Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Nýja varðskip Landhelgisgæsl- unnar, Freyja, kemur til heima- hafnar sinnar á Siglufirði í dag. Það lagði af stað frá Rotterdam fyrr í vikunni en þyrla frá Gæslunni mun koma til móts við skipið í dag og fylgja því til hafnar. Einnig mun björgunarskipið Sig- urvin fylgja Freyju síðasta spölinn, auk fleiri skipa Landsbjargar, og þá mun bílalest viðbragðsaðila aka frá Strákagöngunum til Siglu- fjarðar á meðan nýja varðskipið siglir eftir firðinum. Freyja mun leggjast að Hafnar- bryggju um kl 13. Þar taka á móti skipinu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra, Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjalla- byggðar, og fleiri gestir. Bæjar- búar eru einnig boðnir velkomnir en að lokinni blessun skipsins og ræðuhöldum verður Freyja al- menningi til sýnis til kl. 16. Varðskipið er smíðað árið 2010, er 86 metra langt og 20 metra breitt, og gegndi fyrstu árin þjón- ustu fyrir olíuiðnaðinn. Heimahöfn þess verður Siglufjörður. Freyja kemur til Siglufjarðar í dag Ljósmynd/Landhelgisgæslan Varðskip Freyja verður til taks á Siglufirði framvegis. Bocuse d’Or er virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum en hún hefur verið haldin síðan 1987. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Ísland tók í fyrsta sinn þátt árið 1999 og hefur alltaf hafnað í einu af níu efstu sæt- um keppninnar. Sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Sigurður Laufdal hafnaði á dögunum í fjórða sæti í keppninni. Það er þriðji besti árangur Íslands frá upphafi. Í hópi sex bestu þjóða heims í matreiðslu ÍSLAND TÓK FYRST ÞÁTT ÁRIÐ 1999 Einbeiting Sigurður Laufdal í keppninni í Lyon á dögunum. VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Maður er ennþá í vinnu en ég er hægt og rólega að byrja að undirbúa mig. Það fer að styttast í að maður færi sig alveg yfir í æfingaaðstöðuna í Fastus,“ segir Sigurjón Bragi Geirsson sem verður fulltrúi Íslands í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or í mars á næsta ári. Þá fer und- ankeppni Evrópu fram í Búdapest en ári síðar fer svo aðalkeppnin fram í Lyon í Frakklandi. Til þess að kom- ast þangað þarf Sigurjón að ná einu af tíu efstu sætunum í undankeppn- inni. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að Sigurjón yrði fulltrúi Íslands. Í fyrsta sinn gáfu tveir kost á sér til þátttöku og þurftu þeir því að keppa sín á milli. Sigurjón, sem var kokkur ársins 2019, atti kappi við Denis Grbic, sem var kokkur ársins 2018, og bar sigur úr býtum. Hefur fengið mikinn stuðning Þátttaka í Bocuse d’Or er ekkert hobbí eða hliðarverkefni. Sigurjón gefur sig allan að verkefninu á næstu mánuðum og vonandi lengur ef hann kemst í aðalkeppnina. „Það er magnað hvað þeir hafa sýnt þessu mikinn skilning í vinnunni. Ég hef líka fengið mikinn stuðning heima fyrir,“ segir Sigurjón sem er kvæntur þriggja barna faðir. Hann starfar sem yfirkokkur á Héð- inn kitchen & bar en hefur áður unn- ið til að mynda á Kolabrautinni í Hörpu, á Essensia og hjá Múlakaffi. Hann var í kokkalandsliðinu um nokkurra ára skeið og þjálfaði liðið þegar það náði 3. sæti á Ólympíu- leikunum árið 2019. Safnar liði fyrir keppnina Fyrsta verk í undirbúningnum er að setja saman teymi sem verður með Sigurjóni á Bocuse d’Or. „Það verða 4-5 sem verða alveg í þessu með mér. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurjón sem hef- ur þegar gengið frá því að Sigurður Kristinn Laufdal, sem keppti í Bo- cuse d’Or á dögunum og hafnaði í fjórða sæti, verður þjálfari hans. Þá mun Hugi Rafn Stefánsson verða að- stoðarmaður Sigurjóns en hann starfar um þessar mundir í Noregi. Færir fórnir til að keppa „Það er ástæða fyrir því að maður fer út í þetta, það er eitthvað sem drífur mann áfram. Auðvitað er spennandi að geta keppt við þá bestu í heiminum og að eiga möguleika á að sigra. Þetta er bara eins og að kom- ast á Ólympíuleikana. Það þarf auð- vitað að fórna einhverju fyrir það og nú er ég í þeirri stöðu að ég get gert það. Mér líður eins og ég geti bæði gert það persónulega og á þeim stað sem ég er á ferlinum. Ég er ekki viss um að ég gæti gert það eftir tíu ár. Þá er maður orðinn aðeins eldri og kannski ekki með sama drifkraft,“ segir Sigurjón sem er 34 ára gamall. Vill vinna með íslenskan fisk Hann veit ekki enn hvernig keppn- in í Búdapest verður en síðar í mán- uðinum verður tilkynnt hvaða þema verður þar. Sigurjón segist að- spurður vera nokkuð jafnvígur á hrá- efni. „Mér finnst þó rosa gaman að vinna með fisk af því hann er svo ferskur hjá okkur Íslendingum. Von- andi verð ég með íslenskan fisk í keppninni í Búdapest en skipuleggj- endur eiga reyndar til að velja skrítnar fisktegundir sem tengjast því landi sem keppnin er haldin í, þeir þurfa náttúrlega að fá styrktar- aðila fyrir hráefnið og þá leita þeir sér nærri,“ segir Sigurjón og bætir við að dæmi séu um að menn standi frammi fyrir stórum áskorunum. „Við lendum stundum í því að fá fisk eða kjöt sem við höfum lítið unn- ið með. Síðast þegar keppnin var í Búdapest var til að mynda styrja sem við notum ekki neitt. Ef eitthvað slíkt verður uppi á teningnum verð- um við að treysta á að birgjarnir okk- ar geti flutt viðkomandi hráefni inn fyrir okkur svo við getum æft okk- ur,“ segir Sigurjón Bragi Geirsson. Spennandi að keppa við þá bestu - Sigurjón Bragi Geirsson verður fulltrúi Íslands í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or - Margra mán- aða undirbúningur að hefjast - Þarf að færa fórnir - Langar að vinna með íslenskan fisk í keppninni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spenntur Sigurjón Bragi Geirsson starfar sem yfirkokkur á Héðinn kitchen & bar í Vesturbænum. Hann mun á næstunni einbeita sér að undirbúningi fyrir undankeppni matreiðslukeppninnar Bocuse d’Or í Búdapest í mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.