Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 22
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Magdeburg gengur allt í haginn á
þessu keppnistímabili í þýska hand-
knattleiknum eins og af og til hefur
komið fram hér í blaðinu. Liðið hefur
unnið fyrstu leikina í þýsku bundes-
ligunni og hefur eins stigs forskot á
Füchse Berlín. Magdeburg undir-
strikaði styrk sinn á dögunum með
því að vinna Kiel á útivelli en með lið-
inu leika landsliðsmennirnir Gísli
Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi
Magnússon.
„Ég er ánægður með þetta og við
höfum spilað vel en það eru bara níu
leikir búnir af 34. Það er því mikið
eftir og langt í land,“ sagði Ómar Ingi
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
á landsliðsæfingu í gær. Hann bendir
á að hjá Magdeburg hafi fólk orðið
fyrir vonbrigðum vegna þess að liðið
blandaði sér þá ekki í baráttuna um
þýska meistaratitilinn.
„Þegar við höfðum spilað átta leiki
í fyrra þá vorum við með fjóra sigra
og fjögur töp minnir mig. Ég er því
mjög sáttur eins og er, en eins og ég
segi er tímabilið í þýsku deildinni
hálfgert maraþon. Á síðasta tímabili
var stefnan að vera í toppbaráttunni
og það voru vonbrigði að geta ekki
klárað dæmið í nokkrum leikjum á
síðasta tímabili þar sem við töpuðum
óþarflega mörgum stigum. Stigum
sem við hefðum ekki átt að tapa mið-
að við getuna í liðinu. Mér finnst við
vera að leiðrétta það á vissan hátt.
Spilamennskan er svipuð en þegar
liðið spilar illa þarf að reyna að ná í
stigin með einhverjum hætti. Í síð-
asta leik vorum við til dæmis frekar
slappir en náðum samt að vinna. Það
er stórt og það gera bestu liðin. Ein-
hvern veginn finna þau leiðir til að
klára málið.“
Hafa mikla trú á liðinu
Árið hefur verið gott hjá Magde-
burg þótt liðið hafi viljað hafna ofar í
deildinni eins og Ómar segir. Liðið
sigraði í Evrópudeildinni í maí og
fylgdi því eftir með sigri í heims-
meistarmóti félagsliða í Sádi-Arabíu í
október. Væntanlega hefur það gefið
mönnum aukinn kraft að leggja þar
að velli lið eins og Barcelona og Ála-
borg.
„Algerlega, en við vissum líka að
við myndum vinna þá ef okkur tækist
að spila vel. Við höfum það mikla trú
á liðinu. Við vitum nákvæmlega hvað
við getum en vitum líka að við getum
verið lélegir ef við mætum ekki rétt
undirbúnir í leiki.“
Mikil hefð er fyrir handbolta í
Magdeburg og fyrir tæpum tveimur
áratugum síðan fór liðið í hæstu hæð-
ir undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.
Liðið lenti í niðursveiflu í nokkur ár
en hefur nú náð vopnum sínum.
Finnur Ómar fyrir miklum meðbyr í
baklandinu nú þegar vel gengur?
„Já já, það dýrka allir handbolta
þarna. Stemningin í höllinni er frá-
bær og hún er yfirleitt full eða svo
gott sem þegar ekki eru sam-
komutakmarkanir úr af faraldrinum.
Það er talað um að þetta sé einn erf-
iðasti útivöllurinn að koma á. Við höf-
um náð í tvo titla á þessu ári og fólk
er því jákvætt.“
Atkvæðamikill sem fyrr
Ómar Ingi varð markakóngur í
Þýskalandi á síðasta keppnistímabili.
Er mikil pressa sem fylgir því á
þessu keppnistímabili?
„Ég er fyrst og fremst sjálfur með
væntingar varðandi mína frammi-
stöðu. Ég pæli ekki of mikið í þessu
en maður finnur auðvitað fyrir
svekkelsi hjá fólki þegar maður á
ekki góðan dag. En líklega er þá
svekkelsið aðallega hjá mér. Ég
reyni að spila út frá mínum haus og
mínum væntingum. Annað er erfitt
og gengur ekki til lengri tíma,“ sagði
Ómar Ingi Magnússon enn fremur í
samtali við Morgunblaðið.
