Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 11
Skoðið laxdal.is LAXDAL ER Í LEIÐINNI TRAUST Í 80 ÁR Dúnkápur og dúnúlpur B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 „Nú er danssamfélagið loksins að lifna við aftur,“ segir Brynja Péturs- dóttir danskennari sem er ásamt stallsystur sinni, Hrafnhildi Tinnu Sörensen, að fara með þrjá unga hipphopp-dansara til keppni í Malmö um helgina. Er keppnin hluti af árlegum viðburði í Malmö þar sem keppt er í götudansi (e. street dance). „Við fengum boð frá keppnis- höldurum um að koma. Þrjár stelp- ur, sem eru 13-15 ára, fara frá okkur og munu battla í hipphopp- og „all styles“-böttlum,“ segir Brynja er hún lýsir götudansinum. Þær Kristín Hallbera Þórhalls- dóttir, Emilía Björt Böðvarsdóttir og Vanessa Dalia Blaga Rúnars- dóttir munu keppa í Svíþjóð í dag. Þær hafa æft í dansskóla Brynju undanfarin ár, mest sjö ár hjá einum dansaranum. Hafa þær einbeitt sér að hipphopp-dansi og svonefndum „Waacking-stíl“ í námi sínu. „Þetta er flottur viðburður og við hlökkum mikið til að mæta með þessa flottu dansara, þær eru rosa- lega spenntar og hafa verið að æfa látlaust undanfarið,“ segir Brynja en þetta er fyrsta keppnisferð nem- enda hennar erlendis í tvö ár, vegna Covid. Veiran hefur einnig komið í veg fyrir hér innanlands að einvígi í götudansi fari fram. Slíkt einvígi fer fram nk. miðvikudagskvöld í Hinu húsinu. Keppnin var haldin árlega frá 2012 til 2019, sú eina sinnar teg- undar hér á landi. Þar geta allir götudansarar á framhaldsstigi, 16 ára og eldri, mætt og keppt sín á milli um titilinn Götu- dansari Íslands. Til landsins kemur frá Ósló einn besti DJ Evrópu, eða plötusnúður, í götudansi, og nefnist DJ Stew. Brynja stendur fyrir einvíginu í samstarfi við Unglist. Hitt húsið verður opnað kl. 17 en keppnin fer fram frá kl. 18-20. Ókeypis er inn fyrir keppendur og áhorfendur. Götudans Dansararnir eru Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Emilía Björt Böðvarsdóttir og Vanessa Dalia Blaga Rúnarsdóttir. Fremst er Brynja Pét- ursdóttir danskennari og aftast Hrafnhildur Tinna danskennari. Þrjár keppa í götudansi í Svíþjóð um helgina - Einvígi í götu- dansi í Hinu hús- inu 10. nóvember Menningar- dagskrá helguð Jóni biskupi Ara- syni verður í Skálholti á morg- un, sunnudag, 7. nóvember. Við það tilefni mun dr. Ásgeir Jóns- son seðlabanka- stjóri flytja er- indi. Ásgeir sendi nýverið frá sér bókina Uppreisn Jóns Arasonar og hefur varpað nýju ljósi á samhengið í þessari átakasögu Íslands. Erindi sitt kallar Ásgeir Síðustu dagar Jóns í Skálholti. Menningardagskráin hefst kl. 16. Skálholtskórinn syngur og org- anisti er Jón Bjarnason. Sr. Krist- ján Björnsson leiðir stundina og les úr ljóðmælum herra Jóns Arasonar, sem lét lífið fyrir trú sína og ætt- jörð í Skálholti 7. nóvember 1550. Eftir dagskrá í kirkju verður geng- ið eftir nýrri Þorláksleið að minn- isvarðanum um Jón Arason með blys til að leggja kertaljós við fót- stallinn. Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði í Skálholtsskóla. – Fyrr um daginn er messa í Skálholts- dómkirkju sem hefst kl. 11. Skálholtsdómkirkja Jóns Arasonar, hins fræga biskups, einstakrar sögu hans og mikillar er minnst með ýmsu móti. Fjallar um Jón Ara- son biskup í Skál- holti á morgun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásgeir Jónsson Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending frá Fallegur trefill fylgir öllum keyptum yfirhöfnum um helgina. Tannlæknarými til leigu í vesturbænum Tannlæknarými með stól og tækjum er laust til leigu. Á stofunni starfa þrír tannlæknar og pláss er fyrir þann fjórða. Fín aðstaða og góð staðsetning. Hagstæð leigukjör í boði. Allar upplýsingar veitir Garðar í síma 863 0152 eða hbakki@simnet.is Opið í dag kl. 11-15 Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur Kr. 10.900.- Str. 40/42-56/58 Fleiri litir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.