Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 27
ekki hækka á stigalistanum en 20 efstu á stigalistanum í lok tímabils- ins komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Guðmundur Ágúst Krist- jánsson komst hins vegar í gegnum niðurskurðinn og er sem stendur í 12.-18. sæti á samtals átta höggum undir pari. Guðmundur var í 84. sæti stigalistans fyrir mótið á Spáni. _ Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum í síðasta leik með Kielce í Meistaradeild karla í handknattleik í fyrradag en liðið vann þá góðan sigur á Porto. Haukur skoraði eitt mark í leiknum en tognaði á ökkla sam- kvæmt frétt á netmiðlinum Hand- bolti.is. Erfitt er að segja til um hvort Haukur missir mikið úr vegna þessa en hann er nýfar- inn að spila á ný eftir aðgerð vegna krossbandsslits. _ Julian Nagels- mann, þjálfari knattspyrnuliðs Bayern München, greindist með kór- ónuveiruna í vikunni. Bayern Münc- hen vann öruggan 4:0-sigur gegn Benfica í E-riðli Meistaradeildarinnar í Lissabon í Portúgal á miðvikudaginn. Nagelsmann var ekki á hliðarlínunni í leiknum en í tilkynningu Bæjara kem- ur meðal annars fram að stjórinn hafi greinst með veiruna við komuna til Portúgals, þrátt fyrir að vera bólu- settur. Þjálfarinn verður því í ein- angrun næstu daga en honum verður flogið frá Portúgal til Þýskalands með sjúkraflugi. _ Janus Daði Smárason, leikmaður Göppingen í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik, er að glíma við meiðsli á öxl. Leikstjórnandinn gekkst undir að- gerð á öxl í janúar á þessu ári en hann meiddist á sömu öxl í leik Göpp- ingen og Melsungen á dögunum í Þýskalandi. Vonir standa til þess að meiðslin séu ekki alvarleg og að hann þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna þeirra að því er fram kemur í tilkynningu Göppingen. Leikmaðurinn hefur verið viðloðandi íslenska lands- liðið undanfarin ár en hann hefur ver- ið afar óheppinn með meiðsli síðasta árið. _ Elín Metta Jen- sen þurfti að draga sig úr ís- lenska landsliðs- hópnum í knatt- spyrnu sem mætir Tékklandi og Kýpur í und- ankeppni HM á Laugardalsvelli en hún tognaði á liðbandi í hné í leik Vals og Tindastóls í úrvalsdeild kvenna hinn 25. ágúst. „Ef allt stenst ætti þetta að ganga til baka á næstu vikum og vonandi verð ég klár í næsta verkefni með landsliðinu,“ sagði Elín Metta meðal annars í samtali við Morgunblaðið. Nánar er rætt við Elínu Mettu á mbl.is/sport/ efstadeild/. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Fjórir leikir fóru fram í þriðju um- ferð úrvalsdeildar karla í körfu- knattleik, Subway-deildarinnar, í gærkvöldi. Keflavík, Tindastóll, Ís- landsmeistarar Þórs frá Þorláks- höfn og Grindavík unnu þar góða sigra. Eftir að hafa lent 4:5 undir gegn ÍR í blábyrjun leiksins í Breiðholt- inu gaf Keflavík strax tóninn er lið- ið skoraði 11 stig í röð í kjölfarið, komst 15:5 yfir og tók yfir leikinn. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22:12 og í öðrum hluta bættu Keflvíkingar enn í og leiddu með 23 stigum í hálfleik, 51:28. ÍR-ingar bitu í skjaldarrendur og byrjuðu síðari hálfleikinn mjög vel þar sem þeir náðu að minnka mun- inn niður í 12 stig, 59:47. Í kjölfarið náðu Keflvíkingar hins vegar aftur góðum tökum á leiknum og leiddu með 17 stigum að loknum þriðja leikhluta, 66:49. Skaðinn var skeður fyrir ÍR og juku Keflvíkingar einungis forskot sitt þar sem þeir náðu 24 stiga for- ystu, 75:51, snemma í fjórða og síð- asta leikhlutanum. ÍR-ingum leist ekki á blikuna og tóku vel við sér í kjölfarið þegar þeir minnkuðu mun- inn í 15 stig, 78:63. Þá fór í hönd frábær kafli hjá Keflavík þar sem liðið náði aftur 24 stiga forystu, 89:65. ÍR skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins og þægilegur 16 stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Keflavík er eftir sigurinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en ÍR er án stiga á botninum. Stórkostlegur leikur Gífurlega mikið var skorað þegar Tindastóll og Breiðablik mættust á Sauðárkróki. Tindastóll leiddi með tveimur stigum eftir æsispennandi fyrsta