Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Qupperneq 15
til að mynda sterkara bindiefni. „Tónlistin stuðlar að heilli huga sem er jarðvegur fyrir margt annað í lífinu, til dæmis atvinnulífið.“ Við þekkjum þetta líka vel úr helstu athöfn- um lífsins, skírn, hjónavígslum og jarðarförum. „Þörfin fyrir að heyra þar ákveðna tónlist kem- ur frá fornum stað innra með okkur. Þess vegna geri ég það sem ég geri – til að lifa af, gleðjast og hlæja. Tónlist er fögnuður!“ Heimsfaraldurinn hefur vitaskuld þrengt duglega að listamönnum sem ekki hafa komist út á meðal fólksins til að miðla list sinni og eiga samtal við sinn markhóp. „Auðvitað er þörfin fyrir að koma fram og spila uppsöfnuð og þrátt fyrir afkomukvíða og hvað þetta nú allt heitir þá er mikill hugur í listamönnum eftir þetta langa hlé á sýningum og tónleikahaldi. Það heyrir maður alls staðar. Ég hitti frábæran leikhús- listamann í Vesturbæjarlauginni um daginn og hann fór að tala um að menn væru alltaf að leita að stóra fiskinum í ánni og nú þegar enga fiska væri lengur að hafa hefðu menn haft gott af því að leita inn á við.“ Sjálfur hefur Högni notað þennan erfiða tíma til að rækta heiðarleikann og hreinleikann innra með sér. „Ég hef endurskoðað alls konar gildi sem ég hef og með þeim hætti náð betri færni í minni vinnu.“ Eins og unglingur í sturtu Högni hlakkar mikið til að koma fram og syngja á ný fyrir áheyrendur. „Ég er að vísu búinn að því þegar; söng fyrir tennisklúbbinn minn um daginn,“ upplýsir hann. „Söng Bridge Over Troubled Water eins og 15 ára unglingur í sturtu. Það voru 10 eða 15 manns viðstaddir og fólk tjáði mér að það hefði orðið snortið. Það gladdi mig.“ – Hvernig kom þetta til? „Búlgarski tennisþjálfarinn minn í Tennis- klúbbi Kópavogs vild ólm fá mig til að gera þetta og ég sló bara til.“ Hann fer fögrum orðum um tennisíþróttina. „Ég er alveg búinn að leggja körfuboltaskónum og kominn á bólakaf í tennis; kominn með enn- isbandið og í hvíta Wimbledonbúninginn. Það er mikið zen í tennis – eins og bogfimi – og stíll yfir öllum hreyfingum, sem höfðar til mín. Svo er auðvitað fyrir hendi aldagamalt hjónaband milli tennis og tónlistar.“ Högni var mikið í íþróttum sem barn og ung- lingur en hætti því síðan í nokkur ár. Nú er hann snúinn aftur – af fullum krafti. „Ég er dellukall í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Núna er ég til dæmis kominn með grill á sval- irnar og loksins orðinn fullorðinn maður. Ég hef gjörsamlega gleymt mér í tennisnum og get ekki beðið eftir að komast í æfingaferð til Nap- ólí eftir sinfóníutónleikana. Í tennis er maður í stöðugu samtali við sjálfan sig; þetta er einhver matrixa. Boltinn er á stöðugri hreyfingu og bregðast þarf bæði við hinu fyrirsjáanlega og hinu ófyrirséða. Lífið er allt þar á milli. Nú heyrist mér ég vera farinn að tengja tennisinn við líf og dauða. Við erum að tala um dulspeki tennisins.“ Hann hlær. Elskar að sigra – Ég hef heimildir fyrir því að þú sért heldur ekki bara að þessu til að vera með. „Það er alveg rétt,“ svarar hann hlæjandi. „Ég elska að sigra. Það tek ég líka með mér yfir í tónlistina. Það er til dæmis ekkert auðvelt að semja sinfóníu – en ég skal samt gera það! Þetta heimili þekkir lítið annað en mikið keppn- isskap, alla vega ekki síðustu árin. Það er samt mikilvægt að skilja tilfinningarnar eftir inni á vellinum en burðast ekki með þær áfram. Mað- ur má heldur ekki tileinka sér sársauka annarra og í hópíþrótt þarf að skilja hver staður manns er og hvenær hetjuför manns á að hefjast.“ Heyr, heyr! Öll þekkjum við menn sem hefðu not fyrir þetta ágæta heilræði. „Tónlist á sér engin takmörk og er eilíf uppspretta ímynd- unar,“ segir Högni Egilsson. ’ Hið skapandi líf er samofið menningu okkar og ef við sinn- um þessu grundvallarlögmáli ekki og höfum það ekki uppi á yfirborð- inu mun samfélaginu hnigna. Til allrar hamingju erum við ekki á þeim stað en betur má ef duga skal. Morgunblaðið/Eggert 31.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.