja- skóla og Árbæjarskóla. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1991. Daði lauk búfræði- prófi frá Landbúnaðarháskóla Ís- lands 1993 og BS-prófi í búvís- indum 1997. Daði flutti til Noregs árið 1998 og dvaldi þar og í Banda- ríkjunum við nám til ársins 2005. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá norska lífvísindaháskólanum (NMBU) árið 2000 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla 2005. „Líf mitt hefur í raun verið röð tilviljana. Ég hef ekki verið með neitt plan. Ég ætlaði í dýralækn- ingar og fór á Hvanneyri til undir- búnings fyrir það, en svo ílengdist ég þar. Svo kynnti Bjarni Guð- mundsson, sem var prófessor þar, mér hagfræðina svo ég fór til Nor- egs að læra auðlindahagfræði. Þar kynntist ég prófessor Kyrre Ric- kertsen og þó að ætlunin hafi aldrei verið að fara í doktorsnám endaði ég í doktorsnámi undir hans hand- leiðslu.“ Daði fluttist heim til Íslands 2005 og vann fyrstu árin hjá Bænda- samtökum Íslands. Hann hóf störf hjá Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands 2007. Hann var ráðinn lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2009 og dósent árið 2010. „Það var sama með störfin og námið. Ég ætlaði aldrei í akademíuna, en Ragnar Árnason prófessor hafði samband við mig og sagði að það vantaði kennara.“ Daði hefur verið prófessor við Hagfræðideild frá árinu 2016. Daði var ráðinn sviðs- forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands árið 2013 og gegndi því starfi til ársins 2020. „Ég hef aðal- margar ræður eru haldnar eða hversu oft menn lýsa yfir áhyggjum af hlýnun jarðar, það mun ekkert gerast í þessum málum fyrr en það borgar sig að gera eitthvað í þeim. Þá munu lausnirnar koma og þær eru byrjaðar að koma, m.a. þetta verkefni.“ Daði var kjörinn varaformaður Viðreisnar haustið 2020 og er vara- þingmaður flokksins fyrir Reykja- víkurkjördæmi suður. Áhugamál Daða eru útivist og ferðalög um Ísland. „Ég hef alveg gaman af því að ferðast erlendis en finnst langskemmtilegast að ferðast um Ísland. Ég hef ferðast um því sem næst allt hálendið og það eru ekki mörg pláss sem ég hef ekki komið í, en það eru margir staðir eftir. Landið er stórt. Í sumar fór- um við fjölskyldan í fyrsta sinn til Flateyjar á Skjálfanda. Það var rosalega skemmtilegt, en þetta var hugmynd sem kviknaði í fyrra þeg- ar við vorum stödd á Flateyjardal þar sem eyjan blasti við manni.“ Daði hefur verið haldinn alvar- legri bíladellu frá blautu barns- beini. Ekkert bendir til þess að hann læknist af henni í bráð, segir hann. „Það er ekki það sama og vera áhugamaður um bílaumferð. Ég hef alla tíð barist fyrir því að starfsfólk Háskólans og nemendur greiði fyrir bílastæði því mér finnst ólíðandi að ríkið niðurgreiði bílaum- ferð í miðborgina. Sumir eru hissa á Daði Már Kristófersson, prófessor við Háskóla Íslands – 50 ára Stúdentsveisla Eiginkona Daða, börnin og kærustur þeirra síðasta vor. Lífið er spennandi ferðalag Afmælisbarnið Daði uppi á Torfajökli síðasta vetur. Útivist Hjónin ásamt yngri börnunum. Systurnar Röskva og Urður Arnaldardætur héldu tombólu í Vesturbæ Reykja- víkur. Þær söfn- uðu 10.376 krón- um og afhentu Rauða krossinum á Íslandi. Hlutavelta Til hamingju með daginn 110 Ve veVe Tr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.