Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landsátak í sundi, Syndum, fór af stað 1. nóvember og stendur til 28. nóvember. Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands (ÍSÍ), í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir átakinu. Vaskir sundgarpar, á nám- skeiði hjá Brynjólfi Björnssyni sundkennara, syntu átakið formlega af stað í Laugardalslaug um hádeg- isbil í gær. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Vonast ÍSÍ til að landsmenn á öll- um aldri taki þátt í átakinu, skelli sér í laugarnar í nóvember og skrái syntar vegalengdir á síðu átaksins. Þeir metrar sem syntir verða munu verða lagðir saman og hægt verður að sjá hve marga hringi í kringum landið landsmenn hafa synt. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á vefsíðunni www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notandanafn og lykil- orð og skrá sínar sundvegalengdir. Þeir sem eiga notandanafn í verk- efninu Lífshlaupið eða Hjólað í vinn- una geta notað það til að skrá sig inn. Allir sem taka þátt geta átt möguleika á að vinna veglega vinn- inga. Morgunblaðið/Eggert Hvatning Auðvelt er að taka þátt í Syndum og skrá þær vegalendir sem maður syndir á vef átaksins. Hvetja til sunds og dáða - Sundgarpar syntu landsátakið Syndum formlega af stað Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Smyril Line er að bæta við þriðja flutningaskipinu til vikulegra áætlun- arsiglinga milli Þorlákshafnar og hafna á meginlandi Evrópu. Vöru- flutningaferjan M/V Akranes bætist í hópinn með Mykinesi og Mistral. Fjórða skipið er farþega- og vöruflutn- ingaferjan Norræna sem siglir til Seyðisfjarðar. „Það er aukin eftirspurn eftir plássi í skipunum vegna innflutnings á vörum. Þörfin fyrir þessa tegund inn- flutnings og skammur flutningstími skapar síðan nýja möguleika við út- flutning á ferskum og frosnum sjávar- afurðum og laxi,“ segir Linda Gunn- laugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Siglingar hefjast 20. nóvember M/V Akranes er RO/RO skip sem tekur 100 flutningavagna og er systur- skip Mykiness sem reynst hefur vel í siglingunum til Íslands. Það siglir frá Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldum og til baka frá Rotterdam á laugar- dagskvöldi. Akranes hefur siglingar síðar í mán- uðinum, fyrsta lestun í Rotterdam verður 20. nóvember. Skipin þrjú koma til Þorlákshafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, Myk- ines og Akranes frá Rotterdam og Mistral frá Hirtshals í Danmörku. Þau hafa viðkomu í Færeyjum. Akranes hefur undanfarna mánuði verið í áætl- unarsiglingum með lax frá miðhluta Noregs til Rotterdam. „Við fáum mikil og góð viðbrögð frá viðskiptavinum enda erum við að bæta við burðargetu og auka tíðni siglinga,“ segir Linda. Þrjú skip í áætlun til Þorlákshafnar - Vegna aukins vöruinnflutnings og eftirspurnar bætir Smyril Line fjórða Íslandsfarinu við flota sinn Viðbót M/V Akranes er systurskip Mykiness og mun hefja siglingar á milli Rotterdam og Þorlákshafnar á vegum Smyril Line síðar í mánuðinum. Kornbændur landsins eru að ljúka þreskingu um þessar mundir. Bændurnir í Laxárdal hófu að þreskja hveiti um helgina, til að nýta þurrkinn, og eru að ljúka uppskerustörf- um í dag með því að þreskja nepju. Hveitiuppskeran er ágæt, að sögn Björgvins Þórs Harðarsonar, en þó heldur lakari en á síðasta ári. Bændurnir nota megnið af korninu í svínafóður. Hluti þess er raunar tekinn frá og notaður í matvæli, í pizzur sem seldar eru úr Pizzavagninum og í rasp á svínasnitsel í kjötvinnslu Korngríss sem fyrirtækið rekur í Árnesi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveitið notað í svínafóður og matvæli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.