Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
✝
Lilly Alvilda
Samúelsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1932. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á Land-
spítalanum 10.
október 2021. For-
eldrar Lillyar voru
Aletta Sofia Jó-
hannsson húsmóðir
og Samúel Jóhanns-
son prentari. Systk-
ini Lillyar voru Karl Jóhann, f.
1934, og Anna María, f. 1941, þau
eru bæði látin.
Lilly giftist Margeiri Pétri Jó-
hannssyni 8. júní 1957. Eign-
uðust þau tvö börn: 1) Jóhann
Pétur, f. 1958, kvæntur Krist-
rúnu Helgadóttur. Börn þeirra
eru þrjú: a) Ingibjörg Elín, gift
Röðli Röðulssyni, b) Margeir Pét-
ur, kvæntur Dagnýju Jónsdóttur
og c) Lilly Aletta. Barnabörn Jó-
hanns og Kristrúnar eru níu tals-
ins. 2) María Aletta, f. 1962, gift
Halldóri Má Reynissyni. Börn
þeirra eru tvö: a) Fjóla Dögg, gift
Davíð Erni Svein-
björnssyni og b)
Hlynur Smári,
kvæntur Dísu
Björgu Jónsdóttur.
Barnabörn Maríu
og Halldórs eru sex
talsins.
Lilly ólst upp í
foreldrahúsum en
um tvítugt flutti
hún til Maríu móð-
ursystur sinnar þar
sem hún bjó um nokkurra ár
skeið. Á yngri árum vann Lilly á
Morgunblaðinu en síðar meir var
hún heimavinnandi húsmóðir.
Eftir að börnin voru flutt að
heiman vann Lilly um nokkurra
ára skeið á sambýli. Fljótlega eft-
ir að Margeir og Lilly kynntust
festu þau kaup á íbúð í Laug-
arnesi en síðar byggðu þau sér
hús í Brúnastekk þar sem þau
hafa búið æ síðan.
Lilly verður jarðsungin frá
Digraneskirkju í dag, 3. nóv-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ég man alltaf eftir því þegar ég
hitti Lilly first. Þá var ég trúlega
14 ára og eitthvað farinn að horfa
á dóttur hennar. Eitthvert kvöld
vorum við félagarnir á vappi um
hverfið og hvöttu þeir mig til að
spyrja eftir Maríu. Hún var ekki
heima en samtalið við Lilly var
skemmtilegt og hefur mér alltaf
þótt gaman að rifja það upp. Strax
frá þessari stundu varð ég heill-
aður af þessari glæsilegu konu
sem reyndist okkur Maríu svo vel
í gegnum öll árin sem við höfum
verið saman.
Það eru atriði sem standa upp
úr þegar ég sest niður og rifja upp
minningar um Lilly. Hún var mik-
ill höfðingi og gestgjafi. Í hugann
kemur matur og matarveislur
sem ekki voru óalgengar hjá þeim
hjónum. Lilly var af norskum ætt-
um og hjá henni fékk ég að prófa
nýja hluti sem voru mér mjög
framandi. T.d. voru það „lefsurn-
ar“ frábæru sem litu í fyrstu svo-
lítið út eins og pappi sem þurfti að
bleyta upp í vatni og síðan var
hrært eitthvert dásemdarkrem
sem smurt var á og svo lagt sam-
an, skorið í sneiðar og borðað.
Mmmm hvílíkur unaður. Einnig
smakkaði ég þar í fyrsta skipti
„geitost“ sem best var að borða á
brauð með miklu sírópi. Ég man
eftir því að við „Mísa stóra“ vorum
sammála um þetta. „Farepölsa“
var líka eitt af því sem bara fékkst
hjá Lilly í Brúnastekk, oft var
beðið með óþreyju eftir að Lilly og
Margeir kæmu heim úr sumarbú-
stað í Noregi því alltaf voru keypt-
ir nokkrir pakkar til að njóta. Það
sem má ekki vanta í svona upp-
talningu er að Lilly virtist hafa
ótrúlega gott lag á að steikja ýsu í
raspi og toppurinn var svo að fá
„hrært“ skyr með miklum sykri
og rjóma í desert.
Eins og ég sagði áðan var gest-
risni Lillyar mikil. Það eru ófáir
einstaklingar, pör eða jafnvel fjöl-
skyldur sem fengu að búa í kjall-
aranum í Brúnastekk, hvort sem
var til lengri eða skemmri tíma.
Alltaf voru þau hjónin tilbúin að
bjóða húsaskjól þegar fólk var á
milli húsnæða eða hver sem
ástæðan var.
