Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
40 ÁRA Halldóra Anna Hagalín er
fædd á Akureyri, uppalin í Kópavogi
en býr í Vogahverfi í Reykjavík. Hún
er með MBA-gráðu frá Háskóla Ís-
lands og er markaðsstjóri hjá Heklu
hf. „Ég sé um auglýsinga-, vef- og
kynningarmál ásamt ýmsu öðru ein-
staklega fjölbreyttu fyrir Heklu og
vörumerki okkar. Helstu áhugamálin
þessa dagana snúa að börnunum okk-
ar Viðars, hreysti, náttúrunni og að
njóta líðandi stundar.“
FJÖLSKYLDA Unnusti Halldóru er
Viðar Bjarnason, f. 1978, einka- og
styrktarþjálfari. Börn Halldóru eru
Natan Blær, f. 2005, og Marinó Máni,
f. 2008. Börn Viðars eru Mikael Aron, f. 2003, Emma Karen, f. 2006, og
Agnes Vala, f. 2010. Foreldrar Halldóru eru Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, f.
1950, fv. þjónusturáðgjafi, bús. í Reykjavík, og Guðmundur H. Hagalín, f.
1949, fv. fjármálastjóri. Kona Guðmundar er Jóhanna B. Jóhannsdóttir, f.
1951, fv. launafulltrúi. Þau eru búsett í Valensíu-héraði á Spáni.
Halldóra Anna Hagalín
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Til þess að taka áhættu er samt
nauðsynlegt að þekkja aðstæður og kunna
leikinn. Gagnlegar umræður gera alla hluti
framkvæmanlegri.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er ekki hægt að segja annað en
að þú sért áberandi í dag. Nú ættu hlutirnir
að fara að ganga betur í ástarmálunum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Vertu opin/n fyrir ráðleggingum
vina þínna í dag, sérstaklega þeirra sem
eru eldri og reyndari en þú. Bíttu á jaxlinn
vegna unglingsins á heimilinu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú munt verða fyrir vonbrigðum
þegar sannleikurinn kemur fram í dags-
ljósið. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir ertu
komin(n) út í rekstur eigin fyrirtækis.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hittir óvænt gamlan vin sem getur
komið þér til hjálpar í erfiðu máli. Vertu
óhrædd/ur við að leita aðstoðar á þeim
sviðum, sem ekki eru á þínu valdi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er næsta víst að þú átt eftir að
rekast á gamla sénsa á næstunni. Oft var
þörf en nú er nauðsyn að þú hugir betur að
heilsufari þínu og mataræði.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Í dag ættir þú að reyna að verja tíma
með góðum vinum. Gættu þess að van-
rækja ekki eigin þarfir. Einhver finnur á þér
auman blett.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Gleymdu ekki að tjá tilfinn-
ingar þínar í garð þeirra, sem standa þér
nærri. Einhver stendur uppi í hárinu á þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú getur nýtt sannfæring-
arkraft þinn til að bæta aðstæður þeirra
sem minna mega sín. Mundu að góð vin-
átta er gulli betri.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það ríður á að hafa hlutina í
jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða
rétt til þess að ná árangri. Einhver reynir á
þolrifin í þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þótt þig langi að hafa hönd í
bagga með öðrum, þá eru þeirra mál
stundum utan og ofan við þitt færi. Brettu
upp ermarnar og sinntu verkefnum sem
krefjast yfirlegu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Fólk er tilbúið til að hlusta á það
sem þú hefur að segja. Lífið leikur við þig
og þú gætir ekki verið ánægðari.
félagi og íþróttafélagi, en þarna eru
margir snertifletir. Félagsmenn
spanna allan aldur og eru að eldast
eins og þjóðin og því að ýmsu að
hyggja. Núna erum við að búa okkur
undir að úthluta lóðum, það þarf að
sinna æskulýðsstarfi, afreksstarfi og
keppnum. Svo þarf líka að hlúa að
þeim sem eru í hestamennsku sem
tómstund og eru ekki að keppa. Þau
þurfa líka aðstöðu, reiðvegi og mann-
Ég sleppi því ekki þessari dýrateng-
ingu.“
Margrét hefur sinnt ýmsum fé-
lagsmálum fyrir hestamenn og er nú
formaður hestamannafélagsins
Harðar, sem telur 623 félagsmenn.
