Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 31
MINNINGAR 31Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
ÁRBÆJARKIRKJA | Allra heilagra
messa kl. 11. Guðsþjónustan er sér-
staklega helguð minningu látinna og
öllum gefst kostur að tendra á kerti til
að minnast sinna ástvina. Kór Árbæj-
arkirkju syngur undir stjórn Krisztinu
Kalló Szklanér organista og sr. Petrína
Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á
sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá
Andreu Önnu Arnarsdóttur og Thelmu
Rósar Arnarsdóttur. Kaffi og spjall eft-
ir stundina.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barna-
starf kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar. Jóhanna
María Eyjólfsdóttir djákni og Þorsteinn
Jónsson annast samverustund sunnu-
dagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju
leiða sönginn. Orgelleikari er Bjartur
Logi Guðnason. Hinn árlegi jólabasar
og nytjamarkaður Safnaðarfélags Ás-
kirkju verður opnaður í Ási, efri safn-
aðarsal kirkjunnar að guðsþjónustu
lokinni, um kl. 14. Gnótt eigulegra
muna á boðstólum. Kaffi og vöfflur til
sölu og kórfélagar taka lagið.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón-
usta í tilefni af Allra heilagra messu kl.
17. Beðið verður fyrir aðstandendum
þeirra sem látist hafa á árinu og prest-
ar prestakallsins hafa annast útfarir
fyrir. Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlist-
ina. Stefanía Svavarsdóttir syngur ein-
söng. Prestar kirkjunnar, sr. Arnór
Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan
Jónsson annast prestsþjónustuna. Á
eftir guðsþjónustu býður Inga Rut
kirkjuvörður öllum í ókeypis, heitan
mat.
BAKKAGERÐISKIRKJA | Bleik
messa sunnudag kl. 14 í framhaldi af
bleikum október – vitundarátaki
Krabbameinsfélagsins. Auður Vala
Gunnarsdóttir segir reynslusögu sína
tengda efninu. Kristjana Björnsdóttir
segir frá starfi Krabbameinsfélags
Austurlands. Prestur er Þorgeir Ara-
son. Allra heilagra messu verður einn-
ig minnst og kveikt á kertum í minn-
ingu látinna, bæn og þakkargjörð.
Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson.
Bakkasystur syngja. Einsöngur: Tinna
Jóhanna Magnusson. Kaffisopi í Heið-
argerði eftir messu.
BESSASTAÐASÓKN | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Sigrún Ósk, sr.
Hans Guðberg, Ástvaldur organisti og
Lærisveinar hans.
Allraheilagramessa kl. 14. Minning
látinna í Garðakirkju. Kór Vídalíns-
kirkju syngur undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar organista, Ragnheiður
Gröndal syngur einsöng. Ásdís Magn-
úsdóttir flytur ávarp. Prestar presta-
kallsins og Margrét djákni þjóna.
BLÖNDUÓSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 13. Við syngjum, heyrum bibl-
íusögu, svo koma Mýsla og Rebbi í
heimsókn.
Styrkleikamessa kl. 20. Fermingar-
börn taka virkan þátt í messunni.
Kirkjukór Blönduóskirkju leiðir söng
undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wec-
hner. Bryndís Valbjarnardóttir sóknar-
prestur.
BORGARNESKIRKJA | Allra heil-
agra messa sunnudag kl. 11. Við
minnumst látinna ástvina, kirkjukór
Borgarneskirkju flytjur okkur ljúfa tóna
undir stjórn Steinunnar Árnadóttur og
Ásta Marý Stefánsdóttir syngur ein-
söng. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason
þjónar fyrir altari. Boðið verður upp á
súpu og brauð eftir stundina.
Brimilsvallakirkja | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson
þjónar fyrir altari. Sr. Sighvatur Karls-
son, héraðsprestur, prédikar og opnar
formlega myndlistasýningu sína í and-
dyri kirkjunnar. Kór Breiðholtskirkju
syngur undir stjórn Arnar Magnússon-
ar organista. Sunnudagaskólinn á
sama tíma. Steinunn Leifsdóttir og
Arna Ingólfsdóttir sjá um stundina. Al-
þjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prestar
sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir. Örn Magnússon leikur
undir safnaðarsöng.
