Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 11
Skoðið laxdal.is LAXDAL ER Í LEIÐINNI TRAUST Í 80 ÁR Dúnkápur og dúnúlpur B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 „Nú er danssamfélagið loksins að lifna við aftur,“ segir Brynja Péturs- dóttir danskennari sem er ásamt stallsystur sinni, Hrafnhildi Tinnu Sörensen, að fara með þrjá unga hipphopp-dansara til keppni í Malmö um helgina. Er keppnin hluti af árlegum viðburði í Malmö þar sem keppt er í götudansi (e. street dance). „Við fengum boð frá keppnis- höldurum um að koma. Þrjár stelp- ur, sem eru 13-15 ára, fara frá okkur og munu battla í hipphopp- og „all styles“-böttlum,“ segir Brynja er hún lýsir götudansinum. Þær Kristín Hallbera Þórhalls- dóttir, Emilía Björt Böðvarsdóttir og Vanessa Dalia Blaga Rúnars- dóttir munu keppa í Svíþjóð í dag. Þær hafa æft í dansskóla Brynju undanfarin ár, mest sjö ár hjá einum dansaranum. Hafa þær einbeitt sér að hipphopp-dansi og svonefndum „Waacking-stíl“ í námi sínu. „Þetta er flottur viðburður og við hlökkum mikið til að mæta með þessa flottu dansara, þær eru rosa- lega spenntar og hafa verið að æfa látlaust undanfarið,“ segir Brynja en þetta er fyrsta keppnisferð nem- enda hennar erlendis í tvö ár, vegna Covid. Veiran hefur einnig komið í veg fyrir hér innanlands að einvígi í götudansi fari fram. Slíkt einvígi fer fram nk. miðvikudagskvöld í Hinu húsinu. Keppnin var haldin árlega frá 2012 til 2019, sú eina sinnar teg- undar hér á landi. Þar geta allir götudansarar á framhaldsstigi, 16 ára og eldri, mætt og keppt sín á milli um titilinn Götu- dansari Íslands. Til landsins kemur frá Ósló einn besti DJ Evrópu, eða plötusnúður, í götudansi, og nefnist DJ Stew. Brynja stendur fyrir einvíginu í samstarfi við Unglist. Hitt húsið verður opnað kl. 17 en keppnin fer fram frá kl. 18-20. Ókeypis er inn fyrir keppendur og áhorfendur. Götudans Dansararnir eru Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Emilía Björt Böðvarsdóttir og Vanessa Dalia Blaga Rúnarsdóttir. Fremst er Brynja Pét- ursdóttir danskennari og aftast Hrafnhildur Tinna danskennari. Þrjár keppa í götudansi í Svíþjóð um helgina - Einvígi í götu- dansi í Hinu hús- inu 10. nóvember Menningar- dagskrá helguð Jóni biskupi Ara- syni verður í Skálholti á morg- un, sunnudag, 7. nóvember. Við það tilefni mun dr. Ásgeir Jóns- son seðlabanka- stjóri flytja er- indi. Ásgeir sendi nýverið frá sér bókina Uppreisn Jóns Arasonar og hefur varpað nýju ljósi á samhengið í þessari átakasögu Íslands. Erindi sitt kallar Ásgeir Síðustu dagar Jóns í Skálholti. Menningardagskráin hefst kl. 16. Skálholtskórinn syngur og org- anisti er Jón Bjarnason. Sr. Krist- ján Björnsson leiðir stundina og les úr ljóðmælum herra Jóns Arasonar, sem lét lífið fyrir trú sína og ætt- jörð í Skálholti 7. nóvember 1550. Eftir dagskrá í kirkju verður geng- ið eftir nýrri Þorláksleið að minn- isvarðanum um Jón Arason með blys til að leggja kertaljós við fót- stallinn. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði í Skálholtsskóla. – Fyrr um daginn er messa í Skálholts- dómkirkju sem hefst kl. 11. Skálholtsdómkirkja Jóns Arasonar, hins fræga biskups, einstakrar sögu hans og mikillar er minnst með ýmsu móti. Fjallar um Jón Ara- son biskup í Skál- holti á morgun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásgeir Jónsson Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending frá Fallegur trefill fylgir öllum keyptum yfirhöfnum um helgina. Tannlæknarými til leigu í vesturbænum Tannlæknarými með stól og tækjum er laust til leigu. Á stofunni starfa þrír tannlæknar og pláss er fyrir þann fjórða. Fín aðstaða og góð staðsetning. Hagstæð leigukjör í boði. Allar upplýsingar veitir Garðar í síma 863 0152 eða hbakki@simnet.is Opið í dag kl. 11-15 Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur Kr. 10.900.- Str. 40/42-56/58 Fleiri litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.