Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Frá því verkefnið „Römpum upp
Reykjavík“ fór af stað í mars á þessu
ári hafa verið settir upp 100 rampar í
miðborg Reykjavíkur. Römpum er
ætlað að auðvelda aðgengi hreyfi-
hamlaðra að veitingastöðum, versl-
unum og öðrum fyrirtækjum.
Af þessu tilefni var efnt til blaða-
mannafundar í Ráðhúsinu í gær þar
sem greint var nánar frá því hvernig
verkefnið hefur gengið. Viðstödd
fundinn voru borgarstjóri, forseti Ís-
lands, forsætisráðherra, félags- og
barnamálaráðherra, bæjarstjórinn á
Akureyri og forsprakki átaksins,
Haraldur Þorleifsson, stofnandi
Ueno, sem er í hjólastól.
Verkefnið miðaði að því í fyrstu að
koma upp 100 römpum á 12 mánaða
tímabili en viðtökurnar voru það
góðar að markmiðið náðist á sjö
mánuðum. Stofnaður var sjóður með
aðkomu fjölmargra fyrirtækja sem
standa að mestu leyti straum af upp-
setningu rampanna.
Reykjavíkin römpuð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rampað Ásmundur Einar Daðason ráðherra ræðir við einn forsprakka
átaksins, Harald Þorleifsson, sem þarf að fara allra sinna ferða í hjólastól.
- 100 rampar
verið settir upp í
miðborginni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls 18 leiguíbúðir eru í nýju áfanga-
heimili Samtaka um kvennaathvarfs,
sem er í nýju fjölbýlishúsi í miðborg
Reykjavíkur. Íbúðirnar eru 27-75
metrar að flatarmáli og hugsaðar
sem úrræði fyrir
konur – gjarnan
með börn – sem
dvalist hafa áður í
neyðarathvarfi og
geta ekki farið
aftur á sitt fyrra
heimili. Þegar er
komið fólk í fimm
íbúðir og fjölgar á
næstu mánuðum.
„Áfangaheim-
ilið er mjög mik-
ilvægt. Þær konur sem til okkar
koma eiga vonandi greiðari leið út í
lífið aftur með þessu. Geta skapað
sér góða framtíð með þessu úrræði,“
segir Sigþrúður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastýra Kvennaathvarfs-
ins.
Til athvarfsins leita á ári hverju
130-150 konur, að börnum ótöldum.
Konurnar eru þá að flýja ofbeldis-
sambönd eða aðrar erfiðar að-
stæður. Meira en helmingur
kvennanna er af erlendum uppruna.
„Stundum fá konurnar ekki lög-
skilnað frá mönnum sínum og njóta
því takmarkaðra réttinda eða bóta-
greiðslna. Stundum eru konurnar
svo mánuðum skiptir í athvarfinu, en
fara svo út í lífið aftur og leigja íbúð
sem tekur nánast allar ráðstöf-
unartekjur þeirra. Eru því í nánast
læstri stöðu, hafa litla möguleika til
að komast á beina braut og öðlast
öruggt líf,“ segir Sigþrúður.
Leiga á íbúðunum í áfangaheim-
ilinu verður fyrir lágmarksgjald, auk
þess sem konunum mun bjóðast
margvíslegur félagslegur stuðn-
ingur til betra lífs. Leigusamningar
verða til eins árs og við undirritun
þeirra gera leigutakar og ráðgjafar
Kvennaathvarfsins áætlun um
hvernig árið skuli notað á upp-
byggilegan máta; svo sem í námi,
starfi eða öðru sem hverjum og ein-
um hentar. Að þeim tíma liðnum
skal viðmiðið vera að konurnar –
gjarnan með börn – fari út í lífið og
þá í húsnæði á almennum markaði.
Byggingarkostnaðurinn
um 480 millj. kr.
Áfangaheimilið nýja er hús á
þremur hæðum og um 680 fermetrar
að flatarmáli. Undirbúningur fram-
kvæmda hófst árið 2017 og fram-
kvæmdir snemma árs í fyrra.
Samanlagður byggingarkostn-
aður er um 480 milljónir króna. Um
þriðjungur þeirrar upphæðar var
stuðningur frá ríki og borg, skv.
samkomulagi um mótframlög. Ríkið
lagði raunar meira til og þá munaði
líka mjög um framlög Oddfellow-
reglunnar, Zonta-kvenna, Á allra
vörum, Soroptimista og fleiri vel-
ferðarsamtaka. Fólk og ýmis fyrir-
tæki lögðu einnig í púkkið og þannig
gekk kapallinn upp. Sjónvarps-
söfnun, sem efnt var til fyrir um
fjórum árum, var eitt af fyrstu skref-
unum á langri og strangri vegferð
sem nú, þegar litið er til baka, var
vel þess virði, segir framkvæmda-
stýran.