Mig langar að minnast á það að
María móðursystir Lillyar, sem
oft var kölluð Mísa stóra, bjó hjá
þeim hjónum í Brúnastekk á með-
an hún lifði. Ég heillaðist alltaf af
þeim kærleik sem þau báru til
hennar að taka hana inn á heimilið
sem eina af fjölskyldunni.
Lilly á stóran sess í huga mér.
Það var alltaf gott að leita til
hennar ef eitthvað var. Hún átti
gott með að sýna hluttekningu
þegar eitthvað bjátaði á. Börnin
okkar Maríu fengu góða ömmu og
síðar barnabörnin langömmu.
Lilly, takk fyrir allt.
Frá lífsins amstri Lilly fékk frið
lofaðir tímar góðir
Þá hefur Drottinn tekið þér við
þú kæra tengdamóðir.
Halldór Már Reynisson.
Elsku besta amma. Loksins
fékkst þú hvíldina sem þú varst
búin að þrá í langan tíma. Þú
sagðir stundum hvort þetta færi
ekki bara að verða gott og skildir
stundum ekki af hverju lífið var
orðið eins og það var. Þú varst al-
veg tilbúin til að kveðja þessa
jarðvist til að fara á vit nýrra æv-
intýra. En áður en þú kvaddir sást
þú til þess að fjölskylda þín kæmi
saman. Að hún myndi eyða dýr-
mætum tíma saman til að rifja
upp gamla tíma. Sá tími verður
mér ávallt dýrmætur. Að fá að
eyða síðustu dögunum með þér
var ómetanlegt því þrátt fyrir að
ég vissi að þráður þinn í þessu lífi
væri orðinn stuttur, þá þakka ég
fyrir að fá að eyða þessum dýr-
mæta tíma með þér og geta kvatt
þig í nokkra daga, fremur en að fá
hringingu um að þú værir allt í
einu farin. Svo gott að geta átt
stundir með þér, kysst þig og
knúsað og fá að geyma þær stund-
ir í hjarta mínu, því ekki gerði ég
nóg af því á meðan þú varst á lífi.
Amma, þú varst alltaf dugleg
að segja frá gömlum tímum og í
dag kann ég mikið að meta allar
þínar sögur. Þú gekkst í gegnum
svo margar þjóðfélagsbreytingar
á þinni löngu ævi. Þegar ég hugsa
til baka þá eru sögur þínar mikill
fjársjóður fyrir mig. Þegar ég var
yngri varst þú alltaf til í að ég tæki
viðtöl við þig fyrir hinar og þessar
námsgreinar til að segja mér frá
uppvexti þínum, lífinu í Noregi,
stríðsárunum og hvernig þjóðfé-
lagið hefur breyst í tímana rás. Í
dag bý ég að þessari þekkingu og
kann mikið að meta hana.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn
til þín – skipti ekki máli á hvaða
tíma dags það var – varstu mjög
hörð á því að alltaf skyldi boðið
upp á mat eða kaffi og bakkelsi.
Ég komst aldrei upp með að af-
þakka og alltaf skyldi ég borða
meira en ég hafði lyst á. Enginn
mátti fara svangur heiman frá
þér. Það lýsir þér hvað best að þú
sást alltaf til þess að allir sem
stóðu þér næst hefðu nóg í sig og
á.
Amma og líka afi kenndu mér
svo mörg góð lífsgildi sem ég mun
ávallt lifa eftir og geyma í hjarta
mínu.
Elsku besta amma mín. Ég vil
þakka þér fyrir væntumþykju til
mín og barnanna minna og fyrir
allt sem þú gafst mér. Ég minnist
þín með ómældri virðingu og ást
og mun halda uppi minningu þinni
við börnin mín með því að vera
dugleg að segja þeim sögurnar
þínar.
Elsku besti afi, amma lifir í
hjörtum barna þinna og afkom-
endum hennar.
Vil ljúka þessum ljúfu minning-
arorðum með ljóði sem ég orti til
þín amma mín:
Elsku amma.
Orð þín og viska voru eins og gullinn
þráður.
Þráður sem batt fjölskyldu þína
saman.
Viska þín var sem listaverk.
Listaverk sem gefur endalaust af sér.
Tilfinningar þínar voru sem þykkt
lopateppi.
Lopateppi sem umvafði alla sem
stóðu þér næst,
með hlýju og umhyggju.
Hendur þínar svo fallegar og hlýjar.
Alltaf tilbúnar til að gefa af sér og
frá sér.
Rödd þín hávær en samt silkimjúk.
Silkimjúk eins og söngur næturgalans.
