Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 06.11.2021, Síða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2021 Tónleikaviðburðurinn Live From Reykjavík fer fram í kvöld, laugar- dag, og verða tónleikar haldnir á fjórum stöðum í miðbæ Reykjavíkur og einnig sýnt frá þeim í beinu streymi á netinu. Live from Reykja- vík er á vegum hátíðarinnar Iceland Airwaves sem hætt var við í ár, líkt og í fyrra, vegna kófsins og tilheyr- andi sóttvarnatakmarkana. Úrvalstónlistarmenn og -hljóm- sveitir koma fram, 16 talsins. Eru það Árný Margrét, Aron Can, Ásgeir, Bríet, BSÍ, Reykjavíkurdæt- ur, Emmsjé Gauti, GDRN, Flott, Gugusar, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Júníus Meyvant, John Grant, Laufey og Red Riot. Beint streymi hefst kl. 20 og verða tónleik- arnir aðgengilegir í sólarhring. Tón- leikarnir verða allir haldnir með gestum og fer miðasala fram á tix.is. Tónleikastaðirnir fjórir eru Iðnó, Gamla bíó, Gaukurinn og Fríkirkjan í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í fyrra og var góður rómur gerður að honum, m.a. í enska tónlistarritinu NME. Líkt og í fyrra koma nú fram alþjóðlega þekktir flytjendur í bland við upprennandi stjörnur í íslensku tónlistarlífi, eins og segir í tilkynn- ingu frá Senu sem skipuleggur við- burðinn. Ásgeir mun koma fram með hljómsveit í Gamla bíói og John Grant mun leika á píanó og syngja í Fríkirkjunni. Í Gamla bíói koma líka fram GDRN, Bríet og Flott. Einn fyrrnefndra nýliða er Lauf- ey og verða þetta hennar fyrstu tón- leikar á Íslandi en hún hefur gert út frá New York. Í Iðnó koma fram rappararnir Emmsjé Gauti og Aron Can auk Hipsumhaps og Red Riot og á Gauknum verða Reykjavíkur- dætur, Inspector Spacetime, Gugus- ar og BSÍ. Tekið er fram að vegna sóttvarnatakmarkana munu tón- leikagestir ekki geta farið á milli tónleikastaða og gildir því hver miði á einn tónleikastað. Segir í tilkynn- ingu að gestir velji þá dagskrá og þann tónleikastað sem þeim lítist best á. Þeir sem kaupa miða inn á einn af tónleikastöðunum fá einnig streymismiða. Aðrir geta keypt sér streymismiða og fá þá aðgang að allri dagskránni, frá öllum tónleika- stöðunum í gegnum app Nova TV. Munu streymismiðahafar geta skipt milli tónleikastaða að vild og horft á upptökur sólarhring eftir að dagskrá lýkur. Miðasala gengið vel Anna Ásthildur Thorsteinsson, markaðsstjóri viðburða hjá Senu, segir miðasölu hafa gengið vel á Live From Reykjavík, bæði á tón- leika og streymi. „Í fyrra var þetta líka ein línuleg dagskrá yfir nokkra daga en núna er þetta þannig að það eru fjórir tónleikastaðir samhliða og ef þú ert á netinu geturðu hoppað á milli,“ segir Anna. Hún segir miðasölu á streymið langmesta að utan, frá öðrum lönd- um, og þá einkum Þýskalandi, Bret- landi og Bandaríkjunum. Spurð út í kynningu á viðburðinum erlendis segir Anna að bæði hafi Iceland Airwaves kynnt hann á sínum miðl- um og þekktir fjölmiðlar á borð við Rolling Stone fjallað um hann. „Það er mikill áhugi fyrir þessu úti í heimi,“ segir hún og bætir við að alltaf sé stuð í Airwaves-viku. „Það er Airwaves-fílingur í loftinu og líka hjá okkur.