Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
Í nýlegri grein í
Newsweek mátti lesa
að Macron og fleiri
meðlimir stjórnvalda
hefðu áhyggjur af því
að „woke“-hugmynda-
fræðin frá BNA væri
að ná fótfestu hjá yngri
kynslóðum Frakka og
yki á sundrungu innan
samfélagsins, því
sjálfsmyndarpólitíkin
og pólitíska rétthugs-
unin væri í andstöðu við grunngildi
þeirra. Haft var í greininni eftir
Vivek Ramaswamy, höfundi Woke
Inc, að „wokeness“ væri blanda nas-
isma og marxisma og ein eitraðasta
útflutningsafurð BNA. Ég hef ekki
lesið bók hans en mér finnst grein-
ing hans áhugaverð og ætla að reyna
að útskýra hvernig málið horfir við
mér.
Svo virðist sem rætur þessarar
hugmyndafræði liggi hjá Frökkum
sjálfum – í póstmódernískum hug-
myndum Foucault, Derrida, Lyot-
ard og fleiri sem hafa þróast í BNA
frá því á sjöunda áratugnum. Póst-
módernisminn einkenndist helst af
gagnrýni á öll hugmynda- og valda-
kerfi, s.s. marxisma og kaþólsku
kirkjuna. Menn vildu afbyggja þau,
sýna hvernig orðræðan skapar veru-
leikann og það sem talið er sann-
leikur hverju sinni og hvernig kerfin
viðhalda sér sjálf eftir að þeim hefur
verið komið á.
Smám saman þróaðist þessi póst-
móderníska gagnrýni í BNA og sam-
einaði gagnrýna kynþáttahyggju,
femínisma, eftirlendufræði, fötlun-
arfræði og hinseginfræði – „woke“-
hugmyndafræðin varð til og breidd-
ist yfir hinn vestræna heim. Að vera
„woke“ er að vera vakandi fyrir
óréttlæti heimsins og að vilja gera
eitthvað í því – að gerast aktívisti.
Pólitísk rétthugsun og sjálfsmynd-
arstjórnmál er það sem helst ein-
kennir hópinn. Kalla má þessa
stefnu ný-marxisma því í stað kúg-
unar auðvaldsins á alþýðunni eru
það nú hvítir, gagnkynhneigðir karl-
ar (feðraveldið) sem sagðir eru kúga
alla aðra hópa: konur,
innflytjendur, LGBTQ-
hópa, litaða og aðra
hópa er falla utan
„normsins“ og er þessi
meinta kúgun séð sem
kerfislæg (kerfi hvítrar
yfirburðahyggju, karl-
rembu og rasisma).
Samlíkinguna við
nasisma skil ég þannig
að öll spjót standi á
hvítum, vestrænum,
gagnkynhneigðum
körlum, líkt og á gyð-
ingum forðum. Konum
leyfist að hata þá opinskátt, styttur
af þeim eru eyðilagðar og í háskólum
er það víða stefnan að minnka
áherslu á verk hvítra höfunda.
„Reynið að verið minna hvítir“ eru
skilaboðin frá Coca Cola til starfs-
manna sinna. Hvítir karlar eru sagð-
ir njóta forréttinda, breiða of mikið
úr sér, vera með hrútskýringar, og
til að útrýma hinni „eitruðu karl-
mennsku“ skulu þeir gangast undir
menningarlega endurhæfingu með
námi í femínískri kynjafræði.
Ekki er talið að aðrir en hvítir geti
verið rasistar, því slíkt tengist valdi,
segja menn. Allir hvítir eru sagðir
rasistar og allir litaðir undirokaðir.
Hverjir flokkist sem hvítir er þó svo-
lítið óljóst. Hvítleiki tengist nefni-
lega ekki beint húðlit samkvæmt
The National Museum of African
American History and Culture
(Smithsonian) heldur einstaklings-
hyggju, stundvísi, vinnusemi, virð-
ingu fyrir lögum og reglu, keppnis-
anda o.fl. og tileinki svartir sér þau
gildi þá eru þeir ásakaðir um að hafa
tileinkað sér „hvíta yfirburða-
hyggju“.
Markmið „woke-istanna“ er að
umturna valdakerfum nútímans;
þeir sem hafi flest undirokunarstig
og búi við fjölþætta kúgun skuli
stjórna. Ekki má lengur horfa á
hæfni eða manngildi í BNA þegar
starfsmenn eru ráðnir, kyn, kyn-
hneigð og húðlitur skiptir meira
máli. Ráðist er gegn öllu skipulagi,
s.s. skiptingu í karla og konur, og
reynt að breyta orðfæri manna því
sá sem stjórnar orðræðunni fer jú
með völdin. Á CNN heyrði ég að það
mætti berja þá er settu fram „rang-
ar“ skoðanir og vart má minnast á
líffræði kvenna lengur – enda eru
vísindin uppfinning hvítra, vest-
rænna karla, meðlima hins skelfilega
feðraveldis á tíma nýlendukúgunar.