Næturgalans sem syngur sinn hinsta
söng í hjörtu okkar allra.
Elska þig ávallt elsku amma
mín.
Þín sonardóttir,
Ingibjörg Elín
Jóhannsdóttir.
Lilly Alvilda
Samúelsdóttir
✝
Anna Þórdís
Olgeirsdóttir
fæddist 19. sept-
ember 1956 á Skóg-
arströnd. Hún lést
þann 19. október
2021 á dvalarheim-
ilinu Höfða.
Foreldrar henn-
ar eru Arndís Daða-
dóttir, fædd 1925,
og Olgeir Þor-
steinsson, fæddur
1917. Olgeir lést árið 2016 en
Arndís býr á hjúkrunarheim-
ilinu Höfða.
Alsystir Önnu Þórdísar er
Sigrún Olgeirsdóttir, fædd 1946.
Samfeðra systur eru Hanna
Olgeirsdóttir, fædd 1939, og Ósk
Maren Guðlaugsdóttir, fædd
1948.
Anna Þórdís eignaðist eina
dóttur, Kristínu Margréti Gísla-
dóttur, fædda 1975. Faðir henn-
ar heitir Gísli Þórðarson, fædd-
ur 1944.
Kristín Margrét
er gift Júlíusi
Steinari Heið-
arssyni, f. 1974.
Þau eiga þrjú börn,
Alex Þór, fæddan
2004, Andra Tý,
fæddan 2006, og
Söru Margréti,
fædda 2015.
Anna lauk
grunnskólagöngu í
Laugagerðisskóla.
Síðar fór hún í Húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli.
Anna Þórdís vann ýmis störf
um ævina. Við fiskvinnslu á Arn-
arstapa, almenn störf á Hótel
Sögu, mötuneytisstörf, við að-
hlynningu og heimilishjálp hjá
Akraneskaupstað.
Anna Þórdís greindist með
MS-sjúkdóminn árið 2016 en var
þó búin að ganga með sjúkdóm-
inn í 35 ár eða lengur.
Útför hennar fór fram 2. nóv-
ember 2021.
Önnu Olgeirsdóttur kynntist
ég fyrst þegar hún varð barns-
móðir bróður míns og þau eign-
uðust saman dótturina Kristínu
Margréti. Þrátt fyrir að Anna
og bróðir minn, barnsfaðir
hennar rugluðu ekki reytum
saman var sambandið við
mæðgurnar gott, þökk sé Önnu
fyrir það. Hún hlúði að
tengslum við okkur fjölskyld-
una, við fengum að kynnast,
njóta samvista og vera með í
uppvexti Kristínar. Þau tengsl
og kynni vöruðu alla tíð og í
okkar huga var Anna ein af fjöl-
skyldunni okkar.
Anna var létt í lund, var hlát-
urmild og hafði gott skopskyn.
Hún var blíð og umhyggjusöm
og sýndi það í verki. Hún hugs-
aði um háaldraðra ömmu mína
og Alla, fullorðins sonar henn-
ar, sem var þroskaskertur því
hún var ráðskona á heimili
þeirra á Ölkeldu um árabil. Með
henni var dóttirin, Kristín Mar-
grét, sem gekk í grunnskóla
sveitarinnar og gat notið sam-
vista við afa og ömmu og annað
frændfólk í fjölskyldunni. Anna
sýndi ömmu og Alla einstaka
aðstoð og umhyggju að öllu
leyti og hefur fjölskylda mín
ætíð verið þakklát fyrir það.
Elsku Kristín Margrét og
fjölskylda; Innileg samúðar-
kveðja. Megi minning góðrar
konu lifa.
Signý Þórðardóttir.
Anna Þórdís
Olgeirsdóttir
Með örfáum orð-
um langar mig að
minnast Hafsteins
Kristinssonar bróður míns sem lést
hinn 15. október 2021. Hafsteinn
var þriðji í röð systkinahóps sam-
mæðra, sem samtals voru átta. Ég
minnist Hafsteins sem stóra bróð-
ur sem aldrei skipti skapi, var alltaf
glaður, ljúfur og tilbúinn að hjálpa
hvar og hvenær sem til hans var
leitað. Hann fór snemma að heim-
an eftir grunnskóla og flutti til að
byrja með til Huldu og Kjartans í
Ólafsvík sem voru honum afar kær.
Í Ólafsvík hóf hann sinn búskap og
eignaðist fallegt heimili þar sem
gott var að koma og allir voru vel-
komnir. Það er ómetanlegt að eiga
Hafsteinn Heiðar
Kristinsson
✝
Hafsteinn
Heiðar Krist-
insson fæddist 20.
desember 1957.
