Morgunblaðið - 06.11.2021, Side 46
80 ÁRA Sigurður Gunnsteinsson er Reykvíkingur, ólst
upp í Kleppsholti og býr í Bryggjuhverfi. Hann gekk í Laug-
arnesskóla, Langholtsskóla og gagnfræðaskóla verknáms.
Hann vann fyrst verslunarstörf og fór síðan yfir í málning-
arvinnu í nokkur ár. Árið 1978 fór Sigurður að vinna hjá
SÁÁ og vann þar í 42 ár sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
„Ég byrjaði að vinna á Sogni í Ölfusi, svo á meðferðar-
heimilinu Vík á Kjalarnesi og síðan á Vogi. Það hafa orðið
gífurlegar framfarir í meðferðum á sjúkdómnum. Þekkingin er orðin miklu
meiri og svo hefur sjúklingahópurinn og vímuefnanotkunin breyst. Margt
fagfólk vinnur að meðferðunum sem eru orðnar sérhæfðar. Það er t.d.
kvennameðferð, meðferð fyrir eldri karla og ungmennameðferð.“
Sigurður hefur mikið stundað langhlaupin síðustu 30 ár, en hann hefur
hlaupið 53 maraþon og fjögur 100 km hlaup, þar af keppt á heimsmeistara-
móti í 100 km hlaupi í Frakklandi. „Ég held geðheilsunni með hlaupunum og
með því að njóta lífsins. Við hjónin höfum ferðast mikið gegnum tíðina og
munum reyna að halda því áfram þegar heimurinn opnast.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Sigurðar er Guðmunda Jóhannsdóttir, f. 1933,
húsmóðir og hönnuður. Börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi eru Sigurður
Einar, f. 1960, Gunnsteinn, f. 1964, Sævar, f. 1968, og Eydís Ósk, f. 1972.
Barnabörnin eru fjórtán og eitt langafabarn. Guðmunda á fimm börn og þau
Sigurður ólu upp tvær dætur hennar, Hugrúnu Hrönn og Guðrúnu Jónínu.
Synir Guðmundu, Rúnar, Jóhann og Steinar, voru orðnir stórir þegar þau
Sigurður tóku saman. Foreldrar Sigurðar voru Gunnsteinn Jóhannsson, f.
1915, d. 1990, kaupmaður, og Steinvör Marberg, f. 1920, d. 1975, húsfreyja.
Sigurður Gunnsteinsson
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú munt sjá að eitt er um að tala
og annað í að komast. Nýtt ár nálgast og
því þarftu að íhuga hvaða breytingar þú
vilt sjá í lífi þínu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Viðhorf þitt til ýmissa mála hefur
breyst mikið síðustu daga. Núna vantar
þig ekkert nema staðfestingu á ferðaplan-
inu þínu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er aldrei að vita hvenær
gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða
til þess að kvíða því. Líttu jákvæðum aug-
um á framtíðina.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Að láta sig dreyma er ókeypis. Láttu vaða
og kauptu þér það sem þig vantar sárlega.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú þarft að melta þá hluti sem valda
þér hugarangri. Reyndu að dekra svolítið
við sjálfa/n þig og finna tíma til þess að
hvíla þig, lesa og stunda naflaskoðun.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ást og leikur eru þér efst í huga í
dag. Þú ættir að byrja að huga að efri ár-
unum, það er aldrei of snemmt.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Reyndu að hemja þig í slúðrinu. Mis-
skilningur getur margan hlutinn skemmt.
Allir eiga rétt á sínum skoðunum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ef þú reynir að stytta þér leið
í ákvarðanatöku áttu á hættu að gera af-
drifarík mistök. Taktu lítil skref en fylgdu
því sem þú vilt fast eftir.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú ert jákvæð/ur og horfir
fram á við reynist þér auðveldara að gera
þær breytingar sem þurfa að verða í lífi
þínu. Auðveldasta leiðin til að þagga niður
í fólki er að samsinna því.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú átt stóra prófraun fram-
undan og þarft á öllu þínu að halda til þess
að leysa hana. Nýir möguleikar eru fyrir
hendi sem þú ættir að reyna að nýta þér.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú vilt læra meira og kanna
nýjar leiðir. Láttu ekki smáatriðin vefjast
fyrir þér heldur einbeittu þér að aðalatrið-
unum og þeim verkefnum sem mest liggur
á.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur enga ástæðu til að láta
þér leiðast. Lífið leikur við þig og ástin
blómstrar sem aldrei fyrr.
Læknafélag Íslands, sat nokkur ár í
stjórn Evrópusamtaka lækna,
CPME, og var forseti þeirra 2013-
2015.“ Katrín var enn fremur kosin
á stjórnlagaþing í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 2010 og vann í
framhaldinu að endurskoðun á
lenskra heimilislækna og varaþing-
mennska. Hún var þingmaður
Reykvíkinga á fimmta ár og vara-
þingmaður á undan og eftir. „Alls
náði þetta yfir þrjú kjörtímabil. Á
þeim árum og reyndar síðan hef ég
verið í erlendum samskiptum fyrir
K
atrín Fjeldsted er fædd
6. nóvember 1946 á
Laufásvegi 35 í
Reykjavík. „Ég ólst
þar upp hjá foreldrum
mínum og systkinum, í sama húsi og
Katrín móðuramma mín og seinni
maður hennar, Jón Sigurðsson,
skólastjóri í Laugarnesskólanum,
en afi dó þegar mamma var fjögurra
ára og Drífa systir hennar þriggja.
