Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 WWW.ASWEGROW.IS GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Ari Páll Karlsson „Það er auðvitað hrikalegt að þurfa að taka tvö skref aftur á bak á þess- um tíma þegar jólin eru að nálgast og allar þessar skemmtanir. Ekki bara fyrir bari og krár heldur þá sem eru búnir að plana,“ segir Arnar Þór Gíslason, eigandi Irishman, Le- bowski, Dönsku krárinnar og Enska barsins, eftir tíðindi gærdagsins um hertar sóttvarnaaðgerðir. Arnar er þó feginn að fá yfirhöfuð að hafa skemmtistaðina eitthvað opna. Það hafi ekki alltaf verið raunin í faraldrinum. Það sé þó þannig að þegar reglur eru hertar þá hægist á öllu. „Þegar stjórnvöld setja þessar takmarkanir fer allt í baklás. Fólk byrjar að draga allt saman, sem er auðvitað tilgangurinn með því. En ef þetta er það sem þeir telja einu leiðina til að bjarga heiminum, að stytta afgreiðslutíma skemmti- staða, þá er þetta greinilega gríð- arlega mikilvægt og við auðvitað fylgjum því.“ Arnar vonast þá að sama skapi til þess að þegar til afléttinga komi þá verði tekin tvö skref fram á við, en ekki bara eitt. „Maður vonar bara að þetta gangi vel fyrir sig og þessu verði aflétt sem fyrst og tekin þessi tvö skref áfram. Við munum vera hluti af því að láta þetta ganga og vonum að allir aðrir fylgi því, hvort sem það eru brúðkaup úti í sveit með 500 manns og engin grímuskylda eða afgreiðslutími, eða veislusalir úti í bæ, að þeir hjálpist að. Það er leiðinlegt ef við þurfum að loka en veislusalir úti í bæ með 500 manns eru opnir fram eftir nóttu.“ Staðan önnur hjá viðburðahöldurum Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði að loknum ríkisstjórnar- fundi að gert væri ráð fyrir að fundað yrði með viðburðahöldurum og haft samráð við þá vegna hertra sam- komutakmarkana, enda mikill fjöldi viðburða framundan og uppselt á marga þeirra en frá og með miðviku- deginum 10. nóvember mega aðeins 500 manns koma saman í stað 2.000 líkt og áður. Þær reglur munu gilda til 8. desember. Með notkun hrað- prófa verður þó heimilt að halda við- burði fyrir allt að 1.500 manns. „Auðvitað er þetta orðið mjög þreytandi bæði gagnvart almenningi og öllum. Maður skynjar það í sam- félaginu að fólk er lúið á faraldrinum en ég held líka að fólk hafi mikinn skilning á þessu.“ Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hafði þetta um málið að segja: „500 manns er ansi góður hópur og menn geta sótt um að geta haldið við- burði fyrir fleiri, upp í 1.500 manns, með notkun á hraðgreiningarprófum. Þannig að ég sé ekki alveg vanda- málið í þessu, ef menn vilja halda við- burði fyrir stærri hópa en 1.500, í hólfi vel að merkja, þá þurfa þeir að sækja um það til ráðuneytisins en ég held að þetta ætti að vera vel viðráð- anlegt.“ Morgunblaðið/Eggert Öl Jólasnjórinn féll á Dönsku kránni í gærkvöldi sem var sömuleiðis síðasta kvöldið áður en grímuskylda tekur við. Jólin gleðileg fyrir einhverja, ekki alla - Róður bareigenda þyngist - Enn svigrúm í viðburðahaldi Fjöldi í einangrun og sóttkví eftir landshlutum Óstaðsett 33 21 Austurland 6 6 Höfuðborgarsvæði 588 1.077 Suðurnes 46 70 Norðurland vestra 4 3 Norðurland eystra 91 133 Suðurland 86 86 Vestfirðir 8 25 Vesturland 134 369 Með virkt smit og í einangrun Fjöldi í sóttkví 67.873 smit hafa verið staðfest, 501 innlögn á sjúkrahús, þar af 89 á gjörgæslu 1,16 milljón sýni hafa verið tekin Fjöldi smita innanlands frá 28. febrúar 2020 34 einstaklingar eru látnir, þar af 80% 70 ára og eldri 175 150 125 100 75 50 25 0 Heildartölur frá 28. febrúar 2020 154 100106 167 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær 16 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu 167 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring 1.790 einstaklingar eru í sóttkví 1.096 eru með virkt smit og í einangrun Innanlandssýni 60% Landamærasýni 1 Landamærasýni 2 apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Lyfjastofnun hefur úrræði til þess að veita undanþáguleyfi fyrir hið nýja Covid-lyf molnupiravir, sem gert er úr einstofna mótefni. Þetta lyf er í töfluformi sem gerir mönnum kleift að nýta það utan spítalanna. Lyfið er sagt geta fækkað inn- lögnum verulega. Fréttir bárust í fyrradag um að lyfið hefði verið samþykkt af breska lyfjaeftirlitinu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri stofnunarinnar, segir að stofnunin hafi leyfi til þess að veita undanþágu sé óskað eftir því. Það væru þá að öllum líkindum yfirmenn smitsjúkdómadeildar á Landspítala eða sóttvarnalæknir sem yrðu að óska eftir því. Þetta fari þó allt eftir því hvort lyfið molnupiravir sé til- tækt fyrir Ísland og sagðist Rúna ekki geta svarað hvort svo væri. Það þyrfti að kanna ef óskað væri eftir leyfi fyrir lyfinu. „Við fylgjumst mjög náið með því hvort þetta sé til- tækt fyrir Ísland og hvort það sé áhugi fyrir því að nota þetta.“ Sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, segir að það sé ekki í sín- um höndum að ákveða hvort lyfið verði tekið til notkunar hér á landi heldur sé það meðhöndlandi lækna á smitsjúkdómadeild Landsíptalans að taka ákvörðun um það. Þá hafi ekki verið rætt hvernig ætti að nota lyfið hér á landi og hverjum ætti að gefa það. Hann viti ekki til að fengist hafi niðurstaða í það mál. Ekki náð- ist í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómalækninga, við vinnslu fréttarinnar. Getur veitt undanþágu - Lyfjastofnun fylgist með Covid-lyfi Morgunblaðið/Eggert Baráttan Miklar vonir eru bundnar við nýja Covid-lyfið molnupiravir. Ráðist verður í bólusetningarátak gegn Covid-19 fyrir áramót þar sem um 160.000 manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetningu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur bólusett í Laugardalshöllinni á tímabilinu 15. nóvember til 8. desember á mánudögum, þriðju- dögum og miðvikudögum. Örvunarskammtar eru ætlaðir þeim sem þegar eru bólusettir og fengu síðari bóluefnaskammtinn fyrir a.m.k. fimm mánuðum. Fólk verður, eins og fyrr, boðað með strikamerki sem send verða í smáskilaboðum. Þeir sem áður hafa fengið boð í bólusetningu en ekki þegið hana eru hvattir til að mæta enda ávinningurinn af bólusetn- ingum sagður mikill. Örvunarbólusetja 160 þúsund RÁÐIST Í BÓLUSETNINGARÁTAK UM LAND ALLT Átak Bólusetning í Laugardalshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.