Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
✝
Gunnlaugur
Stefán Gísla-
son fæddist í Hafn-
arfirði 28. júlí
1944. Hann lést á
Landspítalanum
19. október 2021.
Foreldrar hans
voru Vigdís Klara
Stefánsdóttir frá
Fitjum í Skorradal,
f. 1909, d. 1999, og
Gísli Sigurðsson
lögregluþjónn í Hafnarfirði, f.
1903, d. 1985. Systir Gunnlaugs
var Þóra Eyjalín Gísladóttir, f.
1937, d. 2007.
Gunnlaugur Stefán giftist Ás-
laugu Jónsdóttur, f. 5. maí 1948,
d. 5. apríl 1996. Þau skildu.
Hinn 22. júní 1974 kvæntist
Gunnlaugur eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Áslaugu Ásmunds-
dóttur frá Hafnarfirði, f. 23.
Gunnlaugur ólst upp í Hafn-
arfirði. Síðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem hann
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og síðan
prentmyndaljósmyndun við Iðn-
skóla Hafnarfjarðar.
Gunnlaugur starfaði sem
myndlistarmaður og einnig
myndlistarkennari við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands,
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
Miðstöð símenntunar í Hafn-
arfirði. Hann var virkur mynd-
listarmaður allan sinn starfs-
feril og hélt margar myndlist-
arsýningar hérlendis og
erlendis. Gunnlaugur hefur
einnig haldið sjálfstæð nám-
skeið og fyrirlestra um mynd-
list síðustu fjóra áratugi. Hann
var félagsmaður í Félagi ís-
lenskra myndlistarmanna, Nor-
disk Akvarell og Akvarell Ís-
land.
Gunnlaugur var virkur með-
limur í Frímúrarareglunni í
Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 3. nóvember
2021 klukkan 13.
febrúar 1950. For-
eldrar Áslaugar
voru Jónína Guð-
rún Andrésdóttir,
f. 1932, d. 2010, og
Ásmundur Krist-
inn Sigurðsson lög-
regluþjónn, f.
1932, d. 1961, og
voru þau bæði frá
Hafnarfirði.
Gunnlaugur og
Áslaug eignuðust
tvo syni, þeir eru: 1) Andrés
Þór, f. 27. desember 1974, eig-
inkona hans er Sigríður Dröfn
Jónsdóttir, f. 28. apríl 1976.
Börn þeirra eru Þórdís Dröfn,
f. 11. maí 1997, Árni Dagur, f.
3. mars 2002, Bjarki Dan, f. 16.
maí 2003, og Salka Guðrún, f.
4. mars 2010. 2) Stefán Örn, f.
22. mars 1977, dóttir hans er
Vigdís Klara, f. 25. apríl 2005.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Maður er dáinn en orð hans
og minningar um hann lifa
áfram, segir í Gestaþætti Háva-
mála og eiga vel við hjá okkur
því það er óhætt að segja að
elskulegur tengdafaðir minn
skilur eftir sig góðan orðstír og
góðar minningar.
Ég kynntist tengdaföður
mínum þegar við Andrés byrj-
uðum saman, þá bæði ungling-
ar. Hann tók mér strax vel og
það var skemmtilegt hversu
mikið við gátum talað saman.
Við áttum margar góðar og
langar stundir heima í Móbergi
þar sem við töluðum um heims-
málin, vísindi, pólitík og bara
lífið. Hann var skemmtilegur og
fyndinn. Hann átti sitt eigið
tungumál eða sín eigin orð yfir
hluti sem hann notaði í gamni
og við fólkið hans skildum.
