Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 261. tölublað . 109. árgangur .
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
ECLIPSE CROSS INVITE
Frábært verð 5.490.000 kr.
Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll
Til afhendingar strax
Að komastá nýjan stað
Nanna
eldar
fyrir einn
Rapparinn
7. NÓVEMBER 2021SUNNUDAGUR
Hugað aðheimilum
framtíðar
Anna Marín Schramopnaði tapasbar á eyjunni
Langeland en hugmynd-in kviknaði í koddahjalihjónanna. Gaardhavenhefur nú slegið í gegn. 18
Búast má við að hönnunmeð náttúrulegum efnumog mynstrum verði áberandi
á heimilum næstu árin. 10
Réttir NönnuRögnvaldar-dóttur úr nýrribók ylja áköldum
vetrar-
kvöldum. 20
Byrjaði
sem
koddahjal
INNILOKAÐIR ÍBÚAR
Á EYJU EINS OG
FUGLAR Í BÚRI
MARGIR
MÁNUÐIR Í
UNDIRBÚNING
SIGURJÓN KEPPIR Í BOCUS D’OR, 14KATRÍN ELVARSDÓTTIR SÝNIR 50
_ „Við fáum að vera undir verndar-
væng fyrirtækisins við þessa þróun
en Frosti verður samt alltaf okkar
vara. Frosti fer á markað í Evrópu í
mars á næsta ári. Það verða valdar
nokkrar verslanir á ákveðnu svæði
og varan verður til sölu þar í
nokkrar vikur,“ segja þær Aníta
Þórunn Þráinsdóttir og Guðrún
Alfa Einarsdóttir sem starfa um
þessar mundir að vöruþróun hjá
Nestlé, stærsta matvælafyrirtæki í
heimi. Vara þeirra, Frosti skyr, er
frostþurrkað skyr sem getur
geymst um árabil án nokkurra rot-
varnarefna. Svokölluðum skyr-
flögum er blandað út í vatn og
hrært saman og þá fær fólk skyr
með nákvæmlega sömu áferð og áð-
ur, með sama næringargildi, lykt
og allri upplifun. »10
Á uppleið Aníta og Guðrún með Frosta
skyr sem fer á markað í Evrópu í mars.
Þróa skyr hjá mat-
vælarisanum Nestlé
_ „Neðstu hlutar jökulsins, sporð-
arnir, hafa lækkað um marga tugi
metra og jafnvel upp undir hundr-
að metra sums staðar,“ segir Þor-
steinn Þorsteinsson, jöklafræð-
ingur hjá Veðurstofunni, um
Hofsjökul.
Veruleg leysing var á Hofsjökli í
sumar samkvæmt mælingum. Hún
var einkar mikil á norðanverðum
jöklinum. Ársafkoma jökulsins
2020-2021 er -1,33 m en meðaltal
áranna 1991-2020 er -0,92 m. Rýrn-
un Hofsjökuls á þessu ári var 45%
umfram meðaltal síðustu ára. »16
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hofsjökull Jökullinn liggur nálægt miðju
landsins. Hlýindi og sólskin ollu leysingu.
Hofsjökull hefur
rýrnað mikið
Eins og bæði dómsmála- og heilbrigðisráðherra
bentu á í gær höfum við staðið í baráttunni við
veiruna í um 20 mánuði og enn er beðið eftir að
eðlilegt líf taki við sér. Þó er nokkur tími síðan
ferðamenn byrjuðu að streyma aftur til landsins.
Þessi tiltekni ferðamaður virðir fyrir sér upplýs-
ingaskilti við Höfða í gær. Þó má ætla að helstu
upplýsingar dagsins, breyttar samkomutak-
markanir, finnist ekki á skiltinu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lesið sér til gagns við Höfða
Af 179 kórónuveirusmitum sem
greindust í fyrradag, samkvæmt upp-
færðum tölum frá almannavörnum,
voru 108 smitaðir undir fimmtíu ára
aldri.
Langflestir smitaðra eru í aldurs-
hópnum 18 til 29 ára, eða 54. Næst-
flestir eru í aldurshópnum 40 til 49 ára
eða 27 og 21 er á aldrinum 30 til 39
ára.
Aðeins tveir af smituðum frá því í
fyrradag voru á aldrinum 80 til 89 ára
og enginn 90 ára eða eldri.
72 prósent þeirra sem greindust á
þessum stærsta smitdegi frá upphafi
faraldurs voru
bólusett og 28 pró-
sent óbólusett.
Um það bil helm-
ingur þeirra
óbólusettu sem
smituðust voru
börn undir 12 ára
aldri. Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráð-
herra sagði í gær
að slá þyrfti annan tón í Covid-19-mál-
um hér á landi og ekki ætti að nálgast
hlutina til skamms tíma í senn. Ein-
blína þyrfti á að bæta stöðuna á Land-
spítalanum og horfa til eðlilegs lífs.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, tekur í svipaðan streng.
„Það er afskaplega óheppilegt að
það sé sífellt verið að slá í og úr og
breyta takmörkunum sem lagt var
upp með. Núna erum við á tuttugasta
og fyrsta mánuði þessa ástands, níutíu
prósent þjóðarinnar, tólf ára og eldri,
eru bólusett og við verðum að fara að
finna viðvarandi milliveg sem megin-
þorri manna og fyrirtækja getur farið
að búa við og gert áætlanir samkvæmt
þeim,“ sagði Halldór Benjamín í gær í
samtali við Morgunblaðið um hertar
sóttvarnaaðgerðir og tilheyrandi tak-
markanir.
„Hringlandaháttur af þessum toga,
þar sem endamarkmiðið virðist vera
síbreytilegt og illa skilgreint, gerir
ekkert annað en að rýra samstöðu og
traust á þeim aðgerðum sem boðaðar
eru hverju sinni.
Að því leytinu til voru hertar að-
gerðir sem tilkynntar voru vonbrigði,“
sagði hann.
Flestir smitaðir eru ungir
- Framkvæmdastjóri SA gagnrýnir „hringlandahátt“ vegna sóttvarnaaðgerða
Halldór Benjamín
Þorbergsson
MHertar aðgerðir »4 og 6