Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
✝
Einar Þór
Ingvason fædd-
ist í Reykjavík 24.
ágúst 1957. Hann
lést á Hrafnistu Ísa-
fold í Garðabæ þann
26. september 2021.
Einar var húsa-
smíðameistari og
átti Byggingar-
félagið Aspir.
Börn hans voru
Solveig Thelma
Einarsdóttir, fædd 4. maí 1977,
gift Sigurgeiri Ragnarssyni, og
Þorgils Eiður Einarsson, fæddur
17. ágúst 1994, í sambúð með
Klöru Valgerði Ingu Haralds-
dóttur. Barnabörn hans voru Oli-
ver Magni Brynjarsson, fæddur
27. ágúst 2005, og Elín Erna Sig-
urgeirsdóttir, fædd 21. júlí 2016.
Fyrri eiginkona hans er Elín
Guðrún Jóhannsdóttir, fædd 6.
apríl 1958. Seinni eiginkona hans
er Aðalheiður Magnúsdóttir,
fædd 4. júní 1960.
Einar var yngstur
og eini strákurinn
af sex systkinum.
Foreldrar hans
voru Yngvi Þór Ein-
arsson, fæddur 11.
febrúar 1922, dáinn
15. janúar 1997, og
Valgerður Margrét
Valgeirsdóttir,
fædd 8. mars 1922,
dáin 27. september
2017. Systur hans voru Inga Þórs
Ingvadóttir, fædd 4. febrúar
1942, látin 23. febrúar 1986,
Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir, f.
13. apríl 1946, Guðlaug Þórs
Ingvadóttir, f. 27. júní 1950, Val-
gerður Júlía Þórs Ingvadóttir,
fædd 1. júlí 1951, dáin 11. sept-
ember 1968, og Ingunn Ása Þórs
Ingvadóttir Mency, fædd 14.
febrúar 1956.
Útför Einars fór fram í kyrr-
þey.
Pabbi ólst upp á Sogavegi
fyrstu árin sín sem barn og svo
í Mávahlíð og gekk þar í Hlíða-
skóla. Hann fluttist til Svíþjóð-
ar rétt eftir fermingu. Þegar
hann flutti heim bjó hann hjá
Ingu systur sinni og Magga í
Glæsibænum og gekk í Árbæj-
arskóla og átti sín unglingsár
þar. Hann kynntist mömmu
minni, Ellu, þegar hann var 15
ára og fóru þau þá að vera sam-
an. Árið 1977 fæddist ég þegar
pabbi var einungis 20 ára.
Fyrstu árin bjuggum við í
Torfufellinu eða þar til amma
og afi fluttu heim frá Svíþjóð,
en þá bjuggum við hjá þeim þar
til við fluttum í Gyðufell. Þar
man ég mín fyrstu ár, sem
einkabarn foreldra minna.
Foreldrar mínir voru aðeins
23 ára þegar þau sóttu um lóð
með ömmu og afa til að byggja
hús í Birkihlíð. Þar byggðu þau
öll fjögur saman hús og var ég
svo heppin að búa með þeim
öllum í þessu húsi til 13 ára ald-
urs. Núorðið eru ekki mörg
börn sem fá að njóta þess að
eiga ömmu og afa svo nálægt
sér og er ég þakklát fyrir það.
Þetta var dýrmætur tími með
mínu besta fólki. Fyrstu 18
mánuðina bjuggum við í bíl-
skúrnum meðan verið var að
byggja húsið og svo var flutt á
eina hæð í einu þar til næstum
allt var tilbúið. Á þessum tíma
lauk pabbi námi sínu sem húsa-
smíðameistari og vann hann
myrkranna á milli. Hann tók að
sér sín fyrstu verkefni sem
verktaki á þessu tímabili. Pabbi
var stórhuga og lét verkin tala
og draumana rætast, hann
byggði meðal annars Aðveitu-
stöð 2 fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, útihúsin í Hús-
dýragarðinum og Barnaspítala
Hringsins, svo fátt eitt sé nefnt
af þeim byggingum sem hann
sá um að reisa, og allt var það
áður en hann varð fertugur.
