Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 E ldfjallafræðingar telja eldgosið á Reykjanesskaga vera við það að syngja sitt síðasta, en það verður þó ekki afskrifað fyrr en eftir a.m.k. þriggja mánaða goshlé. Fyrsta íslenska hvítlauksuppskeran frá Efri-Úlfsstöðum í Austur- Landeyjum í einhverju magni seldist upp á sólarhring, enda styttist í hrekkjavöku þegar alls kyns ókindir fara á kreik. Það hindraði þó ekki Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppnis- eftirlitsins, í að vanda um við starfs- menn hagsmunasamtaka í atvinnulífi og vara þá við að tjá sig opinberlega um verðþróun hér á landi eða annars staðar í heiminum. Fjölmiðlanefnd sektaði fótbolta- hlaðvarp um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki skráð sig sem fjölmiðil. Helstu stjörnur OnlyFans spyrja sig hvort þær séu næstar. Verzlunarskóli Íslands hefur tekið upp kynjakvóta, þannig að innritaðir nemendur af einu og sama kyni megi ekki vera meira en 60% nema. Stúlk- ur hafa þar verið um 70% innritaðra. Aðrir framhaldsskólar munu ekki hafa slíkt á prjónunum. Fyrsta fiskuppboð NRS varð enda- sleppt þegar Reiknistofa fiskmark- aðanna fékk lögbann á það. Það byggist á því að aðalsprautan hjá fyrirtækinu hafi áður starfað hjá Reiknistofunni um langa hríð og þar öðlast þekkingu sem hann megi ekki nýta sér frekar á lífsleiðinni. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, gerði athugasemdir við nýlega samþykkt aukakirkjuþings um að yfirstjórn kirkjunnar yrði skipt í svið, hina geistlegu biskupsstofu og hina veraldlegu rekstrarskrifstofu fyrir víxlarana í musterinu. Það hitnaði í kolunum í Hörpu þegar þar var haldin stærsta alþjóðlega jarðhitaráðstefna í heimi. Vestfirðingar hafa áhyggjur af sam- göngum og vill Fjórðungssamband Vestfjarða fá Vestmannaeyjaferjuna Herjólf til siglinga um og yfir Breiða- fjörð. . . . Deilt var um ástæður húsnæðis- kreppunnar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kennir bönkunum um fyrir að lána ekki til íbúðabygginga og einnig verktök- unum, sem ekki nýti fengin bygging- arleyfi. Bankarnir vísa þessu á bug og verktakar segja ekkert nýtt að þeir byggi í áföngum. Veitingamenn í Reykjavík hafa brýnt fyrir starfsfólki sínu að hafa auga með að gestum þeirra sé ekki byrluð ólyfjan og spyrja konur á útleið hvort þær þekki karlmanninn, sem þær eru í för með, eigi það við. Undirbúningskjörbréfanefnd var við það að ljúka störfum sínum í Norð- vesturkjördæmi, þótt nógur starfi væri fram undan við umfjöllun um fundin gögn og fenginn vitnisburð. Maður sem veifaði byssu við kaffi- stofu Samhjálpar í sumar var dæmd- ur í þriggja ára fangelsi. Byssan reyndist hlaðin við handtöku hans á sínum tíma, en ósannað þótti að hún hafi verið hlaðin þegar maðurinn ógn- aði fólki með henni. Veirusmit halda áfram að greinast og nokkuð hefur fjölgað í sóttkví og ein- angrun. Sjö voru á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar, þar af einn á gjör- gæsludeild. Íbúar í Innri-Njarðvík vilja fá meiri upplýsingar um fyrirhugaða örygg- isgæslu og -vistun ósakhæfra afbrotamanna, sem félagsmálaráðu- neytið vill koma upp í nýju, óbyggðu hverfi þar. Tillaga kom fram á kirkjuþingi um að hlutverk vígslubiskupa yrði þynnt út svo þau yrðu aðeins heiðursembætti. Því var fálega tekið af biskupi. Breytingar á gjaldskrá Póstsins leggjast vel í einkafyrirtæki sem ann- ast pakkasendingar. Aukin sam- keppni á þeim markaði gæti orðið til þess að Pósturinn fæli öðrum verkin á lægra verði. Á Akureyri er komin fram tillaga um að strengja fimm aparólur yfir Glerá, sem vafalaust yrði mikil samgöngu- bót fyrir bæði innfædda og aðkomu- menn. . . . Kvennalandslið Íslands í fótbolta sigraði stöllur sínar frá Kýpur í und- ankeppni HM, sem fram fór í reyk- vískri rigningu á Laugardalsvelli. Af vettvangi stjórnmálanna fréttist að það styttist í lokahnykk viðræðna um endurnýjað stjórnarsamstarf. Þar hefur nokkuð strandað á nokkr- um ágreiningsefnum, einkum hvað varðar orkunýtingu og landvernd. Áætlað var að unnt reyndist að hefja ritun nýs stjórnarsáttmála í kom- andi viku. Þrátt fyrir atvinnuleysi hefur ekki reynst unnt að manna um 30-40% auglýstra starfa í átakinu Hefjum störf. Því er m.a. kennt um að margt fólk telji störf í boði ekki samboðin menntun sinni. Könnun leiddi í ljós að 87% fólks 67 ára eða eldra bjuggu í eigin húsnæði. 