“ helgisnaer@mbl.is „Það er Airwaves- fílingur í loftinu“ - Live From Reykjavík fer fram á fjórum stöðum í kvöld Ljósmynd/Blythe Thomas Nýliði Laufey kemur fram á Live From Reykjavík í kvöld. Óperudagar hafa staðið yfir undan- farnar vikur með fjölmörgum við- burðum. Um helgina verður boðið upp á tvo viðburði. Í dag, laugardag, kl. 14 verða í Norðurljósum í Hörpu tónleikarnir „Ljóð fyrir loftslagið“. Á Óperuhátíðinni fyrir tveimur ár- um var sú yfirskrift meginþemað og var þá efnt til ljóðakeppni fyrir grunnskólanema. Um 400 börn sendu inn ljóð um náttúruna, lofts- lagið, framtíðarsýn sína og drauma og hlutu nokkur verðlaun. Í kjölfarið voru nokkur ung norræn tónskáld fengin til að semja verk við sum ljóð- in. Nýju verkin verða frumflutt á tónleikunum í Norðurljósum í dag og hljóðrituð. Tónverkið The Little Match Girl Passion eftir bandaríska tónskáldið David Lang verður síðan flutt á tón- leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 17. Verkið er byggt á ævintýri H.C. Andersens um litlu stúlkuna með eldspýturnar en tónlistin er undir áhrifum af Mattheusarpassíu J.S. Bachs. Einn- ig verða fluttir sálmar eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Flytjendur eru Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Oddur Arnþór Jónsson barítón og Guja Sandholt mezzósópran. Efla óperusenuna á landinu Guja Sandholt er líka listrænn stjórnandi Óperudaga og hún segir að þar sé í mörg horn að líta, enda fjöldi viðburða á dagskrá. „Við sjálfstætt starfandi söngv- arar og samstarfsfólk okkar höfum síðan 2016 staðið fyrir Óperudögum til þess að efla óperusenuna á Ís- landi og stuðla að allskyns við- burðum sem beina sjónum að starfi klassískra söngvara,“ segir Guja um markmiðið með hátíðinni. „Okkur finnst hafa vantað vissa breidd á þessu sviði. Það er frábært að geta farið á stórar óperusýningar, eins og hjá Íslensku óperunni, en það hefur vantað einfaldari uppsetn- ingar samhliða. Á Óperudögum eru mjög fjöl- breytilegir viðburðir, ekki bara óp- erur heldur vinnum við með klass- íska sönglist á marga vegu. Við reynum til dæmis að tengja hana við málefni líðandi stundar, eins og með þessum viðburði núna, „Ljóð fyrir loftslagið“. Við notum sönglistina til að miðla á margvíslegan hátt.“ Guja segir aðsókn á hátíðina hafa verið mjög góða og húsfylli á flestum viðburðum. „Við erum í samstarfi við marga og ólíka aðila til að vekja at- hygli á starfi klassískra söngvara. Á árinu eru nærri því 60 viðburðir, í samstarfi eða á okkar vegum. Það sýnir vel hvað gróskan er mikil á þessari senu.“ efi@mbl.is Mikil gróska og ólík verkefni á Óperudögum - Ljóð fyrir loftslagið á tónleikum í Norðurljósum í dag Morgunblaðið/Hanna Tónskáld Sálmar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur hljóma í Fríkirkjunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listrænn stjórnandi Guja Sandholt stýrir hátíðinni Óperudögum. S ystu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur er leiksaga. Formið er óvenjuleg, en ágætlega heppnuð, blanda af leikriti og skáldsögu. Systu megin segir af Systu, og hvernig það er að vera hennar megin í lífinu. Systa hefur valið, og ekki valið, sér stöðu utan samfélagsins, býr við bágan kost og dregur fram lífið með dósasöfnun og út- sjónarsemi. Í þeim hluta sögunnar sem er í samfelldum texta fær Systa sjálf orðið. Hún lýsir veruleika sínum, hrörlegum húsa- kynnum, erfiðum kjörum og striti en ekki síður feg- urðinni sem finna má í veröldinni og þakklætinu og kærleikanum sem enn er þar að finna. Í leikþáttum verksins fer fram- vindan fram. Liðið er að jólum og Systa á í samskiptum við ýmsa sem hún þekkir, fjölskylduna, Lóló vin- konu sína með tréfótinn og Ketil, hinn mikla örlagavald (eða hvað?). Systa er dásamleg persóna og vaknar hún vel til lífs á síðum bók- arinnar. Hún ber verkið á herðum sér enda skemmtilegur sögumaður og hugsjónakona. Hún er mjög vel lesin og frásagnarstíllinn ber þess merki og gerir textann mjög skemmtilegan aflestrar. Hún