„Bygging þessa húss er afrakstur
bjartsýni, stórhugar, dugnaðar og
þrautseigju stórkostlegra kvenna,“
segir Sigþrúður.
Kvennaathvarf-
ið byggði fjölbýli
- 18 litlar íbúðir - Áfangi út í lífið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áfangaheimili Fallegt hús í miðborginni sem verður fólki öruggt skjól.
Sigþrúður
Guðmundsdóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veruleg leysing var á Hofsjökli í
sumar samkvæmt mælingum Veður-
stofu Íslands. Hún var einkar mikil á
norðanverðum jöklinum. Ársafkoma
Hofsjökuls 2020-2021 er -1,33 metr-
ar (vatnsgildi) en meðaltal áranna
1991-2020 er -0,92 metrar. Rýrnun
Hofsjökuls á þessu ári var 45% um-
fram meðaltal síðustu ára.
„Neðstu hlutar jökulsins, sporð-
arnir, hafa lækkað um marga tugi
metra og jafnvel upp undir hundrað
metra sums staðar,“ segir Þorsteinn
Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá
Veðurstofunni.
Langjökull liggur lægra en Hofs-
jökull, nær upp í um 1.400 metra
hæð, og Þorsteinn segir hann því
veikari fyrir hlýnun, sem er meiri í
neðri loftlögum en í þeim efri. Haldi
hlýnun áfram og rýrnun jökla verður
líklega lítið eftir af Langjökli í lok
þessarar aldar. Hofsjökull nær upp
undir 1.800 metra yfir sjó og á því
betri möguleika. Stærð Vatnajökuls
veldur því að hann getur mögulega
lifað í 350 ár miðað við áframhald-
andi hlýnun.
Niðurstöður mælinga á Hofsjökli
voru kynntar á fundi norrænna
jöklafræðinga í Ósló í vikunni. Að
sögn Þorsteins kom þar fram að jökl-
ar í Noregi hafi einnig rýrnað mikið.
Þar eru að myndast hundruð nýrra
stöðuvatna framan við jöklana.
Einnig voru kynntar niðurstöður
varðandi jökla í Alaska og á Sval-
barða sem allar hníga í sömu átt.
Óvenjuhlýtt og -sólríkt sumar
Veðurstofan segir að rýrnun Hofs-
jökuls komi ekki á óvart í ljósi hlý-
inda á liðnu sumri, einkum í júlí og
ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var
til dæmis 10,6°C í ágúst eða 3,4°C yf-
ir 30 ára meðaltali 1991-2020. Þá var
sumarið óvenjusólríkt á Norður-
landi. Það getur skýrt mikla leysingu
á norðanverðum Hofsjökli.
Umfang leysingarinnar í sumar
kom í ljós við mælingar í leiðangri
Veðurstofunnar á jökulinn 19.-22.
október. Mælistikur stóðu 1-2 metr-
um hærra upp úr jöklinum en al-
gengast er, að sögn Veðurstofunnar.
Nokkrar þeirra höfðu kiknað í haust-
stormum og grafist í fönn. Á toppi
hverrar stiku er lítil flaga þannig að
hægt er að finna stikurnar með leit-
artæki. Því var hægt að finna stik-
urnar, rétta þær við og lesa af þeim
hve mikið yfirborð jökulsins hafði
lækkað um sumarið.
Verulegur munur á milli svæða
Hofsjökull nær frá 650 metrum og
upp í 1.790 metra yfir sjó. Verulegur
munur er á afkomu sumarsins milli
ákomu- og leysingarsvæða.
„Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 m
hæð mælist snjólag vetrarins yfir-
leitt 4−7 m þykkt að vori og þynnist
það um 1−2 metra yfir sumartímann
vegna leysingar og þjöppunar. Á
leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1−3
metrar af vetrarsnjó og kemur þá
jökulís fram undan snjónum; síðan
bráðna 1−5 metrar íss seinni hluta
sumars. Þar er snjóbráðnun og ís-
bráðnun lögð saman til að fá heild-
artölu um sumarafkomu. Mælt er á
þremur ísasviðum á jöklinum, sem
samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli
hans,“ segir í frétt Veðurstofunnar.
Afkoma Hofsjökuls hefur verið
mæld árlega frá 1989. Á þessu tíma-
bili hefur ársafkoman mælst nei-
kvæð í 28 skipti en jákvæð fimm
sinnum. Jökulárið 2020-2021 er það
áttunda lakasta á 33 árum, sjö sinn-
um hefur árleg rýrnun mælst meiri.
Hofsjökull hefur nú tapað tæplega
15% af rúmmáli sínu frá 1989.
Ljósmynd/Veðurstofa Íslands-Bergur Einarsson
Hofsjökull Lesið af leysingarstiku á hábungu Hofsjökuls. Mælingar sýna að hann rýrnaði mikið á liðnu sumri.
Rýrnunin var 45%
umfram meðaltal
- Hlýindi og sólskin í sumar ollu mikilli leysingu á Hofsjökli