Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 1
HAGKVÆMTOG UMHVERFISVÆNT ArdbegWee Beastie sýnir að aldur er bara tala. 8 Það lýsir ítölsku atvinnulífi að í 74 ára sögu Alitalia var flugfélagið rekið með hagnaði í aðeins eitt ár. 10 VIÐSKIPTA 11 Guðríður í versluninni Barnaloppunni segir Íslendinga orðna betur meðvitaða um góð um- hverfisáhrif þess að kaupa notaða vöru. EKTA ÍTÖLSK HARMSAGA MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 Eldsneytið ekki hærra frá 2018 Flugvélaeldsneyti (JET-1) hefur hækkað gríðarlega í verði á síðustu mánuðum og nemur hækkunin síðastliðinn mánuð 12,4%. Litið ár aftur í tímann nemur hækkunin hins vegar 121,1%. Hefur hin skarpa hækkun haft veruleg áhrif á afkomu margra flugfélaga sem enn eru í sárum eftir það bylmingshögg sem þau urðu fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í uppgjörskynningu Icelandair frá því í liðinni viku sagði að hærra eldsneytisverð væri farið að hafa áhrif á afkomu félagsins, enda væri það að meðaltali 60% hærra en á þriðja fjórðungi síð- asta árs. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir vissulega að eldsneytisverðið sem fyrirtækið greiði nú sé hærra en hann óskaði en það valdi honum þó ekki stórkostlegum áhyggjum. Umsvif fyrir- tækisins séu ekki mikil og vélar félagsins auk þess sparneytnar. Í fjárfestakynningu sem gefin var út þegar Play réðst í hlutafjárútboð fyrr á árinu kom fram að samkvæmt sviðsmynd stjórnenda þess væri miðað við að eldsneytisverð yrði jafn hátt og hæsta staða þess um mitt ár 2019. Þá stóð verðið í 660 dollurum á tonnið. Í dag er það hins vegar 764 dollarar samkvæmt upplýsingum frá IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, eða tæpum 16% hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flug- vélaeldsneyti hefur hækkað mjög í verði á um- liðnum mánuðum og helst það í hendur við aðra þróun á orkumarkaði. Þá er vart aukinnar eft- irspurnar eftir eldsneytinu eftir því sem flug- félög auka umsvif sín. Birgir segir að Play hafi ekki fjárfest í elds- neytisvörnum í þessu ástandi. „Við erum með áhættunefnd sem starfar und- ir stjórn en í eru einnig utanaðkomandi sérfræð- ingar. Niðurstaða nefndarinnar hefur verið sú að kaupa ekki þessar varnir enda eru þær mjög dýrar á meðan sveiflurnar eru svona miklar og óvissa um þróun til lengri tíma ríkir á mörkuð- um. Fólk er að bóka sér flugmiða með mun skemmri fyrirvara en áður og því er mögulegt að verðleggja sætin með tilliti til olíuverðs og það veitir talsverða vörn gegn þessum sveifl- um.“ Samkvæmt áætlunum Icelandair er gert ráð fyrir að eldsneytisvarnir félagsins aukist til muna fram á annan fjórðung næsta árs. Á yf- irstandandi fjórðungi er félagið með um 11 þús- und tonn af eldsneyti varin í samningum en þeg- ar kemur fram á annan ársfjórðung komandi árs verða þau um 20.600. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugvélaeldsneyti hefur hækkað gríðarlega í verði á síðustu mán- uðum og er farið að bíta í rekstri flugfélaganna. Morgunblaðið/Unnur Karen Play notast við sparneytnar A321NEO-vélar. 737MAX-vélar Icelandair eru einnig sparneytnar. Þorgerður Arna Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landeyjar, sem á meirihluta í fasteignaþróunarfélag- inu Arnarlandi, segir að síminn hjá sér hafi vart stoppað frá því tilkynnt var um verkefnið í fjölmiðlum á dög- unum. Mörg spennandi fyrirtæki í fremstu röð á Íslandi hafi lýst áhuga á að koma með starfsemi sína á svæðið. „Arnarlandið er byggð þar sem lýðheilsa og lífsgæði verða höfð að leiðarljósi. Þetta á að verða miðstöð heilsutækni á Íslandi. Svæðið mun skiptast í tvennt þar sem atvinnu- starfsemin verður nær Hafnarfjarð- arveginum og myndar um leið skjól fyrir íbúðabyggðina,“ segir Þorgerð- ur í samtali við ViðskiptaMoggann. Hún segir það hafa verið sýn að- standanda Arnarlands, Landeyjar, sem fer með 51% eignarhlut á móti Ósum, að vöntun væri á klasa fyrir heilsugeirann. „Eins og með aðra at- vinnugeira er það vænlegt til árang- urs þegar fólk í svipaðri starfsemi, sem talar sama tungumál og er á sömu línu, safnast saman á einn stað. Við teljum að með þessu mynd- ist kraftmikið umhverfi þar sem nýj- ar hugmyndir og tækifæri fæðast.“ Auk þeirra tvö hundruð starfs- manna Ósa sem koma inn á svæðið þegar fyrirtækin í samstæðunni flytja í hverfið er fyrirséð, miðað við áhuga fyrirtækja á uppbyggingunni, að sú tala verði fljót að hækka. Lögð verður áherslu á að opna dyrnar fyr- ir fyrirtæki sem sérhæfa sig í ný- sköpun, þróun og þjónustu innan heilsugeirans, að sögn Þorgerðar. Fyrirtæki í fremstu röð hafa lýst áhuga Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgerður segir að lýðheilsa og lífs- gæði verði í fyrirrúmi í Arnarlandi. Framkvæmdastjóri Land- eyjar býst við að deiliskipu- lagi Arnarlands í Garðabæ ljúki í desember 2022. 6 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Lentir þú í tjóni? Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvog 4 | Sími 528 8888 | bilaréttingar.is Fagmenn í yfir 35 ár TÍMAPANTANIR 528 8888 EUR/ISK 27.4.'21 26.10.'21 160 155 150 145 140 135 149,65 149,85 Úrvalsvísitalan 3.500 3.300 3.100 2.900 2.700 2.500 27.4.'21 26.10.'21 3.070,36 3.340,09

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.