Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 13
Jovenel Moïse var kjörinn forseti 2016 og
tók við embætti 2017.
Þetta sama ár voru friðargæslusveitir Sam-
einuðu þjóðanna kallaðar heim eftir 13 ár.
Myrkur skuggi hvíldi yfir veru þeirra. Frið-
argæsluliðar voru staðnir að því að beita
heimamenn kynferðislegu ofbeldi og báru að
auki með sér kóleru, sem breiddist út eins og
eldur í sinu og varð 10 þúsund manns að bana.
Hins vegar er engin spurning að gengjunum
hefur vaxið ásmegin eftir brotthvarf friðar-
gæslusveitanna.
Þegar andstaða við Moïse tók að vaxa greip
hann til sama bragðs og margir forverar hans
og leitaði til gengja til að þagga niður í and-
stæðingum sínum.
Vopnaðir hópar létu til skarar skríða í
hverfum þar sem stjórnarandstæðingar voru í
forustu og fóru um með fjárkúgun, mann-
ránum og kynferðisofbeldi. Hann er grunaður
um að hafa gert gengjunum kleift að kúga og
undiroka með því að útvega þeim peninga,
vopn, farartæki og jafnvel lögreglubúninga.
Hryllilegasta ódæðisverkið var framið í nóv-
ember 2018 í hreysahverfinu La Saline í Port-
au-Prince. Að sögn vitna birtust einkennis-
klæddir menn í lögreglubíl og byrjuðu að
skjóta á almenna borgara. Um leið birtust
gengin og drápu fólk með byssum og sveðjum.
Talið er að á milli 15 og 25 manns hafi látið líf-
ið. „Þeir nauðguðu konum, brenndu heimili og
myrtu tugi manna, þar á meðal börn, hjuggu
líkama þeirra í búta með sveðjum og köstuðu
fyrir svín,“ sagði í lýsingu í The New York
Times á aðförunum.
Þar er vitnað í skýrslu frá bandaríska fjár-
málaráðuneytinu þar sem kemur fram að
þetta hafi verið annað og meira en átök gengja
um yfirráðasvæði. Embættismenn á Haítí hafi
skipulagt ódæðisverkið og útvegað gengjunum
vopn og farartæki til að refsa fólki í fátækra-
hverfi þar sem spilltu stjórnarfari hefði verið
mótmælt.
Bandaríkjamenn lýstu yfir því að gripið yrði
til refsiaðgerða á hendur þremur mönnum fyr-
ir meintan þátt þeirra í verknaðinum. Einn
þeirra er glæpaforinginn Jimmy Chérizier.
Hinir eru Fednel Monchery og Joseph Pierre
Richard Duplan, tveir embættismenn í stjórn
Moïses. Eitt vitni sagðist hafa séð Duplan
veita Chérizier orð í eyra og skamma hann
fyrir að hafa drepið of marga: „Það var ekki
þitt verkefni.“ Embættismönnunum var sagt
upp störfum ári síðar, en þeir voru ekki sóttir
til saka. Þótt embættismennirnir hafi farið á
bannlista hjá Bandaríkjamönnum dró það ekki
úr stuðningi við Moïse.
Með helming landsins á valdi sínu
Talið er að jafnvel rúmlega helmingur lands-
ins sé á valdi glæpagengja. Sums staðar eru
þau eins og stjórnvald, reka dómstóla,
„lögreglustöðvar“ og innheimta fé af íbúum
fyrir allt frá rafmagni til skólagöngu.
Þungamiðja glæpastarfseminnar í landinu
er í Port-au-Prince. Talið er að þar séu um 165
gengi að verki. Tíðni mannrána hefur þrefald-
ast frá því í fyrra. Paul Angelo, sérfræðingur
um málefni Rómönsku Ameríku við banda-
rísku hugveituna Council of Foreign Relati-
ons, lýsti ástandinu í grein í The New York
Times í vikunni. Þar segir hann að samráðið
milli vopnaðra sveita og pólitískra valdastétta
hafi ásamt getuleysi lögreglunnar gert gengj-
unum í Haítí kleift að koma í stað ríkisins.
Með því að veita vernd, þjónustu og sjá fyrir
mat í landi þar sem næstum helmingur íbú-
anna býr ekki við mataröryggi hafi gengj-
unum tekist að ná hollustu fólksins. „Með því
að veifa vopnum og leggja undir sig landsvæði
hefur þeim tekist að gera sig ómissandi við að
halda uppi félagslegri reglu og treysta áhrif
sín á pólitíska þróun í framtíðinni,“ skrifar
hann.
Glæpagengið, sem rændi trúboðunum og
fjölskyldum þeirra, nefnist 400 Mawozo (sem
þýða mætti 400 viðvaningar). Leiðtogi þess,
Wilson Joseph, vill fá eina milljón dollara á
hvern gísl. „Ég sver við þrumuna að fái ég
ekki það sem ég bið um mun ég skjóta þessa
Bandaríkjamenn í höfuðið,“ sagði Joseph í
myndskeiði, sem birt var á félagsmiðlum.
