Morgunblaðið - 27.10.2021, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021SJÓNARHÓLL
Greið leið
– til fram
Við ráðum í 100 stöðu
a
r
KRISTINN MAGNÚSSON
S
tafræn bylting síðustu áratuga hefur vart
framhjá neinum farið og nær hún í dag til svo
gott sem allra þátta okkar daglega lífs. Tæknin
hefur opnað dyr sem fólk hafði ekki ímyndunarafl til
að sjá móta fyrir og möguleikarnir virðast óendanlegir.
Snjalltækin eru að verða áfastur fylgihlutur okkar
flestallra í úrlausn daglegra viðfangsefna og við erum
stöðugt beintengd við yfirgripsmikinn vef af sífellt
snjallari stafrænum lausnum sem keppa um athygli
okkar. Þessu fylgja vissulega
skuggahliðar en jákvæðu
breytingarnar sem hafa átt
sér stað eru ótalmargar og
líkast til eru enn fleiri í far-
vatninu.
Lífeyrismál eru væntanlega
ekki ofarlega í huga fólks yfir
málefni sem standa framar-
lega í þessari stafrænu bylt-
ingu. Þeim aðilum sem lögðu
grunn að íslenska lífeyr-
iskerfinu fyrir rúmum 100 ár-
um kæmi það líkast til
spánskt fyrir sjónir að lífeyr-
islausn hefði verið valin
tæknilausn ársins. Sú er hins
vegar raunin, enda á fáum
stöðum í heiminum jafn
mikilvægt að sjóðfélagar hafi greiðan aðgang að sínum
lífeyrisupplýsingum og hér á landi þar sem stór hluti
sparnaðar landsmanna er í gegnum lífeyrissjóði.
Flókið mál leyst á aðgengilegan hátt
Vaxandi hluti landsmanna kýs að sinna öllum sínum
daglegu bankaviðskiptum í gegnum app-lausnir fjár-
málafyrirtækja. Það lá því beinast við að tengja lífeyr-
ismál þar inn enda lífeyrissparnaður mikilvægur
grunnþáttur í fjármálum einstaklinga. Þá þarf jafn-
framt að hafa í huga að lífeyrismál hafa, oft að ósekju,
þótt helst til óspennandi og jafnvel fráhrindandi og því
þeim mun mikilvægara að tækniþróun þeirra tækist
vel til. Í tilviki lífeyrissjóða sem í dag nýta sér Arion-
appið á miðlun upplýsinga til sjóðfélaga var lagt upp
með að taka lífeyrismál sem flestir telja frekar flókin
viðfangs og birta þau með einföldum, áhugaverðum og
aðgengilegum hætti. Með þessu skrefi hafa upplýs-
ingar um lífeyrissparnað verið færðar nær hverjum og
einum og sjóðfélagar hafa nú einstaka yfirsýn yfir líf-
eyrismálin sín. Sjóðfélagar geta skoðað þróun séreign-
arsparnaðar síns frá upphafi ásamt því að sjá áætlaða
inneign við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur. Þá
má jafnframt fylgjast með ávöxtun og ráðstöfun sparn-
aðar við húsnæðiskaup ásamt greiðslum inn á lán. Það
er skemmst frá því að segja að
lausninni hefur verið vel tekið.
Á bak við tjöldin
Með lausninni er sjóðfélögum, til
viðbótar við yfirsýn yfir sín lífeyr-
ismál, boðið upp á að framkvæma
ýmsar aðgerðir á einfaldan og
þægilegan hátt, svo sem að stofna
viðbótarlífeyrissparnað, breyta um
sparnaðarhlutfall og tilkynna um
nýja launagreiðendur verði breyt-
ing þar á. Þegar tæknilausn sem
þessi er þróuð er mikilvægt að
tryggja að allar aðgerðir sem boðið
er upp á séu hugsaðar til framtíðar
og sjálfvirkni þeirra höfð í fyr-
irrúmi. Með því tekst að draga úr
kostnaði og á sama tíma að skapa
betra rými hjá sérfræðingum sjóðanna til að sinna per-
sónulegri þjónustu við sjóðfélaga sem þurfa á henni að
halda.
