Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021FRÉTTIR
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR
Minnsta lækkun
ICESEA
-4,40%
15,20
Mesta hækkun
MAREL
+1,44%
848,00
S&P 500 NASDAQ
+0,72%
15.325,004
+0,95%
4.592,82
+1,21%
7.277,62
FTSE 100 NIKKEI 225
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
+1,38%
29.106,01
80
40
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu)
27.4.'21
1.500
2.000
1.778,0
27.4.'21
86,36
26.10.'21
66,42
26.10.'21
1.788,6
Gunnar Thoroddsen, eigandi og
stjórnarformaður hjá Íslenskum
fasteignum, segir búið að selja 41
íbúð á Austur-
höfn fyrir um átta
milljarða króna
eða tæp 60% af
íbúðunum. Með-
alverð seldra
íbúða er því um
200 milljónir
króna.
Alls eru 67
íbúðir á Austurhöfn auk fjögurra
þakíbúða en íbúðirnar eru í sex
stigagöngum. Hefur salan dreifst
nokkuð jafnt milli þeirra.
Gunnar segir aðspurður að er-
lendir kaupendur hafi keypt sjö
íbúðir af 41 seldri íbúð, eða um 17%
seldra íbúða. Íslendingar séu því í
meirihluta kaupenda en flestir
þeirra séu búsettir á Íslandi og
hyggist halda heimili á Austurhöfn.
Þá séu dæmi um að kaupendur líti
á íbúðirnar sem fjárfestingu og ætli
sér jafnvel að leigja þær út.
„Með sama áframhaldi verður
búið að selja allar íbúðirnar næsta
vor. Eftir að slakað var á takmörk-
unum vegna kórónuveirufaraldurs-
ins hefur salan gengið talsvert betur
en við gerðum ráð fyrir. Íbúðirnar
hafa selst hraðar en við áætluðum.“
Réttum megin við núllið
Spurður um afkomu verkefnisins í
heild segir Gunnar líkur til að það
rati réttum megin við núllið.
„Verkefnið allt hefur tekið tals-
vert lengri tíma en við ráðgerðum og
hafa verður í huga að byggingar-
kostnaður íbúða af þessari gerð er
verulega hár. Gert er ráð fyrir að
verkefnið skili hagnaði þegar upp er
staðið þótt ekki verði um háar fjár-
hæðir að ræða,“ segir Gunnar.
Þá segir Gunnar aðspurður að al-
mennt hafi hækkandi fasteignaverð,
þar með talið á sérbýli, unnið með
verkefninu. Sömuleiðis skortur á
nýjum íbúðum á markaðnum og
lægri vextir en þekkst hafi á Íslandi.
Eins og komið hefur fram í Við-
skiptaMogganum hafa Íslenskar
fasteignir jafnframt selt atvinnu-
húsnæði á jarðhæð Austurhafnar
fyrir um tvo milljarða og er því búið
að selja íbúðir og atvinnuhúsnæði
fyrir um 10 milljarða króna.
Áformað er að taka verslanir og
matarmarkað á jarðhæðinni í
notkun fyrir komandi ferðasumar.
Gunnar segir það hafa stutt við
íbúðasöluna að lúxushótelið The
Reykjavík Edition hafi verið tekið í
notkun og að framkvæmdum utan-
húss á svæðinu sé lokið, ef frá sé
talið Landsbankahúsið en verið er
að setja klæðningu á húsið.
Kosta alls 14-15 milljarða
Áætlað var í ViðskiptaMogganum
í desember að söluverðmæti íbúða á
Austurhöfn væri rúmlega 13,1 millj-
arður króna. Verðlistinn hafði þá
verið kynntur en verð íbúða á efstu
hæð var ekki gefið upp.
Síðan kom fram í ViðskiptaMogg-
anum að dýrasta þakíbúðin kosti um
500 milljónir. Má því ætla að alls
kosti íbúðirnar 14-15 milljarða, að
þakíbúðum meðtöldum, en sam-
kvæmt því á eftir að selja íbúðir
fyrir 6-7 milljarða króna.