BÚSTAÐAKIRKJA |
Barnamessa kl. 11. Sóley Adda, Jón-
as Þórir, séra Þorvaldur og leiðtogar
leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 13. Minning látinna
og ljósatendrun. Kammerkór Bústaða-
kirkju og einsöngvarar syngja undir
stjórn Jónasar Þóris organista. Séra
Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari.
Unga kirkjan, kirkjustarf fyrir 16 ára og
eldri milli klukkan 17-22. Skemmtileg
dagskrá, sprell og grillaðir hamborg-
arar – skráning á soley@kirkja.is.
DIGRANESKIRKJA | Allra heilagra
messa kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjóns-
son. Organisti er Sólveig Sigríður Ein-
arsdóttir. Söngur Kammerkórinn. Ein-
söngvari er Marteinn Snævarr
Sigurðsson. Ferming. Sunnudagaskóli
í kapellu. Léttar veitingar að messu
lokinni.
Hjallakirkja kl. 17. Sr. Sunna Dóra
Möller. Tónlist Matthías V. Baldursson
og Söngelskur. Matur að messu lok-
inni.
DÓMKIRKJAN | Messa á kirkjudegi
Dómkirkjunnar kl. 11, prestar eru
Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturlu-
dóttir. Kári Þormar er dómorganisti og
Dómkórinn syngur.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skólinn kl. 10.30. Kvöldmessa kl. 20.
Tónlistarmessa. Nemendur úr Tónlist-
arskólum Egilsstaða og Fellabæjar
koma fram. Einsöngur, kórsöngur, al-
mennur söngur og hljóðfæraleikur.
Tónlistarstjóri messunnar er Hlín Pét-
ursdóttir Behrens söngkennari. Prest-
ur er Þorgeir Arason. Kaffisopi eftir
messu.
FELLA- og Hólakirkja | Allra heil-
agra messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Við minnumst látinna og sérstaklega
þeirra sem látist hafa á árinu og
kveikjum á kerti til minningar um látna
ástvini. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðs-
dóttur organista. Kaffisopi eftir stund-
ina. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdótt-
ir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu-
guðsþjónusta sunnudag kl. 14.
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson leiðir
stundina. Héðinn Unnsteinsson for-
maður Geðhjálpar flytur hugleiðingu.
Tónlist stjórnar Örn Arnarsson ásamt
hljómsveitinni Möntru og sönghópn-
um við Tjörnina. Barnakórarnir við
Tjörnina koma fram undir stjórn Álf-
heiðar Björgvinsdóttur. Fjölskyldur
fermingarbarna eru hvattar til að
mæta.
GARÐAKIRKJA | Allra heilagra
messa kl. 14. Minning látinna verður
haldin í kirkjum landsins 7. nóvember.
Í þessari stund verður látinna minnst í
bæn og tónlist. Tónlistarflutningur er í
höndum Kórs Vídalínskirkju og Jó-
hanns Baldvinssonar organista, Ragn-
heiður Gröndal syngur einsöng. Prest-
ar Garðabæjar, þau Jóna Hrönn
Bolladóttir, Henning Emil Magnússon
og Hans Guðberg Alfreðsson, og Mar-
grét Gunnarsdóttir djákni þjóna við at-
höfnina. Ásdís Magnúsdóttir flytur
ávarp.
GLERÁRKIRKJA | Allaraheilagra-
messa sunnudag kl. 20. Sr. Sindri
Geir Valmar Väljaots og kór Glerár-
kirkju leiða guðþjónustuna. Kveikt á
kertum í minningu látinna.
GRAFARVOGSKIRKJA | Allra heil-
agra messa sunnudag kl. 11. Við
minnumst látinna með kertaljósa-
tendrun, tónlist, bænum og orðum.
Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt
Barna og unglingakór kirkjunnar. Allir
prestar safnaðarins þjóna. Organisti
er Hákon Leifsson. Stjórnandi Barna-
og unglingakórs er Sigríður Soffía Haf-
liðadóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Sr. Eva Björk Valdi-
marsdóttir þjónar ásamt messuþjón-
um. Organisti er Ásta Haraldsdóttir,
Kirkjukór Grensáskirkju leiðir almenn-
an messusöng. Batamessa kl. 17.
Vinir í bata, félagar úr kór Grensás-
kirkju undir stjórn Ástu Haraldsdóttur,
prestur Þorvaldur Víðisson.
GRINDAVÍKURKIRKJA |
Allra heilagra messa kl. 20 þar sem
við minnumst látinna með kertaljósa-
tendrun, tónlist, bænum og orðum.
