Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021
HÖNNUN
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
11 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
11 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1 Þú finnur bæklinginn
husgagnahollin.is
VILTU
FÁ SMÁ
INNBLÁSTUR?
NORDAL
Vata og pitta handklæði.
50x100 cm. 5.990 kr.
70x140 cm. 10.990 kr.
Á
Háaleitisbraut í fallegri blokk
teiknaðri af meistaranum Sig-
valda Thordarsyni hefur
venjulegri íbúð verið breytt í
vinnustofu og verslun Spaks-
mannsspjara. Þar tekur fatahönnuðurinn
Björg Ingadóttir á móti blaðamanni og býð-
ur upp á kaffi. Hún er eigandi Spaksmanns-
spjara, fyrirtækis sem hún hefur átt og rek-
ið í tæp þrjátíu ár. Í dag er hún með opið
tvo daga í viku auk þess að halda úti vef-
síðu, en kórónuveirufaraldurinn setti strik í
reikninginn hjá Björgu. Hún sat þó ekki
auðum höndum.
„Ég nýtti Covid vel til að fara yfir verk-
ferla. Ég ákvað að taka skrefið og vinn nú á
algjörlega nýjan hátt. Það tekur auðvitað
tíma að þróa og læra og það er erfitt að
halda í gamla kerfið á meðan maður er að
skipta yfir í nýtt kerfi. Nú er ég komin
nokkuð langt í því ferli.“
Efnin eru orðin stafræn
Björg útskýrir umskiptin sem hafa orðið á
vinnulagi tískuhönnunar.
„Áður bjó maður til
snið á borði og sendi
utan með flugi. Það
var allt saumað erlend-
is og efnin öll þaðan,
enda ekki til sauma-
verksmiðjur hér, ein-
ungis nokkrar litlar
saumastofur,“ segir
hún.
„Ég vil gera allt
stafrænt en nú eru
efnin orðin stafræn þannig að ég get saum-
að úr þeim í tölvu,“ segir Björg og blaða-
maður skilur ekki alveg hvað hún á við.
Björg fer í saumana á málinu.
„Ég get saumað úr ýmsum efnum í tölv-
unni og sé þá hvernig reynir á efnið, hvort
sem það er silki, ull, leður eða eitthvað ann-
að. Ég hleð niður stafrænum efnum frá
framleiðendum áður en ég kaupi prufulengj-
ur af alvöruefni í lokaprufu,“ segir Björg og
útskýrir að búið sé að búa til forrit þar sem
eiginleikar efnisins eru teknir með í reikn-
inginn.
„Hvernig þau teygjast, krumpast og falla
að líkamanum. Ég fæ pínulitlar prufur sem
ég get snert, sendar til mín í litlum skó-
kassa. Þannig að núna þarf ég ekki að fá
efnin send hingað heim heldur kemur bara
lokaprufa fyrir framleiðslu, en áður voru
efni send fram og til baka um allan heim.
Nú er það liðin tíð. Kolefnissporið minnkar
og minnkar.“
Að leigja stafræn módel
Fleiri framfarir hafa orðið nýlega á sviði
fatahönnunar en á heimasíðu Spaksmanns-
spjara er nú hægt að „máta“ fötin áður en
þau eru keypt. Björg segir það vera byrj-
unarútfærslu á þessu sviði en þróunin er
mjög hröð og reiknar hún með að það verði
hægt að treysta þessum „mátunum“ full-
komlega innan skamms.
„Fötin eru orðin stafræn. Fólk býr til sinn
„avatar“; stillir sín mál
og prófar svo fötin á
hann. Þá kemur upp
hitamynd og þá sérðu
hvort önnur stærð fer
þér kannski betur,“ segir
Björg og sýnir blaða-
manni hvernig kjóll situr
á stafrænni gínu. Þar
sést rauður litur í hand-
arkrika og sýnir þá að
þessi kjóll er of þröngur
þar á viðkomandi viðskiptavin. Grænn litur
gefur til kynna að kjóllinn liggi þar þægi-
lega á konunni.
„Í dag eru föt send út um allan heim sem
passa ekki á nokkurn mann. Þetta er mikil
sóun. Það sem ég er að gera með þessu er
að minnka mín fótspor og draga úr sóun,
ekki bara hjá mér heldur líka hjá neytand-
Að máta
stafræn föt
Fatahönnuðurinn Björg Ingadóttir hefur rekið fyrirtæki sitt
Spaksmannsspjarir síðan 1993. Margt hefur breyst með tím-
anum og nú hefur stafræna byltingin gjörbreytt fatahönnun.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Hægt er að halda stafræn-
ar tískusýningar og
dreymir Björgu um að
gera það á næstunni.’
Í dag eru föt send út um
allan heim sem passa ekki
á nokkurn mann. Þetta er
mikil sóun. Það sem ég er að
gera með þessu er að minnka
mín fótspor og draga úr sóun,
ekki bara hjá mér heldur líka
hjá neytandanum.