Morgunblaðið - 06.11.2021, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
✝
Dagný Sverr-
isdóttir fædd-
ist á Stöðvarfirði
15. mars 1945.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 27.
október 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ljósbjörg
Guðlaugsdóttir frá
Skagaströnd, f. 7.
nóvember 1924, d.
11. apríl 2015, og Sverrir Ingi-
mundarson frá Stöðvarfirði, f.
27. ágúst 1918, d. 6. janúar
1993. Bjuggu þau í Bræðra-
borg á Stöðvarfirði. Dagný var
elst sjö systkina, næstelstur
var Ingimund, f. 24. apríl 1946,
d. 19. maí 1965, Áróra María,
f. 5. janúar 1948, Jóhanna Sig-
ríður, f. 12. maí 1950, Rann-
veig Sigrún, f. 30. janúar 1956,
Lúðvík, f. 13. ágúst 1958, og
Sveinbjörn, f. 10. mars 1960.
Þann 28. nóvember 1969
giftist Dagný Jóni Björgólfs-
syni frá Tungufelli í Breiðdal,
f. 13. júlí 1947. Foreldrar hans
voru Valborg Guðmundsdóttir,
f. 26. september 1923, d. 22.
nóvember 2010, og Björgólfur
Sævar Þorri, í sambúð með
Sóleyju Rún, eiga þau tvær
dætur Bríeti Önju og Elmu
Sól, b) Sindri Steinn, og saman
eiga þau Rungnapha c) Maríu
Ljósbjörgu Ploy og d) Val-
borgu Rós Wiwi. 5) Sunna Kar-
en, gift Hafliða Hinrikssyni,
synir þeirra eru a) Elmar
Nóni, b) Ernir Máni.
Dagný og Jón hófu búskap í
Bræðraborg 1968. Á árunum
1969 til 1972 byggðu þau sér
hús á Stöðvarfirði, húsinu gáfu
þau nafnið Einholt, í því
bjuggu þau allan sinn búskap.
Dagný fór í gagnfræðanám til
Vestmannaeyja veturinn 1959
til 1960. Veturinn 1963-1964
fór Dagný í Húsmæðraskólann
á Blönduósi, sem þótti hagnýt
menntun ungra kvenna þess
tíma.
Hugurinn leitaði alltaf heim
í Stöðvarfjörðinn þar sem hún
ólst upp og þar bjó hún alla
sína ævi. Dagný vann við hin
ýmsu störf tengdum sjávar-
útvegi frá unga aldri og fram-
an af ævinnar. Seinustu árin
vann hún við áhugamál sitt,
blóm og ræktun í umhverfis-
teymi Fjarðabyggðar ásamt
því að vera flokkstjóri ung-
linga. Einnig sá hún um tjald-
svæðin bæði í Stöðvarfirði og á
Fáskrúðsfirði.
Útför Dagnýjar fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 6.
nóvember 2021, klukkan 13.
Jónsson, f. 28. nóv-
ember 1919, d. 22.
mars 2001.
Börn Dagnýjar
og Jóns eru:
1) Sverrir Ingi, í
sambúð með Sól-
veigu Jónsdóttur,
hann á þrjú börn
úr fyrri hjóna-
bandi, a) Málfríður
í sambúð með
Fjölni Þeyr, þau
eiga eina dóttur, Maren Myrk,
b) Friðrik Fannar og c) Jón
Marteinn. 2) Valborg, gift
Þorra Magnússyni, börn þeirra
eru a) Valtýr Aron, í sambúð
með Helgu, eiga þau einn son
Dag, b) Dagný Sól, og c) Sólný
Petra. 3) Björgólfur, giftur
Agnesi Klöru Jónsdóttir, börn
hans úr fyrra hjónabandi eru:
a) Jón, í sambúð með Ingi-
björgu, eiga þau tvö börn, Kar-
itas Rós og Sveinmar Aron, b)
Sólmundur Aron, í sambúð
með Alexöndru Sæbjörgu, c)
Hanna Dís. Saman eiga þau
Agnes: d) Glódísi Teklu. 4)
Guðlaugur Björn, giftur
Rungnapha Kaewkam, synir
hans úr fyrri sambúð eru: a)
Elsku hjartans þrjóskupúki,
sem ég er svo stolt af að kalla
móður mína. Ég ætla innilega
að vona að enginn vinni þig í
„þrjóskukeppninni“. Aldrei við-
urkenndir þú að heilsunni hrak-
aði, barðist um á hæl og hnakka
að þurfa ekki að fara á stofnun
og vera örðum háð. Sjálfstæði
var þér í blóð borið og með
sjálfstæði í farteskinu ólstu
okkur upp. Enda var þér mikið
í mun að við yrðum sjálfstæð.
Við dæturnar „áttum“ að
mennta okkur og lagðir þú allt
sem til þurfti á þig til að
tryggja að við færum mennta-
veginn, því ekki vildir þú sjá á
eftir okkur út í lífið nema með
fullvissu um að við gætum verið
sjálfstæðar og „engum“ háðar.
Synirnir höfðu meira val hvort
þeir færu menntaveginn þar
sem tíðarandi uppvaxtarára
minn var að þeir ættu meiri
möguleika á að verða sér út um
vel launuð störf.