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn
undir stjórn Kristjáns Hrannars organ-
ista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyr-
ir altari.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prest-
ur er Pétur Ragnhildarson. Barnakór
Guðríðarkirkju syngur undir stjórn
Gyðu kórstjóra og Ásta. Allra heilagra
messa kl. 17 þar sem látinna verður
sérstaklega minnst með bæn og íhug-
un. Vorboðinn, kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ, syngur við athöfnina við und-
irleik Hrannar Helgadóttur organista.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknar-
prestur þjónar fyrir altari og flytur hug-
leiðingu. Kaffi og konfekt eftir athöfn í
safnaðarheimili.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Allra
heilagra messa kl. 11. Sr. Jón Helgi
Þórarinsson þjónar. Guðmundur Sig-
urðsson leikur á orgel og félagar úr
Barbörukórnum syngja. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Kaffi á eftir. Nánar: www.hafnarfjardar-
kirkja.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Kór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Steinars Loga Helgason-
ar. Umsjón barnastarfs: Kristný Gúst-
afsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og
Ragnheiður Bjarnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr
Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Org-
anisti er Guðný Einarsdóttir.
Faðmi þig ljósið – dagskrá í minningu
látinna kl. 20. Kordía, kór Háteigs-
kirkju, syngur ásamt einsöngvurum úr
hópi kórfélaga. Kórstjórn og undirleik
annast Guðný Einarsdóttir. Lesarar
eru sr. Helga Soffía Konráðsdóttir,
Þorleifur Hauksson og Þorgerður Ása
Aðalsteinsdóttir.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Sunnudagaskóli kl. 11. Við syngjum,
heyrum biblíusögu, svo koma Mýsla
og Rebbi í heimsókn. Þetta er gæða-
stund fyrir unga sem aldna. Bryndís
Valbjarnardóttir sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl.
11. Ljós kveikt í minningu látinna ást-
vina. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjón-
ar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur,
organisti er Miklós Dalmay.
Sunnudagaskóli kl. 12.30. Umsjón:
Unnur Birna og sr. Ninna Sif.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð og fyrirbænum
kl. 13. Friðrik Schram prédikar. Kaffi
að samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldu-
messa kl. 11 sunnudag. Regnbog-
araddir syngja, bænir biblíusaga og
brúður. Helga Sveinsdóttir og Alexand-
er Grybos leiða stundina ásamt sr.
Erlu Guðmundsdóttur. Sunnudagur kl.
20. Keflavíkurkirkja og starfsfólk Heil-
briðgisstofnun Suðurnesja bjóða til
allra heilagra messu. Lesin verða upp
nöfn látinna. Kórfélagar syngja undir
stjórn Arnórs Vilbergssonar, organ-
ista. Sr. Erla Guðmundsdóttir og sr.
Fritz Már Jörgensson þjóna. Boðið er
uppá kvöldkaffi í Kirkjulundi.
KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessa
sunnudag kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng.
Undirleikari er Gísli Magna Sigríðar-
son.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta (ásamt sunnu-
dagaskólanum) kl. 11. Sr. Sigurður
Arnarson sóknarprestur leiðir stund-
ina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum.
Skólakór Kársness syngur undir stjórn
Þóru Marteinsdóttur.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Aldís Rut
Gísladóttir prestur þjónar og organisti
er Magnús Ragnarsson. Nobili-kórinn
syngur og Iva Adrichem syngur ein-
söng. Sunnudagaskóli í safnaðar-
heimili kirkjunnar.
Minningarstund fyrir látna ástvini kl.
17. Kór Langholtskirkju flytur Requim
eftir Fauré.
LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 13. Bogi, Þórður og Bryndís
hafa umsjón með stundinni. Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Allra heilagra
messa. Guðsþjónustan er sérstak-
lega helguð minningu látinna. Öllum
gefst kostur á að tendra kerti til að
minnast ástvina sinna. Sönghópurinn
Vocal mun ásamt Þórði Sigurðarsyni,
organista sjá um söng og tónlistar-
flutning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir,
leiðir stundina. Kirkjuvörður Bryndís
Böðvarsdóttir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór
Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn
Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson þjónar.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Samvera
aldraðra í kirkju Óháðasafnaðarins
sunnudag kl. 14 . Séra Pétur Þor-
steinsson þjónar og kammerkór Dóm-
kirkjukórsins undir stjórn Kára Þormar
leiðir sálmasöng og Kristján Hrannar
Pálsson sér um undirleik. Ómar Ragn-
arsson flytur ræðu. Ólafur Kristjáns-
son mun taka á móti gestum. Veit-
ingar í boði safnaðarins.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann leiðir stund-
ina og Helgi Hannesar verður á píanó-
inu.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur
Jóhann prédikar og þjónar fyrir altari.