Þorgils bróðir fæddist eftir
mjög langa bið þegar pabbi var
37 ára og við í fjölskyldunni
tókum honum öll fagnandi,
þessum langþráða gullmola.
Hann var augasteinn okkar
allra og ég tel mig heppna að
hafa verið orðin fullorðin þegar
hann bættist við fjölskylduna,
fyrir vikið finnst mér ég eiga
svo mikið í honum.
Eftir að pabbi varð fertugur
tók við frekari vinna við hin
ýmsu verkefni sem stækkuðu
með honum. Þegar hann var 44
ára fékk hann mikinn áhuga á
taikwondo-íþróttinni og þegar
hann var 47 ára hafði hann náð
svarta beltinu í því. Hann var
þrjóskur, þver og ákveðinn og
kom það honum langt. Hann
byggði mjög mörg hús og
mannvirki og er ég mjög stolt
að geta bent börnunum mínum
á hvað stendur eftir í mínum
minningum og úr mínu uppeldi.
Elsku pabbi, þegar við fæðumst
vitum við ekki hvaða verkefni
við fáum í lífinu. Ég hugga mig
við að þú sagðir við mig þegar
ég var lítil að vera ekki hrædd
við að deyja því við munum
ekki eftir að fæðast og hvað þá
þegar við deyjum, og því væri
óþarfi að kvíða því sem við
munum ekki.
Að vera foreldri er að vera
manneskja sem hlúir að ung-
unum sínum, kemur þeim til
manns, elskar þá skilyrðislaust
og kennir þeim allt sem þú
kannt. Það gerðir þú. Elsku
pabbi, hvíldu í friði þar til við
hittumst aftur. Ég treysti því
að þú takir á móti mér þegar
minn tími kemur.
Ég elskaði þig frá fyrsta degi
til þess síðasta.
Þín dóttir,
Solveig Thelma.
Einar fæddist á Sogavegi
172, yngstur af sex, fyrir voru
fimm systur svo draumurinn
um bróður rættist, þaðan flytur
hann níu ára í Mávahlíð og á
ellefta ári í Árbæjarhverfi og
síðan til Svíþjóðar nýfermdur
með undanþágu, þá 13 ára.
Hann kom aftur heim vorið
1973 með Gullfossi, þá 15 ára,
og bjó hjá Ingu systur sinni í
Árbænum. Það var svo 16. júní
1973 að við kynntumst, ég ný-
orðin fimmtán og að sanna sig
fyrir fjórum systrum var vinna
en Vallý var látin þá. Það gekk
nú á með éljum og stundum
stórhríð fyrstu árin. Árið 1977
fæddist Solla svo Einar ákvað
tvítugur að skella sér í skóla og
tók Vörðuskóla utanskóla en
pabba hans leist nú ekki betur
á það og sagði að ef hann næði
því væri skólakerfið hrunið, en
hann rúllaði því upp. Við bjugg-
um þá í Gyðufellinu og í fram-
haldinu fór hann í húsasmíði og
lærði hjá Halldóri Bachman og
byrjaði á að endurbyggja Torf-
una og Lækjarbrekku. Við
fengum úthlutað lóð í Birkihlíð
með foreldrum hans og á með-
an hann vann fulla vinnu og var
í meistaraskólanum byggði
hann þriggja hæða hús en byrj-
aði á bílskúrnum og fluttum við
í hann haustið 1983 því hann
vildi að Solla byrjaði í fyrsta
bekk í Hlíðaskóla. Það var svo
árið 1986, hann tuttugu og níu
ára og nýlega útskrifaður
meistari með enga reynslu að
hann bauð í Aðveitustöð 2 á
Meistaravöllum og barðist fyrir
því að fá það og eins og hann
sagði við verkkaupann, fyrst
bankinn treystir mér og borgar
brúsann ef illa fer hvað er þá til
fyrirstöðu? Hann fór frá því
verki með miklum sóma og tók
svo Húsdýragarðinn Laugardal
í framhaldi. Einar var hörku-
duglegur, ósérhlífinn og
skemmtilegur og gat hvorki
sofnað né vaknað nema hringja
í Sollu eftir að hún flutti að
heiman.
