Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
✝
Birna Sesselja
Frímannsdótt-
ir fæddist 4. jan-
úar 1931 á Akra-
nesi. Hún lést 23.
október 2021 í
Hafnarfirði. For-
eldrar hennar
voru Málfríður
Björnsdóttir kenn-
ari, f. 29. sept.
1893, d. 29. ágúst
1977, og Frímann
Jónasson skólastjóri, f. 30.
nóvember 1901, d. 16. janúar
1988. Eldri systir var Ragn-
heiður (Ragna) Þórey, f. 13.
október 1928, d. 18. maí 2017,
og yngri bróðir er Jónas, f.
30. nóvember 1934.
Birna ólst upp á Strönd á
Rangárvöllum, lauk gagn-
fræðaprófi á Ísafirði 1947 og
kennara- og söngkennaraprófi
vorið 1950. Árið 1976-77 sótti
hún svo framhaldsnám í
Kaupmannahöfn í dönskum
bókmenntum og barnabók-
menntum.
Birna giftist 1950 Trúmanni
Kristiansen, f. 1. janúar 1928.
Þau eignuðust fjögur börn: 1)
Matthías Már, kennari og þýð-
andi, f. 18.11. 1950. Kona
hans er Heidi Strand
að afloknu námi sem kennara
til starfa við Hvolsskóla sem
þá var barnaskóli Hvolhrepps
í Rangárvallasýslu, en Trú-
mann varð skólastjóri. Þar
störfuðu þau við góðan orðs-
tír fram til ársins 1972. Árið
1972 fluttu þau til Hvera-
gerðis þar sem Trúmann varð
skólastjóri barnaskólans en
Birna kenndi allar götur fram
undir aldamótin.
Birna lagði alla tíð mikla
áherslu á félagsstörf af ýmsu
tagi, var mjög virk í starfinu
hjá Sjálfsbjörg og einnig í
Zontahreyfingunni þar sem
hún gegndi um tíma stöðu
svæðisstjóra innan alþjóða-
samtakanna.
Árið 2001 fluttu þau Birna
og Trúmann sig um set til
Kópavogs, ekki síst til þess að
geta verið nær börnum sínum
og barnabörnum sem þá
bjuggu flest á höfuðborg-
arsvæðinu. Heilsan var farin
að gefa sig hjá þeim báðum
2011 þegar þau fluttu á
hjúkrunar- og dvalarheimilið
Hrafnistu, fyrsta árið við
Brúnaveg í Reykjavík en síð-
an 2012 á Hrafnistu í Hafn-
arfirði þar sem Trúmann lést
árið 2014.
Birna Sesselja verður jarð-
sungin frá Kópavogskirkju í
dag, 3. nóvember 2021, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hlekk á streymi má finna
á:
https://www.mbl.is/andlat
myndlistarmaður,
f. 6.3. 1953. Þau
eiga Önnu Lindu,
Atla Þór og
Braga Má. Eig-
inkona Braga Más
er Kristín Vala
Breiðfjörð og
eiga þau tvær
dætur, Heklu
Himinbjörgu og
Kötlu Bergþóru.
2) Ragnheiður,
sérfræðingur í mannauðs-
stjórnun, f. 16.2. 1952. Eldri
dóttir hennar er Guðrún
Kristinsdóttir, gift próf. Phil-
ippe Urfalino og eiga þau tví-
buradætur, Bryndísi og
Freyju. Yngri dóttirin er Ca-
milla Mirja Björnsdóttir Deg-
sell, gift Pontusi Degsell og
eiga þau tvö börn, Simon og
Emmy. 3) Málfríður Klara
arkitekt, f. 11.6. 1956, gift
Sigurði Reyni Gíslasyni, dokt-
or í jarðefnafræði, og eiga
þau tvíburana Önnu Diljá og
Birni Jón, sambýliskona hans
er Hallveig Kristín Eiríks-
dóttir. 4) Kolbrún, sérfræð-
ingur í hjúkrun, f. 3.3. 1967,
og á hún tvö börn, Auði Ýri
og Trúmann Harðarbörn.
Birna réð sig haustið 1950
Síðasti hluti æviferðar Birnu
Frímannsdóttur varð miklu
lengri og erfiðari en nokkur hafði
átt von á en nú er henni lokið og
minningarnar streyma að.