Svo virðist sem þessi hugmynda-
fræði, sem óx upp úr póstmódern-
ismanum, hafi myndað sjálfstætt
kerfi þar sem hvít forréttindi eru séð
sem uppspretta valdsins og hvítir
Vesturlandabúar gerðir ábyrgir fyr-
ir öllu sem aflaga fer í heiminum
(líka stríðum sjía- og súnnímúslima)
en horft fram hjá stéttamun, sem
síst hefur minnkað. Hefur valdið
ekki alltaf komið að ofan og kemur
það ekki nú frá litlum hópi sem ræð-
ur yfir mestöllum auðæfum heimsins
– og fjölmiðlunum? Er það kannski
sá hópur sem kyndir undir sjálfs-
myndarpólitíkinni og aktívism-
anum?
Með því að etja fólki saman, kon-
um t.d. gegn körlum, og skapa
sundrungu, skapar valdaelítan sér
ekki betri skilyrði til að deila og
drottna? Það er a.m.k. ekki hægt að
sjá að þessi stöðuga leit félagslegu
réttlætissinnanna að einhverju til að
móðgast yfir og einhverjum eða ein-
hverju til að steypa af stóli skili
neinu nema ergelsi og óvild manna á
meðal.
Er ekki ráð að henda þessari
sundurlyndisstefnu í ruslafötuna og
sameinast gegn hinni raunverulegu
uppsprettu valdsins og kúgunar-
innar? Dusta mætti rykið af hinni
klassísku frjálslyndisstefnu upplýs-
ingarinnar og nota hana gegn þess-
ari alræðishugmyndafræði, eins og
gegn alræði kirkjunnar hér áður
fyrr.
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur »Hinni félagslegu
réttlætisstefnu er
kemur frá BNA er
stefnt gegn hvítum,
gagnkynhneigðum
körlum og vestrænni
menningu.
Ingibjörg
Gísladóttir
Höfundur starfar við umönnun
aldraðra.
Ein eitraðasta útflutnings-
afurð Bandaríkjanna
Íbúaþróun á suð-
vesturhorni landsins á
undanförnum árum
hefur einkennst af
miklum aðflutningi
fólks frá útlöndum eins
og á raunar við um
landið í heild. Þetta
hefur haft í för með sér
að hlutfall innflytjenda
hér á landi sem var
17,1% í upphafi árs er
orðið hátt í alþjóð-
legum samanburði. Hlutfall innflytj-
enda (af fyrstu og annarri kynslóð) í
Svíþjóð var um 33% en það var 18,5%
í Noregi og 14% í Danmörku. Það
var 8% í Finnlandi 2020.
Þessi þróun hefur breytt aldurs-
samsetningu íbúa á suðvesturhorni
landsins eins og fjallað hefur verið
um áður. Innflytjendur hafa dreifst
misjafnlega niður á sveitarfélögin
eins og hér verður tekið til umfjöll-
unar en einnig innan sveitarfélag-
anna en þar hef ég einungis aðgang
að upplýsingum um Reykjavík. Hátt
hlutfall innflytjenda leiðir af sér
auknar kröfur á þjónustu sveitarfé-
laganna en fyrir þjóðina í heild er
fram undan umfangsmikið verkefni
aðlögunar þar sem hæfni til að nota
íslenskt mál er grundvallaratriði sem
þátttaka aðfluttra íbúa og afkom-
enda þeirra í samfélaginu hvílir á.
Í nýbirtum tölum Hagstofunnar
um fjölda innflytjenda af fyrstu og
annarri kynslóð á Íslandi í ársbyrjun
má sjá að þeim heldur áfram að
fjölga, ekki síst á suðvesturhorni
landsins. Frá fyrra ári nam fjölgun
innflytjenda 44% af íbúafjölgun á
suðvesturhorni landsins en rúmlega
47% af íbúafjölgun landsins alls. Inn-
flytjendum fjölgaði í öllum fjölmenn-
ari sveitarfélögum á þessu landsvæði
nema í Kópavogi þar sem þeim fækk-
aði um 1,2%. Hlutfallsleg fjölgun var
mest í Garðabæ, en þar var hlutfall
innflytjenda mjög lágt fyrir. Innflytj-
endur í Reykjavík eru nú orðnir
næstum því jafn margir og íbúar í
Hafnarfirði, sem er þriðja fjölmenn-
asta sveitarfélag landsins.
Af sveitarfélögum á suðvest-
urhorninu er hlutfall innflytjenda
hæst á Suðurnesjum en þar varð
óveruleg fjölgun innflytjenda á síð-
asta ári. Það stafar nær örugglega af
þeim mikla samdrætti sem varð í
umfangi starfsemi á og í tengslum
við Keflavíkurflugvöll í kjölfar Co-
vid-farsóttarinnar.
