Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
ww.betrabak.is
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens
munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
WESLEEP.
DOYOU?
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Heimavöllurinn byrjaði sem vinsælt
hlaðvarp þeirra Huldu Mýrdal og
Mistar Rúnarsdóttur en er í dag
einnig atkvæðamikil vefverslun með
plaköt og búninga sem tengjast ís-
lenskum knattspyrnukonum.
„Við byrjuðum fyrir þremur ár-
um af því að okkur fannst vanta
umræðu um íslenska kvennaknatt-
aspyrnu,“ segir Hulda í samtali við
ViðskiptaMoggann.
Hulda stundar nám í markaðs-
fræði við Háskóla Íslands og hefur
unnið dag og nótt fyrir Heimavöll-
inn samhliða náminu.
Fljótlega var Instagram-síða sett
á laggirnar. „ Við ákváðum strax að
gera meira en segja bara úrslit í
leikjum eða tala bara um frægustu
leikmennina, og draga í staðinn sem
flesta leikmenn fram í sviðsljósið,“
segir Hulda sem segir að lykillinn
að því að auka umræðuna sé að
framleiða meira af efni og birta
daglega.
„Ég held að fótboltastelpur á öll-
um aldri og í öllum deildum hafi
verið orðnar þreyttar á skorti á um-
fjöllun um kvennaboltann. Okkar
markmið var að „breyta leiknum“
og sýna hve fjölmenn kvennaknatt-
spyrnan á Íslandi er. Ég hef fengið
ótal skilaboð frá foreldrum og fót-
boltstelpum sem voru t.d. orðin
þreytt á að fara inn í íþróttavöru-
verslanir þar sem lítið var um fyrir-
myndir fyrir fótboltastelpur.“
Hulda nýtur góðs af góðu sam-
bandi sínu við íslenskar landsliðs-
konur sem eru boðnar og búnar að
taka þátt í verkefninu og árita plak-
öt og boli sem seldir eru á Heima-
vellinum.
Eitt þúsund mættu í Kringluna
Hún segir að margir hafi hlegið
að henni þegar hún sagðist á síðasta
ári ætla að selja tvö hundruð Lyon-
treyjur með nafni Söru Bjarkar
Gunnarsdóttur, leikmanns Lyon, á
bakinu á einni viku. Vegna Covid
gat forsalan aðeins staðið yfir í tvo
daga og seldust 160 treyjur á þeim
tíma, að sögn Huldu.
Á laugardaginn mættu síðan hátt
í eitt þúsund manns í Kringluna á
viðburð Heimavallarins þegar Sara
Björk mætti til að árita peysur og
plaköt. „Sara áritaði síma, peysur,
bolta og nánast öll fötin sem krakk-
arnir voru í. Það seldust allar Lyon-
treyjur upp auk þess sem við seld-
um yfir 300 plaköt með hvatningar-
orðum frá leikmönnum.“
Hulda segir margt spennandi
framundan og meðal annars hafi
hún hugsað um að opna íþrótta-
vöruverslun Heimavallarins.
Sara Björk Gunnarsdóttir áritaði ýmsar vörur í Kringlunni á laugardaginn.
Vildu auka
umræðuna
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fyrir marga fótboltaunn-
endur sem fylgjast grannt
með íslensku kvennaknatt-
spyrnunni er heimsókn á
Instagram-reikning Heima-
vallarins orðin daglegur
viðburður.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
A
lmannatenglar Facebook hafa í
nógu að snúast þessa dagana.
Vitnisburður Frances Haugen, fyrr-
verandi yfirmanns hjá Facebook,
þykir hafa skaðað orðspor þess og
gekk tímaritið The Economist svo
langt í kjölfarið að segja fyrirtækið á
mörkum þess að verða fyrir slíkum
orðsporshnekki að ekki yrði aftur
snúið. Vandinn byrjaði á toppnum.
V
iðmælandi ViðskiptaMoggans
varð fyrir því að vera notaður
án leyfis í auglýsingum sem birtar
voru hjá Facebook. Það féll honum
ekki í geð og hafði hann því samband
við yfirmenn Facebook. Það gerðist
hins vegar ekkert í kjölfarið. Aug-
lýsingarnar héldu áfram að birtast.
