Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 14
E
r ég inni í þessu verki eða er það inni
í mér? Þar er efinn. Eitt augnablik
líður mér eins og ég sé í þann mund
að takast á loft. Kaldir klettar,
eldglóandi hraun, flæðandi vatn,
spriklandi örverur og óræðir álfheimar allt í
kringum mig. Engin leið að átta sig á því hvar
flæðið hefst og hvar því lýkur enda er sýning-
unni ætlað að tákna hina heillandi hringrás lífs-
ins. CIRCULEIGHT er að sönnu einstök upp-
lifun sem fangar kraftana í náttúru Íslands með
framsækinni tækni í myndrænni miðlun,
skemmtilegri gagnvirkni og draumkenndri og
seiðandi tónlist Högna Egilssonar.
Sýningin verður opnuð í Hörpu í dag, laug-
ardag, og er í samstarfi við ARTECHOUSE,
sem er sjálfstæður nýsköpunarlisthópur sem
vinnur í skurðpunkti listar, vísinda og tækni,
með starfsstöðar í Washington DC, New York
City, Miami og nú einnig í Reykjavík. „Næstu
mánuði, næstu árin,“ svarar Svanhildur Kon-
ráðsdóttir, forstjóri Hörpu, spurð hversu lengi
sýningin standi. „Á einhverjum tímapunkti get-
um við tekið inn nýja sýningu og þessi farið
annað, til dæmis til New York.“
Það eru ekki bara fréttir fyrir mér, heldur
líka Högna Egilssyni, sem er staddur þarna
með okkur. „Spennandi,“ eru viðbrögð hans.
„Þetta er réttnefnt 21. aldar verk,“ segir
Högni enda miðillinn allt annar en á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á föstudaginn, þar
sem verk Högna verða í brennipunkti. „Það
endurspeglar minn veruleika ágætlega enda er
hann dálítið tvískiptur.“
Sem er vel. „Mér finnst gaman að fást við svo
margt og verð aldrei saddur á einum stað. Lífið
hefur líka krafið mig um það. Ég nýt þess að
hugleiða þetta afl sem tónlistin er. Hún er eins
og vatnið – við þurfum lífsnauðsynlega á þessu
að halda. Og líklega aldrei meira en nú, enda er-
um við í sorg og fasa endurreisnar,“ segir hann
og vísar í heimsfaraldurinn. Meira um það síðar
í þessu viðtali.
Persónulegt ferðalag
En fyrst að sinfóníutónleikunum sem verða
tvennir í Norðurljósasal Hörpu á föstudaginn,
kl. 18 og 20. Á efnisskrá verða meðal annars tvö
sinfónísk ljóð úr sjónvarpsþáttunum Kötlu og
Sinfónía nr. 1.
Högni er sammála því að fyrsta sinfónían sé
merkileg varða á vegferð sérhvers tónskálds.
„Hún er varða á ferðalagi sem er persónulegt,
það er minn leiðangur gegnum tónlistina. Með
þessu verki er ég líka kominn í nýja álfu tónlist-
arlega og kann vel við mig. Hver veit nema
maður festi þar einhverjar rætur?“ segir hann
þegar við erum komnir heim í stofu til hans.
– Þú lofar sumsé fleiri stórum verkum?
„Já, ábyggilega. Af einhverju tagi. Hvort sem
það verða hljómsveitarverk, söngleikir eða eitt-
hvað allt annað.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Högni vinnur
með Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hjaltalín
kom fram með sveitinni fyrir nokkrum árum,
auk þess sem hún lék og tók upp tónlist Högna
við Kötlu. Síðarnefnda verkefnið varð raunar
upptaktur að tónleikunum nú. „Hljómsveitin
óskaði eftir efni frá mér fyrir þessa tónleika og
þótt ég ætti það til, Kötlumúsíkina og fleira, fór
ég strax að hugsa hvort ég ætti ekki að tefla
fram einhverju nýju líka. Þannig varð þetta
uppspretta að nýjum rannsóknum og þroska í
sambandi mínu við tónlistina. Ég hef skrifað
fyrir einstök hljóðfæri og hljóðfærahópa en
aldrei heila sinfóníuhljómsveit. Verkið er í
þremur þáttum og ég kalla það sinfóníu vegna
þess að þannig er samtal mitt við verkið.“
Hægt, hratt, hægt
Af þessu má ráða að Högni settist ekki gagn-
gert niður til að semja sinfóníu, sem að forminu
til er samofin nítjándu öldinni í huga margra.