virðist eins sátt við sínar að- stæður og hægt er að vera og reynir að gera það besta úr hlutunum enda metur hún frelsið mikils, frelsið sem fylgir því að vera ekki upp á neinn annan kominn og fá að verja deg- inum undir berum himni. Frelsið er kjarninn í togstreitunni sem finna má á blaðsíðum bókarinnar, innra með Systu og í veröldinni í kringum hana. Það er sárast hvernig Systa talar um sjálfa sig, eins og hún hreinlega sé ekki til og birtist þar sú hugmynd sem hún hefur um álit annarra á sér og hefur hún líklega, því miður, rétt fyrir sér. Við kynnumst einnig bróður Systu, honum Brósa, mömmu og pabba hennar sálugum. Mamman og pabbinn eru eins og svart og hvítt. Pabbinn var verndarengill þá sjald- an hann var í landi en mamman er óttalegt illfygli, eða það þykir þeim systkinum að minnsta kosti. Systu sýn á fólkið í kringum sig er mjög einföld. Hún virðist föst í sýn barns- ins á foreldra sína. Þessar lýsingar eru svo svart-hvítar að maður efast örlítið um sannleiksgildi þeirra og ljóst er að við sjáum veröldina frá sjónarhóli Systu og Systu einnar. Ég saknaði þess að sjá fleiri hliðar á for- eldrum hennar en hún er fær um að veita. Það hefði að öllum líkindum gefið sögu Systu aukna dýpt. Sagan af Systu er einföld saga, þótt efniviðurinn hefði vel getað bor- ið stærra verk og dýpri umfjöllun, en hún er áhrifamikil engu að síður. Steinunn meðhöndlar efniviðinn af virðingu, setur fram raunsæja lýs- ingu á erfiðu lífi þeirra sem minna mega sín og lifa utangarðs án þess að gera lítið úr þeirra aðstæðum og þeirri leið sem þeir hafa valið í lífinu. Hún skapar fulltrúa þeirra, persónu sem er merkileg og marglaga. Systu megin er saga um það að vera utangarðs, um harða lífsbaráttu en líka um fegurð, frelsi og náunga- kærleik. Þetta er saga sem situr í manni, og lifir áfram með manni, þótt einföld sé og fær mann jafnvel til þess að sjá fólkið sem maður mætir á götu úti með nýjum augum. Morgunblaðið/Eggert Steinunn „Systu megin er saga um það að vera utangarðs, um harða lífs- baráttu en líka um fegurð, frelsi og náungakærleik.,“ segir rýnir. Leiksaga Systu megin bbbbn Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning, 2021. Innbundin, 181 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Frelsið býr utangarðs Kona – forntónlistarhátíð nefnist hátíð sem kammerhópurinn Reykjavík Barokk stendur fyrir í Hljómahöll í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Hápunktur hátíðarinnar verður á morgun, sunnudag, kl. 16 þegar nýtt tónleikhús, Sjókonur og snillingar, verður frumsýnt. Um 80 börn úr Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar taka virkan þátt í sýning- unni, en hátíðin er haldin í sam- starfi við skólann. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum er markmið há- tíðarinnar að vekja athygli á tón- smíðum kventónskálda í gegnum aldirnar en mörg þeirra hafa ekki fengið verðskuldaða athygli fyrir verk sín. „Hátíðinni er einnig ætlað að stuðla að því að íslensk kven- tónskáld skrifi ný verk og að tónlist eftir kventónskáld fyrri alda sé flutt samhliða tónlist eftir kunna meistara sígildrar tónlistar. Hátíð- in heldur fornum íslenskum tónlist- ararfi á lofti og er ætlað að vekja athygli á upprunaflutningi á fornri tónlist,“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á Facebook-síðu kammer- hópsins Reykjavík Barokk. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Forntónlistarhátíð í Hljómahöll Skapandi Hluti hópsins sem flytur tónleik- húsverkið Sjókonur og snillingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.