Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 11VIÐTAL
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari
saman
í sátt við
umhverfið
hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Bætt hreinlæti í nýjum heimi
Þarftu að aðlaga þig að breyttum heimi?
Auknar kröfur til fyrirtækja um bætt hreinlæti, betri sóttvarnir
og umhverfisvænar lausnir kalla á nýja nálgun.
Lausnir sem stuðla að betri heilsu starfsfólks og viðskiptavina
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Barnaloppan var opnuð árið 2018 og
varð fljótt vinsælt markaðstorg fyrir
notaða barnavöru. Extraloppan var
opnuð ári síðar en þar má kaupa og
selja föt á fullorðna, fylgihluti og hús-
búnað. Segir Guðríður Gunnlaugs-
dóttir framkvæmdastjóri að vinsæld-
irnar megi m.a. þakka vitundar-
vakningu um hringrásarhagkerfið og
umhverfisáhrif textíliðnaðarins: „Í
hvert skipti sem neytendur velja að
kaupa notaða vöru draga þeir beint
úr framleiðsluþörf á nýrri vöru og
nýta þannig hráefni jarðar betur,“
útskýrir hún en áætla má að frá upp-
hafi hafi rekstur Barnaloppunnar
sparað sem nemur 20.000 tonnum af
koltvísýringslosun.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Stærsta áskorunin er líklega að
halda sér alltaf á tánum og ekki
staðna í neinum aðgerðum tengdum
rekstrinum og markaðssetningunni;
finna leiðir til að bæta sig og hlusta á
alla gagnrýni með opnum huga og fá
fólk í lið með sér hvort sem það er
starfsfólk eða viðskiptavinir. Svo er
auðvitað margslungið verkefni að
finna hinn fullkomna meðalveg þeg-
ar kemur að því að samræma fjöl-
skyldu, heimili, áhugamál og vinnu –
en það er oft það sem mér finnst
mesti streituvaldurinn þegar kemur
að eigin rekstri. Maður vill auðvitað
reyna að vera 100% til staðar á öllum
vígstöðvum en það er oft erfitt að
finna rétta jafnvægið.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Mín vinna fer mikið fram í gegn-
um samfélagsmiðla og því er ég mjög
dugleg að fylgjast með öllu sem fer
fram í þeim geira því umhverfið þar
breytist mjög ört. Bara á þeim fáu
árum frá því að ég útskrifaðist hefur
mikið breyst á þessum vettvangi og
fleiri miðlar komið til sögunnar. Ég
reyni að hlusta á hlaðvarp um mark-
aðssetningu og samfélagsmiðla og
leita mér heimilda á alls konar net-
síðum, og ég læri líka helling af sam-
starfsfólki mínu.
Ég segi reglulega við starfsfólkið
mitt að við viljum bjóða upp á
heimsklassa þjónustu í Loppunni, og
það er gott að átta sig á því að við er-
um andlit og ímynd fyrirtækisins og
þjónusta er ekki bara þjónusta. Þess
vegna er mikilvægt að ég sé fyrir-
mynd í þeim efnum og komi minni
þekkingu áfram til starfsfólksins þar
sem ég hef mikla reynslu á þessu
sviði.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég er mjög meðvituð um að heils-
an mín er það sem skiptir aðalmáli
fyrir framtíðina og því tek ég mér
tíma inn á milli og losa mig við allt
áreiti í kringum mig. Það kom alveg
sá tími einu og hálfu ári eftir opnun
Barnaloppunnar að ég fann fyrir því
að ég var búin með alla orkuna og
mikil streitueinkenni farin að láta á
sér kræla. Þá var ég líka að vinna sjö
daga vikunnar og vinnudagarnir
langir. Ég keyrði mig út og náði aldr-
ei almennilegri slökun – við erum
bara ekki gerð fyrir svoleiðis rugl.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Klárlega eitthvað tengt sálfræði
eða félagsráðgjöf. Ég myndi segja að
ég væri góður hlustandi, og almennt
finnst mér gaman að spá og spek-
úlera í allskonar tengdu þessu mann-
lega ef maður getur orðað það þann-
ig. Fólk er áhugavert og það væri
fróðlegt að vita hvað veldur ákveðinni
hegðun og hugsun mannskepnunnar.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Það vinnur klárlega með okkur að
vitundarvakning hefur orðið í þjóð-
félaginu hvað varðar umhverfismál.
Það veitir okkur mikinn meðbyr og
einnig hvað fólk er jákvætt í garð
starfsemi okkar. Það er geggjað að fá
að vinna með alls konar fólki, ekki
bara starfsfólki heldur einnig leigj-
endum og viðskiptavinum. Við erum
með yfir 300 leigjendur hjá okkur og
það er rosalega mikil upplýsingagjöf
og endurgjöf sem kemur frá þeim á
hverjum einasta degi – en það gefur
manni mikinn innblástur og auðveld-
ar manni að bæta sig og reyna stöð-
ugt að gera betur á öllum sviðum
rekstursins.
Á sama tíma getur áreitið orðið
mikið úr öllum áttum og því ákveðin
áskorun að þjónusta marga ein-
staklinga á hverjum einasta degi.
Sem betur fer þrífst ég vel innan um
fólk og helst margt fólk og því held ég
að ég sé að ná að tækla þetta vel.
Rekstrarumhverfið á Íslandi fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki getur ver-
ið krefjandi verð ég að segja því það
má ekki mikið út af bera – og hefur
það sýnt sig núna á Covid-tímum þar
sem mörg fyrirtæki hafa átt erfitt
uppdráttar. Ég verð að viðurkenna
að ég fann fyrir miklum kvíða og
stressi þarna fyrstu mánuðina í far-
aldrinum hvað varðar reksturinn,
eins og líklegast flestir atvinnurek-
endur. Óvissan er svo erfið því maður
veit ekki neitt hvað er að fara að ger-
ast – og fyrirtækin eru jú auðvitað
lífsviðurværi manns. Með hjálp okkar
frábæru viðskiptavina og starfsfólks
erum við hér enn og sterk sem aldrei
fyrr og þessi reynsla hefur bara
styrkt okkur.
SVIPMYND Guðríður Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Barnaloppunnar og Extraloppunnar
Rekstrarumhverfið getur verið krefjandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það vinnur klárlega með okkur að vitundarvakning hefur orðið í þjóðfélaginu hvað varðar umhverfismál,“ segir Guðríður.
NÁM: Stúdentspróf frá náttúrufræðibraut Flensborgarskóla
2005; BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2012; meistara-
gráða í þjónustustjórnun frá Copenhagen Business School
2017.
STÖRF: Afgreiðslustörf í bakaríi og í Nóatúnsverslun. Aðhlynn-
ing og þrif á Hrafnistu. Afgreiðslu- og skrifstofustörf hjá Aðal-
skoðun 2003 til 2009; þjónustustörf hjá DGI Byen Hotel Copen-
hagen 2012 til 2014; framkvæmdastjóri Barnaloppunnar frá
2017.
ÁHUGAMÁL: Tennis og fjallgöngur. Ekkert betra en íslensk nátt-
úra í góðum félagsskap.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Andra Jónssyni og eigum við tvær
dætur: Viktoríu Draumeyju 12 ára og Stefaníu Leu 7 ára.
HIN HLIÐIN
Atvinna