Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.11.2021, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Heillandi Fregnir voru af Heklu í vikunni um að hún gæti farið að gjósa hvað úr hverju. Jarðvísindamenn vara göngufólk við að vera þar á ferðinni, enda er miklu nær að njóta Heklu úr fjarlægð. Árni Sæberg Það sem einkennt hefur skipulagsstefnu borgarinnar síðustu árin er tillitsleysi og yfirgangur gagnvart íbúum víðsvegar í borginni og rótgrónu umhverfi þeirra. Þetta upplifa borgarbúar, ekki síst þeir sem ferðast reglulega um borgina. Nú nýlega voru kynntar tillögur meirihluta borgarstjórnar, sem hann kýs að nefna „vinnutillögur á frumstigi“, um nýja byggð við Bú- staðaveginn, milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar, þ.e. um 17 bygg- ingar þétt meðfram Bústaðaveg- inum og ekki síst þétt við núverandi gróna byggð á þessu svæði. Fráleit skipulagstillaga Hvernig dettur borgaryfirvöldum í hug að bjóða íbúum og umhverfi við Bústaðaveg og nærliggjandi svæði upp á þessa frá- leitu skipulagstillögu. Ljóst er að meirihlut- anum líður illa með þá staðreynd að nánast einungis hafa verið byggðar háreistar blokkarbyggingar í Reykjavík undanfarin ár og nú eigi að bæta úr því með skipulags- tillögunni við Bústaða- veg. Einungis örfáum lóðum hefur verið út- hlutað eða bygging- arréttur seldur undir sérbýli á þessu kjörtímabili sem senn lýkur. Fyrirliggjandi tillögur um ofurþéttingu byggðar snúa ekki eingöngu að Bústaðavegi. Ekki tek- ur betra við þegar meirihlutinn sýn- ir nú hugsanleg áform um afar þétta uppbyggingu háhýsa meðfram Miklubraut og Háaleitisbraut. Alvarleg gagnrýni Skipulagstillögur um byggingu 17 2ja hæða húsa við Bústaðaveg hafa lítillega verið kynntar íbúum á nær- liggjandi svæðum, sem hafa al- mennt lagst mjög ákveðið gegn þessum áformum borgaryfirvalda. Fullyrt hefur verið af hálfu borg- arinnar að aðallega einsleitur hópur íbúa í Fossvogshverfi, 60 ára og eldri, hafi tjáð sig um tillögur að uppbyggingunni við Bústaðaveg og gagnrýnt hana alvarlega. Nú eigi að kynna hana yngri aldurshópum sér- staklega. Meirihluti borgarstjórnar undir forystu þeirra fjögurra flokka sem nú stjórna borginni ber að sjálf- sögðu alla ábyrgð á þessum til- lögum. Fjölmargir íbúar í Fossvogs- hverfi hafa þegar gagnrýnt tillögurnar alvarlega, ekki einungis íbúar 60 ára og eldri í hverfinu. Full ástæða er til að minna á að 60+ eru um 30% þeirra sem hafa kosninga- rétt í Reykjavík. Er gagnrýni íbúa 60 ára og eldri ómarktæk? Það er auðvitað þýðingarlaust í augum borgaryfirvalda að hlusta meir á íbúa 60+ í hverfinu og nú á sérstaklega að kynna málið fyrir yngri íbúum. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur fram til þessa ekkert gert með gagnrýni og and- mæli íbúa yfirleitt. Það þekkja íbú- arnir við Furugerði 23 og einnig íbúar í Skerjafirði sem mótmæltu harðlega fyrirhugaðri byggingu 700 íbúða milli flugvallar og eldri byggðar í Skerjafirði. Ekkert tillit var tekið til mótmæla þeirra. Megináhersla meirihlutans á byggingu íbúða í fjölbýli Borgarstjóri lýsti því yfir í viðtali við Ríkisútvarpið nýlega að met- fjöldi íbúða væri í byggingu á þessu ári í Reykjavík eða u.þ.b. 1.100 íbúð- ir. Ekki kom fram á hvaða bygging- arstigi þessar íbúðir væru en lang- flestar þeirra í fjölbýli. Árið 1988 var lokið við að byggja 1.277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, þar af tæp- lega 900 íbúðir í Reykjavík, sem skiptist nokkuð jafnt í sérbýli og fjölbýlishús. Þetta var fyrir 33 ár- um. Frá og með árinu 1982 til og með árinu 1994 var úthlutað lóðum fyrir rúmlega 5.500 íbúðir undir íbúðarhúsnæði í Reykjavík, þar af um 2.700 í fjölbýli og 2.800 í sérbýli. Borgarstjóri kynnti nýlega áform borgarinnar um uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis í borginni næsta ára- tuginn. Þar er fyrst og fremst um að ræða byggingu íbúða í fjölbýli, víða í hávöxnum íbúðaturnum og þéttleiki byggðarinnar afar mikill, eins og dæmin sýna þegar víða í borginni. Á svipuðum tíma kynntu borgaryfirvöld íbúum í Bústaða- hverfi tillögu að ofurþéttingu byggðar við Bústaðaveginn. Von- andi verður þessari árás meirihlut- ans á Bústaðaveginn hrundið. Bar- áttan er rétt að byrja. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson »Hvernig dettur borgaryfirvöldum í hug að bjóða íbúum og umhverfi við Bústaða- veg og nærliggjandi svæði upp á þessa frá- leitu skipulagstillögu? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. 60+ Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst þann 31. október sl. og stendur nú yfir í Glasgow, í Skotlandi. Hún er eðli- legt, og um leið nauð- synlegt, framhald af loftslagsráðstefnunni COP15, sem var hald- in í París árið 2015. Þar undirrituðu þau 197 ríki, sem eru aðilar að rammasamningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, hið svokallaða Parísarsamkomulag. Í því koma fram fögur fyrirheit um kolefnishlutleysi og sett voru mark- mið um að takmarka hnattræna hlýnun við innan við 1,5°C fyrir 2050 og 2°C á þessari öld. Ísland og Evrópusambandið stefna á 55% samdrátt í losun fyrir 2030. Með Parísarsamkomulaginu skuldbundu ríki sig einnig til að setja sér sín eigin landsmarkmið um samdrátt í losun. Gert er ráð fyrir að ríki uppfæri markmið sín á fimm ára fresti. Þann- ig var upphaflegt markmið Evrópusam- bandsins, sem Ísland tekur þátt í ásamt Noregi, 40% sam- dráttur í losun fyrir árið 2030, en núna stefnir sambandið á 55% samdrátt í losun. Mörg ríki hafa þeg- ar kynnt langtímasýn um hvernig þau ætla að ná kolefnishlutleysi og hafa uppfært losunarmarkmið sín. Helsta áhyggjuefnið er samt það að Kína og Indland eru ekki í þeim hópi en þau eru ásamt Banda- ríkjunum stærstu losendur gróð- urhúsalofttegunda í heiminum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst var bent á að jafnvel þó að ríki skeri hratt niður losun á gróðurhúsalofttegundum gæti hnattræn hlýnun náð 1,5°C strax á næsta áratug en þar kom einnig afdráttarlaust fram að lausnir séu mögulegar og að hver gráða umframhlýnunar skipti verulegu máli um alvarleika afleiðinga lofts- lagsbreytinganna. Kol og farartæki knúin af jarð- efnaeldsneyti heyri sögunni til Í umræðunni fyrir loftslagsráð- stefnuna var ekki gert ráð fyrir stórum ákvörðunum á COP26 en þó eru bundnar vonir við að ríkin sem taka þátt í ráðstefnunni skrifi undir yfirlýsingu þar sem ítrekuð verði stefna um mikinn samdrátt í losun fyrir 2030 og mikilvægi markmiða um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verði staðfest. Mikilvægast fyrir okkur Íslend- inga er að mikið er rætt um að mikilvægasta niðurstaða COP26 verði að ríkin einsetji sér að henda kolum og að farartækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði skipt út. Vandamálið er þó það að allar ákvarðanir sem eru teknar á ráð- stefnunni þurfa að vera samhljóða og það getur verið vatn á myllu þeirra sem eiga mikið undir fram- leiðslu á jarðefnaeldsneyti eins og Sádi-Arabía, Ástralía og Rússland. Enda hefur komið nýlega fram að þessi lönd hafa í gegnum tíðina þrýst á Sameinuðu þjóðirnar að draga úr áherslunni á að ríki heims hætti notkun jarðefnaeldsneytis. Hreinir orkugjafar að taka yfir Þó að margir séu ekki bjartsýnir á niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Glasgow hljótum við Íslendingar að fagna því að hreinir orkugjafar eru að taka yfir. Enda fylgir breyt- ingunum margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Mikill gjaldeyr- issparnaður verður við að keyra all- ar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Einnig hjálpa breytingarnar okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar í lofts- lagsmálum og tryggja að við verð- um í farabroddi í þessum mála- flokki á meðal þjóða heims. Ísland í einstakri stöðu Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að loftslagsvánni. Hér á landi er orkan okkar stærsta auð- lind og við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu til að virkja náttúruna á sama tíma og við um- göngumst landið okkar af virðing og varfærni. Því er eitt brýnasta umhverf- isverndarmál næstu ára að halda áfram að nýta græna orku og hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og á sjó með rafknúnum bif- reiðum og orkuskiptum í sjávar- útveginum og flugsamgöngum. Til þess þurfum við að hraða uppbygg- ingu innviða um allt land og ræða af fullri alvöru hvaðan við eigum að fá innlendu grænu orkuna sem á að koma í stað innflutts jarðefnaelds- neytis. Þar eru orkuauðlindirnar okkar, vatns-, jarðvarma- og vind- orka, augljóslega þeir möguleikar sem vænlegastir eru. Við Íslendingar eigum því að hefjast strax handa að ákveða til framtíðar hvernig við viljum nýta orkuauðlindirnar okkar og hraða uppbyggingu innviða. Ef við Íslend- ingar getum sýnt fram á árangur þegar kemur að orkuskiptum mun- um við leggja enn meira af mörkum til loftslagsmála á alþjóðavísu en við gerum í dag. Eftir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen » Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að lofts- lagsvánni. Ingibjörg Ólöf Isaksen Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Ísland er í einstakri stöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.