Á þessu tímabili í þýsku deildinni
er Ómar sem stendur með 56 mörk
eftir níu leiki. Enginn hefur skorað
fleiri mörk, en þeir Nicklas Ekberg
hjá Kiel og Marcel Schiller hjá Göpp-
ingen hafa einnig skorað 56 mörk.
Ómar er hins vegar einnig á meðal
efstu manna yfir stoðsendingar í
deildinni. Þar er hann í þriðja sæti
með 40 stoðsendingar á samherjana
til þessa. Efstur er Jim Gottfridsson
hjá Flensburg með 47 stoðsend-
ingar.
Telur væntingar annarra
ekki meiri en hans eigin
- Magdeburg ætlaði sér einnig stóra hluti á síðasta tímabili að sögn Ómars
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðsæfing Létt var yfir Ómari Inga Magnússyni og öðrum á æfingunni í Fossvoginum í gær.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Bayern München – Benfica ..................... 5:2
Dynamo Kiev – Barcelona....................... 0:1
Staðan:
Bayern München 4 4 0 0 17:2 12
Barcelona 4 2 0 2 2:6 6
Benfica 4 1 1 2 5:9 4
Dynamo Kiev 4 0 1 3 0:7 1
F-RIÐILL:
Atalanta – Manchester United ............... 2:2
Villarreal – Young Boys........................... 2:0
Staðan:
Villarreal 4 2 1 1 9:5 7
Man. United 4 2 1 1 8:7 7
Atalanta 4 1 2 1 7:7 5
Young Boys 4 1 0 3 3:8 3
G-RIÐILL:
Wolfsburg – Salzburg .............................. 2:1
Sevilla – Lille ............................................ 1:2
Staðan:
Salzburg 4 2 1 1 7:5 7
Lille 4 1 2 1 3:3 5
Wolfsburg 4 1 2 1 4:5 5
Sevilla 4 0 3 1 3:4 3
H-RIÐILL:
Malmö – Chelsea ...................................... 0:1
Juventus – Zenit Pétursborg .................. 4:2
Staðan:
Juventus 4 4 0 0 9:2 12
Chelsea 4 3 0 1 6:1 9
Zenit Pétursborg 4 1 0 3 6:6 3
Malmö 4 0 0 4 0:12 0
England
B-deild:
Millwall – Reading................................... 1:0
- Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik-
mannahópi Millwall.
Staða efstu liða:
Bournemouth 15 11 4 0 26:8 37
Fulham 15 10 2 3 36:14 32
WBA 15 8 4 3 25:14 28
Coventry 16 8 3 5 22:19 27
Huddersfield 16 7 4 5 20:18 25
Luton 16 6 6 4 26:21 24
Blackpool 15 7 3 5 18:18 24
Millwall 16 6 6 4 16:16 24
Blackburn 15 6 5 4 25:18 23
Swansea 16 6 5 5 20:18 23
QPR 15 6 4 5 26:23 22
Stoke City 15 6 4 5 20:19 22
Birmingham 16 6 4 6 17:17 22
Middlesbrough 16 6 3 7 18:18 21
Sheffield Utd 16 5 4 7 21:23 19
Nottingham F. 16 5 4 7 20:22 19
C-deild:
Morecambe – Cambridge ....................... 0:2
- Jökull Andrésson varði mark More-
cambe.
Staða efstu liða:
Wigan 16 11 1 4 30:13 34
Plymouth 16 9 6 1 28:14 33
Rotherham 16 9 4 3 29:12 31
Wycombe 16 9 4 3 26:19 31
Sunderland 15 9 1 5 25:21 28
Oxford United 15 8 3 4 26:17 27
MK Dons 15 7 4 4 27:21 25
Sheffield Wed. 16 6 7 3 20:15 25
Ipswich 16 6 5 5 33:25 23
Cambridge U. 16 5 7 4 22:24 22
Burton 16 6 4 6 16:21 22
Accrington S. 15 6 3 6 19:25 21
Lincoln 16 5 5 6 20:20 20
Portsmouth 16 5 5 6 19:21 20
Cheltenham 16 5 5 6 20:27 20
Svíþjóð
Landskrona – Öster ................................ 1:4
- Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með
Öster og skoraði tvö mörk.