Þar var Joseph klæddur í blá jakkaföt, með
barðastóran hatt og voldugan kross um háls-
inn. Fyrir aftan hann mátti sjá opnar líkkistur
og í þeim voru að því er virtist lík félaga úr
gengi hans sem féllu nýlega í aðgerð lögreglu.
Í ávarpi sínu hótaði hann bæði forsætis-
ráðherra landsins og yfirlögreglustjóra. „Þið
látið mig gráta, ég græt vatni,“ sagði hann.
„Ég mun láta ykkur gráta blóði.“
Hann hafði vart sleppt orðinu þegar stjórn-
völd á Haítí tilkynntu að lögreglustjórinn hefði
sagt af sér.
400 Mawozo er eitt af þeim gengjum, sem
mest kveður að í landinu og foringi þeirra fer
mikinn.
Mest kveður þó að áðurnefndum Chérizier,
sem bendlaður var við fjöldamorðið fyrir
þremur árum. Hann veitir forustu níu gengj-
um, sem kölluð hafa verið G9-fjölskyldan og
bandamenn, og þau eru andstæðingar 400
Mawozo. Viðurnefni Chérizier er Barbecue.
Hann heldur því fram að það sé vegna þess að
fjölskylda hans var í grillveitingum, en and-
stæðingar hans segja að hann hafi fengið
viðurnefnið vegna þess að hann hafi notið þess
að kveikja í fólki og híbýlum þess.
Chérizier er fyrrverandi lögreglumaður.
Hann hefur verið sakaður um aðild að nokkr-
um morðum og íkveikjum síðan 2017. Hand-
tökuskipun var gefin út á hendur honum árið
2019, en hann gegnur engu að síður laus.
Chérizier þvertekur fyrir tengsl við stjórn-
völd. Í tístum og myndskeiðum sést hann með
hríðskotabyssu um öxlina. Hann kveðst vera
byltingarmaður og berjast gegn fátækt í
hreysahverfunum. Um leið hvetur hann fólk til
að rísa upp gegn óligörkum landsins, sem beri
sök á fátæktinni á Haítí.
Sunnudaginn eftir að trúboðunum var rænt
var ríkisstjórn landsins á leið á minningar-
athöfn um Jean-Jacques Dessaline, stofnföður
Haítí, þegar gerð var skotárás á hana. Bíla-
lestin flúði á braut. Chérizier tók hennar stað
líkt og hann væri hinn sanni leiðtogi landsins.
Þegar má lesa vangaveltur um að hann hygg-
ist sækjast eftir pólitískum metorðum og þá
þarf ekki að vera til trafala að hafa komist í
kast við lögin.
Kona hleypur á eftir strætisvagni
í Port-au-Prince. Mikil ólga er á
Haítí vegna uppgangs gengja og
skorts á rafmagni og matvælum.
AFP
Fjölskyldur, sem hafa þurft að forða sér vegna átaka milli gengja í hverfinu Martissant í
Port-au-Prince, hafa fengið athvarf í íþróttasal í verslunarmiðstöðinni Carrefour.
31.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Fyrrverandi yfirmað-
ur úr kólumbíska
hernum, sem eftir-
lýstur var vegna gruns
um aðild að morðinu
á Jovenel Moïse, for-
seta Haítí, 7. júlí, var
handtekinn á Jamaíku
á föstudag fyrir viku.
Talið er að 26 mála-
liðar hafi staðið að til-
ræðinu í forsetahöllinni. Forsetinn var
skotinn til bana og kona hans særðist,
en engan lífvarða hans sakaði í árás-
inni.
Herinn á Haítí felldi þrjá Kólumbíu-
menn eftir árásina og handtók 18. Að
auki voru tveir bandarískir ríkisborg-
arar með uppruna á Haítí handteknir.
Alls hafa 44 verið handteknir.
Jorge Vargas, yfirlögreglustjóri Kól-
umbíu, segir að hinir handteknu Kól-
umbíumenn haldi fram að átt hafi að
handtaka Moïse og afhenda hann
bandarísku fíkniefnalögreglunni.
Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við
árásina. Grunur hefur beinst að Ariel
Henry, forsætisráðherra Haítí, vegna
þess að hann talaði tvisvar við einn af
þeim, sem eru í haldi, í síma nokkrum
klukkustundum eftir árásina. Þegar
saksóknari bað um að forsætisráð-
herrann yrði ákærður vegna símtal-
anna lét Henry reka hann og dóms-
málaráðherrann í kjölfarið. Um leið
segir hann að verið sé að þyrla upp
moldviðri í kringum sig.
Jovenel
Moïse
Tilræðið við
forsetann