Ég átti yndislega æsku þótt ég
væri oft veik fyrstu æviárin en
kenndi mér samt sjálf að lesa upp úr
Dísu ljósálfi. Ég var skamma hríð í
leikskólanum Steinahlíð þar sem
Arndís Gísladóttir vinkona mín
verndaði mig. Ég var mörg sumur í
sveit á Úlfsstöðum í Hálsasveit í
Borgarfirði hjá góðu fólki.“
Katrín gekk fyrst í Skóla Ísaks
Jónssonar, var svo þrjú ár í Laug-
arnesskólanum en síðan Miðbæjar-
skóla frá 11 ára aldri. Hún tók
landspróf í Vonarstræti, varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1966 og settist í læknadeild Há-
skóla Íslands sama haust. „Ég
kynntist mannsefni mínu þar og við
giftum okkur eftir að hafa þekkst í
hálft ár. Embættisprófi lauk ég í
júní 1973. Valgarður var þá farinn
til London þar sem hann stundaði
vísindarannsóknir og ég tók því
kandídatsárið mitt þar, svo og fram-
haldsnám í heimilislækningum sem
ég lauk vorið 1979, þá fluttum við
aftur til Íslands.“
Katrín fékk fyrst afleysingastarf
sem aðstoðarborgarlæknir. „Segja
má að þá hafi áhugi minn á borgar-
málum kviknað, auk þess sem um-
ferðarmál voru í nokkrum brenni-
depli eftir að hafa misst 5 ára son í
bílslysi í London í mars 1979.“ Í árs-
lok 1980 fékk Katrín stöðu sem
heimilislæknir við Heilsugæslustöð-
ina í Fossvogi (síðar Efstaleiti) og
var yfirlæknir alls í 10 ár. „Fyrstu
árin skiptumst við læknarnir þrír á
með þann kaleik.“
Vorið 1982 var Katrín kosin í
borgarstjórn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og var meðfram læknis-
störfum borgarfulltrúi og borgar-
ráðsmaður í 12 ár eða til 1994. Þá
tók við formennska í Félagi ís-
stjórnarskránni í stjórnlagaráði.
Í meira en 20 ár hefur Katrín tek-
ið þátt í kennslu sérnáms í heim-
ilislækningum. „Ég hef haft með
höndum svokallaða Balint-fundi
sem lúta að samskiptum læknis og
sjúklings og er afar stolt af þeim
frábæru ungu læknum hafa valið
sér heimilislækningar sem sér-
grein.“ Frá því að Katrín hætti í
heilsugæslunni 2016 hefur hún verið
verktaki fyrir Tryggingastofnun
ríkisins.
Katrín hefur sinnt alls konar rit-
störfum, m.a. skrifaði hún ritdóma
fyrir Morgunblaðið í 17 ár. „Við
hjónin þýddum leikritið Amadeus
eftir Peter Shaffer fyrir Þjóðleik-
húsið og í Covid-fárinu í fyrra þýddi
ég tvær bækur eftir Söru Omar, sú
fyrri, Líkþvottakonan, er væntanleg
á næstunni.“
Katrín er heiðursfélagi í Lækna-
félagi Íslands og Félagi íslenskra
heimilislækna, hún hefur fengið
MBE-orðuna bresku og á þessu ári
var hún heiðruð af Konunglega
breska heimilislæknafélaginu. „Ég
má því kalla mig MBE, FRCGP
sem eru nú nokkuð stórir titlar og
lítt til brúks hérlendis.
Ég hef alltaf haft miklar mætur á
Reykjavík, gömlum húsum og fal-
legu mannlífi, enda Reykvíkingur í
sjötta lið. Áhugamálin eru einkum
Katrín Fjeldsted læknir – 75 ára
Heiðruð Katrín og Jón Snædal voru fyrir viku heiðruð fyrir störf sín að al-
þjóðamálum lækna. F.v.: Jón, Heidi Stensmyren, forseti Alþjóðasamtaka
lækna, Katrín og Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands.
Alltaf haft mörg járn í eldinum
Systkinin Lovísa, Katrín og Lárus 1. september 2018 en tveimur dögum
fyrr voru liðin 100 ár frá fæðingu föður þeirra.
Afmælisbarnið Katrín Fjeldsted.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Hafberg Skúli Helgason fæddist 6.
nóvember 2020 kl. 7.05 og á því eins árs af-
mæli í dag. Hann fæddist á Ullevål-sjúkrahús-
inu í Osló og vó 3.470 g og var 51,5 cm langur.
Foreldrar hans eru Helgi Guðnason og Helga
Guðmundsdóttir.
Nýr borgari
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
LAND ROVER
DISCOVERY SPORT
Aksturstölva
Bluetooth
Bakkmyndavél
Fjarlægðarskynjarar aftan
Dráttarbeisli
Hiti í framsætum
Hæðarstillanlegt sæti ökumanns
ISOFIX festingar í aftursætum
USB tengi
Loftkæling
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir hliðarspeglar
Vökvastýri
ABS hemlakerfi
Hraðastillir
Spólvörn
Stöðugleikakerfi
Reyklaust ökutæki
Aðgerðahnappar í stýri
Regnskynjari
Rafdrifin handbremsa
Lykillaus ræsing
Fjarlægðarskynjarar framan
Leðurklætt stýri
Gírskipting í stýri
Raðnúmer 397148
Ekinn 53 Þ.KM
Nýskráður 11/2018
Næsta skoðun 2022
Sjálfskiptur
Dísel
Sjálfskipting
Fjórhjóladrif
Verð kr. 5.690.000