Hann talaði við köttinn sinn
þegar hann málaði myndir og
hann bakaði bestu jólaköku
landsins, eldaði flottan fisk í
raspi og æðislegan appelsínuk-
júkling. Gunnlaugur var list-
málari alla sína tíð og listin var
hans líf og yndi. Listin var djúp
þörf innra með honum og þegar
listsköpunarþörfin kom yfir
hann skipti ekki máli hvað
klukkan var, hvort það var dag-
ur eða nótt. Þrátt fyrir vel-
gengni sína í myndlistinni var
hann auðmjúkur. Hann naut
þess að vinna sjálfstætt en
hafði þó frábæra samskipta-
hæfileika sem sýndi sig í því
hversu auðvelt hann átti með að
kynnast nýju fólki. Gunnlaugur
var listrænn maður sem notaði
hendur sínar og huga til sköp-
unar. Hann kunni að meta feg-
urð og fjölbreytni. Hann tók
verkefni að sér með einstökum
hugsunarhætti þar sem hann
naut þess að vinna að list og
hugsjón. Hann hafði gaman af
áhugaverðu og óvenjulegu fólki,
tónlist, átökum í veðri og nátt-
úru og vísindum og hann notaði
sköpunargáfu sína og ímynd-
unarafl til þess að túlka það í
list sinni. Hann byrjaði
snemma á ævinni að mála og
listin kallaði sterkt á hann.
Sennilega kom ekkert annað til
greina en að leggja fyrir sig
listina en ef hann hefði valið
sér eitthvað annað hefði það
sennilega verið á sviði vísinda.
Gunnlaugur hafði mikinn áhuga
á jarðfræði og öðrum náttúru-
vísindum eins og sést gjarnan á
myndum hans þar sem náttúra
og veður hafa verið hans við-
fangsefni. Gunnlaugur var
skipulagður og staðráðinn í að
sjá verkefni sín verða að veru-
leika, það var áhugavert að
fylgjast með honum mála mynd
en hann lýsti því sem það væri
einhver innri kraftur sem yf-
irtæki hann og myndin yrði
bara að komast á blað.
Við kvöddum tengdapabba á
sjöttu hæð Landspítalans. Þar
kvaddi Gunnlaugur lífið við
stóran glugga, með útsýni yfir
alla borgina. Glugginn var eins
og málverk þar sem fullt tungl-
ið í allri sinni dýrð lýsti upp síð-
ustu andartök listmálarans.
Gunnlaugur var mikill og
tryggur fjölskyldumaður og ég
tel mig heppna að hafa fengið
að kynnast honum.
Sigríður Dröfn Jónsdóttir.
Maðurinn er forgengilegur
en listaverkin lifa.
Afi gaf svo mikið af sér, ég
var mjög ung þegar hann deildi
ástríðu sinni fyrir listum með
mér. Vinnustofan hans var allt-
af opin upp á gátt. Þegar ég var
í heimsókn var hún jafn mikið
vinnustofan mín og hans. Með
útsýni yfir allt Setbergið og
ótakmarkaðan innblástur og
hvatningu frá afa breyttist ég
úr barni í öruggan og færan
listamann um stund.
Ein af mínum eftirlætisminn-
ingum af afa er af vinnustof-
unni. Afi hafði sérstakt lag á
því að mála himininn í tærum
bláum lit sem amma kallar
stundum Gunnlaugs-bláan í höf-
uðið á honum. En himinninn í
verkum hans varð ekki einungis
til fyrir tilstilli litablöndunar.
Eitt af þeim skiptum sem ég
varði tíma mínum á vinnustof-
unni deildi afi tækni sinni við að
mála himininn með mér. Hann
var nýbúinn að eignast pensil.
Hann sýndi mér pensilinn af
miklu stolti og útskýrði af
hverju hann nýttist best í að
kalla fram áferð himinsins og
skýjanna. Smáatriðin eru týnd í
minninu en pensillinn var úr
glæru glerskafti með þéttan,
sveigjanlegan og þykkan hár-
skúf. Afi hélt honum á lofti milli
tveggja vísifingra og studdi við
með þumlunum svo ég sæi
pensilinn í heild sinni. Ég
ímyndaði mér að ef þessi ger-
semi skylli í gólfið myndi hún
brotna í þúsund litla mola. Afi
lagði pensilinn í litla lófann
minn og leyfði mér að mála
himininn á fínasta pappírinn í
vinnustofunni.