Hann varð bráð-
kvaddur 15. októ-
ber 2021.
Jarðsungið var
23. október 2021.
minningar um ófáar
ferðir sem farið var
vestur í æsku og allt-
af yndislegt að fá að
gista hjá Hafsteini og
Maggýju. Þau skildu
en héldu góðu sam-
bandi sem er til eft-
irbreytni. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga heima
hjá Hafsteini og
Maggýju fyrsta árið
sem ég fór til sjós. Hjá þeim leið
mér vel. Seinna áttaði maður sig á
því hvað maður var heppinn að
hafa á sínum tíma gott fólk í kring-
um sig og gaf manni hluta af því
veganesti sem mótaði ungan mann.
Hafsteinn var afskaplega stoltur af
börnunum sínum og heimili hans
bar vott um það. Hann skreytti
heimili sitt með hlutum sem tengd-
ust fjölskyldunni og minningum af
lífsleiðinni.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til vina og vandamanna.
Við kveðjum ljúfmenni.
Davíð Jóhann.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÁLL HELGASON
kennari frá Siglufirði,
lést á heimili sínu 28. október.
Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 6. nóvember klukkan 11.
Jóhanna Sigríður Eiríksdóttir
Alfa Ágústa Pálsdóttir Hervar Gunnarsson
Helgi Pálsson Ingunn K. Baldursdóttir
Hólmfríður S. Pálsdóttir Benedikt Gunnarsson
Inga Jóna Pálsdóttir
Herdís Ólöf Pálsdóttir Pétur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
tengdadóttir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Álfaskeiði 49,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
14. október.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
5. nóvember klukkan 10.
Sveinn Ingi Andrésson Auður Björk Gunnarsdóttir
Ingvi Þór Markússon
Iða Brá Kuforiji Markúsdóttir Ayodeji Gbeminiyi Kuforiji
Ragnheiður Ýr Markúsdóttir Helgi Freyr Helgason
Pálína Guðlaugsdóttir Sveinn Kristinsson
Inga Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖSKULDUR SIGURJÓNSSON
múrarameistari,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 29. október.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórarinn Höskuldsson
Bjarni Höskuldsson
Margrét Höskuldsdóttir Sveinn Pálsson
Halla Höskuldsdóttir Björgúlfur Halldórsson
Ester Höskuldsdóttir Sigurður J. Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Vinkona mín
sem brosir
stór og falleg
hjá sólinni í apríl.
Þú ert sú sem horfir
í fegurðarátt
meðan hlýjan læðist
í augu þín og hár.
Vinkona mín á himninum
á morgun springur sólin í maí út
og gægist um endalaust hnappagatið
á blússunni þinni.
(Steinunn Sigurðardóttir)
Ljúf og kær vinkona er fallin
frá. Hugur minn er hjá fjölskyldu
hennar og ungum syni, Magnúsi
Kolbirni. Missir þeirra er mikill
og sár.
Heiða var ein af þeim mann-
eskjum sem gera heiminn betri
og fallegri. Við kynntumst fyrst á
háskólaárunum í Háskóla Íslands
Heiða
Jóhannsdóttir
✝
Heiða Jóhanns-
dóttir fæddist
9. apríl 1972. Hún
lést 18. október
2021.
Útför Heiðu fór
fram 1. nóvember
2021.
í gegnum sameigin-
lega vini. Seinna var
ég svo heppin að við
Heiða bjuggum í
London á sama tíma
þegar hún var í
framhaldsnámi þar.
Vinabönd styrkjast
þegar dvalið er
fjarri heimahögun-
um og á ég ótal
skemmtilegar minn-
ingarnar um Heiðu
frá þessum tíma.
Heiða bjó yfir einstakri hlýju
og glettni. Þegar við hittumst var
mikið hlegið og sprellað en líka
rædd alvarleg málefni og pólitík.
Og auðvitað kvikmyndir og listir.
Alltaf mátti treysta dómgreind
Heiðu og innsæi þegar málin
voru krufin til hlítar. Heiða var
kjarnyrt og hafði leiftrandi frá-
sagnargáfu. Hversdagslegir hlut-
ir og atvik fengu á sig töfrablæ í
meðförum hennar og hún sá
spaugilegu hliðarnar á tilverunni.
Heiða var mér fyrirmynd að
svo mörgu leyti. Hún auðgaði líf
allra sem þekktu hana. Birtan
sem frá henni stafaði heldur
áfram að lýsa okkur fram á veg-
inn.
Vera Júlíusdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar