Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 12
L ífið á Haítí hefur aldrei verið auð- velt, en þessa dagana er það líkast martröð. Íbúar Haítí hafa und- anfarna mánuði mátt glíma við pólitískan glundroða og nátt- úruhamfarir og nú eru glæpagengi orðin svo aðsópsmikil að dreifing eldsneytis er í upp- námi, starfsemi sjúkrahúsa í hættu, ógerning- ur að knýja símakerfið þannig að stór svæði landsins eru sambandslaus og matarskortur sverfur að. Forseti Haítí var myrtur í sumar. Öflugur jarðskjálfti olli miklu tjóni í haust og í kjölfarið kom hamfaraveður. Alda mannrána hefur gengið yfir landið. Glæpagengi vaða uppi. Hálf höfuðborgin, Port-au-Prince, er á valdi þeirra. Þau hafa stöðvað olíuflutningabíla með þeim afleiðingum að bílstjórar neita að mæta í vinn- una. „Við skömmtum vatn heima fyrir,“ sagði Daphne Bourgoin, sem rekur textílfyrirtæki í Port-au-Prince, við AFP. Fyrirtækið hefur verið lokað síðan á mánudag vegna rafmagns- leysis. „Börnin mín fá sínar kennslustundir á netinu, hversu lengi mun internetið vara?“ spurði Bougoin. Skortur á rafmagni og vatni Á Haítí hefur aldrei tekist að framleiða nægt rafmagn fyrir allt íbúa landsins. Rafveita Haítí, EDH, hefur meira að segja þurft að skammta rafmagn í nokkrar klukkustundir á dag betri hverfum í höfuðborginni. Fyrir vikið hafa þeir, sem efni hafa á, komið sér upp olíuknúnum rafölum dýrum dómum til að framleiða rafmagn. Þeir gera hins vegar lít- ið gagn þegar ekkert eldsneyti er að fá. Eldsneytiskröggurnar hafa einnig leitt til skorts á vatni. Sömu sögu er að segja með vatn og rafmagn í landinu. Vatnsveiturnar ná ekki að veita nægu vatni til íbú- anna og sömuleiðis eru frá- veitur afkastalitlar, sem leiðir til skólpvandamála. Margir eru því með sín eigin vatnskerfi og reiða sig á einkafyrirtæki, sem flytja til þeirra vatn. Nú eru þessir vatnsflutn- ingar líka í uppnámi. Þar sem hvorki er hægt að treysta á raf- magn né vatn hefur þurft að draga verulega úr starfsemi sjúkrahúsa. „Það er ekkert rafmagn í sjúkrahúsinu til að knýja tækin, það er ekk- ert eldsneyti, það er ekkert,“ skrifaði Rachilde Joseph, nemi í læknisfræði í Port-au-Prince, í færslu á félagsmiðli. Hún er 26 ára og þekkt fyrir fyndnar færslur, en er ekki hlátur í hug þessa dagana. „Við viljum vera áfram í landinu til þess að bjóða heilbrigðisþjónustu, sér- staklega fólki í dreifbýli, sem þarf verulega á henni að halda, en landið gefur okkur ekki tækifæri til þess,“ skrifaði hún og bætti við að hún teldi að Haítí myndi „því miður glata öllu unga fólkinu“. Eini gírinn aftur á bak Í The New York Times var rætt við Rousleau Drosiers, sem sat á sjúkrahúsi og fylgdist með nýfæddum syni sínum anda með hjálp önd- unarvélar vitandi að það væri bara daga- spursmál hvenær eldsneytið til að knýja hana rynni til þurrðar. „Ég vonast til þess að ástandið batni á Haítí, en ég veit að það mun ekki batna,“ sagði hann vonlítill. „Haítí fer aðeins aftur. Eini gírinn, sem við höfum, er aftur á bak.