Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 1
Heillandi heimurCoco Chanel Apotek Atelier Coco Chanel olli straumhvörfum í tísku og hönnun á tuttugustu öldinni og gætir áhrifa hennar enn í ríkum mæli. Heimsókn hennar í París 28. NÓVEMBER 2021SUNNUDAGUR Jólasúkku-laði í mið-bænumÞrír hönnuðirtóku höndumsaman ogopnuðu búðá Lauga-veginum. 18 Að grípatækifærin Forsetafrúin Eliza Reider dugleg að nýta tækifærinsem bjóðast. Hún hefurnú gefið út sína fyrstubók, Sprakka. 10 Í miðbænum má nú kaupaheitt súkkulaði í Hátíðarvagni Arnfríðar Helgadóttur. 22L A U G A R D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 279. tölublað . 109. árgangur . Mitsubishi Eclipse Cross PHEV Nýja ljósið í skammdeginu Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl fyrir áramót á frábæru verði frá aðeins 5.490.000 kr. til afhendingar strax. HEKLA · Laugavegi 170-174 · hekla.is/mitsubishisalur FRÆKINN ÚTISIGUR Á HOLLENDINGUM EIGUM BARA EITT LÍF INGIBJÖRG RÓSA 12UNDANKEPPNI HM 40 Andrés Magnússon andres@mbl.is Endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf liggur nú fyrir, stjórnarsáttmáli er tilbúinn og ekkert er því til fyrirstöðu að nýtt ráðuneyti Katrínar Jakobs- dóttur verði myndað á morgun, sunnudag, að því tilskildu að viðeig- andi flokksstofnanir stjórnarflokk- anna fallist á tillögur formanna stjórnarflokkanna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður nokkurt nýjabrum á umgjörð ríkisstjórnarinnar, bæði hvað varðar verkefni og verkaskipt- ingu. Ýmsir málaflokkar verða fluttir milli ráðuneyta og ný ráðuneyti kynnt til sögunnar. Þá munu stjórn- arflokkarnir skipta á ýmsum veiga- miklum ráðuneytum og eins verða talsverðar tilfæringum á ráðherrum. Ráðherrar hinnar endurnýjuðu ríkisstjórnar verða tólf talsins í stað ellefu áður, en hinn nýi ráðherra mun koma úr röðum Framsóknar til þess að endurspegla fylgisaukningu flokksins í þingkosningunum í sept- ember. Ört fundað um helgina Flokksstofnanir ríkisstjórnar- flokkanna þriggja hafa verið boðaðar til fundar í dag, laugardag, en ekki er gert ráð fyrir að þar reynist mikil ef nokkur fyrirstaða gegn endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi. Leggi þær blessun sína yfir stjórnarsamstarfið verður boðað til þingflokksfunda stjórnarflokkanna í fyrramálið þar sem formenn flokkanna munu hver fyrir sig leggja fram tillögu að skipan ráðherraembætta á vegum flokk- anna. Þingmenn í stjórnarliðinu segja afar ósennilegt að þingflokkarnir geri breytingar á þeim tillögum. Til stendur að óbreyttu að hin nýja ríkisstjórn verði kynnt á blaða- mannafundi á sunnudag kl. 13, þar sem grein verður gerð fyrir nýjum stjórnarsáttmála, breyttri skipan ráðuneyta og hverjir muni gegna ráð- herraembættum í stjórninni. Að því loknu verður haldið til Bessastaða, þar sem hið nýja ráðu- neyti mun formlega taka til starfa á ríkisráðsfundi. Gert er ráð fyrir því að hefðbundin lyklaskipti ráðherra fari fram þegar á mánudagsmorgun. 12 ráðherrar í nýrri ríkisstjórn - Endurnýjuð ríkisstjórn kynnt um helgina - Stjórnarflokkarnir skiptast á veigamiklum ráðuneytum Stemningin var engu lík í gær þegar söngkonan Bríet tók lagið ásamt hópi barna og sungu þau saman inn jólin við opnun Nova-svellsins á Ing- ólfstorgi. Er þetta í sjöunda sinn sem svellið er opnað og markar það upphaf aðventunnar í mið- borg Reykjavíkur. Verður svellið opnað fyrir almenning í dag frá og með hádegi og verður það opið alla daga fram að jólum milli kl. 12 og 22. Morgunblaðið/Eggert Jólin sungin inn við opnun Nova-svellsins Dæmi eru um að einstaklingar sem eru að glíma við eftirköst veikinda af völdum kórónuveirunnar hafi leitað til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þar sem þeir þurfa á starfsendur- hæfingu að halda. Almenn aðsókn í starfsendurhæf- ingu hjá VIRK hefur farið heldur vaxandi síðasta misserið. Alls eru nú 2.400 þjónustuþegar í starfsendur- hæfingu á vegum VIRK um allt land. 2.011 einstaklingar hafa hafið þjónustu á yfirstandandi ári og 1.641 þjónustuþegi hefur útskrifast og lokið starfsendurhæfingu á árinu samkvæmt upplýsingum Eysteins Eyjólfssonar, verkefnastjóra al- mannatengsla og útgáfumála hjá VIRK. Frá upphafi starfsemi VIRK hafa ríflega 21 þúsund einstaklingar byrjað starfsendurhæfingu á vegum VIRK og á fjórtánda þúsund hafa útskrifast. »26 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við störf Flestir sem ljúka starfs- endurhæfingu fara í vinnu eða nám. Þurfa end- urhæfingu eftir Covid - Aðsókn hjá VIRK hefur farið vaxandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.