„Hægt, hratt, hægt,“ segir hann kankvís. „Það
var ekki á gátlistanum að semja sinfóníu og að
mörgu leyti villtist ég af leið, eins og svo oft áð-
ur. Augnablikið bara fangar mann. Sinfónían
sem slík er þekkt stærð; ég þurfti ekkert að af-
sanna afstæðiskenningu Einsteins. Þetta er
bara mín saklausa aðkoma að tónunum og list-
inni. Leiksviðið er svo rosalega stórt. Sinfónísk
tónlist nýtur mikillar virðingar enda formið
þokkafullt.“
Hér er okkar maður kominn á flug enda að
tala um móður allra ástríðna, tónlistina. „Mitt
sjónarhorn hefur alltaf verið vítt enda er tónlist
í grunninn bara hugleiðing um hljóð. Tónlist á
sér engin takmörk og er eilíf uppspretta ímynd-
unar. Hún skipar veglegan sess í tilveru okkar
og líkamnast í öllu mögulegu. Meðal annars
þegar listamenn leika á gömul hljóðfæri og gefa
allt í verkefnið, tónlistarlega og tilfinningalega.
Tónlist er skipulögð saga og daður við hið óút-
skýranlega. Hafandi sagt það þá er rosalegur
agi fólginn í sinfóníunni sem formi. Alltént sam-
anborið við margt annað. En það er dásamleg
þraut að reyna að snerta á hinu eilífa í tónlist-
inni, ómögulegt en dásamlegt.“
Eins háfleygt og það hljómar þá er þetta líka
vinna. „Tónskáld er ekki einhver sem gengur
daglangt um í lystigarðinum og bíður þess að
verða snortinn, heldur manneskja sem vaknar
að morgni og mætir í vinnuna, hvort sem hún
nennir því eða ekki.“
Hann brosir.
Klassíkin alls ekki framandi
Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir aðkomu
sína að poppi og raftónlist er Högni menntaður
í tónsmíðum og alinn upp í klassísku umhverfi.
„Melódíurnar eru að litlu leyti í erfðaefni mínu.
Ég fór mikið á klassíska tónleika sem barn,
söng lengi í kór og bróðir minn er klassískur
sellóleikari [Hrafnkell Orri Egilsson]. Þannig
að þessi heimur er mér alls ekki framandi.“
– Hvað höfðar sterkast til þín í klassíkinni?
„Millistríðsárin. Edgard Varèse, Richard
Strauss, Igor Stravinskíj, Olivier Messiaën og
höfundar af því tagi. Eins Arnold Schönberg.
Það mun kannski heyrast á tónleikunum á
föstudaginn? Þessi nýrómantísku blæbrigði
hafa fylgt mér lengi. Ég hef alltaf viljað ná í
hjörtun gegnum sorgina og melankólíuna. Það
er gömul saga og ný að við notum listina til að
vinna úr sorginni. Sjálfur ímynda ég mér að ég
sé tré og greinar mínar séu óbrjótanlegar og
eigi að geta vaxið á óendanlega vegu og leita
alltaf í ljósið. Síðan á ég rætur sem tengjast
hárfínt öllum öðrum þrám. Það er kannski sin-
fónían? Gleðin er annars eðlis; það þarf ekki að
vinna úr henni. Gleðin á sér bara stað í augna-
blikinu. Að því sögðu þá jafnast fátt á við að
flytja Obnoxiously Sexual með GusGus uppi á
sviði. Það er alvörupartí!“
Hann brosir.