“ Störf eru af skornum skammti og mörg þús- und ungir Haítíbúar hafa farið til Rómönsku Ameríku frá árinu 2014. Tugþúsundir manna gerðu sér vonir um að setjast að í Bandaríkj- unum og gerðu ráð fyrir að stjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta myndi slaka á reglum um innflytjendur og héldu norður á bóginn í sum- ar. Mikill fjöldi safnaðist saman undir brú við landamæri Mexíkó og Texas í byrjun sept- ember. Svo fór að Bandaríkjamenn sendu rúmlega 7.500 manns aftur til Haítí. Þessi ákvörðun hefur vakið áhyggjur hjá þeim, sem reka hjálparstarf á Haítí, vegna þess að ástandið þar sé nógu slæmt fyrir þótt ekki bætist við fleira fólk í reiðileysi. Jovenel Moïse forseti var ráðinn af dögum í júlí. Ariel Henry, sem var skipaður forsætis- ráðherra nokkrum dögum áður, fer nú með völd í landinu. Hann hefur verið fáorður um uppgang glæpagengjanna í Port-au-Prince. „Stjórnvöld fyrirfinnast aðeins að nafninu til og stjórna engu, ekki einu sinni næsta ná- grenni stjórnarbygginga,“ sagði Etzer Emile, hagfræðingur á Haítí. Hann er á því að elds- neytiskreppan sé enn einn vitnisburðurinn um að Haítí sé ónýtt ríki. „Eins og stjórnlaus verð- bólga, stöðug hækkun dollarans, óöryggi í matvælum, spekilekinn og mannránin væru ekki nóg,“ sagði hann við AFP, „við þurftu að bætast eldsneytisskortur og skuggastjórn full af svikahröppum og liðleskjum.“ Glæpagengin á Haítí hafa rænt rúmlega 780 manns og krafist lausnargjalds á þessu ári, samkvæmt tölum Miðstöðvar greiningar og rannsókna á mannréttindum, sem hefur aðset- ur í Port-au-Prince. Til marks um hin ógreini- legu mörk á milli gengjanna og stjórnvalda er að dómsmálaráðherra landsins hefur verið gefið að sök að vera viðriðinn rán á presti frá Haítí með bandarískt ríkisfang sem látinn var laus fyrr í þess- um mánuði. Eitt af valdamestu vopn- uðu gengjunum í landinu krefst nú 17 milljóna dollara í lausnargjald fyr- ir 17 trúboða og fjölskyldur þeirra, sem haldið er í gíslingu. Í hópnum eru 16 Bandaríkja- menn og einn Kanadamaður, sem var rænt 16. október austur af höfuðborginni. Yfirvöld vita hvar gíslarnir eru í haldi, en hverfið er á valdi glæpamanna og lögreglan er svo undirmönnuð og máttlaus að hún getur ekki aðhafst. „Þeir sem ráða örlögum okkar með ákvörð- unum sínum sitja ekki lengur í Þjóðarhöllinni líkt og í einræðisherratíð Duvalieranna, nú eru þeir vopnuð gengi,“ sagði Emile. Blóðug sorgarsaga Feðgarnir Francois „Papa Doc“ Duvalier og Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier voru við völd á Haítí frá 1957 til 1986. Baby Doc skipu- lagði vopnaðar vígasveitir til að vernda sig gegn hernum og óánægðum almenningi. Talið er að þessar sveitir hafi staðið fyrir aftökum og morðum á 60 þúsund manns án dóms og laga á sjöunda áratug liðinnar aldar. Jean-Bertrand Aristide var fyrsti lýðræðis- lega kjörni forseti Haítí. Hann kom sér einnig upp gengjum úr fátækrahverfunum til að verja sig þegar hann var forseti. Honum var engu að síður steypt af stóli 1991 og 2004. Martröð án enda Haítí er löglaust land. Glæpagengi ráða lögum og lofum. Mannrán eru daglegt brauð. Nú bætist eldsneytisskortur vegna ofríkis gengjanna ofan á aðrar raunir íbúa landsins. Karl Blöndal kbl@mbl.is Sjúklingar liggja uppi á borði og á gólfinu á háskólasjúkrahúsi Haítí. Sjúkrahús hafa þurft að draga verulega úr starfsemi vegna rafmagnsleysis og er lífi sjúklinga stefnt í hættu. Lögregluþjónn stendur á mörkum hverfis á valdi glæpagengja í Port-au-Prince á þriðja degi verkfalls vegna skorts á eldsneyti og samgöngubrests í landinu. ’ „Ég vonast til þess að ástandið batni á Haítí, en ég veit að það mun ekki batna. Haítí fer aðeins aftur. Eini gírinn, sem við höfum, er aftur á bak.“ ERLENT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.