Ári 1994 kom svo Þorgils,
hann fór snemma með pabba
sínum að æfa bardagaíþróttir
en Einar fékk svarta beltið í ta-
ekwondo að verða fimmtugur
og er Þorgils að lifa drauminn
sem þeir áttu sameiginlegan í
Taílandi en þar er hann í þjálf-
un í muaythai. Hann er líkur
pabba sínum í háttum og húm-
orinn lifir í honum. Leiðir okk-
ar Einars skildi og lágu margar
ástæður fyrir því en saman átt-
um við þrjátíu frábær ár.
Pabbi barnanna minna,
hvíldu í friði hjá foreldrum og
systrum.
Elín Guðrún Jóhannsdóttir.
Elskulegur litli bróðir minn
Einar Þór Ingvason lést aðfara-
nótt 26. september langt um
aldur fram.
Einar fæddist 24. ágúst 1957
á Sogavegi 172 þar sem
mamma átti okkur öll heima,
hann varð strax augasteinninn
minn þar sem mig langaði alltaf
að eignast bróður en við vorum
orðnar fimm systur og dekraði
ég hann langt fram eftir aldri,
enda ljúfur, góður og skemmti-
legt barn. Á þessum árum var
gaman að alast upp á Sogaveg-
inum enda naut Einar sín vel.
Það eru mörg atvik sem koma
upp í svona skrifum eins og að
fylgjast með Einari og Bára
vini hans, báðir svo litlir en
alltaf ofurhugar því þeir gátu
allt eins og þegar þeir stóðu
fyrir framan skúrinn hans
Högna og voru vissir um að
geta sprænt upp á þakið á
skúrnum, það var dásamleg
sjón. Einar var alltaf vinmarg-
ur enda glaðlyndur og mikill
húmoristi. Árin liðu og fluttu
foreldrar okkar í Mávahlíðina
og síðan í Árbæinn, þar fermd-
ust Einar og Ingunn saman þar
sem foreldrar okkar voru að
flytja til Svíþjóðar og fengu
undanþágu af því að Einar var
bara 13 ára.
Eftir að Einar kom heim aft-
ur í Árbæinn byrjuðu hann og
Elín Guðrún Jóhannsdóttir að
vera saman, hann 16 ára og hún
15 ára, þeirra samband stóð í
rúm þrjátíu ár og eignuðust
þau tvö börn, Solveigu Thelmu
og Þorgils Eið. Einar og Ella
gerðu allt saman, hvort sem
það var að smíða, steypa, grafa
grunn, naglhreinsa eða setja
upp hárgreiðslustofu, það var
allt hægt. Einar lærði smíðina,
tók meistarann, varð bygging-
armeistari með miklum sóma,
hringdi alltaf í mig eftir hvert
próf til að segja mér einkunnir
sínar sem mér þótti alltaf vænt
um, enda voru alltaf sérstök
tengsl á milli okkar sem gott er
að eiga í minningunni. Það eru
margar byggingar sem hann
smíðaði bæði í Reykjavík og
Kópavogi. Einar var mikil mús-
íkant, spilaði á skeiðar, söng og
var mjög góður dansari. Þegar
mamma var komin á Grund síð-
ustu árin sín hittumst við annan
hvern dag um kl. tvö og drukk-
um kaffi og meðlæti með henni
og var mikið spjallað, þetta eru
mér dýrmætar minningar.
Seinni kona Einars er Að-
alheiður Magnúsdóttir, á hún
Svönu, Guðrúnu Brynju og
Snæbjörn Guðmundarbörn.