Listaverk afa eru ekki eina
sköpun hans sem lifir áfram.
Hann innrætti í mér og okkur
öllum dyggðir og lífssýn sem
er jafnvel eilífari gjöf til okkar
en nokkuð annað. Umfram allt
fæ ég frá honum þá vissu að
ekkert sé betri leið í gegnum
lífið en að fylgja hjartanu og
ástríðunni.
Þórdís Dröfn Andrésdóttir.
Það er bjartur og fagur dag-
ur í dalnum okkar. Veturnæt-
ur.
Í kirkjugarðinum vefur
reyniviðurinn hljóðlega sitt
koparrauða laufteppi um þau
sem þar hvíla. Í hlíðinni dansar
margtóna lyngið við mosa-
græna dúðadurta og birkið er
komið í mósvörtu kjólana sína.
Samt er Hjálmatúnið enn þá
grænt og gefandi. Neitar að
sölna og geymir í sverðinum
fótspor, strit og bis fjölskyld-
unnar öld af öld. Á engjunum
er kollprúður gulvíðirinn búinn
að kveðja sumarið og starirnar
lagstar í dvala. Orðið langt síð-
an kýr ösluðu þarna upp í kvið
og földu sig fyrir sporléttum
Gulla kúasmala. En þá var líka
heyjað á engjunum og oft
þurfti pilturinn að snúast
kringum það. Þetta var á 6.
áratugnum og öldin önnur, en
Gulla leið vel hjá ömmu Karól-
ínu og bræðrunum þau 10 sum-
ur sem hann var á Fitjum, frá
6 ára aldri.
Það var margt sýslið og bix-
ið í framdalnum á þeirri tíð. Öll
hús iðandi af lífi og amboðin
ýmisleg, en fæst nýmóðins.
Sum áttu eftir að skjótast fram
ryðguð en óforgengileg á akv-
arellunum hans Gulla þegar
fram liðu stundir.
Það var langt á milli okkar
Gulla í aldri og samgangurinn
lítill, lengst af. Síðar ræddum
við oft, hvað frændrækni væri
illa ástunduð í þessari fjöl-
skyldu. En sem betur fer náð-
um við tengingu og vorið 2009
gerðum við gallerístemningu á
Fitjum og kölluðum Fjósaklett.
Þar sýndi Gulli sitt „malerí“ og
naut sín. Meðal gesta voru for-
svarsmenn Jónshúss í Köben
sem hrifust og vorið eftir hélt
Gulli ásamt Áslaugu sinni út
með 28 verk til sýningar í því
fræga húsi. Síðar það sama
sumar sýndi Gulli svo á Fitjum,
13 vatnslitaverk af húsunum í
Fitjasókn. Það varð hans síð-
asta einkasýning.
Ég man ekki lengur hvernig
það byrjaði, þetta með „Húsin í
sókninni“. Við töluðum svo oft
um þessi yfirgefnu hús sem
hann mundi svo vel, iðandi af
lífi. Við söfnuðum ljósmyndum
hjá brottfluttum og Gulli mál-
aði myndir af húsunum. Eftir
sýninguna gaf hann listaverkin
til Fitjakirkju. Við erum mörg
sem verðum honum ævinlega
þakklát fyrir þá stórkostlegu
gjöf. Hún hefur menningar- og
sögulegt gildi fyrir framtíðina á
þeim stað sem Gulli átti svo
mörg mótunarsporin sem barn.
Í þættinum Lithvörf frá 2007
segir Gulli að hann hafi
snemma fundið þörfina fyrir að
mála það sem er yfirgefið, staði
eða hluti þar sem þögnin hefur
tekið yfir. „Þar eru ákveðin eli-
ment eða hlutir sem standa eft-
ir“ sem hann vildi fanga. Gulli
hafði auga og ástríðu fyrir því
sem „einu sinni var“, en líka
fyrir ólgandi veðri og síbreyti-
legri náttúrunni. Hann var ná-
kvæmur í tækninni þar sem
hlutir og landslag, litir og
skuggar draga fram það sem
listamaðurinn vildi fanga. Hug-
myndir og hughrif í hárfínum
tónum (h)ljóma áfram um
ókomna tíð í listaverkunum
sem hann skilur eftir sig.