Salan nálgast 8 milljarða
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslenskar fasteignir hafa
selt íbúðir á Austurhöfn fyrir
um átta milljarða króna.
Seld hefur verið 41 íbúð í
sex stigagöngum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Nýjar íbúðir á Austurhöfn við Hörpu. Erlendir aðilar hafa keypt sjö íbúðir en það eru 17% seldra íbúða á Austurhöfn.
Gunnar
Thoroddsen
FJARSKIPTAMARKAÐUR
Vörusala Símans á þriðja fjórðungi
ársins nemur 6.267 milljónum króna
og dróst saman um 0,6% frá sama
fjórðungi fyrra árs. Rekstrarhagn-
aður jókst hins vegar og nam 1.526
milljónum, samanborið við 1.338
milljónir í fyrra. EBITDA var 2.974
milljónir króna og hefur aldrei verið
jafn mikil á einum fjórðungi í rekstr-
arsögu félagsins.
Hagnaður félagsins nam 1.057
milljónum og jókst um 43 milljónir
frá fyrra ári.
Handbært fé frá rekstri án vaxta
og skatta jókst verulega og nam
2.968 milljónum, samanborið við
2.213 milljónir á sama tímabili 2020.
Vaxtaberandi skuldir að leigu-
skuldbindingum meðtöldum námu
32,6 milljörðum og jukust verulega
frá áramótum þegar þær stóðu í 21,5
milljörðum. Hreinar vaxtaberandi
skuldir að leiguskuldbindingum
meðtöldum voru 25,6 milljarðar og
jukust um 4,8 milljarða frá áramót-
um. Hrein fjármagnsgjöld námu 218
milljónum á fjórðungnum en voru
143 milljónir á sama tímabili fyrra
árs.
Eigið fé Símans stóð í 31,3 millj-
örðum króna í lok fjórðungsins og
eiginfjárhlutfallið var 45%. Hefur
það lækkað um 6 milljarða króna frá
áramótum. Orri Hauksson segir
rekstrarárangur félagsins skýrast af
stýringu kostnaðar. Tekjumyndun
sé hins vegar ærið verkefni enda
mikil samkeppni á fjarskiptamark-
aði.
Tekjur vegna gagnaflutnings og
sjónvarpsþjónustu hafi staðið í stað
vegna hægagangs við framleiðslu
sjónvarpsefnis á heimsvísu. Þá hafi
vörusala minnkað „enda hafa Íslend-
ingar aftur fengið færi á að kaupa
vörur í heimsóknum sínum erlend-
is.“ Segir hann þó að farsímatekjur
séu í vexti á ný og að það sé gleði-
efni. ses@mbl.is
Jafnvægi hjá Síman-
um á þriðja fjórðungi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EBITDA Símans var hærri en nokkru
sinni fyrr og nam 2.974 milljónum.
SALA STOÐTÆKJA
Hagnaður Össurar nam 2,2 millj-
örðum króna á þriðja ársfjórðungi
borið saman við 1.940 milljóna króna
hagnað á sama fjórðungi í fyrra.
Þetta kemur fram í uppgjöri fé-
lagsins fyrir þriðja ársfjórðung.
Hagnaðarhlutfallið á þriðja fjórð-
ungi í ár var 10% af sölutekjum en 9%
á sama fjórðungi í fyrra.
Þá hagnaðist fyrirtækið um 6,2
milljarða fyrstu níu mánuði ársins
borið saman við 517 milljóna króna
hagnað sömu mánuði í fyrra.
Hagnaðurinn hefur því tólffaldast
milli ára en fram kom í miðopnu-
viðtali ViðskiptaMoggans við Jón Sig-
urðsson, forstjóra Össurar, í júní sl.
að stoðtækjafyrirtækið hefði barist
fyrir lífi sínu í nokkrar vikur í mars í
fyrra, eftir að faraldurinn hófst.
„Við horfðum fram á að Össur gæti
að óbreyttu ekki lifað lengur en í fjóra
mánuði,“ sagði Jón þá m.a.
Morgunblaðið/Eggert
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Stórbætt
afkoma
Össurar