leikhluta, 33:31, og í öðrum hluta sigldu Stólarnir fram úr Blik- um og bættu við 42 stigum á móti aðeins 23 hjá gestunum. Staðan í hálfleik því 75:54. Blikar mættu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og eignuðu sér þriðja leikhlutann hreinlega með því að saxa vel á forskot heima- manna. Staðan að honum loknum var 91:82. Fyrri hluta fjórða leik- hluta náðu Stólarnir aftur góðum tökum á leiknum og náðu mest 13 stiga forystu í leikhlutanum, 106:93. Ekki frekar en fyrr í leiknum voru Blikar þó á því að gefast upp og tóku leikinn fyllilega yfir síðari hluta fjórða leikhluta. Tindastóll komst í 116:106 þegar rúm mínúta var eftir en Blikar söxuðu stöðugt á forskot heimamanna og þegar 25 sekúndur voru eftir á leikklukkunni var munurinn orðinn aðeins tvö stig, 116:114. Eftir æsispennandi lokasekúndur höfðu Stólarnir nauman þriggja stiga sigur, 120:117, og eru í öðru sæti deild- arinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Öflugir Íslandsmeistarar Leikur Stjörnunnar og Þórs í Garðabænum fór afar fjörlega af stað þar sem mikið var skorað á báða bóga. Gestirnir úr Þorlákshöfn leiddu með sex stigum, 32:26, að loknum fyrsta leikhluta. Íslands- meistararnir settu svo í fluggírinn í öðrum leikhluta þar sem Stjörnu- menn sáu ekki til sólar. Þórsarar sölluðu niður stigunum og leiddu með 18 stigum, 61:43, þegar flautað var til leikhlés. Stjörnumenn brugðust við með hreint út sagt frábærum þriðja leik- hluta og minnkuðu muninn aftur í sex stig, 78:72. Með því lögðu heimamenn úr Garðabænum grunn að spennandi fjórða og síðasta leik- hluta þar sem allt var í járnum til að byrja með. Það var þó gestunum til tekna þar sem þeir hleyptu Stjörnumönn- um ekki nær en fimm stigum frá sér í leikhlutanum, 87:82. Í kjölfarið komst Þór aftur á mjög gott ról og náði mest 14 stiga forystu, 96:82, í fjórða leikhlutanum. Stjörnumenn löguðu stöðuna undir lokin en niðurstaðan sterkur fimm stiga úti- sigur Þórs, 97:92. Frábær umskipti Í Grindavík mættust heimamenn og KR í kaflaskiptum leik. Eftir af- ar jafnan fyrsta leikhluta þar sem KR leiddi með tveimur stigum, 19:21, bættu gestirnir úr Vest- urbænum bara í í öðrum leikhluta og komust mest 13 stigum yfir skömmu fyrir leikhlé, 33:46. Grind- víkingar sóttu aðeins í sig veðrið og löguðu stöðuna en voru átta stigum undir í hálfleik, 43:51. Mögnuð byrjun heimamanna í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði fyrstu níu stig þriðja leikhluta og komust þannig einu stigi yfir, 52:51, lagði grunninn að sterkum sigri Grindavíkur þar sem byrjuninni var fylgt eftir með enn betri kafla undir lok þriðja leikhluta. Eftir jafnræði framan af leikhlut- anum bættu Grindvíkingar jafnt og þétt við forskot sitt og leiddu með 10 stigum að honum loknum, 71:61. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn en náðu mest að minnka muninn í sex stig, 86:80, í fjórða og síðasta leikhluta áður en Grindavík skoraði síðustu fjögur stigin og hafði að lokum afar góðan 90:80-sigur. Keflavík og Tindastóll með fullt hús Morgunblaðið/Unnur Karen Einbeittur Glynn Watson, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, með boltann í leiknum gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. - Íslandsmeistarar Þórs frá Þorláks- höfn og Grindavík með góða sigra „Það er ákveðin pressa núna að viðhalda þessu góða gengi áfram,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslands- og bikarmeist- ara Víkings úr Reykjavík í knatt- spyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðs- ins. Halldór Smári, sem er 33 ára gamall, er uppalinn í Víkinni og hefur leikið með félaginu allan sinn feril en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Víkinga sumarið 2008 þegar liðið lék í 1. deildinni. Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu og spil- að með fjölda leikmanna í Víkinni, undir fjölda þjálfara, en hann var í lykilhlutverki í liðinu í ár sem vann bæði deild og bikar í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég fann það bara í vikunni að ég er strax orðinn fullur tilhlökk- unar fyrir næstu leiktíð,“ sagði Halldór Smári. „Ég þarf klárlega að stíga að- eins upp núna þar sem Sölvi [Geir Ottesen] og Kári [Árnason] eru báðir horfnir á braut. Þeir koma með mikinn talanda inn á völlinn og eru duglegir að láta menn heyra það. Það er ekki alveg ég. Ég hef aldrei verið mjög hávær en ég mun eitthvað þurfa að láta til mín taka núna,“ sagði Halldór Smári. Pressa að viðhalda árangrinum Ljósmynd/Þórir Tryggvason 381 Halldór Smári er leikjahæsti leikmaður í sögu Víkinga. Olísdeild kvenna Stjarnan – Valur ................................... 23:31 Staðan: Valur 3 3 0 0 85:60 6 Fram 3 2 1 0 86:75 5 KA/Þór 2 2 0 0 53:50 4 Haukar 2 1 1 0 53:47 3 HK 4 1 0 3 80:95 2 Stjarnan 4 1 0 3 89:99 2 ÍBV 3 1 0 2 80:73 2 Afturelding 3 0 0 3 57:84 0 Meistaradeild karla B-RIÐILL: Veszprém – Flensburg ....................... 28:23 - Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Flensburg. Staðan: Kielce 8, Vezprém 8, Barcelona 6, París SG 5, Porto 4, Motor 4, Dinamo Búkarest 2, Flensburg 1. Þýskaland Leipzig – Göppingen........................... 29:20 - Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla hjá Göppingen. Melsungen – Bergischer..................... 26:24 - Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen, Arnar Freyr Arn- arsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu ekki. - Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer. Balingen – Hamburg........................... 23:28 - Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir Balingen. Oddur Gretarsson var ekki í leik- mannahópnum. Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: N-Lübbecke – Magdeburg ................. 23:30 - Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt. E(;R&:=/D Subway-deild karla Grindavík – KR..................................... 90:80 Stjarnan – Þór Þ. .................................. 92:97 Tindastóll – Breiðablik..................... 120:117 ÍR – Keflavík......................................... 73:89 Staðan: Keflavík 3 3 0 270:237 6 Tindastóll 3 3 0 279:261 6 Njarðvík 2 2 0 216:173 4 Grindavík 3 2 1 236:222 4 Þór Þ. 3 2 1 279:276 4 KR 3 1 2 290:290 2 Stjarnan 3 1 2 270:279 2 Valur 2 1 1 143:153 2 Breiðablik 3 1 2 341:340 2 Vestri 2 0 2 176:201 0 Þór Ak. 2 0 2 152:178 0 ÍR 3 0 3 267:309 0 NBA-deildin Charlotte – Indiana .......................... 123:122 Detroit – Chicago ................................. 88:94 New York – Boston .......................... 138:134 Toronto – Washington ......................... 83:98 Memphis – Cleveland....................... 132:121 Minnesota – Houston ....................... 124:106 New Orleans – Philadelphia.............. 97:117 San Antonio – Orlando....................... 123:97 Utah – Oklahoma................................ 107:86 Phoenix – Denver ............................... 98:110 Portland – Sacramento .................... 121:124 >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Undankeppni HM kvenna: Laugardalsv.: Ísland – Tékkland........ 18.45 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Ísafjörður: Vestri – Þór Ak. ................ 18.15 Ljónagryfjan: Njarðvík – Valur.......... 20.15 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – Skallagrímur .... 19.15 Akranes: ÍA – Hamar........................... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Selfoss ......................... x:x 1. deild kvenna: Kennarahás.: Ármann – Hamar-Þór.. 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – Fram U ................... 18.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Valur U ............. 19.30 Víkin: Berserkir – Þór Ak......................... 20 Í KVÖLD! UEFA ákvað í gær að sekta ensku félögin Manchester United og West Ham United. Man United var sektað um 7.058 pund vegna hegðunar stuðnings- manna liðsins á leik þess gegn Vill- arreal í Meistaradeild Evrópu. West Ham var sektað um 50.567 pund vegna óláta stuðningsmanna liðsins og Rapid Vín á leik liðanna í Evrópudeildinni. Ensk félög fengu sekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.