Nú er Gulli frjáls úr viðjum
sjúkdómsins sem rændi hann
gleðinni og öllum lífs og sálar
kröftum síðustu árin. Ég sé
hann fyrir mér í dag, hlýjan og
sposkan á svip, svo leikandi
léttan á fæti – á leið út í lita-
gleðina, að fanga stemninguna,
elska fólkið sitt og fegurðina.
Hulda frænka.
Gunnlaugur Stefán
Gíslason
✝
Hulda Guðný
Finnbogadótt-
ir fæddist 14.
október 1970 á
fæðingarheimili
Reykjavíkur. Hún
lést 25. ágúst
2021 í Asker í
Noregi.
Foreldrar
Huldu Guðnýjar
eru Kolbrún Sig-
fúsdóttir skrif-
stofumaður, f. 1953 á Egils-
stöðum, og Finnbogi Jón
Rögnvaldsson húsasmiður, f.
1952 á Sauðárkróki, d. 1995,
núverandi maki Guðmundur
Árnason. Systur Huldu Guð-
nýjar eru 1) Linda Bára
Finnbogadóttir f. 1973, sam-
soninn Guðmund Hólmar
Helgason, maki Herdís
María Sigurðardóttir, synir
þeirra eru Júlíus Hólmar og
Eiríkur Aron.
Hulda Guðný og Helgi
hófu búskap á Akureyri og
síðan Kópavogi, Álftanesi,
Luxemborg og Noregi.
Skólaganga hennar var í
Árbæjarskóla, Flataskóla,
Garðaskóla í Garðabæ,
Menntaskólanum í Reykja-
vík og hélt hún svo til
Frakklands í frönsku. Lærði
hjúkrunarfræði í Háskól-
anum á Akureyri.
Hún starfaði alla tíð við
hjúkrun á Akureyri, í
Reykjavík og Noregi.
Hulda Guðný átti mörg
áhugamál: Djassballet, kór-
starf, langhlaup, almenna
útivist, fjölskyldu og heim-
ili.
Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 3. nóv-
ember 2021, klukkan 13.
býlismaður Mich-
ael Wulfken, syn-
ir Lindu eru
Finnbogi Sær og
Guðjón Elfar. 2)
Elfa Dögg Finn-
bogadóttir, maki
Stefán Þór
Björnsson, dætur
þeirra Kolbrún
Júlía og Hrafn-
tinna Mía.
Hulda Guðný
giftist 21. september 1996 í
Garðabæ Helga Hólmari
Ófeigssyni, f. 1966.
Börn þeirra eru: Kolfinna
Ósk Helgadóttir, f. 1998,
maki Christian Bacolod Wi-
ik, og Steinar Helgi Helga-
son, f. 2001. Áður átti Helgi
Hulda Guðný var einstök
manneskja – góð og hlý, kær-
leiksrík og hvetjandi, tilfinninga-
næm, frumlegur húmoristi,
óstöðvandi hlaupagikkur og úti-
vistarfrík. Hún var óvenjulega
falleg og glæsileg, jarðbundin og
gegnheil, listræn og flink í hönd-
unum, matgæðingur. Hún elsk-
aði fjölskyldu sína og vini af
krafti og ákafa og vandaði sig við
allt sem hún tók sér fyrir hendur
– hvort sem það var að prjóna
kjól eftir eigin uppskrift eða eiga
í annars hversdagslegum sam-
skiptum við vini og vandamenn.
Hún var með innbyggðan átta-
vita sem vissi alltaf hvað skipti
máli, röntgenaugu sem sáu ytra
og innra byrði samferðamanna
af fádæma innsæi.