Áhrifin á íbúaþróun ná
þó ekki til innlendra
íbúa því þeim fjölgaði
rösklega. Íbúum fjölgar
ört í sveitarfélögunum
fyrir austan fjall og á
það bæði við um inn-
lenda íbúa og innflytj-
endur en þeim fjölgaði
ört á síðasta ári. Það
vekur athygli að
íbúaþróun í Borg-
arbyggð fylgir ekki því
sem hefur einkennt
mestan hluta suðvesturhornsins að
undanförnu (sjá töflu).
Innan höfuðborgarsvæðisins hafa
fjarlægðir og samgöngur milli íbúð-
arhverfa og atvinnusvæða áhrif á
dreifingu innflytjenda. Tegund og
verð íbúðarhúsnæðis hafa einnig
áhrif og má sjá að nokkurt samband
er á milli fermetraverðs íbúðar-
húsnæðis og hlutfalls innflytjenda.
Taka verður fram að í öllum hverfum
og bæjarhlutum er íbúðarhúsnæði
misjafnt, bæði að því er varðar aldur,
stærð og gæði, og að meðaltöl gefa
ófullnægjandi mynd. Ekki er hægt
að draga víðtækar ályktanir enda
koma margs konar sjónarmið til
varðandi val íbúa á íbúðarhúsnæði
hvort sem er til leigu eða kaups.
Framboð starfa á þéttbýlisstöðum
suðvesturhornsins á efalítið sinn þátt
í misjafnri dreifingu innflytjenda um
svæðið. Misjöfn dreifing innflytjenda
um þetta landsvæði er enn ein áskor-
unin fyrir stjórnvöld. Innflytjendur
gæða allt mannlífið meiri fjölbreytni
en ef markmiðið er að þeir sem hing-
að flytjast verði smám saman hluti af
íslensku menningarsvæði þarf átak
til að þeir nái að aðlagast enda þótt
þeir auki jafnframt við þá fjölbreytni
sem hér er að finna. Við viljum ekki
að þessir íbúar einangrist í kimum
sem hafa lítil sem engin tengsl við
mannlífið að öðru leyti. Til að sporna
við slíkri þróun ættum við að leggja
okkur enn betur fram því aðlögun
innflytjenda mun ekki gerast af
sjálfsdáðum.
Eftir Sigurð
Guðmundsson
Sigurður
Guðmundsson
»Hátt hlutfall innflytj-
enda leiðir af sér
auknar kröfur á þjón-
ustu sveitarfélaga.
Höfundur er skipulagsfræðingur.
sigurdur.gudmundsson@forrad.is
Fjölbreytni í
fyrirrúmi: Íbúa-
þróun á suðvestur-
horni landsins
Íbúaþróun á suðvesturhorni landsins
Íbúafjöldi 1. janúar 2021 Fjölgun frá fyrra ári
Íbúafjöldi
samtals
Innflytjendur Inn-
flytjendur
Aðrir
íbúar
Fjölgun
allsFjöldi Hlutfall
Reykjavík 133.262 28.372 21,3% 6,3% 0,4% 1,6%
Kópavogur 38.332 5.223 13,6% -1,2% 1,3% 1,0%
Seltjarnarnes 4.715 511 10,8% 4,9% -0,8% -0,2%
Garðabær 17.693 1.164 6,6% 10,4% 4,2% 4,5%
Hafnarfjörður 29.687 4.393 14,8% 0,2% -1,1% -0,9%
Mosfellsbær 12.589 1.260 10,0% 4,7% 4,2% 4,3%
Reykjanesbær 19.676 5.794 29,4% 0,4% 1,7% 1,3%
Grindavík 3.539 792 22,4% 0,3% 0,9% 0,8%
Vogar 1.331 305 22,9% 0,3% 2,2% 1,8%
Suðurnesjabær 3.649 919 25,2% 1,2% 1,9% 1,7%
Akranes 7.697 872 11,3% 3,9% 1,9% 2,2%
Hvalfjarðarsveit 647 54 8,3% -11,5% 5,1% 3,5%
Borgarbyggð 3.758 558 14,8% -4,0% -2,2% -2,4%
Árborg 10.452 1.058 10,1% 9,9% 3,3% 3,9%
Hveragerði 2.778 226 8,1% 9,7% 2,4% 2,9%
Ölfus 2.369 532 22,5% 2,9% 4,4% 4,1%
SV-horn alls 292.490 52.056 17,8% 4,0% 1,1% 1,6%
Utan SV-horns 76.302 11.187 14,7% 2,0% -0,1% 0,2%
Landið allt 368.792 63.243 17,1% 3,6% 0,8% 1,3%
Heimild: Hagstofa Ísl.
Sveitarfélögummeð innan
við 1.000 íbúa er sleppt en
eru með í heildartölum