Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Sögumiðstöðin í Grundarfirði er nú orðin að samfélagsmiðstöð. Þúsundþjalasmiðurinn og sagna- meistarinn Ingi Hans Jónsson hef- ur á þessu ári unnið að umbreyt- ingu húsnæðisins. Í húsinu er og verður áfram bókasafn bæjarins og Bæringsstofa sem hefur nú fengið nýjan inngang inn úr miðrými í stað inngangs úr bókasafni. Í Bæringsstofu er salur með sætum fyrir 40 manns og hef- ur salurinn allur fengið andlits- upplyftingu sem og stólarnir. Þar geta menn sest niður yfir mynda- safni Bærings Cecilssonar sem varpað er á sýningatjald og fylgst með uppbyggingu samfélagsins sem og félags- og menningarlífi fólksins á staðnum nánast frá upp- hafi þéttbýlismyndunar Grundar- fjarðar. Í salnum er sýning tileinkuð Bæring og ljósmyndaáhuga hans. Í miðrými Sögumiðstöðvarinnar er síðan hin eiginlega samfélags- miðstöð þar sem hinir ýmsu hópar hittast flesta daga vikunnar. Þar má nefna að á vegum Rauðakross- deildar starfar Vinahúsið og Karla- kaffi. Eldri borgarar hittast þar einn dag í viku til að spjalla og njóta samveru og njóta ýmiss konar uppákoma, á vegum eldri borgara hittist handavinnuhópur þar viku- lega auk þess sem þar eru AA- fundir og Lionsklúbburinn heldur sína fundi þar. Þessir aðilar hafa hver sinn fasta tíma virka daga og auk þess er samfélagsmiðstöðin og salur Bæringsstofu nýttur til ým- issa viðburða og funda. Á döfinni er síðan viðbygging og frágangur á þeim hluta hússins sem hýsa á hinn sögulega þátt uppbyggingar Grundarfjarðar (Grafarness). - - - Hafnarframkvæmdum fer nú að ljúka því senn líður að því að 130 metra lenging Norðurgarðs sé fullbúin til notkunar. Búið er að ljúka við steypu á þekju og lagna- vinna er langt komin og ljósamöst- ur senn á leiðinni upp. Þótt frá- gangi sé ekki að fullu lokið er þessi viðbót þegar farin að þjóna tilgangi sínum því skemmtiferðaskipin voru farin að leggjast við hafnarkantinn í ágúst eða um leið og stíga mátti út á steypuna næst skipunum. Þá eru stóru fiskiskipin héðan og þaðan af landinu iðin við að koma inn til Grundarfjarðar til löndunar og veitir þá oft og tíðum ekki af því að auka viðlegupláss sem Grundarfjarðarhöfn býður upp á. - - - Vatnstjón varð í grunnskóla og samkomuhúsi á miðju sumri með nokkura daga millibili svo af varð gríðarlegt tjón á gólfefnum og þeim hlutum sem nema við gólf og þola ekki að vatn leiki um. Í vetrarfríi í síðustu viku og viðbótartíma kringum það tókst að ljúka við endurbætur á því sem af fyrrgreindum tjónum stafaði. Var kennsla í rýmum úti um allan bæ þá daga sem ekki var vetrarfrí og minnti það um margt á þá tíma sem barnaskólinn var orðinn allt of lítill á sjöunda áratug síðustu ald- ar. Skólinn var síðan stækkaður í lok 8. áratugarins með góðri viðbót en ekki leið á löngu þar til hann varð aftur of lítill og var hann enn stækkaður í kringum aldamótin síðustu með því að byggja ofan á og bæta við svokallaðri verknáms- aðstöðu. Þegar flestir nemendur voru í skólanum voru þeir um 217 talsins. Í dag eru nemendur grunn- skólans innan við 100. - - - Nokkuð hefur borið á hús- næðisskorti hér að undanförnu en vonir um að úr rætist hafa nú glaðnað því að í byggingu eru tvö einbýlishús og eitt níu íbúða fjöl- býlishús og öll eru þau komin upp úr jörðu tilbúin í framhaldið. Vafalaust