Ég var svo heppin að eiga
Birnu sem tengdamömmu og
okkar kynni hófust fyrir tæpum
fimmtíu árum. Helgina eftir að
ég kom fyrst til Íslands lá leiðin
til Hvolsvallar til að hitta fjöl-
skylduna sem varð mín yndislega
tengdafjölskylda. Móttökurnar
voru svo fallegar og ógleyman-
legar og mér fannst ég vera vel-
komin frá fyrsta degi.
Boðið var upp á íslenskt
lambalæri borið fram á fallegasta
borðdúknum á heimilinu. Það var
enn betra en það norska sem við
höfðum haft á hátíðarmatseðli í
húsmæðraskólanum nokkrum
vikum áður.
Það gekk vel að tala saman
þrátt fyrir mína sérstöku
þrænsku mállýsku því öll fjöl-
skyldan gat bjargað sér á skand-
inavísku.
Ári seinna var ég flutt til Ís-
lands og fyrstu jólin mín þar voru
í Heiðmörk í Hveragerði en
þangað hafði fjölskyldan flutt
sumarið áður.
Ferðirnar á milli voru tíðar,
við bjuggum í Reykjavík, og
snemma árs 1974 fæddist Anna
okkar í Þrándheimi. Það voru
mjög spennt amma og afi sem
biðu handan við glerið í gömlu
flugstöðinni. Burðarrúmið með
þriggja vikna stelpunni var sett
upp við glerið á meðan móðirin
athafnaði sig með farangurinn.
En þegar allt var klárt var barnið
horfið. Birna hafði þá fengið leyfi
til að fara inn fyrir og sækja það.
Nokkrum árum seinna þegar
við bjuggum í Hróarskeldu sótti
Birna Önnu sex ára gamla á leið í
heimsókn til afa og ömmu. Hún
varð samferða eldri vini sínum
sem átti íslenskan föður, ná-
granna okkar. Afi og amma tóku
á móti henni og Birna fékk leyfi
tollvarða til að koma inn og fara
með henni gegnum tollinn. Næst
þegar við hittumst spurði Birna
okkur hvers konar lífi við lifðum
þarna úti því barnið hafði skellt
töskunni sinni á borðið fyrir
framan tollverðina og sagt á
dönsku: „I må gerne kikke, jeg
har hverken bajere eller
brændevin.“ (þið megið skoða, ég
er hvorki með bjór eða brenni-
vín).
Seinna sagði faðir piltsins,
sem þá var kominn með hótel-
rekstur á Seyðisfirði, að hann
hefði kennt börnunum að segja
þetta við tollinn þegar hann var
að undirbúa þau fyrir ferðalagið.
Birna var alltaf með mikla
dagskrá þegar hún átti erindi til
höfuðborgarinnar en gaf sér þó
yfirleitt tíma til að líta inn með
orðunum að hún væri á hraðferð
eða að hún ætlaði ekki að stoppa.
En við áttum margar og góðar
samverustundir fyrir austan, í
sumarbústaðnum á Þingvöllum, í
Danmörku og í Þrándheimi.
Myndin af Birnu með gítarinn
syngjandi með barnahópnum í
Bakkaseli er sterk í minning-
unni.
Hún hringdi mjög oft í mig til
að spjalla en síminn var ekki allt-
af nálægt og þegar ég loks náði í
hann spurði hún gjarna hvort
hún væri að vekja mig, alveg
sama hvaða tími dags það var.
Það var gleðilegt þegar Birna
og Trúmann fluttu í Kópavog eft-
ir aldamótin en þá fór heilsu Trú-
manns að hraka og seinna Birnu
og það endaði með flutningi á
hjúkrunarheimili fyrir 10 árum.
Það var ekki það sem til stóð en
margt fer öðruvísi en til stendur
eða fólk ætlar sér.
Ég kveð Birnu með þakklæti,
megi mín fallega og ljúfa tengda-
móðir hvíla i friði.
Heidi Strand.
Birna, tengdamamma mín,
ólst upp í skólanum á Strönd á
Rangárvöllum þar sem Hekla og
Eyjafjallajökull gnæfa „hátt yfir
sveit, og höfði björtu svala í him-
inblámans fagurtæru lind“. Frí-
mann faðir hennar var skóla-
stjóri en Málfríður móðir hennar
kennari, húsmóðir og stjórnandi
heimavistarinnar. Birna dásam-
aði frelsið í sveitinni. Þegar fara
átti milli bæja, var hún send með
Jónasi litla bróður að ná í Grána
og dugði að toga í skeggið á hon-
um og teyma hann þannig heim á
bæ þar sem lagt var á hann.
