Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 32
O U T L E T Ú T S A L A G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P HEILSUDÝNUR SÆNGUR & KODDAR SÓFAR & HVÍLDARSTÓLAR KODDAVER HANDKLÆÐI HÖFUÐGAFLAR LAMPAR & FLEIRA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Ný tónlistar- hátíð helguð blásturshljóð- færum, Wind- Works, hefst í Listasafni Ein- ars Jónssonar á morgun, laug- ardag. Hátíðin er skipulögð af tónlistar- hópnum Aulos Flute Ensemble og listrænn stjórnandi og stofnandi hennar er flautuleikarinn Pamela De Sensi. Boðið verð- ur upp á sjö tónleika næstu þrjár helgar. Á opnunartónleikunum á morgun kl. 14 kemur Aulos Flute Ensemble fram. Strax á eftir, kl. 15, verða tón- leikar óbóleikarans Eydísar Franzdóttur. Á sunnudag kl. 14 leika Petrea Óskarsdóttir á flautu og Dagbjört Ing- ólfsdóttir á fagott. Kl. 15 koma síðan fram saxófónleik- ararnir Vigdís Anna og Guido Bäumer. Hátíð helguð blásturshljóðfærum hefst með fernum tónleikum FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Þriðja umferð úrvalsdeildar í körfuknattleik karla, Subway-deildarinnar, hófst með fjórum leikjum í gær- kvöldi. Þar unnu Keflavík og Tindastóll bæði sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum. Keflavík vann auðveldan sig- ur gegn ÍR í Breiðholtinu en Tindastóll vann nauman sig- ur á Breiðabliki á Sauðárkróki þar sem ógrynni stiga voru skoruð. Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu sterkan sigur gegn Stjörnunni og Grindavík vann góðan sigur á KR í Grindavík. »27 Keflavík og Tindastóll með fullt hús stiga í úrvalsdeild karla í körfubolta ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristján Már Jónsson og Sólveig Rún Samúelsdóttir frá Akranesi hafa stundað nám og vinnu í Kaupmanna- höfn undanfarin ár og eru ekki á heimleið á næstunni. „Ég lýk við BA- hluta læknisfræðinnar í Kaupmanna- hafnarháskóla fyrir jól og á síðan eftir þrjú ár í kandídatinn, en framhaldið er síðan óráðið,“ segir Sólveig. Nú hafi hún áhuga á því að sérhæfa sig í svæfinga- eða hjartalækningum en það geti breyst. Á meðan unir Krist- ján sér í móttöku á hóteli í gamla bænum. Parið er frá Akranesi. Þau vissu hvort af öðru sem börn og unglingar en rugluðu ekki saman reytum sínum fyrr en tíu dögum áður en Sólveig fór út í námið. „Við bundumst tryggða- böndum á Fiskideginum mikla á Dal- vík 2017 og hann kom út ári á eftir mér,“ upplýsir hún. Bætir við að hún hafi fengið áhuga á læknisfræði vegna starfa í Björgunarfélagi Akra- ness. Námskeið í fyrstu hjálp hafi kveikt í sér. „Líffræði og efnafræði hafa alltaf legið vel fyrir mér, verið mínar sterkustu námsgreinar, og vegna þessa varð læknisfræði fyrir valinu.“ Hún hafi ekki komist í gegn- um niðurskurðinn í Háskóla Íslands, hafi sótt um í Kaupmannahöfn í kjöl- farið, verið tekin inn í skólann og njóti námsins og lífsins í höfuðborg Dan- merkur í botn. Skellt í lás Kristján hefur unnið í móttökunni á Good Morning Copenhagen- hótelinu við Colbjørnsensgade, skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni, frá því um miðjan janúar í fyrra. Hann var spenntur fyrir nýja starfinu en kórónuveirufaraldurinn hefur heldur betur sett strik í reikninginn. „Tveimur mánuðum eftir að ég byrj- aði var skellt í lás í Danmörku,“ rifjar hann upp. Eftir að Mette Frederik- sen forsætisráðherra boðaði hertar sóttvarnaaðgerðir hafi afbókanir hrúgast inn enda útlendingum nánast ekki hleypt inn í landið. „Ég var á kvöldvakt þegar hún tilkynnti að- gerðirnar og á svipstundu urðu allar símalínur rauðglóandi og tölvupóstur með afbókunum og ósk um endur- greiðslu var óstöðvandi. Þetta var eins og í bíómynd, það hreinlega rauk úr tölvunni.“ Stuttu seinna var ákveðið að loka hótelinu á meðan veiran gengi yfir. „Talið var að allt yrði komið í samt lag eftir tvær vikur og því var starfs- fólkið sent heim í þann tíma með stuðningi frá ríkinu, en lokunin var stöðugt framlengd og ég var heima í um fimm mánuði, frá miðjum mars fram í miðjan ágúst 2020. Þá mættum við aftur en lítið var að gera því fólk var ekkert að ferðast. Hótelið var síð- an notað fyrir fólk í einangrun vegna Covid þar til í febrúar á þessu ári. Þá var tekin ákvörðun um að loka á ný og ekki var opnað aftur fyrr en um miðjan ágúst. Tíminn undanfarin misseri hefur því verið undarlegur en bókunum hefur nú fjölgað og mikið líf er aftur farið að færast í hótelið.“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Ánægja Sólveig Rún Samúelsdóttir og Kristján Már Jónsson frá Akranesi njóta lífsins í Kaupmannahöfn. Njóta lífsins í botn - Læknisfræðinám í Kaupmannahöfn góður kostur - Fólki fjölgar á ný og hótelrekstur að færast í fyrra horf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.