Högni hlustar líka mikið á austurevrópsk
tónskáld, eins og Alfred Schnittke og György
Kurtág. „Hjá þeim er að finna harðneskjulegan
kaldan tón, sem heillar mig. Þetta kallast á við
dáleiðsluna í hljóðinu úr nýmiðlum og ferðalagi
mínu í raftónlist sem er í reynd aleatorísk nálg-
un, það er hefur að gera með ástand en ekki
sögu. Ætli það sé ekki bara ég að hugleiða minn
veruleika? Ef til vill gerir það mig að róman-
tískum höfundi! Í öllu falli er staðurinn sem við
fæðumst og deyjum á uppfullur af sköpun.“
Verkið ekki ennþá til
Enda þótt innan við vika sé í frumflutning á
Sinfóníu nr. 1 hefur höfundurinn enn ekki heyrt
verkið. „Það er ekki ennþá til,“ fullyrðir hann
enda hefjast æfingar hljómsveitarinnar ekki
fyrr en á mánudaginn. „Þess utan þá er tónlist
ekki til fyrir mér – nema í ímyndunarafli hlust-
andans, þar sem hún deilir stað með hræðslu
okkar, draumum og þrám. Tökum bara Sinfón-
íu nr. 1 sem dæmi; annar flutningur á henni
gæti orðið allt öðruvísi en sá fyrsti og þar fram
eftir götunum. Sama gildir um ljóðið sem deilir
sömu uppsprettu og tónlistin. Gildir þá einu
hvort við erum að tala um sinfóníu, sönglag eða
dáleiðslukennt teknó. Allt kemur þetta frá
sama stað – og rótin er póetískur veruleiki sem
við erum hugfangin af, hvar sem við svo setjum
niður fótinn. Tónlistin er í eðli sínu brögðótt og
jafnast þegar best lætur á við hreinan galdur.“
Hefur reynt á okkur öll
Svo sem fyrr var lofað berst spjallið að lokum
að heimsfaraldri kórónuveirunnar og þeirri
uppbyggingu sem gjörvöll heimsbyggðin stend-
ur frammi fyrir. „Það hefur reynt á okkur öll og
við erum svo miklu sterkari eftir þetta áfall og
sorgarferlið sem því fylgdi,“ segir Högni. „Því
erfiðari sem verkefnin eru, þeim mun meira
styrkjandi eru þau. Og ávextirnir eru að koma í
ljós. Sköpunarkrafturinn er aftur að ná tökum á
okkur og samfélagið að fyllast af ástríðu. Viljinn
til að takast á við vandamál eins og loftslags-
vána hefur aukist og þessi vegferð liggur svo
vel fyrir okkur, ekki síst hér á Íslandi, þar sem
við höfum svo mörg vopn á hendi til að takast á
við vandann og búa til betra samfélag fyrir
alla.“
Ekki kemur á óvart að Högni segi tónlist og
list almennt gegna lykilhlutverki við téða end-
urreisn. „Nýsköpun okkar þarf að liggja til
grundvallar, eins vísindin. Hið skapandi líf er
samofið menningu okkar og ef við sinnum þessu
grundvallarlögmáli ekki og höfum það ekki uppi
á yfirborðinu mun samfélaginu hnigna. Til allr-
ar hamingju erum við ekki á þeim stað en betur
má ef duga skal. Við þurfum að rækta þessa
dyggð. Þá mun okkur vegna vel. Listin er reipið
sem hífir okkur upp á yfirborðið og veitir inn-
blástur og gleði,“ segir Högni og notar tækifær-
ið til að minna á gildi lista í skólakerfinu. „Lífs-
leikni okkar er læsi okkar á menninguna og það
sem hún hefur upp á að bjóða. Þann lestur þarf
að efla, bæði í tónlist og listum almennt, og
miðla því betur hvaða hlutverki hún gegnir í
okkar lífi. Framsæknin býr í sköpunargáfunni.“
Límið í tónlistinni
Högni er sammála því að ákveðið lím sé í tón-
listinni; hún límist auðveldlega föst við minn-
ingar okkar og tilfinningar, árum og jafnvel
áratugum saman. Það sjáist best á taugavísind-
unum enda hjálpi tónlistin manninum að tengja
ákveðin taugasvæði og fá heilasellurnar okkar
Alltaf viljað
ná í hjörtun
Högni Egilsson er með mörg járn í eldinum sem endranær. Um
helgina verður opnuð í Hörpu margmiðlunarsýningin CIRCU-
LEIGHT, þar sem hann á tónlistina, og á föstudaginn mun Sin-
fóníuhljómsveit Íslands flytja verk hans í sama húsi, þar á meðal
Sinfóníu nr. 1. Högni spjallar hér um lífið, listina og nýja hobbí-
ið, tennis, þar sem hann gefur ekki þumlung eftir á vellinum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Því erfiðari sem verkefnin eru, þeim mun
meira styrkjandi eru þau. Og ávextirnir eru
að koma í ljós. Sköpunarkrafturinn er aftur
að ná tökum á okkur og samfélagið að fyll-
ast af ástríðu,“ segir Högni Egilsson, sem er
með mörg járn í eldinum um þessar mundir.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021