Gráni gamli fylgdi Birnu allt
fram á dánardægur því vatnslita-
mynd af honum hékk yfir rúminu
hennar á Hrafnistu. Hún varð
fljótt réttsýn, þegar Jóhannes á
Borg kom austur til að skjóta
fugla hentu litlu systkinin stein-
um í bílinn hans. Þau voru að
verja vini sína, lóurnar og
spóana, sem hann skaut gjarnan
til að bjóða gestum Hótels Borg-
ar í forrétt. Og þegar Kjarval
dvaldi á Strönd sumarlangt mál-
aði hann mynd af Birnu með
vængi. Hún reif myndina fyrir
framan hann, af því að hún var
ekki með vængi!
Ég kynntist Birnu vel í Bakka-
seli í Hagavík við Þingvallavatn,
þegar við Malla byrjuðum að
draga okkur saman í sumarfríum
á Íslandi 1982 og 1983. Birna var
stórglæsileg og skemmtileg
kona. Hún stjórnaði þar stóru
heimili sumarlandsins ásamt
Trúmanni og skólastjóravinum
sínum Friðbirni og Sissu. Þar
dvöldu þau í 2-3 vikur með börn-
um, tengdabörnum og barna-
börnum sem komu og fóru að
vild. Morguninn byrjaði snemma,
Birna gaf ömmubörnunum sínum
kókópuffs, því hún ein mátti
spilla þeim! Trúmann, Friðbjörn
og Sissa voru gjarnan við veiðar
daglangt úti á vatni ásamt háset-
um, meðan Birna stjórnaði heim-
ilishaldi í landi. Oft endaði dag-
urinn með kvöldvöku þar sem
Birna eða Matti sonur hennar
spiluðu á gítar og Birna og Frið-
björn leiddu söng meðan mið-
nætursólin vermdi Hrafnabjörg
og stöku ský spegluðust í Þing-
vallavatni. Birna kenndi börnun-
um að tefla, spila og að svindla
„því að það þarf að kunna það
líka“, og hún kenndi þeim dul-
mál. Ein sterkasta minning mín
úr Bakkaseli er þegar Birna var
að baða tvíburana okkar rúmlega
ársgamla, í stóra eldhúsvaskin-
um þar sem stórbleikjurnar voru
stundum skrúbbaðar. Þá var
mikið skvett og hlegið.
Birna var ástsæll kennari og
einstök sagnakona. Hún sagði
sögur í skólastofum og bókasöfn-
um skólanna á Hvolsvelli, í
Hveragerði og í Húsdýragarðin-
um í Laugardal. Stúlkan í turn-
inum og Nánös norn vöktu ótta-
blandna ánægju og er ég viss um
að sögurnar blunda enn í hug-
skoti fólks frá Hvolsvelli og
Hveragerði – sérstaklega í
skammdeginu.
Barnabörnunum fjölgaði og
fluttu þá Birna og Trúmann í
Kópavog þar sem stutt var fyrir
krakkana okkar að hlaupa til
þeirra beint úr skólanum. Þegar
heilsan bilaði fluttu þau á Hrafn-
istu, og þar létust þau, Trúmann
árið 2014 og nú Birna, hvíldinni
fegin.
Þreytan kemur, þrýtur yl,
þyngjast draumafarir.
Leggur hem á lygnan hyl,
ljúkast saman skarir.
(Frímann Jónasson)
Eftir situr þakklæti og minn-
ing um fallega og skemmtilega
konu sem var kennari af Guðs
náð.
Sigurður Reynir Gíslason.
Elskuleg móðuramma mín féll
frá á fyrsta vetrardag eftir lang-
vinn veikindi. Hún var sú mesta
dama sem ég hef kynnst. Af
henni stafaði hlýja, góðvild og
elegans sálarinnar í þeim búningi
fegurðar og glæsileika sem lét
engan ónsortinn. Hún var vina-
mörg og ættrækin, ljóðelsk og
tónelsk, með undurfagra sópran-
rödd og hlátur sem fól í sér þann
galdur að gleðja alla nærstadda.
