Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 26

Morgunblaðið - 22.10.2021, Page 26
- Mikilvægur leikur hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í kvöld - Tékkland náði jafntefli í Hollandi - Harðar rimmur gegn Tékkum í síðustu undankeppni HM HM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Undankeppni HM kvenna í knatt- spyrnu 2023 hefst á erfiðum leikjum hjá íslenska landsliðinu. Liðið hefur spilað einn leik til þessa og það var gegn Hollandi, Evrópumeisturunum frá árinu 2017. Á morgun mætir Ís- land liði Tékklands á Laugardalsvelli klukkan 18:45 og þar mætast liðin sem flestir spá að muni berjast um annað sætið í riðlinum. Ísland tapaði á heimavelli fyrir Hollandi í september, 0:2, og því ligg- ur mikið við að ná í öll stigin gegn Tékklandi. Tékkar hafa byrjað vel í riðlinum og eru með fjögur stig eftir tvo leiki. Liðið hóf keppnina á að ná í stig til Hollands og gera þar 1:1- jafntefli. Mjög góð úrslit fyrir Tékka og þær fylgdu því eftir með 8:0- stórsigri gegn Kýpur. Ekki er við því búist að Hvíta-Rússland eða Kýpur blandi sér í baráttuna í efri hlutanum í riðlinum. „Þessi leikur er ótrúlega mikil- vægur. Við erum ekki komnar með stig en Tékkar eru með fjögur stig. Okkur langar á HM og hvert stig skiptir máli. Við verðum að taka 3 stig ef við viljum reyna við fyrsta sæt- ið, þótt auðvitað megi segja að margt geti gerst í riðlinum hvernig sem leik- urinn fer á morgun,“ sagði landsliðs- konan Dagný Brynjarsdóttir á blaða- mannafundi í gær. Hún á orðið langan feril með landsliðinu og var til að mynda í stóru hlutverki þegar Ís- land komst í 8-liða úrslitin á EM 2013, sem telst vera besti árangur liðsins frá upphafi. Lokakeppni HM heillar Fjórum sinnum hefur kvenna- landsliðinu tekist að komast í loka- keppni EM en liðinu hefur ekki tekist að komast í lokakeppni HM. „Að spila á HM er eitthvað sem okkur langar að gera. Við vorum svo- lítið nálægt því síðast og þá byrjuðum við mjög vel í riðlinum. Þegar strák- arnir fóru á HM í Rússlandi þá sáum við hvernig þetta var hjá þeim og þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem mann langar að gera á meðan maður er í landsliðinu,“ sagði Dagný sem upplifað hefur eitt og annað á sínum ferli. Er eini Íslendingurinn sem orð- ið hefur meistari bæði í Bandaríkj- unum og Þýskalandi. Hún leikur um þessar mundir með enska liðinu West Ham United Harður slagur í Znojmo Í síðustu undankeppni HM lentu Ísland og Tékkland einnig saman í riðli. Liðin gerðu þá 1:1-jafntefli í báðum leikjunum. Svo fór að Tékk- land náði naumlega öðru sætinu í riðl- inum á eftir Þýskalandi. Síðari leikurinn er mörgum minnisstæður en það var síðasti leik- ur Íslands í riðlinum og fór fram á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði fyrir Ísland 1:1 og í framhaldinu fékk hún vítaspyrnu en Söru Björk Gunnarsdóttur brást bogalistin á vítapunktinum og ís- lensku landsliðskonurnar sátu eftir með sárt ennið. Dagný missti af þeim leik en var með í fyrri leiknum í Znojmo og skoraði þá mark Íslands. „Ég var ekki með í seinni leiknum því þá var ég nýbúin að eiga son minn. En ég spilaði leikinn í Tékk- landi haustið 2017. Það var erfiður leikur. Þá vorum við að koma frá Þýskalandi þar sem við unnum Þjóð- verja. Bæði liðin sköpuðu sér færi í þeim leik og fengu tækifæri til að vinna. Ég reikna með því sama á morgun,“ sagði Dagný á fundinum í gær en leikirnir gegn Tékkum í síð- ustu keppni voru mjög harðir. „Já, það var mikil harka í leiknum úti og mikið um aukaspyrnur. Við er- um fastar fyrir og Tékkarnir eru al- veg eins. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur,“ sagði Dagný Brynjars- dóttir ennfremur. - Á mbl.is/sport er að finna viðtöl við fleiri landsliðskonur og þjálfarann Þorstein Halldórsson. Ísland þarf að ná í þrjú stig í Laugardalnum Morgunblaðið/Eggert Í Laugardal Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundinum í gær. _ Anna Guðrún Halldórsdóttir fór með sigur af hólmi á Evrópumeist- aramótinu í ólympískum lyftingum í Alkmaar í Hollandi á mánudaginn og setti um leið nokkur glæsileg met, þar á meðal tvö heimsmet. Anna Guðrún keppir í flokki 50 ára og eldri og setti heimsmet í snörun í 81 kíló- gramma flokki kvenna þegar hún lyfti 62 kílógrömmum. Auk þess jafn- aði hún heimsmetið í jafnhendingu þegar hún lyfti 80 kílógrömmum en bætti um leið Evrópumetið í hennar aldurs- og þyngd- arflokki um tvö kílógrömm. Þetta skilaði henni 142 kíló- grömmum sam- anlagt, sem þýðir að hún bætti Evr- ópumetið um fjögur kílógrömm og heimsmetið um tvö kílógrömm í samanlögðum árangri. Anna Guðrún setti því tvö heimsmet og þrjú Evr- ópumet á fyrsta alþjóðlega móti sínu erlendis og voru allar sex lyftur hennar gildar. Anna Guðrún hefur ekki keppt lengi í ólympískum lyft- ingum en tók hún þátt á sínu fyrsta móti haustið 2020 á haustmóti Lyft- ingasambands Íslands á Selfossi. _ Knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur rætt við Breiða- blik um að ganga til liðs við félagið. Það var fótbolti.net sem greindi frá þessu. Dagur, sem er 21 árs gamall, er leikmaður Fylkis en liðið féll úr efstu deild á dögunum eftir að hafa hafnað í neðsta sæti úrvalsdeild- arinnar á síðustu leiktíð. Hann skor- aði eitt mark í 20 leikjum fyrir Fylki í efstu deild í sumar en alls á hann að baki 36 leiki í efstu deild með Fylki og Keflavík. Dagur lék með Mjönda- len í Noregi frá 2019 til 2021 og þá á hann að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. _ Haraldur Franklín Magnús úr Golf- klúbbi Reykjavíkur missir naumlega af lokamótinu á Áskorendamóta- röð Evrópu í golfi. Haraldur lék á samtals þremur yfir pari eftir 36 holur á næstsíð- asta mótinu í Gi- rona á Spáni eftir að hafa leikið á 75 höggum í gærmorgun. Haraldur lék á 70 höggum í fyrradag, einu undir pari vallarins. Kylfingar sem voru á þremur höggum yfir pari og betur eftir tvo hringi komust ekki áfram í gegnum niðurskurðinn. Har- aldur var í 46. sæti stigalistans fyrir mótið en 45 efstu komast á loka- mótið. Fyrst hann fór ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu mun hann Eitt ogannað 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 Evrópudeildin A-RIÐILL: Rangers – Bröndby.................................. 2:0 Sparta Prag – Lyon.................................. 3:4 _ Lyon 9, Sparta Prag 4, Rangers 3, Bröndby 1. B-RIÐILL: PSV – Mónakó .......................................... 1:2 Sturm Graz – Real Sociedad ................... 0:1 _ Mónakó 7, Real Sociedad 5, PSV 4, Sturm Graz 0. C-RIÐILL: Napoli – Legia Varsjá .............................. 3:0 _ Legia Varsjá 6, Napoli 4, Leicester 4, Spartak Moskva 3. D-RIÐILL: Femerbahce – Antwerp........................... 2:2 E. Frankfurt – Olympiacos .................... 3:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahóp Olympiacos. _ Eintracht Frankfurt 7, Olympiacos 6, Fenerbahce 2, Antwerp 1. E-RIÐILL: Lazio – Marseille ...................................... 0:0 Lokomotiv Moskva – Galatasaray .......... 0:1 _ Galatasaray 7, Lazio 4, Marseille 3, Lokomotiv Moskva 1. F-RIÐILL: Midtjylland – Rauða stjarnan ................ 1:1 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll- and. Ludogorets – Braga ................................. 0:1 _ Rauða stjarnan 7, Braga 6, Midtjylland 2, Ludogorets 1. G-RIÐILL: Real Betis – Bayer Leverkusen.............. 1:1 _ Bayer Leverkusen 7, Real Betis 7, Celtic 3, Ferencváros 0. H-RIÐILL: Rapid Vín – Dinamo Zagreb ................... 2:1 West Ham– Genk ..................................... 3:0 _ West Ham 9, Dinamo Zagreb 3, Rapid Vín 3, Genk 3. Sambandsdeild Evrópu A-RIÐILL: HJK Helsinki – Maccabo Tel Aviv ......... 0:5 Alashkert – LASK.................................... 0:3 _ Maccabi Tel Aviv 7, LASK 7, HJK Hels- inki 3, Alashkert 0. B-RIÐILL: Anorthosis – Flora Tallinn ...................... 