Hjónin Regína Ósk og Svenni sjá um
tónlistina.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Í trú, von og
kærleika. Starf Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga heima og heiman.
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir kristni-
boði talar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er
organisti. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar
eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Kyrrð-
arstund á miðvikudag kl. 12.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11 á allra heilagra messu. Minning
látinna. Organisti er Jón Bjarnason og
biskup sr. Kristján Björnsson. Menn-
ingardagskrá í minningu herra Jóns
Arasonar kl. 16. Dr. Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri flytur erindi um síð-
ustu daga herra Jóns í Skálholti árið
1550. Skálholtskórinn syngur kórverk
og ljóð Jóns Arasonar. Organisti er Jón
Bjarnason og trompetleikari er Jóhann
I. Stefánsson. Blysför að minnisvarða
Jóns og heitt súkkulaði á eftir í Skál-
holtsskóla. Sr. Kristján Björnsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli
í Urriðaholtsskóla kl. 10. Biblíusögur,
brúðuleikhús og söngur.
Sunnudagaskólahátíð kl. 11. Heiðar
pollapönkari. Barnakórarnir syngja.
TTT sýnir leikrit. Sirkus Íslands og allir
krakkar fá blöðrudýr.
Kl. 14 Allra heilagra messa, minning
látinna í Garðakirkju, sjá nánar hér í
dálknum undir Garðakirkja.
Óskastund fermingarbarna kl. 17.
Már Gunnarsson sund- og tónlistar-
maður flytur erindi.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta á allra heilagra messu
kl. 11. Látinna minnst. Kór Víði-
staðasóknar syngur undir stjórn
Sveins Arnars organista og sóknar-
prestur þjónar með aðstoð messu-
þjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safn-
aðarheimilinu að guðsþjónustu
lokinni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Melgraseyrarkirkja
✝
Valgeir Ingvi
Karlsson
fæddist í Víkum á
Skaga þann 11.
september 1943.
Hann lést á HSN á
Blönduósi þann 18.
október 2021. For-
eldrar hans voru
hjónin Margrét
Jónsdóttir frá
Skrapatungu, f.
1910, d.1986, og
Karl Hinrik Árnason frá Vík-
um, f. 1902, d. 1995. Systkini
Valgeirs eru: Þorsteinn Finn-
ur, f. 1937; Lilja Sæbjörg, f.
1938; Sigríður Björk, f. 1947;
Árni Sævar, f. 1950, d. 2011.
Valgeir ólst upp í Víkum,
skólaganga hans var frá 10 til
14 ára aldurs, fyrst í farskól-
anum í Kálfshamarsvík uns
hún lagðist í eyði en eftir það
nam hann í Ásbúðum og
heima í Víkum. Að öðru leyti
var hann sjálfmenntaður en
hann var greindur
og minnugur og
aflaði sér þekk-
ingar með lestri
bóka. Valgeir var
hagleiksmaður
bæði á járn og tré
og stundaði
margs konar
smíðar og við-
gerðir alla tíð,
samhliða búskap.
Frá miðjum sjö-
unda áratugnum bjó hann fé-
lagsbúi í Víkum með Finni,
Lilju og Árna.
Valgeir sinnti ýmsum
félagsmálum, hann var t.d. í
byggingarnefnd, sveitarstjórn
og sóknarnefnd. Árið 2016
lögðu systkinin af búskap og
fluttu á Blönduós.
Útför Valgeirs verður gerð
frá Hólaneskirkju á Skaga-
strönd í dag, 6. nóvember
2021, kl. 14. Jarðsett verður í
heimagrafreit í Víkum.
Á æskuárum okkar bræðra á
Hrauni var allt í föstum skorð-
um í nágrenninu og lífið ekki bú-
ið að ná þeim hraða sem það
hneigist til í dag. Sveinn var á
Þangskála, Árni og Helga í Ás-
búðum og systkinin fjögur í Vík-
um ásamt foreldrum sínum. Það
er ekki löng bæjarleið á milli
Hrauns og Víkna og fljótfarin þó
hvort í sínum hreppnum og sýsl-
unni séu og ekki hefur sú gata
gróið svo lengi sem munað verð-
ur.