„Ég tók við formannsstarfinu í jan-
úar á þessu ári og var svo endur-
kjörin í október en ég er búin að vera
20 ár í félaginu. Þetta er svona eins
og að stýra litlu bæjarfélagi, hús-
M
argrét Dögg Hall-
dórsdóttir er fædd 3.
nóvember 1971 á
Landspítalanum,
ólst upp til tíu ára
aldurs í Hafnarfirði en flutti svo í
Espigerði í Reykjavík. Margrét var í
sveit á sumrin hjá frændfólki í Kvíar-
holti í Holtum. „Þarna kviknaði lík-
lega bakterían að áhuganum á dýrum
og síðan var þarna tækifæri til að
dunda sér við dýrin og hestana.
Hestamennska er í ættinni, en for-
eldrar mínir voru ekkert í henni.“
Margrét stundaði nám í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði en svo í Hvassa-
leitisskóla og lauk þaðan grunn-
skólagöngu. Hún lauk svo stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1992. „Ég starfaði um
sumur við ýmislegt hjá Landsvirkjun
í Hrauneyjafossvirkjun og við reið-
kennslu barna við reiðskólann á
Hrauni. Ég sat í stjórn Listafélagsins
í MR og tók þátt í minni ræðukeppn-
um innan skólans og virkan þátt í fé-
lagslífi. Ég söng í kór við Hólaskóla
og var í ræðuliði skólans.“ Margrét
hóf nám í búfræði á hrossaræktar-
braut við Bændaskólann á Hólum og
brautskráðist þaðan 1994.
Margrét starfaði sem dýrahirðir
og seinna yfirdýrahirðir í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum 1994-2006. „Ég
sótti þarna um eftir að ég útskrifaðist
frá Hólum. Þetta var frábær tími og
ég vann þarna með nautinu Guttormi
og fleiri stórstjörnum. Starfið yfir-
dýrahirðir hét fyrst rekstrarstjóri og
ég sá um daglega umsýslu, t.d. að
ráða fólk og sjá um að öllum þessum
dýrum væri sinnt, þau voru allt frá
minkum og yfir í hreindýr og seli. Svo
vorum við alltaf með verkefnið villt
dýr í hremmingum sem var mjög
skemmtilegt. Ég fór t.d. einu sinni á
skyndihjálparnámskeið fyrir rán-
fugla í Bretlandi.“
Margrét hóf síðan störf í dýraheil-
brigðisdeild Vistor haustið 2006 og
starfar þar enn sem viðskiptastjóri.
„Dýraheilbrigðisdeildin sýslar með
allt sem snýr að dýralæknum, dýra-
heilbrigði og dýrahaldi. Við seljum
landbúnaðarvörur og vörur fyrir
smádýr en mest dýralæknavörur,
tæki, lyf og allt milli himins og jarðar.
virki. Svo snýst þetta mikið um að
virkja félagsmenn.
Þetta er 70 ára gamalt félag og var
stofnað af hugsjón og það þarf að
halda hugsjóninni á lofti. Það á að
vera gaman í hestamennsku. Ég sjálf
hef húmorinn að vopni, þyki stundum
helst til of kaldhæðin, en mér er
nauðsyn að sjá spaugilegar hliðar á
lífinu.“ Margrét hefur sungið síðan
2013 með Brokkkórnum, kór hesta-
Margrét Dögg Halldórsdóttir, viðskiptastjóri í dýraheilbrigðisdeild Vistor – 50 ára
Á Fimmvörðuhálsi Kvenleggurinn í gönguhópnum úr ferðinni Fimm tugir og fimm vörður frá síðasta sumri.
Lifir og hrærist innan um dýr
Fjölskyldan Halldór, Margrét, Dagbjört Hekla og Jakob.
Hestakonan Margrét á Þorra frá
Svalbarða í Kvennatölti Spretts.
Til hamingju með daginn
Kópavogur Matthías Darri
Stefánsson fæddist 10.
febrúar 2021 kl. 23.57.
Hann vó 2.252 g og var 45
cm langur. Foreldrar hans
eru Stefán Ernir Valmund-
arson og Ragnheiður Em-
ilía Auðunsdóttir.
Nýr borgari
Við
Hækk
um
í gleð
inni