Samherjinn : frétta- og tilkynningablað Stórstúku Íslands - 01.02.1939, Qupperneq 5
ERLENDAR ERÉTTIR.
- 5 -
BINDINDISHREYEINGIN í DANMÖRKU
I ==============================
heitir mikið rit, sem verið er að gefa
út í Danmörku nú um þessar mundir,
vegna 60 ára afmælis bindindishreyf-
ingarinnar þar í landi.
Verk þetta verður i þrem stórum
bindum.
1. bindi verður um starfsemi
bindindishreyfingarinnar í heild, og
þættir um hinar ýmsu hliðar áfengis-
málanna.
Meðal annara, sem í þetta bindi
rita er, Dahlgaard, innanríkisráðherra,
um menningargildi bindindishreyfingar-
innar.
Hæstaréttarmálafl.m. Heilesen um
áfengislögg.iöf Dana.
Ritst.Larsen-Ledet úm bæja- og sveita-
atkvæðagreiðslur í Danmörku i~afeng-
'ismálum.
Ljóðþingsmaður J. Bomholt um
áfengismálin í sambandi við danska
list og bókmentlr,
Auk þess rita í þetta hefti
fjölda margir aðrir þektir menn og
"konur á sviði bindindismálanna, bæði
læknar, lögfræðingar, dómarar, prestar,
rithöfundar, skáld og listamenn.
2„ bindi verður um bindindisfé-
lögin í Danmörku,
Auk æfisagnaþátta allra stjórnar-
meðlima hinna ýmsu bindindisfélaga,
skrifa formenn og leiðtogar þeirra,
hver fyrir sig, sögu síns félags.
^. bindi er um hinar ýmsu reglur
(orders) i Danmörku,
Verða þar æfisagnaþættir og mynd-
ir allra æ.t, hinna ýmsu stúkna, auk
þess saga hverrar reglu fyrir sig.
Eins og getið var um í upphafi
verður þetta mikið rit og hið vandað-
asta í alla staði, og gefur mjög
glögga og greinagóða vitneskju um hið
margþætta starf og stríð bindindis-
hreyfingarinnar í Danmörku
Landssamband danskra bindindis-
mia,nna gefur rit þetta út, en "út-
breiðslumálastjóri"' sambandsins
Markersen, sér um útgáfuna.
1 Rússlandi fer áfengisnotkun nú
va xandi.
Árið 1932 var erfitt ár hjá brugg-
urum í Englandi,. Þá var minni sala á
öli og áfengi hjá þjóðinni en nokkru
sinni áður, nema um tíma á stríðsár-
unum. Þetta sama ár var líka minnst
um kærur fyrir ölvun, misþyrmingu á
börnum og önnur siðferðisbrot, og er
sú blessun ótalin, sem þetta hafði í
för með sér fyrir heimilislíf manna,
en síðastliðin 6 ár hefir orðið mikil
breyting til hins verra. Bruggararn-
ir hófu nú auglýsingaáhlaup sitt, og
á þessum 6 árum hafa öll hin félags-
legu mein farið aftur í vöxt, segja
fröðir menn um þessi mál, í Englandi.
Hinn nýi forseti Czecho-Slovakíu
- Dr. Emil Hacha - er strangur bind-
indismaður á bæði vín og tóbak. Hann
er nú, 66 ára gamall. Tveir fyrirrenn-
arar hans voru einnig strangir bind-
indismenn.
Það er þess virði að rifja upp
fyrir sér, að árið 1912 sendu leið-
andi og meiriháttar konur í Ungverja-
landi mjög eftirtektarverða áskorun
til þjóðarinnar. Eyrst á listanum var
nafn hinnar gáfuðu dóttur fyrverandi
Belgíukonungs. 1 skjali þessu var
komist þannig að orði: "Það eru ekki
aðeins karlmennirnir, sem áfengisbölið
eyðileggur. Heldur er það einnig konu-
sálin, sem er kvalin og pínd og lífs-
orka hennar tærð af því mikla böli.
Gera konur sér það fyllilega ljóst, að
það er ekki aðeins land og lýður, sem
áfengismeinið læsir eitruðum öngum
sínum, heldur einnig allar þeirra kven-
iegu, bgörtu vonir? . . .> Vér biðjum
einlæglega og skoriim á ykkur, konurnar,
að berjast allavega og allstaðar gegn
áfengisnautninni .... Gefið ^börnum
ykkar ekki áfengi .... Og vér biðjum
ykkur einlæglega og sérstaklega,^að
gefa börnum ykkar blóm, en ekki áfengi
nú á komandi páskahátíð Æsluulýðurinn
er blóm þjóðarinnar, og áfengið drepur
blómin".
Áfengisnautnin eykur fátæktina, og
============== fátæktin leiðir menn
út í drykkjuskap, það er sannleikur.
(Snowden).