Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Til að eiga landslið í fremstu röð þurfum við að eiga leikmenn sem spila með félagsliðum í fremstu röð. Kannski afsannaði karlalands- lið Íslands í fótbolta þessa kenn- ingu á síðasta áratug en kannski var það bara undantekningin sem sannar regluna. Í það minnsta er áhugavert að skoða hvar landsliðskonurnar okkar í fótbolta eru staddar. Svona gæti byrjunarlið Íslands á EM á Englandi næsta sumar ver- ið skipað: Í marki Cecilía Rán Rúnars- dóttir frá Everton. Í vörn Glódís Perla Viggósdótt- ir frá Bayern München, Guðný Árnadóttir frá AC Milan og Guð- rún Arnardóttir frá Rosengård. Á miðju Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir frá Orlando Pride, Sara Björk Gunnarsdóttir frá Lyon, Dagný Brynjarsdóttir frá West Ham og Alexandra Jóhannsdóttir frá Eintracht Frankfurt. Í sókn Karólína Lea Vilhjálms- dóttir frá Bayern München, Sveindís Jane Jónsdóttir frá Wolfsburg og Svava Rós Guð- mundsdóttir frá Bordeaux. Tekið skal fram að þessu liði er alfarið stillt upp út frá þeim félagsliðum sem okkar konur spila með. En þær leika í sex af sterkustu deildum heims. Á styrkleikalista UEFA er Lyon metið besta lið Evr- ópu, Wolfsburg þriðja best, Bay- ern fjórða best og Rosengård tí- unda best. Orlando Pride er með fjölda landsliðskvenna innan- borðs, m.a. úr bandaríska lands- liðinu. Og svo erum við með leik- menn hjá Vålerenga, Bröndby, Kristianstad, Häcken, Val og Breiðabliki sem allt eru félög of- arlega á Evrópulistanum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Guðrún Brá Björgvinsdóttir fær að vita snemma í dag hvort hún komist áfram eftir niðurskurð á Aramco Saudi Ladies-mótinu á Evrópumóta- röð kvenna í golfi sem nú stendur yf- ir í Sádi-Arabíu. Guðrún lék annan hringinn í gær á 76 höggum, fjórum yfir pari, eftir að hafa verið á pari, 72 höggum, á fyrsta hring. Nokkrir keppendur náðu ekki að ljúka hringnum fyrir myrkur. Guðrún stóð þá mjög tæpt með að komast áfram. Hún verður þó áfram í Sádi- Arabíu, hvernig sem fer, og keppir á öðru móti í næstu viku. Guðrún Brá þurfti að bíða Ljósmynd/GSÍ Sádi-Arabía Guðrún Brá Björgvins- dóttir lék á 76 höggum í gær. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrm- isson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Gummersbach eftir að hafa gengið til liðs við félagið síðastliðið sumar. Nýr samningur hans gildir til sum- arsins 2024. Fyrri samningurinn var til tveggja ára, en vegna góðrar frammistöðu Hákonar sagði Guðjón Valur Sigurðsson, aðalþjálfari Gummersbach, það mikilvægt að tryggja sér þjónustu Eyjamannsins enn lengur. Gummersbach er efst í B-deildinni og Hákon hefur skorað 48 mörk í fyrstu níu leikjunum. Strax með nýj- an samning Morgunblaðið/Unnur Karen Gummersbach Hákon Daði Styrm- isson á æfingu landsliðsins í gær. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Melsungen í Þýskalandi, segir það vissulega hafa komið leikmönnum á óvart þegar Guðmundur Þ. Guð- mundsson yfirgaf félagið snemma á keppnistímabilinu. Í heimi atvinnu- mennskunnar geti menn hins vegar átt von á nánast hverju sem er. „Allt í einu var okkur tilkynnt þetta á æfingu og það vissi enginn neitt. Svona er bara handboltaheim- urinn. Stundum er hann harður og þá geta svona hlutir gerst. Maður veit aldrei hvað getur komið upp á,“ sagði Elvar þegar Morgunblaðið ræddi við hann á landsliðsæfingu í gær. Hefur Elvar Örn fengið vís- bendingar um hvort þjálfaraskiptin hjá Melsungen hafi áhrif á hans hlutverk hjá liðinu? „Undanfarna leiki hefur þetta verið svipað og ég er enn þá að spila sem þristur í vörninni eins og ég gerði hjá Gumma. Ég kann bara mjög vel við mig í því hlutverki og er einnig að spila á fullu á miðjunni í sókninni. Nýi þjálfarinn virðist vera flottur gaur og maður er að aðlagast nýju kerfi sem hann kemur með,“ útskýrði Elvar en Roberto Par- rondo tók við starfi Guðmundar hjá Melsungen. Sá er spænskur og er einnig landsliðsþjálfari Egypta- lands. Parrondo er fyrrverandi leik- maður og var samherji Ólafs Stef- ánssonar hjá Ciudad Real um tíma. Melsungen tilkynnti 20. sept- ember að Guðmundi hefði verið sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Nokkrum dögum síðar réð Guð- mundur sig til Fredericia og mun taka þar við stjórnartaumunum sumarið 2022. Guðmundur er jafn- framt þjálfari íslenska karlalands- liðsins eins og íþróttaunnendur vita. Lítill styrkleikamunur á liðum í efri og neðri hlutanum Eftir góða frammistöðu með Sel- fyssingum fór Elvar í atvinnu- mennskuna árið 2019. Lék hann með Skjern í Danmörku tvo vetur en síðasta sumar tók hann skrefið yfir til Þýskalands. „Mér líst bara mjög vel á mig í Þýskalandi enda gríðarlega skemmtilegt að vera í sterkustu deild í heimi. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim bestu,“ sagði Elvar og segir leikmenn í Þýskalandi vera líkamlega sterkari en ekki endilega tæknilega betri. „Þetta er aðallega töluvert stökk varðandi þyngd og hraða. Hand- boltagetan er alveg til staðar í Dan- mörku og Danirnir eru rosa flinkir. Þyngdin og hraðinn er meiri í Þýskalandi og þar er leikjaálagið einnig meira. Ég tel að ég hafi lík- amlega styrkinn en reyni að bæta mig á allan hátt. Ég vil bæta mig í öllum þáttum leiksins. Munurinn á milli efri og neðri lið- anna í Þýskalandi er minni en víðast hvar annars staðar. Um daginn náði botnliðið að vinna Kiel. Það er ótrú- lega óvænt en sýnir að allt getur gerst í þessari deild. Menn þurfa að vera 100% í hverjum einasta leik.“ Eins og grískur guð Alexander Petersson kom til Mel- sungen á sama tíma og Elvar en Al- exander hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2003. Fyrir hjá félaginu var Arnar Freyr Arnarsson sem kom til Melsungen frá GOG sumarið 2020. „Það er frábært að hafa Arnar og Lexa í hópnum. Þeir hafa hjálpað mér mikið, til dæmis með þýskuna. Þegar maður er að komast inn í landið, og er hjá nýju liði, hjálpar gríðarlega mikið að þekkja ein- hverja þýskumælandi. Ég met það mikils. Lexi er toppnáungi og ég hef spurt hann út í eitt og annað í sam- bandi við Þýskaland. Hann er búinn að búa þarna svo lengi að hann veit hvernig allt virkar,“ sagði Elvar og blaðamaður spyr hvort hinn 41 árs gamli Alexander komi ekki örugg- lega enn þá best út í öllum þol- prófum sem lögð eru fyrir leik- menn? „Það er ótrúlegt í hversu góðu formi hann er. Að sjá þennan mann er bara eins og að sjá grískan guð. Hann er alltaf klár í slaginn og vill alltaf spila sama hvað gengur á. Það er magnað,“ sagði Elvar Örn Jóns- son í samtali við Morgunblaðið. Er með svipað hlutverk eftir þjálfaraskiptin - Elvar Örn kann vel við sig í félagsskap Arnars og Alexanders í Þýskalandi Morgunblaðið/Unnur Karen Melsungen Elvar Örn Jónsson fer ágætlega af stað í þýska handboltanum en lið hans Melsungen er þar í tíunda sæti af átján liðum. Grill 66-deild kvenna FH – HK U ........................................... 27:23 Grótta – Fjölnir/Fylkir ........................ 31:25 Staðan: FH 6 4 1 1 159:120 9 ÍR 5 3 1 1 130:116 7 Selfoss 4 3 0 1 115:106 6 Víkingur 5 3 0 2 124:126 6 Fram U 5 3 0 2 142:143 6 Grótta 6 3 0 3 153:150 6 Stjarnan U 5 2 0 3 129:153 4 Valur U 3 1 1 1 71:75 3 HK U 5 1 1 3 120:128 3 ÍBV U 4 1 0 3 110:103 2 Fjölnir/Fylkir 6 1 0 5 125:158 2 Vináttulandsleikir karla Þýskaland – Portúgal ......................... 30:28 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Hvíta-Rússland – Rússland................. 35:27 Sviss – Grænhöfðaeyjar....................... 22:24 Ungverjaland – Bosnía ........................ 26:24 Túnis – Svartfjallaland ........................ 30:28 Austurríki – Tékkland ......................... 35:30 Slóvakía – Serbía .................................. 21:32 Undankeppni HM karla Finnland – Eistland ............................. 35:30 Georgía – Bretland............................... 32:26 %$.62)0-# Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, verður frá keppni eftir að hafa tognað alvarlega aftan á læri í leik liðsins gegn Atlético Ma- drid í Meistaradeild Evrópu. „Við tölum um vikur. Ég veit ekki hve margar nákvæmlega en fleiri en fjórar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Verður lengi frá vegna meiðsla Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Barcelona ekki kynnt Xavi Hernández til sögunnar sem nýjan knattspyrnustjóra enn sem komið er þar sem félagið vilji ekki greiða þá upphæð sem félag hans í Kat- ar, Al-Sadd, vill fá fyrir að gefa hann lausan. Marca, AS og Mundo Deportivo sögðu öll í gær að samkvæmt heimildum úr röðum Barcelona vildi félagið ekki greiða fimm milljónir evra sem Katarbúarnir hafi krafist að fá fyrir Xavi. Mundo Deportivo hefur eftir Sergi Barjuán, bráðabirgðastjóra Barcelona, að málið sé ekki í höfn. „Al-Sadd hefur skýrt frá þessu en ekki Barcelona. Við verðum að bíða þess að báðir aðilar séu klár- ir. Við erum í góðu sambandi,“ sagði Barjuán. Samkvæmt því sem Al-Sadd seg- ir á Twitter snýst málið um að Barcelona greiði þá upphæð sem er tilgreind í samningi Xavi við fé- lagið, sem greiða þurfi til að fá hann lausan frá því. Al-Sadd hefur þegar þakkað Xavi fyrir störf hans hjá félaginu og óskað honum góðs gengis. „Xavi skýrði okkur fyrir nokkr- um dögum frá áhuga sínum á að geta farið til Barcelona á þessum erfiða tíma sem uppeldisfélag hans gengur nú í gegnum. Við skiljum það og ákváðum að standa ekki í vegi fyrir honum,“ sagði Turki Al-Ali, framkvæmdastjóri Al-Sadd. Babb í bátinn vegna ráðningar Xavi? AFP Á heimleið? Barcelona þarf að reiða fram fimm milljónir evra fyrir Xavi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.