S
tofnandi Facebook og andlit
fyrirtækisins út á við, Mark
Zuckerberg, var nýverið til umræðu
í hlaðvarpi Köru Swisher hjá New
York Times en viðmælandinn var
Walt Mossberg, fyrrverandi blaða-
maður hjá The Wall Street Journal,
sem sagði frá kynnum sínum af Bill
Gates, Steve Jobs, Elon Musk og
Zuckerberg.
G
ates og Jobs voru með vott af
mikilmennskubrjálæði, að
sögn Mossberg, og Musk verður
minnst fyrir að hafa rutt rafbílnum
braut. Ólíkt þeim Gates og Jobs væri
ekki að sjá að Zuckerberg hefði
grunngildi. Facebook væri í grunn-
inn siðlaust fyrirtæki. Það eru stór
orð og á hinn stórsnjalli en gallaði
Zuckerberg mikið verk að vinna.
B
ill Gates, stofnandi Microsoft,
var harðlega gagnrýndur fyrir
einokunartilburði á tíunda áratug
síðustu aldar. Fyrirtæki hans sakað
um að drepa niður alla mögulega
samkeppni. Síðan stofnuðu Gates-
hjónin, Bill og Melinda, velgjörðar-
sjóð og batnaði ásýndin þá með tím-
anum. Munu Zuckerberg-hjónin,
Mark og Priscilla Chan, tilkynna um
aukin framlög úr velgjörðarsjóði sín-
um til að rétta við ímynd sína?
Facebook
í nýju ljósi
Þ
að voru gáfaðir menn sem tóku
skortstöðu gegn bílaframleið-
andanum Tesla á sínum tíma. Þeir
sáu á öllum gögnum sem greina
mátti að fyrirtækið stóð ekki undir
því verðmati sem markaðurinn lagði
á það. Þá var fyrirtækið metið á ríf-
lega 500 milljarða dollara. Nú stend-
ur markaðsvirði þess í 1.000 millj-
örðum dollara og er fyrirtækið það
sjötta í sögu Bandaríkjanna til þess
að ná þessu undraverða marki.
G
áfumennin sitja eftir með sárt
ennið en viðurkenna þó ekki
mistök. Magnaði taugalæknirinn og
fjárfestingarmógúllinn Michael
Burry, sem var helsta viðfangsefni
myndarinnar The Big Short, er
hvergi banginn og heldur áfram að
veðja gegn Tesla. Hann telur víst að
loftið verði úr blöðrunni innan tíðar.
Gengi Tesla á markaði er reyndar
lyginni líkast og skynsemin segir að
Burry hljóti að hafa margt til síns
máls. Markaðsvirði fyrirtækisins er
hærra en Toyota, Volkswagen,
BYD, Daimler, Great Wall Motors,
NIO, BMW og Ford til samans!
H
inum megin borðsins situr svo
annað gáfumenni. Hann er
ólíkur flestum og hugsar ekki aðeins
út fyrir boxið, heldur langt út fyrir
gufuhvolfið sem við lifum og hrær-
umst í. Elon Musk er einn magn-
aðasti uppfinningamaður sögunnar
og verður sennilega í sögubókum
nefndur með Arkímedesi og Edison.
Hlutabréfaeign hans í Tesla er nú
metin á ríflega 170 milljarða dollara,
jafnvirði 22 þúsund milljarða króna.
F
egurðin í allri þessari sögu er að
Musk hefur byggt upp fyrir-
tæki á tiltölulega skömmum tíma
sem breytt hefur viðmiðum á bíla-
markaði. Fært okkur hraðar inn í
nútímann og gert heiminn skemmti-
legri (það er nefnilega ótrúlega gam-
an að keyra Teslu). Ólíkt því sem
vinstrimennirnir halda fram hefur
auðlegð Musks gert okkur öll ríkari.
Milljarðarnir, sem taldir eru í þús-
undum, voru hvorki teknir frá fá-
tæku fólki né ríkisvaldinu. Þeir urðu
til með verðmætasköpun. Það er fyr-
irbæri sem fólk mætti bera meiri
virðingu fyrir.
Töfrar markaðarins eru
sannarlega magnaðir