Ég vil trúa því að Einar hafi
verið feginn hvíldinni eftir erfið
veikindi en hvíli nú í faðmi for-
eldra og systra.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Hvíl í friði, elsku bróðir Ein-
ar Þór Ingvason.
Þin systir,
Hrafnhildur Þórs
Ingvadóttir.
Elsku litli bróðir minn og
mágur, Einar Þór Ingvason, er
látinn, aðeins 64 ára að aldri.
Einar greindist með illvígan
sjúkdóm fyrir sex árum sem
nefnist Lewy body er gerði það
að verkum að smám saman fór
hann allur að hrörna og missa
minnið.
Það hefur verið hræðilegt
upp á að horfa og því blessun
að hann fékk langþráða hvíld,
þótt sárt sé.
Einar var yngstur af okkur
systkinum en við vorum fimm
systurnar. Það var því heldur
betur gleði í hópnum þegar
loksins kom lítill bróðir sem við
systur vorum alltaf mjög stolt-
ar af. Hann var hæfileikaríkur,
hafði fallega söngrödd og átti
það til að jóðla ef þannig lá á
honum. Hann elskaði Bubba
Morthens, átti flest af því sem
hann hefur gefið út og tókst
ótrúlega vel að stæla hann.
Einar lærði húsasmíði í Iðn-
skólanum og varð síðar húsa-
smíðameistari. Hann stofnaði
fyrirtækið Aspir og liggja mörg
merk meistaraverk eftir hann
eins og Nýi Barnaspítalinn,
Húsdýragarðurinn og Salalaug
í Kópavogi, svo eitthvað sé
nefnt. Einar var alltaf mjög
virkur og heilsuhraustur mað-
ur, enda valdi hann sér starfs-
feril sem er ekki á allra færi.
Eftir að hafa unnið daglangt í
erfiðisvinnu við íslenskar að-
stæður veigraði hann sér ekki
við að mæta á æfingar í taek-
wondo þar sem hann náði sér í
svarta beltið.
Einar var aðeins 16 ára gam-
all þegar hann kynntist fyrri
konunni sinni Elínu Jóhanns-
dóttur. Þau giftu sig þann 13.
september 1983 og eignuðust
tvö börn, Sólveigu Telmu og
Þorgils Eið. Þetta var falleg lít-
il fjölskylda sem byrjaði sinn
búskap í Gyðufelli í Breiðholti
en átti eftir að flytja oft því
Einar byggði hvert stórhýsið af
öðru. Meðal annars byggðu
þeir, pabbi og hann, saman hús
í Birkihlíðinni. Einar byrjaði á
því að byggja bílskúrinn og inn-
rétta hann. Þar bjuggu þau svo
á meðan húsið var byggt. Það
var ekki óalgeng sjón að sjá
Ellu uppi á þaki í smíðagall-
anum enda tók hún virkan þátt
í smíðunum með honum.
Einar og Ella slitu samvistir
árið 2003 og Einar kvæntist
síðar Aðalheiði Magnúsdóttur
og voru þau hamingjusamlega
gift í 16 ár.
Elsku Solla mín, Þorgils,
Ella og Aðalheiður og allir sem
eiga um sárt að binda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
Guðlaug (Gulla) og Grétar.
Ástkær bróðir minn og mág-
ur, Einar Þór, lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísafold þann 26.
september síðastliðinn.
Einar fæddist á Sogavegi 172
í Reykjavík 24. ágúst 1957 og
var öll fjölskyldan himinlifandi
yfir því að nú var loks kominn
strákur eftir að fimm stelpur
höfðu komið á undan honum.
Ég sem var aðeins eins og hálfs
árs var nú kannski sú eina sem
ekki var eins hrifin, ég vildi
nefnilega fá litla systur. En
hlutirnir breyttust fljótt okkar
á milli og vorum við mjög náin
allt hans líf. Ég átti til að gera
alls konar uppátæki og dró ég
hann oftast með mér, t.d. þegar
ég var 3ja og hann ný orðin 2ja
ára dró ég hann upp gömlu Ár-
túnsbrekkuna, ætlaði að fara í
vinnuna til pabba en hann var
vökubílstjóri, en við fengum í
staðinn að fara heim í löggubíl.