Við Hulda kynntumst fyrst
þegar við vorum níu ára. Við lék-
um okkur í einni krónu í haust-
rökkrinu í kringum húsin í
hverfinu, vorum í teygjó og
brennibolta. Seinna áttum við
mis-alvarlegar samræður um líf-
ið og tilveruna í ísköldum, rauð-
um og silfurlitum Trabant á leið
í skólann með kassettutækið á
fullu í aftursætinu. Við vorum
samskóla og meira og minna í
sama bekk allt til tvítugs.
Eftir stúdentspróf vorum við
sjaldan á sama stað. Hún í
Frakklandi, fyrir norðan, í Lúx-
emborg, í Noregi. Ég á Ítalíu,
fyrir sunnan, í Kína, í Bretlandi.
Samskiptin voru stundum bara
örfáar línur á jólakorti, broskall
yfir netið yfir fyrsta kaffibolla
dagsins, stöku faðmlag þegar
slíkum lúxus var við komið. Samt
gat maður alltaf tekið upp þráð-
inn þar sem frá var horfið síðast.
Eða byrjað á nýjum þræði.
Hulda var mikill pælari – alltaf
að hugsa, spá og spekúlera.
Hulda Guðný gerði það að
ævistarfi sínu að hlúa að mann-
eskjum. Hún hugsaði um þá sem
áttu við veikindi að stríða í starfi
sínu sem hjúkrunarfræðingur,
hún umvafði afa sinn og ömmu
ást og umhyggju þar til þau lét-
ust og ást hennar á Helga og
börnunum þeirra var takmarka-
laus. Ég votta fjölskyldu hennar
alla mína dýpstu samúð. Minn-
ing hennar mun lifa um alla tíð
hjá öllum þeim sem hún snerti.
Sigrún Harðardóttir
Vinkonur frá fæðingu. Þessi
frasi, sem Hulda Guðný notaði
oft, lýsir sambandi okkar svo vel.
Við áttum alltaf hvor aðra
þrátt fyrir að oftast væri land-
fræðilega langt á milli okkar í líf-
inu.
Þegar við vorum litlar kom
Hulda oft ein austur til okkar á
sumrin og það voru einstakir dá-
semdardagar. Í minningunni var
alltaf sól og blíða. Eins og
mamma mín lýsir þessu þá
kysstumst við og föðmuðumst á
flugvellinum, fórum svo í kapp út
í bíl, upp stigann heima og svo
var rifist en alltaf voru sættir
innan seilingar og ég vissi ekkert
dásamlegra en að fá Huldu mína
austur. Við vorum helst alltaf
eins klæddar og mamma saum-
aði oft á okkur eins föt. Hulda
kom líka með gjafir að sunnan
og þá gjarnan eins föt á okkur
báðar. Við lékum okkur í klett-
unum, sulluðum í tjörninni í
garðinum og svo eyddum við
löngum stundum í pínulitlu
sundlauginni á Egilsstöðum. Þá
var bara leyfilegt að vera þar í
eina klukkustund í einu. Við
reyndum fyrst að fela okkur fyr-
ir verðinum en þegar við vorum
reknar upp úr gengum við heim,
sóttum okkur nýja sundmiða og
fórum aftur.
Á unglingsárunum var ég í
tannréttingum og þurfti oft að
fara til Reykjavíkur og stundum
að vera yfir nótt. Þá fékk ég allt-
af að gista hjá Huldu og fjöl-
skyldu. Kolla frænka var alltaf
svo góð við mig og eldaði svo
dásamlegan mat. Ég fæ enn vatn
í munninn þegar ég hugsa um
eplapæið hennar.
Ég öfundaði Huldu af grænu
augunum og brúna liðaða hárinu
hennar. Ég öfundaði hana líka af
því að búa á Reykjavíkursvæð-
inu og geta verið í dansi, kór og
fimleikum.