Amma var gáfum gædd sem
hefðu dugað fjölda manns. Hún
spilaði á gítar og píanó og út-
skrifaðist sem söngkennari um
leið og hún tók kennarapróf. Hún
söng alla tíð í kirkjukórum og tók
þátt í leiksýningum. Hún var
menningarsinnuð og dreif árum
saman heilu bekkina frá Hvols-
velli og Hveragerði í leikhús í
bænum. Sem unglingur dvaldi
hún hjá föðursystur sinni á Ísa-
firði og eignaðist þar hjartavin-
konur sem hún hélt vinskap við
alla tíð. Þær spiluðu og sungu
saman og það eru til myndir af
þeim þar sem amma leikur á gít-
ar og lífsgleðin skín úr hverju
andliti.
Amma kom úr glaðværri og
bókelskri fjölskyldu og tengslin á
milli þeirra Málfríðar langömmu
og Frímanns langafa og barna
þeirra þriggja voru náin og kær.
Bréfaskriftir fjölskyldumeðlima
voru hluti af daglegu lífi og bera
fagurt vitni um næma sýn á til-
veruna, kímnigáfu og umburðar-
lyndi svo unun er að. Amma
geymdi öll þessi bréf sem þá dýr-
gripi sem þau eru. Þau voru hluti
af listinni að vera fjölskylda.
Hjartfólgin sýn úr æsku minni er
fallega skriftin hennar ömmu og
hlý kveðjan sem kærkomin vor-
sól. Sömu tilfinningar vöknuðu
hjá henni við bréf frá ástkærri
systur sinni. Þau las hún upp fyr-
ir okkur frænku mína og stillti
upp námshestunum systurbörn-
um sínum sem fyrirmyndum
okkur til hvatningar.
Amma var mikils metinn
kennari sem brann fyrir sér-
kennslu og menntun kvenna. Svo
vinsæl var hún og eftirsótt í fé-
lagsstörfum og í menningarlíf-
inu, að afa, sem var fremur ein-
rænn, hefur sjálfsagt þótt nóg
um. Hann dáði hana og vildi helst
ekki af henni sjá, þannig að hún
var alltaf á hlaupum til að koma
sem mestu í verk á sem stystum
tíma til að komast heim svo afa
færi nú ekki að leiðast. Þetta hef-
ur áreiðanlega stundum reynt á
taugarnar og þegar afi dó, var
eins og verkefni hennar væri lok-
ið. Þá var hún sjálf farin að
sökkva inn í myrkur málstols og
heilabilunar. Hún áttaði sig á því
fyrst allra og átti til að stoppa sig
af í miðri setningu og segjast
bara alls ekki getað talað lengur.
Það var mikil eftirsjá að hennar
hljómþýðu rödd og fallega mál-
fari. Amma hafði næmt eyra fyr-
ir hrynjandi og góðu máli og
hana hefur sjálfsagt hrjáð full-
komnunarvani sem var kannski
hennar eini löstur. Að öðru leyti
var hún eins og Kjarval málaði
hana 8 ára gamla þegar hann
dvaldi sumarlangt á Strönd í
Rangárvallasýslu þar sem amma
ólst upp: sem engill á flugi.
Ég vona að formóðir mín,
Sesselja, amma ömmu, sem hún
elskaði svo heitt og hafði mynd
hennar alltaf hjá sér, hafi komið
að sækja hana og leiða yfir móð-
una miklu og að þegar minn dag-
ur komi, muni amma Birna koma
að sækja mig. Guð blessi minn-
ingu þína, elsku amma mín. Miss-
ir okkar er mikill.
Guðrún Kristinsdóttir.
Elsku amma, mikið var gott að
kúra hjá þér, þú sagðir alltaf svo
spennandi sögur, t.d. þar sem
börnunum var rænt og tárin
þeirra urðu að perlum og dem-
öntum. Þegar þú og afi bjugguð í
Heiðmörkinni öfunduðu öll börn-
in mig af því að ég var svo heppin
að eiga þig sem ömmu. Allir
krakkarnir i hverfinu komu og
sníktu kandís hjá þér. Þegar ég
var hjá ykkur og þú sagðist ætla
að dekra við mig vissi ég að það
væri eitthvað gott þó að ég vissi
ekki nákvæmlega þá hvað orðið
þýddi. Þannig að þegar afi sagði
við þig að vera ekki að dekra
svona við krakkann sagðist þú
ekki vera að því, en þá sagði ég
mjög sár: „En amma, þú sagðist
ætla að dekra við mig,“ á minni
íslensku/dönsku.