16% voru í leiguhúsnæði. Umhverfisstofnun vinnur nú að frið- lýsingu Bessastaðaness. Bubbi Morthens var ræðumaður á fundi eldri borgara í Seltjarnarnes- sókn og var góður rómur gerður að máli hans. Bubbi fær sér sæti í saln- um eftir tvö ár. Alger óvissa er uppi í Austurstræti eftir að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsti eftir öðru húsnæði undir áfengisverslun í miðbæ Reykja- víkur. Sprúttsalar ríkisins telja óvið- unandi að reka vínbúð án bílastæða- mergðar. . . . Nær tíunda hvert ungmenni á aldr- inum 16-24 ára var hvorki í námi né vinnu á liðnu ári. Í þessum hópi er sérstaklega mikið af fólki af erlendu bergi brotið. Sérstaklega átti það við um ungar konur af erlendum upp- runa, að þær fyndu fyrir einangrun, jafnvel útskúfun, úr samfélaginu. Sendiherra Póllands á Íslandi telur mörg tækifæri til þess að dýpka sam- starf ríkjanna, en rætt hefur verið um að koma á sérstöku sambandi þeirra. Það er m.a. í ljósi þess hve margir Pólverjar hafa sest að á Íslandi, hátt í 30 þúsund talsins. Verðhækkanir á fasteignamarkaði eru enn miklar og virðast kynda und- ir verðbólgu til viðbótar þeim verð- bólguþrýstingi, sem skilar sér með hækkandi vöruverði frá útlöndum. Talið er að 5-7 þúsund manns á höf- uðborgarsvæðini búi sér heimili í at- vinnuhúsnæði af einhverju tagi. Fyr- irhugað er að eftirlitsmenn athugi þann húsakost á næstu þremur mán- uðum til þess að gaumgæfa aðbúnað og öryggi. Úti í Rotterdam er búið að mála Freyju, hið nýja varðskip Landhelg- isgæslunnar, en það er væntanlegt til nýrrar heimahafnar á Siglufirði um næstu helgi. Áhyggjur Íslendinga af loftslags- málum heimsins eru slíkar, að 50 þeirra voru sendir loftleiðis til Glas- gow til þess að taka þátt í alþjóðlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Sú hugmynd kom fram á fé- lagsmiðlum að það væri verðugt og árangursríkt framlag Íslands, að þeir sneru ekki til baka. Gera á endurbætur á hafnarmann- virkjum í Þorlákshöfn fyrir tæpa 2,5 milljarða króna. Lengja á annan hafnargarðinn töluvert, hlaða brim- varnargarð og fleira. Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins um árabil, lést 75 ára gamall. . . . Vandræðin vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi minnkuðu ekki við vettvangsrannsókn undirbúnings- kjörbréfanefndar Alþingis, því einn nefndarmaður uppgötvaði gilt at- kvæði í röngum atkvæðabunka. Meðallaun Íslendinga eru hin næst- hæstu í löndum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar OECD. Þau eru aðeins hærri í Bandaríkjunum. Samkvæmt níu mánaða uppgjörum viðskiptabankanna þriggja nemur samanlagður hagnaður þeirra um 60 milljörðum króna. Að mati greining- araðila hefur undirliggjandi rekstur þeirra batnað mikið á undanförnum árum. Hvalreki hefur verið árið 2021, nánar tiltekið 83 hvala hvalreki. Megnið af þeim fjölda fólst í marsvínavöðum, sem villtust á grynningar. Hvalreki og fundið atkvæði Rannsakendur skoða hræ af langreyði í krók og kima, en hana rak upp í Skötubót, fjörunni austan við Þorlákshöfn í Suð- urkjördæmi. Þar fannst ekkert atkvæði, enda talning og skil yfirkjörstjórnar í því kjördæmi til fyrirmyndar. Ljósmynd/Donatas Arlauskas 24.10.-29.10. Andrés Magnússon andres@mbl.is Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.