>;(//24)3;(
Danmörk
Ajax – Ringköbing............................... 30:21
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot í
marki Ringköbing.
E(;R&:=/D
NBA-deildin
Charlotte – Cleveland ...................... 110:113
Indiana – San Antonio...................... 131:118
Philadelphia – Portland ................... 113:103
Atlanta – Washington ...................... 118:111
Boston – Chicago.............................. 114:128
New York – Toronto......................... 104:113
Memphis – Denver ............................. 106:97
Minnesota – Orlando.......................... 97:115
LA Clippers – Oklahoma ..................... 99:94
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Origo-höllin: Valur – Fjölnir ............... 18.30
Grindavík: Grindavík – Skallagrímur. 19.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – Keflavík..... 20.30
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA/Þór – Haukar ............... 18
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Fram U.................... 19.30
Í KVÖLD!
Steingerður Hauksdóttir synti á
tímanum 25,94 sekúndum í 50 m
skriðsundi á Evrópumeistara-
mótinu í 25 metra laug sem hófst í
Kazan í Rússlandi í gærmorgun.
Þetta var besti tími Steingerðar í
greininni á árinu en hún hafnaði í
40. sæti. Snæfríður Sól Jórunnar-
dóttir keppti einnig í gærmorgun í
sömu grein og synti á tímanum
25,99 sekúndum sem skilaði henni
41. sæti en hennar besti tími í
greininni er 25,32 sekúndur. Þrátt
fyrir góða frammistöðu komust
þær ekki áfram í undanúrslit.
Besti tími
ársins í Kazan
Ljósmynd/SSÍ
EM Steingerður hafnaði í 40. sæti í
50 m skriðsundi í Rússlandi í gær.
Íslendingar voru atkvæðamiklir á
opna finnska mótinu í júdó sem
fram fór í Turku í Finnlandi um ný-
liðna helgi. Alls unnu Íslending-
arnir til ferna silfurverðlauna og
tólf bronsverðlauna. Ingólfur
Rögnvaldsson fór mikinn en hann
hafnaði í öðru sæti í -66 kg flokki
fullorðinna og þá fékk hann brons-
verðlaun fyrir árangur sinn í -66 kg
flokki U21-árs. Alls voru 19 íslensk-
ir keppendur skráðir til leiks á
mótinu í 30 flokkum. Nánar má lesa
um úrslit mótsins á mbl.is/sport/
adrar.
Fór mikinn
í Finnlandi
Ljósmynd/JSÍ
Finnland Ingólfur vann til silfur- og
bronsverðlauna í Turku um helgina.
Emil Pálsson, leikmaður norska
knattspyrnufélagsins Sogndal, er
vakandi og er líðan hans góð eftir at-
vikum. Þetta kom fram í tilkynningu
frá félaginu í gær.
„Emil er vakandi og líður vel mið-
að við aðstæður. Hann mun gangast
undir frekari rannsóknir og fá frek-
ari meðhöndlun á Haukeland-
háskólasjúkrahúsinu á næstu dög-
um,“ sagði í tilkynningunni.
Emil fór í hjartastopp í leik liðsins
gegn Stjördals-Blink í norsku B-
deildinni í knattspyrnu á Fosshaug-
ane-vellinum í Sogndal á mánudag-
inn en atvikið átti sér stað eftir tólf
mínútna leik.
Hann var endurlífgaður á vell-
inum og fluttur með sjúkraflugi á
Haukeland-háskólasjúkrahúsið í
Bergen, en læknir Sogndal ferðaðist
með honum til Bergen.
Emil vakandi og líðan góð
Ljósmynd/Sarpsborg
Noregur Emil Pálsson er á batavegi eftir að hafa farið í hjartastopp á mánu-
daginn en hann dvelur nú á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen.