Morgunblaðið - 27.10.2021, Side 10

Morgunblaðið - 27.10.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021FRÉTTIR Oft hjálpar það mér til að skilja betur fréttir líðandi stundar að spegla þær í atburðum sem fjallað er um í sögubókunum, eða í verk- um rithöfunda og tónskálda. Þegar kom að því að skrifa pistil um enda- lok Alitalia lá því beinast við að renna í gegnum ítölsku óperubók- menntirnar og reyna að finna þar söguþráð eða ólánsama hetju sem ætti eitthvað sameiginlegt með ítalska ríkisflugfélaginu og örlögum þess. Væri kannski hægt að leita í smiðju Leoncavallo og vísa í Pagli- acci þar sem allt endar með ósköp- um? Eða finna líkindi með Ástar- elíxír Donizettís þar sem óvænt fjárhagsleg innspýting heldur sögu- þræðinum gangandi? Var það ekki fyrr en ég leitaði ráða hjá kollega mínum að hann benti mér á að Verdi hefði allt eins getað verið með Alitalia í huga þeg- ar hann samdi óperuna La traviata um gleðikonuna ólánsömu Víólettu: „Hún er alla óperuna að geispa gol- unni og svo þegar það loksins ger- ist er öllum í raun nokkurn veginn sama,“ sagði hann. Reyndar stóð mér ekki á sama þegar ég var svo heppinn að sjá þau Rolando Villazón og Önnu Net- rebko fara með aðalhlutverkin í óp- eru Verdís á sýningu í Mariinsky- óperuhúsinu í Pétursborg fyrir langa löngu. Gott ef minn innri hrifnæmi Ítali vaknaði ekki fyrst til lífsins þegar angans berklasjúkling- urinn Violetta geispaði golunni í fanginu á honum Alfreodo sínum, enda var ekki að finna þurrt auga í salnum. Kannski er það út af þessum litla hrifnæma Ítala sem býr innra með mér að mér þykir mikil eftirsjá að Alitalia. Rétt eins og með Víólettu var ekkert rökrétt við það að flug- félagið skyldi getað ríghaldið í líf- tóruna en þeir sem fylgdust með óskuðu þess samt allan tímann að með einhverju kraftaverki mætti lækna sjúklinginn og leyfa sögunni að fá farsælan endi. Ítalskur lúxus fékk vængi Alitalia er svo skemmtilega lýs- andi fyrir bæði ítalska þjóðarsál og þau lögmál sem móta ítölsk stjórn- mál. Alitalia var hluti af sjálfsmynd ítölsku þjóðarinnar og allt frá stofn- un félagsins árið 1946 voru flug- vélar þess eins konar fljúgandi sendiráð á endalausri hringferð um jarðarkringluna. Var Alitalia í hópi stærstu flugfélaga heims og að fljúga með því var ítölsk upplifun þar sem ofuráhersla var lögð á smekklega hönnun og almennilega matarupplifun. Tollfrjálsi varning- urinn sem seldur var um borð var af bestu gerð: lúxusilmvötn, bindi og sjöl frá konungum og drottn- ingum ítalska tískuheimsins. Ef páfinn þurfti að skjótast á milli staða kom ekki annað til greina en að ferðast með þotu frá Alitalia. Ætli hápunktinum hafi ekki verið náð á 10. áratugnum þegar Giorgio Armani tók sig til og hannaði nýja búninga á áhafnir flugfélagsins samhliða því að hressa upp á far- þegarýmin. Í þau átta ár sem Arm- ani-einkennisbúningurinn var í notkun var ekki erfitt að koma auga á ítalskar flugfreyjur í mann- þrönginni á flugvöllunum; í klæði- legum tvíhnepptum gráum jakka, hnésíðu ólífugrænu pilsi, beinhvítri blússu og með samanbrotinn silki- klút í brjóstvasanum. Var 10. áratugrinn líka merki- legur fyrir þær sakir að árið 1998 gerðist það í eina skiptið í allri sögu Alitalia að félagið var rekið með hagnaði. Vildi ekki eða gat ekki aðlagast Sagan á bak við rekstrarvanda Alitalia er í sjálfu sér ósköp einföld. Allt lék í lyndi þegar flugfélagið var í ríkiseigu og lítið frelsi á flugmark- aði. Starfsemin skilaði kannski ekki afgangi, en ríkissjóður gat hlaupið undir bagga og þar sem sáralítilli samkeppni var til að dreifa tókst að fylla nægilega mörg flugsæti. Var flugfélagið eins og laglegur en of- dekraður gutti frá Mílanó sem gat alltaf beðið pabba um pening í skiptum fyrir koss á vangann. En svo breyttust reglurnar og samkeppnin harðnaði: Það var í forsetatíð Jimmy Carter að Banda- ríkin tóku af skarið árið 1978 og opnuðu bandaríska flugmarkaðinn upp á gátt en í Evrópu kom stóra stökkið árið 1993 þegar álfan varð öll að einu markaðssvæði fyrir flug- félög og ekki lengur