Svona var þetta oft hjá okkur.
Einar fermdist með mér, fékk
undanþágu af því við vorum að
flytja til Svíþjóðar. Þegar við
komum aftur heim stuttu
seinna kynnist hann fyrri konu
sinni, Elínu Guðrúnu Jóhanns-
dóttur, þau giftu sig í sept-
ember 1980 og eignuðust tvö
börn saman, Solveigu Thelmu
og Þorgils Eið. Síðar eftir að
Elín og Einar skildu giftist
hann seinni konu sinni, Aðal-
heiði Magnúsdóttur, og voru
þau gift til hans æviloka.
Einar var búinn að vera
veikur um árabil, átti hann við
sjúkdóminn dimentia að stríða
og var það mikið átak að sjá
þennan glaða og aktíva mann
hrörna og glata sjálfum sér.
Er það mikill missir fyrir
eiginkonu hans og fjölskyldu
hennar og ekki síður fyrir
börnin og barnabörnin hans
tvö.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Megir þú hvíla í friði, elsku
bróðir minn.
Ingunn Ingvadóttir,
Micheal Mency.
Einar Þór
Ingvason
- Fleiri minningargreinar
um Einar Þór Ingvars-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns
míns, föður okkar, tengdaföður, sonar,
bróður, mágs, stjúpföður og afa,
GUÐBJÖRNS SIGMUNDAR
JÓHANNESSONAR,
Einidal 2, Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans í Fossvogi.
Steinunn Björk Árnadóttir
Tinna Björt Guðbjörnsd. Fisher, Elías Már Ómarsson
Leon Elí Elíasson, Gabríel Már Elíasson
Bryndís Inga Guðbjörnsd. Marinó Oddur Bjarnason
Aþena Embla Marinósdóttir Elmar Sölvi Marinósson
Guðrún Júlíana Jóhannsd.
Jóhannes K. Jóhannesson Þórey Ása Hilmarsdóttir
Steinar, Birna, Björk,
Ástrós Emma og Rebekka Lillý
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRGVINS ÞORSTEINSSONAR
hæstaréttarlögmanns.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngudeildar blóð- og
krabbameinslækningadeildar LSH og líknardeildar LSH fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Jóna Dóra Kristinsdóttir
Steina Rósa Björgvinsdóttir
Kristinn Geir Guðmundsson Sylvía Rún Ellertsdóttir
Sindri Þór, Kolbrá Sól, Styrmir Jökull, Katla Nótt
Ellert Úlfur, Emil Huginn, Urður Eldey, Agla Eilíf
og langafabörn
Hugheilar kveðjur til ættingja og vina
SNORRA BALDURSSONAR
líffræðings,
Ytri-Tjörnum í Eyjafirði.
Þökkum vináttu og virðingu við hann ásamt
okkur í veikindum hans, hluttekningu og
stuðning við andlát hans og útför.
...og eins og Snorri sagði gjarna þegar hann fékk kveðjur:
„Blessi þau Drottinn.“
Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir
Heimir Snorrason Signý Kolbeinsdóttir
Narfi Þorsteinn Snorrason Svava Þorleifsdóttir
Baldur Helgi Snorrason Sunna Kristín Hannesdóttir
Snorri Eldjárn Snorrason Alda Valentína R. Hafsteinsd.
Snorri, Svava, Þorleifur Kári, Benjamín Eldjárn,
Dagur Snorri, Lovísa Guðrún
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Brennistöðum,
hjúkrunarheimilinu Dyngju,
Egilsstöðum,
andaðist föstudaginn 29. október á hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 13. nóvember
klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni
egilsstadaprestakall.com.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnús Kristjánsson Guðrún María Þórðardóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is