Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 19
31.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N EIGHTMOODMILLA Púði, bleikur. 50x50 cm. 5.990 kr. IITTALA NAPPULA blómapottur, brúnn. 23x15,5 cm. 11.290 kr. EIGHTMOOD ODDBIRD Ilmstrá. 5.990 kr. MIRA Kertastjaki bleikur. 5x11 cm. 6.990 kr. anum,“ segir Björg og segir að allt of miklu af fötum sé hent í heiminum. „Sem stendur er ég með stafræn módel úr forritinu sem ég nota en næsta stig er að búa mér til mín eigin módel því ég get leigt stafræn módel á stafrænum módelskrif- stofum. Módelin eru líka að missa vinnuna,“ segir Björg og segist koma til með að geta búið til módel á mismunandi aldri og með mismunandi vaxarlag. „Þetta er bara byrjunin því það er hægt að búa til tískusýningar og láta módelin ganga. Mig langar mikið til að gera stóra stafræna tískusýningu.“ Sjálfbærni skiptir líka máli Björg segir að í náinni framtíð muni neyt- endur geta búið sér til sína eigin stafrænu gínu og hægt verði að hlaða henni niður á netsíður hvaða verslana sem er. „Það verður þannig í framtíðinni og er ofboðslega spennandi. Þetta er að gerast víða og ég held að ég sé fyrst á Íslandi til að bjóða upp á þetta á heimasíðunni,“ segir Björg og segir það hafa tekið á að færa sig til stafrænu nútíðarinnar. „Það er mikið átak að skipta yfir, því þú þarft að hafa tíma til að læra nýja hluti. Ég fór utan á námskeið og fékk mér einka- kennara. Ég fór svo í meistaranám í list- kennslu og útskrifaðist 2020 og gerði þá fyrstu línuna mína þar sem prófstein og lagði áherslu á sjálfbærnivinkilinn og hvað hann skipti miklu máli. Nú verður ekki aftur snúið; hitt eru bara gamaldags og ósjálfbær- ar aðferðir,“ segir Björg og segist hafa snú- ið sér að kennslu í fyrra. „Ég kenndi fatahönnun í Fjölbraut í Garðabæ og sýndi nemendum þessar nýju aðferðir í fatahönnun og þeim fannst ekkert mál að tileinka sér þetta. Í kjölfarið fékk ég styrk frá þróunarsjóði og er að klára kennsluefni fyrir framhaldsskóla í stafrænni fatahönnun. Það má líkja þessu við það að þegar þú skrifar grein þyrftir þú fyrst að skrifa allt niður á blað og ekki bara punkta, heldur alveg full- komlega tilbúið, og svo þyrft- irðu að slá þetta inn í tölvu. Það myndi enginn gera það í dag. Það sama gildir um að hanna föt; við getum gert það nákvæmlega sama og við gerðum áður á borði í tölvu og gert þar svo miklu meira. Í tölvunni er minna mál að henda öllu og byrja upp á nýtt, og þar er mun meiri nákvæmni,“ segir Björg og bendir á að fyrirtæki séu í auknum mæli að gera sér grein fyrir verð- mæti stafrænna gagna og gildi það um fata- hönnun eins og annað. Laus við vélar og papparúllur „Ég bý til stafræn föt sem fara í framleiðslu en ég gæti líka selt ein- ungis stafræn föt. Þú gætir þá til dæmis verið á netfundi í stafrænum fötum frá mér. Fólk gæti líka keypt fötin og notað á myndum á Instagram, en keypt ekki fötin sjálf, heldur lúkkið,“ segir Björg. „Ég er að vona að ég verði komin svo langt að ég geti sett næstu línu sem verður tilbúin hjá mér beint á netið og boðið til sölu áður en hún verður framleidd. Þá erum við komin með alvöruvöru- stjórnun og endum ekki með úreltan lager og ósjálfbæra útsölumenn- ingu,“ segir Björg. Björg er afar ánægð með þróun- ina og sér tækifæri þar á hverju strái. „Ég upplifi mikið frelsi og finnst geggjað að vera laus við allar þess- ar vélar, papparúllur og löngu sníða- borð. Mig langar nú að mín vara verði meira pöntuð áður en hún er framleidd,“ segir hún. „Ég get líka notað þessa nýju tækni við endursölu á fötum í framtíðinni því ef þú vilt til dæmis seinna endurselja jakka frá mér þá á ég öll stafrænu gögnin um hann og nýr kaupandi getur mátað hann á netinu. Fötin fara í hring,“ segir hún og bendir á að nú verði auðvelt að vera í sam- vinnu við aðra hönnuði erlendis vegna þess- arar stafrænu byltingar í fatahönnun. „Þetta ferðalag vörumerkja í dag þarf að taka með stórum skrefum í átt að hag- kvæmu efnahagslífi með blómstrandi hring- rásarkerfi. Það hefur orðið gífurleg breyting á hugsunarhætti og það þarf hugrekki og færni til að hugsa alla þessa ferla upp á nýtt. Það er ávinningur í hverju einasta skrefi og hann er svo mikill. Ég sé óend- anleg tækifæri í skapandi hönnun og listum í dag. Landfræðileg staða okkar er ekki til trafala lengur. Þetta er ein- stakt tækifæri og við þurfum að vera fljót að hoppa á vagninn,“ segir Björg og segir menntakerfið hér þurfa að bregðast fljótar við og finnst Björgu til dæmis vanta hér á landi MBA-nám í skapandi grein- um. Tískuheimurinn æðislegur í dag Hvað er í tísku í dag? „Það er mjög margt í tísku og lífs- stíll skiptir gífurlegu máli þegar þú ert að velja þér föt. Nú snýst tíska hjá mér um að vera eins sjálfbær og ég get hverju sinni. Þá er gott að hanna föt sem úreldast helst bara ekki, heldur geta aðlagast með þér. Síðustu fimm ár hef ég eingöngu unnið með efni sem eru 100% efni; annaðhvort 100% ull eða 100% pólýester, svo efnin geti farið í hring- rásarhagkerfi textíls. Ég var smá þunglynd fyrir nokkrum árum yfir að tilheyra tísku- iðnaðinum sem mengaði svo mikið og því fór ég líka að leita leiða,“ segir Björg og segir að fólk í tískuheiminum sé virkilega að taka sig á. „Nú er tískuheim- urinn að verða æðisleg- ur; hann stefnir á að vera vistsporslaus og efn- in fara í hringrásar- hagkerfið. Og með þessari nýju tækni erum við á góðri leið. Ég held að flest fyrir- tæki endi á að taka föt í endursölu,“ segir Björg og segist hafa reynt að selja notuð föt árið 2014 en þá hafi það gengið illa. „Ég er alltaf á undan minni samtíð,“ segir hún og brosir. „Nú er tískuheimurinn að verða æðisleg- ur; hann stefnir á að vera vistsporslaus og efnin fara í hringrásarhagkerfið,“ segir Björg Ingadóttir fatahönnuður. Morgunblaðið/Ásdís Nú er hægt að máta stafræn föt sem passa þér fullkomlega.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.