Við Hulda áttum djúpt vin-
kvennasamband sem breyttist
ekki þótt oft liði langt á milli
þess að við hittumst. Alltaf var
eins og við hefðum hist daginn
áður og alltaf jafn gott og gaman
að hitta hana.
Ég hitti Huldu mína síðast í
febrúar árið 2017 þegar við
heimsóttum fjölskyldu hennar í
Noregi. Þau tóku svo vel á móti
okkur og það var svo gaman að
sjá yndislega heimilið sem þau
höfðu búið sér þar.
Elsku Hulda mín. Þrátt fyrir
að oftast hafi verið langar vega-
lengdir á milli okkar þá man ég
svo margt. Ég man hláturinn
þinn og fallegu röddina, ég man
húmorinn þinn og krúttlega
prakkarasvipinn, ég man dugn-
aðinn og ósérhlífnina, ég man
hvað þú varst stolt af fjölskyld-
unni þinni og ég man hvað mér
hefur alltaf þótt vænt um þig.
Þín vinkona frá fæðingu
Stefanía (Stefa).
Fréttin um andlát Huldu Guð-
nýjar barst yfir hafið frá Noregi,
blíða sumarsins var á undanhaldi
og haustið farið að láta á sér
kræla. Við vorum minnt óþyrmi-
lega á hverfulleika lífsins, hvers
virði það er og að við megum
ekki gleyma að lifa hverja stund.
Hugurinn reikar í A-stofuna Í
Menntaskólanum í Reykjavík
sem var okkar í tvö ár. Við
sjáum hana fyrir okkur koma inn
úr frímínútum. Hún hefur náð
sér í TAB að drekka og tópas
með, einhver þokki í fasinu, ljós
og blíða. Hún sat næstaftast og
það var ekki alltaf sem allir
heyrðu sposkt og skelmislegt
komment fyrr en sessunautarnir
sprungu úr hlátri – Hulda Guðný
var hnyttin með eindæmum en
fór fínt með það.
Ólíkt mörgum jafnöldrum sín-
um á menntaskólaárunum var
Hulda Guðný harðákveðin í því
hvað hún ætlaði að verða „þegar
hún yrði stór“. Hún stefndi á
hjúkrun og þaðan í ljósmóður-
fræðin og hún bjó svo sannar-
lega yfir réttu eiginleikunum,
þessi ómetanlega blanda af
hlýju, umhyggju fyrir öðrum,
húmor og yfirvegun. Hún hélt
sínu striki, eftir stutta dvöl við
frönskunám í Rouen, hélt hún
norður á Akureyri til að fylgja
draumnum og það reyndist
gæfuspor. Þar fann hún lífsföru-
nautinn Helga Hólmar, þar hófu
þau að vefa sinn lífsvef sem átti
eftir að teygja sig til tveggja
Evrópulanda. Allt sem skóla-
systir okkar gerði kom frá hjart-
anu, hjá henni var aldrei nein
sýndarmennska.
Hulda Guðný lagði sig fram
um að lifa heilbrigðu lífi, góðu
lífi, borða hollan mat og stunda
hlaup og útivist og hún vissi að
undirstaða góðs lífs fólst að
næra sálina fyrst. Þannig lifði
hún, nærði allt sem hún snerti á,
annaðist veikt fólk í vinnunni,
hugsaði um afa sinn og ömmu og
hlúði að krökkunum á flakkinu
milli landa. Umhyggjan, hún var
alltaf hennar aðalviðfangsefni.
Hulda var einfaldlega góð við
alla. Líf hennar var helgað hinu
góða.
Við bekkjarsystkini í 6.-A í
MR 1990 vottum öllum ástvinum
Huldu Guðnýjar okkar dýpstu
samúð. Hennar er sárt saknað
úr okkar hópi.
Fyrir hönd bekkjarsystkina í
6.-A í MR 1990,
Ingibjörg Jónsdóttir og
Kristrún Heimisdóttir.
Hulda Guðný
Finnbogadóttir