2:2 Partizan Belgrad – Gent.......................... 0:1 _ Gent 9, Partizan Belgrad 6, Flora Tallinn 1, Anorthosis 1. C-RIÐILL: Bodö/Glimt – Roma................................. 6:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt og lagði upp þriðja mark liðs- ins. CSKA Sofia – Zorya................................. 0:1 _ Bodö/Glimt 7, Roma 6, Zorya 3, CSKA Sofia 1. D-RIÐILL: CFR Cluj – AZ Alkmaar.......................... 0:1 - Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu hjá CFR Cluj. - Albert Guðmundsson lék fyrstu 81 mín- útuna með AZ Alkmaar. Jablonec – Randers.................................. 2:2 _ AZ Alkmaar 7, Jablonec 4, Randers 3, CFR Cluj 1. E-RIÐILL: Feyenoord – Union Berlín....................... 3:1 Maccabi Haifa – Slavia Prag ................... 1:0 _ Feyenoord 7, Maccabi Haifa 4, Slavia Prag 3, Union Berlín 3. F-RIÐILL: Köbenhavn – PAOK ................................ 1:2 - Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 76 mín- úturnar með Köbenhavn, Andri Fannar Baldursson lék fyrri hálfleikinn. Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður varamað- ur. - Sverrir Ingi Ingason lék ekki með PA- OK vegna meiðsla. Slovan Bratislava – Lincoln Red Imps... 2:0 _ PAOK 7, Köbenhavn 6, Slovan Bratislava 4, Lincoln Red Imps 0. G-RIÐILL: Mura – Rennes ......................................... 1:2 Vitesse – Tottenham ................................ 1:0 _ Rennes 7, Vitesse 6, Tottenham 4, Mura 0. H-RIÐILL: Qarabag – Kairat Almaty ........................ 2:1 Basel – Omonia Nicosia ........................... 3:1 _ Basel 7, Qarabag 7, Kairat Almaty 1, Om- onia Nicosia 1. Bandaríkin DC United – New England Revolution. 2:3 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá New England. Atlanta United – New York City ........... 1:1 - Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður á 90. mínútu hjá New York City og skoraði. Orlando City – CF Montréal................... 1:1 - Róbert Orri Þorkelsson lék ekki með Montréal vegna meiðsla. Undankeppni HM kvenna Rússland – Malta...................................... 3:0 Georgía – Finnland .................................. 0:3 Lettland – N-Makedónía ......................... 1:4 Tyrkland – Búlgaría................................. 1:0 Úkraína – Færeyjar................................. 4:0 Danmörk – Bosnía.................................... 8:0 Ísrael – Þýskaland.................................... 0:1 Portúgal – Serbía ..................................... 2:1 Pólland – Noregur.................................... 0:0 Írland – Svíþjóð ........................................ 0:1 Belgía – Kósovó ........................................ 7:0 50$99(/:+0$ Karlalandsliðið í knattspyrnu er í 62. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gærmorgun og fellur um tvö sæti frá því í sept- ember. Íslenska liðið var í 46. sæti í upphafi árs þegar Arnar Þór Við- arsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við liðinu af Erik Hamrén. Ís- land hefur því fallið niður um sex- tán sæti á árinu. Besta staða liðsins frá upphafi á listanum er 18. sæti en sú versta er 131. sæti. Belgía er í efsta sæti listans, Brasilía í öðru sæti og Frakkland í þriðja sæti. Ísland fallið um sextán sæti Morgunblaðið/Eggert Þjálfarar Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson. Thea Imani Sturludóttir skoraði níu mörk fyrir Val þegar liðið vann 31:23-sigur gegn Stjörnunni í úr- valsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í TM-höllinni í Garða- bæ í fjórðu umferð deildarinnar í gær. Garðbæingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15:13, en Valskonur sneru leiknum sér í vil strax í upphafi síðari hálfleiks og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Valur er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með sex stig en Stjarnan er með tvö stig í sjötta og þriðja neðsta sætinu. Stórleikur í Garðabæ Morgunblaðið/Unnur Karen 9 Thea Imani átti stórleik þegar Valur tyllti sér á toppinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.