Í Víkum bjuggu hagleiks-
menn mann fram af manni og
þangað var sótt þyrfti að saga
niður rekavið, sjóða saman brot-
in heyvinnutæki, gera við
saumavél eða leggja miðstöð svo
dæmi séu tekin. Um þau Víkna-
systkini má segja að þau voru
ekki langskólagengin en fjöl-
menntuð eins og þeir sem til
þekkja vita, einstaklega vandað
fólk og hjálpsamt. Valli var
sannarlega ekki undanskilinn
þessum hæfileikum, hafsjór af
kunnáttu og víðlesinn. Aldrei
var hrapað að neinum fram-
kvæmdum og dvaldi hann oft við
undirbúning og fróðleiksöflun í
„hugsanaherberginu“ eins og
Árni í Ásbúðum kallaði vinnu-
herbergið í Víkum. Verkin hans
þurfti ekki að vinna upp og því
eftirsóttur og treyst til fjöl-
breyttra viðfangsefna. Með
sama hætti valdist hann til
ábyrgðastarfa í sinni sveit, var í
hreppsnefnd um árabil og hér-
aðsnefnd meðan hún var við lýði
og sóknarnefnd Ketukirkju.
Valli vann mikið utan heimilis,
byggði íbúðarhúsið á Skatastöð-
um í Austurdal, Fossárrétt í
Skagahreppnum gamla og var á
yngri árum við byggingu Búr-
fellsvirkjunar ásamt systrum
sínum Lillý og Siggu og vann á
tímabili á Reyðarfirði. Fátt ef
nokkuð vafðist fyrir honum í
verklegu tilliti og vantaði verk-
færi eða tæki voru þau einfald-
lega smíðuð. Afrúllari, hús á
Deutzinn, sögunarbekkurinn og
svo ótalmargt varð til í smíða-
húsinu hjá þeim bræðrum,
gjarnan diktað upp úr gömlu.
Því þótti tíðindum sæta þegar
einn daginn eftir landbúnaðar-
sýningu á Króknum að tvö
glæný heyvinnutæki birtust á
hlaðinu í Víkum!
Sem persóna var Valli dulur
og heldur til baka í fjölmenni
krefðust aðstæður ekki hans
íhlutunar, fámáll um eigin hagi
en ráðhollur. Talnaglöggur með
afbrigðum og sá um fjármál og
bókhald heimilisins alla tíð.
Þegar systkinin brugðu búi
og fluttu á Blönduós vonuðumst
við til þess að þau gætu sinnt
hugarefnum sínum að vild,
grúski og handverki, en fljótlega
tók heilsu Valla að hraka. Í
gegnum tíðina hafði hann fengið
margvíslegar skrokkskjóður og
var að auki veill fyrir hjarta.
Krabbameinið ásamt sykursýki
drógu síðan smám saman úr
honum kraft og frumkvæði svo
sporin þyngdust. Í veikindum
sínum naut hann umönnunar
systkina sinna að ógleymdum
Hávarði Sigurjónssyni sem
óþreytandi var að aka honum
það sem þurfti eða snúast þegar
Valli hafði ekki lengur heilsu til
þess sjálfur.
Valli lést þann 18. október og
verður lagður til hinstu hvílu í
heimagrafreitnum í Víkum þar
sem sama ættin hefur búið í
hartnær 400 ár. Elsku Finnur,
Lillý, Sigga og fjölskylda. Um
leið og samfylgdin er þökkuð
sendum við okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur og biðjum ykkur
blessunar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á
Hrauni,
Gunnar Rögnvaldsson.
Valgeir Ingvi
Karlsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
MARGRÉT ELÍSABET FR. IMSLAND,
Víkurbraut 30,
Hornafirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 4. nóvember í faðmi
fjölskyldunnar.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 11. nóvember
klukkan 13.
Lars Jóhann Imsland
Marta Imsland Andrés Bergsteinn Júlíusson
Kristján Imsland Þóra Alexía Guðmundsdóttir
Björn Þór Imsland Hafdís Stefanía Eiríksdóttir
Gunnhildur Imsland Grétar Smári Sigursteinsson
Össur Imsland Hjalta Sigríður Jónsdóttir
og ömmubörnin