Á þessum nöturlegu tíma-
mótum er mér efst í huga þakk-
læti, þakklæti fyrir hafa fengið
að njóta góðrar og mikillar ást-
úðar og umhyggju í uppvext-
inum og alla tíð. Því alltaf var
þér mjög umhugað um velferð
okkar allra og alltaf varstu til í
að leggja aðeins meira á þig til
að við gætum notið. Sérhlífni
var aldrei í boði hjá þér þegar
hún snéri að þér sjálfri, þú
varst alltaf til í að gefa en ekki
kom til greina að þiggja til
baka, að undanskildum ferskum
fiski, en hann þótti þér ein-
staklega góður, ávallt borgaðir
þú margfalt til baka.
Betri vinkonu er ekki hægt
að hugsa sér en móður og vin-
konu í einni sterkri konu, konu
sem var of sterk fyrir sjálfa sig,
sem alltaf sýndi umburðarlyndi,
ást og virðingu sama á hverju
gekk, alltaf að hugsa um aðra,
samanber drauminn sem mig
dreymdi nóttina eftir að þú
fórst. Þú hringdir í mig og hófst
mál þitt með „ekki ávíta börn-
in…“ en þar var þér rétt lýst,
tryggja að öðrum liði vel og þá
sérstaklega börnunum sem þú
hafðir einstakt yndi af.
Mikið yndi hafðir þú af nátt-
úru, blóma- og berjarækt ásamt
berjatínslu, var yndislegt að sjá
þig njóta þessa og kenna af-
komendunum að njóta með þér.
Einn fastur liður á hverju vori
var að þú komst heim til okkar
til að setja niður blóm, skreyta
fyrir sumarið og kenna ungvið-
inu að njóta fegurðar blómanna,
og margar heimsóknir sumars-
ins snérust um að tryggja að
blómin fengju vökvun og að-
hlynningu, líkt og þér var í mun
að rækta og tryggja að allir í
kringum þig hefði það gott.
Margs er að minnast og gæti
ég haldið lengi áfram. Seinasta
sem þú sagðir við mig var
„heyrumst síðar…“ Því segi ég:
elsku hjartans mamma, heyr-
umst síðar, takk fyrri allt og
góða ferð.
Þín
Valborg.
Hingað erum við þá komin.
Þú farin á vit forfeðranna og ég
að reyna skrifa minningarorð,
eitthvað sem hélt ég þyrfti ekki
að gera alveg strax. Eftir
standa svo ótal mörg „ef“ og „af
hverju“ en því verður víst aldrei
svarað. Þá er gott að rifja upp
gamlar minningar og þessa
gömlu tuggu þína sem var eitt-
hvað á þessa leið að „öll él
stytta upp um síðir“… Jæja
mamma, ég bíð!
Þrautseigja, það var þitt
mottó og markmið að kenna
okkur það. Sem og að gefast
ekki upp þó lífið sé stundum ill-
skiljanlegt og ósanngjarnt, því
það styttir alltaf upp fyrir rest.
Þú varst alltaf tilbúin að hlusta
og það er mér svo minnisstætt
þegar ég var unglingur og
hlustaði á vinkonu mína hálf-
partinn monta sig yfir því að
hafa átt svo góða stund með
mömmu sinni, þær hafi setið og
spjallað heila kvöldstund. Fram
að þeim tíma hafði ég ekki
hugsað út í það að það að sitja
og spjalla við mömmu sína um
allt og ekkert væri ekki sjálf-
sagður hlutur. Í mínum huga
var það bara ósköp venjulegt
kvöld, ekkert til að gera veður
út af. Þó það fyki stundum í þig
þá varstu alltaf til staðar og
maður gat alltaf treyst á að þú
stæðir með manni alveg sama
hvaða vitleysu manni datt til
hugar. Mér þótti nú samt
lúmskt gaman að hringja í þig
meðan ég var í hjúkrunarnám-
inu og segja þér hvað ég var að
gera þann daginn. Ég bókstaf-
lega sá þig í anda skipta litum
og kúgast í gegn um símann, en
klígjugjarnari manneskja var
vandfundin. Svona geta litlir
hlutir skemmt manni, enda
varstu stundum ansi fljót að
kveðja mig þegar ég komst á
flug. Strákarnir mínir lærðu
mjög fljótt að vefja þér um fing-
ur sér og fá þig til að þjónusta
sig, sem þú gerðir með glöðu
geði. Minn eldri sagði eitt sinn
voða laumulegur „amma, mér
þykja pönnukökur voðalega
góðar“. Það er ekki að spyrja að
því að auðvitað var hent í
pönnsur fyrir kálfinn sem ljóm-
aði allur. Síðan urðu pönnsur
nærri fastur viðburður þegar
hann kom við. Enda spurði
hann núna hvort ekki yrðu
pönnukökur í erfidrykkjunni því
þú hefðir verið svo hrifin af
þeim. Ég ákvað að vera ekkert
að segja honum að pönnukök-
urnar voru ekki af því þér þætti
þær eitthvað sérstaklega góðar,
heldur af því honum fannst það.
Það var svo ríkjandi í þér að
hugsa fyrst um aðra áður en þú
hugsaðir um þig. Sárast er samt
að þú vildir aldrei leyfa okkur
að hugsa um þig. Við ræðum
það yfir næsta kaffibolla ein-
hverja kvöldstundina þegar
minn tími kemur en þá ég vil þá
fá að hella upp á kaffið.
Hvíl í friði elsku mamma. Ég
bið að heilsa.
Þín
Sunna.
Elsku amma Dagga.
Takk fyrir að vera amma
mín.
Dagný
Sverrisdóttir
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta