Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 England Southampton – Aston Villa...................... 1:0 Staðan: Chelsea 10 8 1 1 26:3 25 Liverpool 10 6 4 0 29:8 22 Manch. City 10 6 2 2 20:6 20 West Ham 10 6 2 2 20:11 20 Manch. Utd 10 5 2 3 19:15 17 Arsenal 10 5 2 3 12:13 17 Wolves 10 5 1 4 11:10 16 Brighton 10 4 4 2 11:11 16 Tottenham 10 5 0 5 9:16 15 Everton 10 4 2 4 16:16 14 Leicester 10 4 2 4 15:17 14 Southampton 11 3 5 3 10:12 14 Brentford 10 3 3 4 12:12 12 Crystal Palace 10 2 6 2 13:14 12 Aston Villa 11 3 1 7 14:20 10 Watford 10 3 1 6 12:18 10 Leeds 10 2 4 4 10:17 10 Burnley 10 1 4 5 10:16 7 Newcastle 10 0 4 6 11:23 4 Norwich City 10 0 2 8 3:25 2 Þýskaland Wolfsburg – Eintracht Frankfurt ......... 3:2 - Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Frankfurt. _ Efstu lið: Wolfsburg 16, Bayern Münch- en 15, Leverkusen 15, Eintracht 15, Hof- fenheim 13, Turbine Potsdam 12. B-deild: Holstein Kiel – Dynamo Dresden .......... 2:1 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotað- ur varamaður hjá Holstein Kiel. Holland B-deild: Venlo – Jong Ajax.................................... 1:3 - Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Jong Ajax. Belgía OH Leuven – Oostende ........................... 1:0 - Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Leuven í leiknum. B-deild: Lommel – Virton...................................... 1:3 - Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara- maður í hálfleik hjá Lommel. Danmörk B-deild: Esbjerg – Jammerbugt ........................... 2:2 - Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn og lagði upp mark fyrir Esbjerg. Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópnum. >;(//24)3;( Subway-deild karla Grindavík – Breiðablik....................... 100:84 Njarðvík – Tindastóll ........................... 74:83 Staðan: Grindavík 6 5 1 509:465 10 Þór Þ. 5 4 1 473:449 8 Tindastóll 5 4 1 439:421 8 Keflavík 5 4 1 457:432 8 KR 5 3 2 468:440 6 Njarðvík 6 3 3 543:504 6 Valur 5 3 2 378:395 6 Stjarnan 5 2 3 443:438 4 Breiðablik 5 1 4 531:547 2 Vestri 5 1 4 406:439 2 ÍR 5 1 4 446:475 2 Þór Ak. 5 0 5 358:446 0 1. deild karla Fjölnir – Hamar.................................. 109:77 Sindri – Höttur........................... 96:100 (frl.) Hrunamenn – Selfoss........................... 92:71 Staðan: Höttur 6 6 0 624:472 12 Haukar 6 5 1 633:423 10 Sindri 7 5 2 637:578 10 Álftanes 6 4 2 556:484 8 Selfoss 7 4 3 616:627 8 Hrunamenn 7 3 4 585:663 6 Fjölnir 7 2 5 590:666 4 Hamar 7 2 5 543:626 4 Skallagrímur 5 1 4 382:447 2 ÍA 6 0 6 451:631 0 NBA-deildin Detroit – Philadelphia........................ 98:109 Atlanta – Utah .................................... 98:116 Miami – Boston..................................... 78:95 Phoenix – Houston ........................... 123:111 LA Lakers – Oklahoma City ........... 104:107 >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – Stjarnan ..................... L13.30 Ásvellir: Haukar – ÍBV .......................... L14 KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding...... L16 Framhús: Fram – Valur......................... L16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: ÍBV U – Selfoss ....................................... S14 Stjarnan U – Valur U.............................. S14 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: MG-höllin: Stjarnan – Tindastóll .......... L17 Hverag.: Hamar/Þór – Aþena/UMFK . L18 TM-hellirinn: ÍR – Ármann ................... L18 Meistaravellir: KR – Vestri ................... L18 Dalhús: Fjölnir b – Þór Ak................ S19.15 UM HELGINA! Gunnar Þorsteinsson var öflugur með tvöfalda tvennu; 15 stig og 10 fráköst. Fotios Lampropoulos var stigahæstur Njarðvíkinga með 18 stig. Grindavík aftur á toppinn Grindavík vann þá öruggan 100:84-sigur á nýliðum Breiðabliks í Grindavík í deildinni í gærkvöldi og fór með honum aftur á topp deild- arinnar. Tónninn var strax gefinn í fyrri hálfleik þegar Grindavík leiddi 30:19 að loknum 1. leikhluta. Eftir að hafa leitt með 15 stigum, 59:44, í leikhléi keyrðu Grindvíkingar áfram yfir Blika og náðu mest 27 stiga forystu, 76:49, í 3. leikhluta. Eftir það náðu Blikar að laga stöðuna nokkuð en skaðinn var skeður. Ivan Aurrecoechea fór einu sinni sem oftar á kostum í liði Grindavíkur og skoraði 28 stig. Skammt undan var Kristófer Breki Gylfason sem átti einnig frábæran leik og skoraði 26 stig fyrir Grindavík. Sinisa Bilic var öflugur í liði Breiðabliks og náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Töpuðu þriðja leiknum í röð - Erfitt í Njarðvík - Grindavík efst Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Reynsla Argentínumaðurinn þaulreyndi Nicolás Richotti með boltann í leiknum gegn Tindastóli í Njarðvík í úrvalsdeild karla í gærkvöldi. KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway- deildinni, í gærkvöldi. Eftir tap gegn Grindavík í síðustu umferð komst Tindastóll aftur á beinu brautina með sigri í Njarðvík og sá um leið til þess að heimamenn í Njarðvík máttu þola þriðja tap sitt í röð í deildinni. Gestirnir af Sauðárkróki byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu með 11 stigum, 28:17, að loknum 1. leik- hluta. Í 2. leikhluta tóku heimamenn leikinn alfarið yfir og jöfnuðu metin áður en fyrri hálfleikurinn var úti, 41:41. Gífurlegt jafnræði var með lið- unum stærstan hluta síðari hálfleiks þar sem Tindastóll leiddi með aðeins þremur stigum, 65:62, að loknum 3. leikhluta. Agaður 4. leikhluti Stól- anna, þar sem Njarðvík náði mest að minnka muninn niður í fjögur stig, leiddi hins vegar til þess að gestirnir unnu að lokum sterkan 83:74-sigur. Javon Bess var stigahæstur hjá Tindastóli með 22 stig og Sigurður Southampton vann nauman sigur á heimavelli gegn Aston Villa, 1:0, þegar liðin mættust í fyrsta leik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Adam Armstrong skoraði sigur- mark Dýrlinganna strax á 3. mín- útu leiksins með glæsilegri af- greiðslu upp í samskeytin. Southampton hrósaði því sigri í þriðja deildarleiknum í röð, en allir þessir sigurleikir hafa endað með 1:0-sigri Dýrlinganna. Aston Villa er á sama tíma í tómu tjóni og hefur nú tapað fimm deildarleikjum í röð. Fimmta tap Aston Villa í röð AFP Sigurmark Adam Armstrong fagn- aði sigurmarki sínu vel og innilega. Tveimur leikjum af fimm sem fram áttu að fara í 1. deild karla í körfu- knattleik í gærkvöldi var frestað vegna kórónuveirusmita. Topplið Hauka átti að mæta Álftanesi en þar sem smit hafa komið upp í leikmannahópi Álfta- ness var leiknum frestað. Sömu sögu er að segja af Vestur- landsslag ÍA og Skallagríms sem fram átti að fara á Akranesi í gær- kvöldi en honum var frestað þar sem íþróttahúsum á Akranesi hefur verið lokað fram yfir helgi vegna mikillar fjölgunar smita þar í bæ. Leikjum frestað vegna smita Morgunblaðið/Árni Sæberg Frestað Haukur Óskarsson og fé- lagar í Haukum sátu heima í gær. Anton Sveinn McKee hafnaði í gær í tíunda sæti í 200 metra bringu- sundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem nú stend- ur yfir í Kazan í Rússlandi. Anton varð áttundi í undanrásum í gær á 2:06.29 mínútum og síðan tí- undi í undanúrslitunum á 2:06,03 mínútum en átta efstu komust í úr- slitasundið. Íslandsmet Antons í 200 metra bringusundinu í 25 m laug er 2:01,65 mínútur en það setti hann á móti í atvinnudeildinni í sundi í Búdapest fyrir ári, 1. nóvember 2020. Með þeim tíma hefði Anton átt besta tíma undanrásanna í gær en bestur var Arno Kamminga frá Hollandi sem synti á 2:02,54 mín- útum. Steingerður Hauksdóttir lauk keppni í Kazan í gær þegar hún varð í 26. sæti af 30 keppendum í 100 m baksundi kvenna. Hún synti á 1:03,33 mínútu og náði sínum besta árangri en hafði áður synt á 1:03,42 mínútu. Anton Sveinn keppir í 50 metra bringusundi í Kazan í dag og Snæ- fríður Sól Jórunnardóttir keppir í 200 metra skriðsundi en mótinu lýkur á morgun. Ljósmynd/Simone Castrovillari Kazan Anton Sveinn McKee komst ekki í úrslitasundið. Anton varð tíundi Manchester-slagurinn milli Man. United og Man. City fer fram á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag. Óhætt er að segja að mikið sé í húfi fyrir bæði lið þar sem United freistar þess að jafna City að stig- um með sigri og Englandsmeist- arar City vilja stinga erkifjendurna af með sigri og koma sér um leið í betri stöðu í toppbaráttunni. Frammistaða United hefur verið upp og ofan að undanförnu og liðið gjarna treyst á snilli einstaklinga þegar það hefur krækt í stig. Frammistaða City hefur hins vegar verið jafnari og betri á heildina litið en þó er það svo að City tapaði síð- asta deildarleik sínum 0:2 á heima- velli gegn Crystal Palace á meðan United bætti upp fyrir 0:5 stórskell- inn gegn hinum erkifjendum sínum Liverpool um þarsíðustu helgi, sem gerði stjórann Ole Gunnar Solskjær afar valtan í sessi, með öruggum 3:0 útisigri gegn Tottenham Hotsp- ur um þá síðustu. Áfram þriggja manna vörn? Fróðlegt verður að sjá hvernig Solskjær stillir upp á morgun, en eftir afhroðið gegn Liverpool stillti hann upp í þriggja manna vörn gegn Tottenham og gafst það vel. Það gafst ekki jafn vel í Meistara- deild Evrópu í 2:2-jafntefli United gegn Atalanta á þriðjudag en þó var Solskjær búinn að skipta í 4-2- 3-1 leikkerfið þegar liðið fékk á sig síðara markið, eftir að miðvörð- urinn Raphael Varane meiddist. Annar miðvörður, Victor Linde- löf, er þá tæpur og því gæti Sol- skjær neyðst til að spila með fjög- urra manna vörn, hvort sem hann vill það eður ei. gunnaregill@mbl.is Sex stiga leikur í Manchester-borg AFP Pressa Heldur Ole Gunnar Sol- skjær Man. Utd á beinu brautinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.