hægt að reisa múra í kringum starfsemi ríkisflug- félaganna. Um alla Evrópu var sagan sú sama og bústin ríkisflugfélög eins og Iberia á Spáni, Lufthansa í Þýskalandi og SAS á Norðurlönd- unum þurftu að aðlagast breyttum markaðsskilyrðum, hagræða og skera niður, ellegar fara á hausinn. Á það við um bæði fyrirtækja- rekstur og uppskriftir að pastasós- um sem gengið hafa í erfðir í marg- ar kynslóðir, að Ítalanum þykir best að gera hlutina eins og hann er vanastur. Skyldi því engan undra að það bólaði lítið sem ekk- ert á hagræðingu í rekstri Alitalia og virtist eins og ítalska stoltið leyfði eigendum félagsins ekki að horfast í augu við breyttan veru- leika. Stéttarfélögin þvældust fyrir Stjórnendur Alitalia mega eiga það að þeir freistuðu þess að koma á samruna við Air France árið 1993 og KLM árið 2002 en öflug stéttar- félög stóðu í vegi fyrir því. Áfram hélt ástandið að versna og árið 2008, þegar flugfélagið stefndi í gjaldþrot (og reglur Evrópusam- bandsins komu í veg fyrir að halda mætti félaginu á lífi með áfram- haldandi gjöfum úr ríkissjóði) ákváðu ítölsk stjórnvöld að einka- væðing væri eina lausnin. Góðvinir Berlusconis fengu að kaupa þann hluta félagsins sem var rekstrar- tækur, en ítalskir skattgreiðendur fengu skuldirnar. Á tímabili kom Air France-KLM inn í reksturinn og átti fjórðungs- hlut í félaginu en 2014 bættist Eti- had í eigendahópinn með kaupum á nærri helmingshlut. Samt gekk ekkert að laga reksturinn. Flug- félög á borð við EasyJet og Ryan- air sýndu því áhuga að taka ítalska sjúklinginn að sér og reyna að koma honum aftur til heilsu, en þær hugmyndir runnu út í sandinn. Þegar verst lét þurfti að veita Al- italia að jafnaði um 14 milljóna evra meðgjöf í mánuði hverjum, úr vasa hluthafa og ítalskra stjórnvalda. Ítalska ríkið tók reksturinn aftur yfir í mars á síðasta ári þegar ljóst þótti að flugfélagið gæti ekki með nokkru móti lifað af áhrif kórónu- veirufaraldursins á flugsamgöngur. Til að krydda söguna sýndi félag Michelle Roosevelt Edwards áhuga á að kaupa reksturinn en ekkert varð úr þeim plönum. Í ágúst var tilkynnt að slökkt yrði á öndunarvélunum frá og með 15. október og að gerður yrði samningur við nýtt flugfélag, ITA Airways, að taka við keflinu sem aðalflugfélag Ítalíu. Þar sem atvinnulífið er lint eins og soðið pasta Í sögu Alitalia kristallast mörg þau vandamál sem Ítalía glímir við. Þannig virðist það regla að í hvert sinn sem eitthvað bjátar á í at- vinnulífinu hættir stjórnvöldum til að vilja grípa inn í, þó ekki væri nema til þess að bjarga störfum. Aldrei er spurt hvort megi ekki í staðinn gera eitthvað til að bæta rekstrarskilyrði ítalskra félaga, máski klípa ögn af háum sköttunum eða bera eld að ítalska skrifræðinu sem sligar bæði einstaklinga og at- vinnulíf. Auðvitað leiðir meingallað rekstrarumhverfið til þess að ítalskt atvinnulíf missir allan þrótt og samkeppnishæfnin verður að engu. Segir það sína sögu að af tuttugu stærstu fyrirtækjum Ítalíu eru öll stofnuð fyrir árið 1963, og sum svo gömul að þau urðu til á tímum da Vinchis og Michelang- elos. Ekki nóg með það heldur er ríkið stór hluthafi í mörgum þess- ara félaga eða þá að sömu valda- miklu fjölskyldurnar skjóta aftur og aftur upp kollinum í eigendahópi þeirra. Það væri óskandi að endalok Al- italia mörkuðu upphafið að alvöru samtali um alvarlegustu brestina í ítölsku atvinnulífi. Ef það var hægt að segja bless við Alitalia þá má kannski segja bless við löngu úrelta sýn á hlutverk ríkisins í hagkerfinu og nýta frelsið til að byrja að virkja sköpunargleði og athafnasemi ítölsku þjóðarinnar. Tjaldið er fallið og kannski hægt að setja eitthvað skemmtilegra á svið næst. Löngu, löngu tímabær sögulok Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Saga Alitalia varpar ljósi á mörg af þeim heimagerðu vandamálum sem halda aftur af ítölsku atvinnulífi. AFP Páfinn heimsækir Slóvakíu í sinni síðustu ferð með Alitalia. Flugfélagið hefur alltaf haft á sér mjög sérstakan blæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.