Tökum það besta út úr tækninni
Framboð snjallra lausna er ekki fyrirsjáanlegt
vandamál, þvert á móti, en þær lausnir sem ná að
höfða til notenda með því að skilja hismið frá kjarn-
anum eru þær sem munu eflaust á endanum standa
upp úr. Að koma lífeyrismálum inn í app-lausn sem
sjóðfélagar þekkja og nota er dæmi um tækniþróun
meðal lífeyrissjóða og samþættingu á þjónustu sem
heppnaðist einstaklega vel. Frekari breytingar eru í
farvatninu sem verður spennandi að fylgjast með, allar
með það markmið að færa þennan mikilvæga sparnað
enn nær sjóðfélögum.
LÍFEYRISMÁL
Snædís Ögn Flosadóttir og Hjörtur Smári Vestfjörð
Snædís er framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka,
Hjörtur starfar hjá Mörkuðum Arion banka.
Lífeyrismál á 21. öldinni
”
Vaxandi hluti lands-
manna kýs að sinna öll-
um sínum daglegu
bankaviðskiptum í
gegnum app-lausnir
fjármálafyrirtækja. Það
lá því beinast við að
tengja lífeyrismál þar inn
enda lífeyrissparnaður
mikilvægur grunnþáttur
í fjármálum einstaklinga.
Eins og ég hef áður nefnt fælir sú
útbreidda hugmynd marga frá viskí-
heiminum að viskí þurfi að vera
bæði gamalt og rándýrt til að þykja
spennandi drykkur. Er alls ekki á
færi hins almenna launþega að
punga mánaðarlega út fyrir dýrustu
viskíflöskunum, sem sumar geta
kostað á við góða helgarferð til Evr-
ópu, og því eins gott fyrir fólk að
slysast ekki út á þá braut að læra að
meta hágæðaviskí og enda á að
drekka frá sér ævisparnaðinn – eða
hvað?
Viskíspekúlantar eru duglegir að
benda á að það má finna fjöldann
allan af tiltölulega ungu og ódýru
viskíi sem gefur elsta og dýrasta
viskíinu ekkert eftir. Það er kannski
ekki mikið spunnið í allra ódýrasta
blandaða viskíið og best að nota
þannig drykki einvörðungu í hana-
stél, en hillur ÁTVR luma á úrvali
margslunginna einmöltunga sem
upplifun er að smakka eina og sér.
Ardbeg Wee Beastie er gott
dæmi um þess háttar viskí og sýnir
að það á við um viskí líkt og um
mannfólkið, að stundum er aldur
bara tala.
Í júní voru 10 ára viskíinu frá
Ardbeg gerð skil í þessum dálki, og
einmitt bent sérstaklega á að sá
drykkur er hvorki gamall né dýr en
samt ljúffengur og margslunginn.
Wee Beastie er enn yngra viskí –
þroskað í aðeins fimm ár í tunnum
sem áður voru notaðar undir amer-
ískt búrbon og Oloroso-sérrí; Islay-
einmöltungur í húð og hár með öfl-
uga angan og bragð af reyk. Ef eitt-
hvað er gefur aldurinn Wee Beastie
meiri persónuleika en 10 ára systur-
vískíið býr yfir því línurnar eru
skýrari og öfgarnar meiri.
Grillveisla í glasinu
Þegar snotur svargræn flaskan er
opnuð dreifist þægileg reykangan
um rýmið. Drykkurinn hefur dæmi-
gerðan ljósgullinn lit, eins og ung-
viskíi sæmir.
Anganin ein og sér er veisla fyrir
skilningarvitin. Greina má tóna af
grilluðu kjöti og BBQ-sósu, kara-
mellu og leðri. Ilmurinn er einstak-
lega holdmikill, með vott af sætum
ávexti. Lyktin af nýprentuðu dag-
blaði eða heimsókn á skóvinnustofu
kemur upp í hugann – leitun að
betri viskíilmi, og kemur eitthvað
nýtt í ljós í hvert skipti sem glasið
er borið upp að nefinu.
Bragðið er sömuleiðis bæði djúpt
og breitt: málmtónar, aska, græn og
fersk eik, minta, vindlar og jafnvel
Er aldur bara tala?
HIÐ LJÚFA LÍF