Að taka rútuna til ykkar og
fara í Eden og Tívólíið var alltaf
gaman. Þú sendir mér SMS og
tölvupósta strax og það var
möguleiki. Þú hefur alltaf gert
svo mikið fyrir aðra og það fal-
legasta sem hefur verið sagt við
mig um ævina sagði kona sem
þekkti ömmu: „Þú hefur þetta
sama og Birna.“
Þú varst alveg einstök, ég mun
alltaf sakna þín og elska, hjarta-
gullið mitt.
Anna Linda Matthíasdóttir.
Eitt ævintýri lífsins liðið er.
Hin ljúfa minning ávallt fylgir þér.
Ekkert svar við örlögunum fæst,
og engin veit hver kvaddur verður
næst.
Þannig orti hann farðir minn.
Eitt ævintýri lífsins er liðið.
Hluta af því ævintýri fengum við
börnin í Hvolsskóla á Hvolsvelli
að upplifa með gömlu góðu
kennslukonunni okkar. Hin ljúfa
minning er rúmlega hálfrar aldar
gömul og henni fylgir þakklæti í
garð þeirra hjóna Birnu og Trú-
manns. Ég veit að ég tala fyrir
hönd margra gamalla nemenda.
Þau sæmdarhjónin Birna og Trú-
mann héldu ótrúlega metnaðar-
fullan sveitaskóla sem var langt á
undan sinni samtíð og síðar var
stofnaður gagnfræðaskóli sem
þau mótuðu einnig. Þá varð
grundvallarbreyting á högum
okkar barnanna sem þurftu ekki
lengur að fara heiman til að ljúka
skyldunámi. Ég sé Birnu fyrir
mér glæsilega, í fallegum kjól,
prúða, virðulega og yfirvegaða
þar sem hún miðlaði okkur af
þekkingu sinni. Hún þurfti ekki
að brýna rausnina, kennslan leið
áfram og það var svo sannarlega
„leikur að læra“. Það er grund-
völlur góðrar kennslu. Birna var
svo mild og góð að við vildum
ekki gera henni það að vera
óþæg. Hún var söngvin og við
hliðina á píanóinu í gömlu skóla-
stofunni var gítar sem í minning-
unni var töfragripur og hún vissi
að söngur er hópefli. Hugtakið
var löngu síðar fundið upp eins
og menntastefna hjónanna sem
var traust en ekki farið að festa í
letur. Kjarasamningar voru ekki
að vefjast fyrir þeim og skólinn
var okkur opinn til tómstunda-
starfa. Birna kenndi mér m.a.
nokkur gítargrip sem kom sér
vel því bítlatímabilið fór nú í
hönd. Það er líka eftirminnilegt
þegar farðir hennar Frímann
Jónasson, hinn merki skólastjóri
og rithöfundur, kom í heimsókn
og talaði. Þá skein virðingin úr
augum okkar barnanna.
Því verður vart með orðum
lýst hve góður skóli hefur mikið
að segja fyrir samfélagið og
hvernig skólinn mótar nemend-
ur. Þau hjónin hvöttu nemendur
sína til áframhaldandi náms og
voru næm á af finna hvar styrkur
nemendanna lá. Það sást vel á
glæsilegum árshátíðum skólans
þar sem allir fengu að spreyta
sig. Við lærðum líka að dansa,
handavinna var í hávegum höfð,
sýndar voru fræðslukvikmyndir
og einnig fengum við að horfa á
grínmyndir. Þau hjón sýndu
skyggnur frá ferðalögum sínum
innanlands og utan og margt
fróðlegt og spennandi fengum við
að upplifa. Á þessum tíma var
ekki komið íslenskt sjónvarp og
ferðalög fólks til útlanda voru fá-
tíð. Seinna lærði ég til kennara
og þá kom sér vel að hafa búið að
handleiðslu þessa góða fólks.
Íbúar nágrannasveitarfélaga
horfðu aðdáunaraugum til skóla-
starfsins í Hvolsskóla.