hefur tilboð Grundarfjarðarbæjar um 50 pró- senta afslátt af lóðargjöldum ýtt undir þessar framkvæmdir þótt ekki sýnist fólk bíða í biðröð eftir lóðaúthlutun eins og stendur. Það virðist þó meira en nóg að gera hjá grundfirskum iðnaðar- mönnum og verkefnin ærin í ýmiss konar viðhaldsverkefnum. Verið er að reisa stórt stálgrindarhús á Hafnarsvæðinu sem G.Run hf. byggir og þjóna á sem nýtt neta- verkstæði enda húsnæðið sem nú hýsir netaverkstæðið komið til ára sinna. Vélsmiðja Grundarfjarðar flytur inn húsið frá Póllandi og mun skila því fullbúnu undir lagn- ir. - - - Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur óskað eftir samtali við sveit- arfélögin á Snæfellsnesi um mögu- leika á viðræðum um að öll sveit- arfélögin sameinist í eitt. Sent var erindi þessa efnis til hinna sveitar- félaganna og hafa þau öll tekið já- kvætt í þetta erindi og er fundur forsvarsmanna þeirra fyrirhugaður nú í nóvember. Vænta má niður- stöðu viðræðanna áður en langt um líður og er þeirra beðið með nokk- urri eftirvæntingu víða á Snæfells- nesi. Njóta samveru í Sögumiðstöðinni Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Bæring Cecilsson ljósmyndari vakir yfir safni sínu á sýningunni í Sögumiðstöðinni. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Landsréttur þyngdi í gær dóm yf- ir Þorláki Fannari Albertssyni fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur með hníf í íbúð hennar og reynt ítrekað að stinga hana í höfuð og efri hluta lík- amans. Þá er hann í dóminum einnig fundinn sekur um að hafa veist að öðrum manni áður og svipt hann frelsi í 17 klukku- stundir og beitt hann ofbeldi. Dæmdi Landsréttur hann í sjö og hálft ár í fangelsi og til að greiða Herdísi 4,9 milljónir í skaða- og miskabætur. Landsréttur staðfestir niður- stöðu héraðsdóms um að Þorlák- ur hafi verið sakhæfur þrátt fyrir að hafa þróað með sér geðrofs- sjúkdóm, en hann var talinn tengdur neyslu vímuefna. Var ástandið talið tímabundið geðrof en ekki varanlegur geðklofi. Sjö og hálft ár fyrir tilraun til manndráps Mannvirkjaskrá var tekin formlega í gagnið hjá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun (HMS) í gær en vinna við skrána, sem er gagnagrunnur um íslensk mannvirki, hefur staðið yfir í nokkra hríð. Það voru þeir Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, sem hleyptu heima- síðu mannvirkjaskrár formlega af stokkunum með því að fletta fyrstir uppi í skránni en hópur bygging- arfulltrúa og annarra starfsmanna í mannvirkjageiranum fylgdist með. Við þetta tækifæri sagði Sig- urður Ingi m.a. að skráin myndi skapa áþreifanlegan ávinning alla; almenning, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir, og Ásmundur Einar tók undir það. Mannvirkjaskrá Ásmundur Einar Daða- son og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu. Ný mannvirkjaskrá mun gagnast öllum STUTT Kona um sextugt vann tæpar 53 milljónir króna í Lottóinu sl. laug- ardagskvöld. Var hún ein með allan pottinn. Í tilkynningu Íslenskrar getspár segir að konan hafi verið með miðann í áskrift. Fyrir útdráttinn hafði hún ein- sett sér, ásamt eiginmanni sínum, að vera algjörlega skuldlaus fyrir árið 2029. Það tókst núna heldur betur, átta árum fyrr. Vann 53 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.