Í ljóðinu hér að ofan segir:
„Ekkert svar við örlögunum
fæst“. Birna hefur um margra
ára skeið átt við alvarlegan
heilsubrest að stríða sem hefur
reynt á hana og fjölskyldu henn-
ar. Það eru í raun sorgleg örlög.
Starfsferill Birnu var einstakur
við uppeldi og fræðslu. Guð
geymi minningu þessarar merku
konu sem við gömlu Hvolsskóla-
krakkarnir eigum svo margt að
þakka.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Elsku Birna, síðast þegar ég
sá þig vissi ég að trúlega myndi
ég ekki sjá þig aftur, að minnsta
kosti ekki þannig að við yrðum
báðar þess meðvitaðar að fund-
urinn færi fram. Ég var á fleygi-
ferð í lífinu, áfram hélt ég sjálf-
sagt en látum það liggja milli
hluta. Þú varst aftur á móti nær
alveg farin á þinn síðasta áfanga-
stað sem þú sjálfsagt hvorki
hafðir stefnt að né áttaðir þig á
hver var þegar þangað var kom-
ið. Þrátt fyrir það var svo merki-
legt að þú varst á allan hátt næst-
um alveg eins og þú áttir að þér
að vera, eins og þú hafðir alltaf
verið. Fórst þér hægt, brostir við
öllu og öllum, gættir að því að
blómin færu vel í vasanum á
stofuborðinu, sléttaðir svo lítið
bar á úr dúknum en gleymdir þó
aldrei að horfa ákveðið á þann
gestanna sem talaði hverju sinni,
eins og þú hefðir í alvöru áhuga á
því sem þeir höfðu að segja.
Þú hafðir þannig alltaf svo gef-
andi nærveru og styrka þótt þú
tækir þér ekki freklega pláss í líf-
inu eða hefðir hátt. Það skein af
þér hlýja og eins konar jákvæð
festa sem ég held að skýri hvers
vegna svo mörgum leið vel í þinni
umsjá meðan þú gast enn gefið af
þér. Þegar ég kvaddi þig þarna
um árið laust því niður í kollinn á
mér á leiðinni heim yfir heiðina
að þú minntir mig dálítið á plíser-
að skotapils. Dúkurinn í alvöru-
skotapilsi er ofinn til að halda
formi sínu og standast álag en
vera fallegur á sama tíma. Í kyrr-
stöðu falla brotin kórrétt hvert
að öðru og virðast óhagganleg og
traust. Við minnsta átak víkur
reglufestan, klæðið gefur eftir
eins og þarf og fer svo aftur jafn
örugglega í sínar skorður. Þann-
ig mun ég alltaf muna þig, fallega
og trausta og alltaf til staðar fyr-
ir fólkið sem var svo lánsamt að
eiga þig að í lífinu.
Ég kveð þig með þakklæti í
hjarta elsku Birna og bið kær-
lega að heilsa Trúmanni.
Soffía Valdimarsdóttir.
Við í árgangi 1966 í Hvera-
gerði vorum svo heppin þegar við
byrjuðum í 7 ára bekk í barna-
skóla að Birna Frímannsdóttir
varð umsjónarkennarinn okkar.
Birna lifir í minningu okkar sem
einstaklega ljúf og góðhjörtuð
kona. Hún var þannig gerðar og í
framkomu að okkur gat ekki
annað en þótt vænt um Birnu.
Hún bar hag okkar nemendanna
fyrir brjósti og aldrei man ég eft-
ir að hún hastaði á okkur, jafnvel
þótt ólátabelgir reyndu að láta á
sér bera. Með hægð en festu náði
hún til okkar og ólætin hurfu jafn
skjótt og þau hófust. Á löngum
skólaferli kemur stundum í hug
manns hvaða kennari hefur haft
mest áhrif á mann eða er eft-
irminnilegastur. Alltaf kemur
Birna upp í hugann þegar hug-
urinn hvarflar í þá átt. Það eru
forréttindi að hafa fengið að
njóta leiðsagnar Birnu í æsku við
leiðbeiningu á fyrstu skrefum á
námsbrautinni og lífinu. Ég veit
fyrir víst að ég tala fyrir munn
margra en við þökkum Birnu fyr-
ir sinn þátt í að koma okkur til
manns og vottum aðstandendum
hennar samúð við fráfall hennar.
Valdimar Hafsteinsson,
Hveragerði.
Birna Sesselja
Frímannsdóttir