Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi hafa mikla reynslu af skíðaferðum og ævintýrum enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:117.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is „Þetta mál snýst um mannréttindi og réttindi kjósenda og ég held að það sé mjög mikilvægt að leiða þetta mál til lykta frammi fyrir jafnmikilvægum dómstóli og Mannréttinda- dómstóllinn er, sem við í orði kveðnu segjumst taka mark á,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í liðn- um kosningum og fyrrverandi - bæjarstjóri á Ísafirði, við mbl.is en hann hyggst kæra ákvörðun Alþing- is um að staðfesta niðurstöður síðari talningar í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strassborg. Hann segir að málið allt geti verið þingmönnum, sem sjálfir dæmdu um eigin framtíð sem slíkir, víti til varn- aðar og bætir við að mannréttindi ís- lenskra kjósenda séu í spilinu. Spurður um þá niðurstöðu vænt- anlegs dóms MDE, sem hann sjálfur yrði sáttur við, segir Guðmundur: „Ef niðurstaða dómsins verður, eins og manni þykir einsýnt, annars væri maður ekki að leggja í þetta, einhvers konar áfellisdómur yfir því hvernig við höldum böndum um þessar grunnstoðir lýðræðisins; ég held að það sé ekki eitthvað sem hægt er slá út af borðinu eða taka af einhverri léttúð.“ Guðmundur segir að traust til kosninga á Íslandi sé laskað vegna málsins. Hann segir auk þess að ekki hafi aðeins verið hægt að svindla í af- stöðnum kosningum, heldur hafi það raunar verið frekar auðvelt. „Ég held að það eigi við okkur öll að við berum ekki sama traust til framkvæmdar kosninga eins og við gerðum áður. Sama niður á hvaða niðurstöðu menn tala sig og sama út frá hvaða hagsmunum, sínum eigin eða almannahagsmunum, vita allir að það bíður okkur ærið verk við að endurreisa það. Við þurfum þetta álit til þess að við getum rétt kúrs- inn. Það er auðvitað grafalvarlegt að í Norðvesturkjödæmi vitum við ekki, eftir 34 fundi undirbúningskjör- bréfanefndar, niðurstöður kosning- anna. Það sem við vitum fyrir víst er að það var hægt að svindla í þessum kosningum,“ segir Guðmundur. „Þetta mál snýst um mannréttindi“ - Kærir niðurstöðu Alþingis til MDE Guðmundur Gunnarsson „Auðvitað er þetta áfall að þessi veira greinist hjá okkur, bæði fyrir okkur og starfsfólkið,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, í samtali við mbl.is. Jens segir að vinnan við það að taka fiskinn úr kvínni þar sem grunur leikur á að ISA-veirusýking hafi komið upp verði vonandi kláruð seinni partinn í dag. Búið er að virkja sóttvarnaferla sem felast í því að kvíin hefur verið einangruð og stöðin undir sérstöku eftirliti hjá Matvælastofnun. „Við vinnum þetta allt í samráði og samkvæmt fyrirmælum frá MAST þannig að þetta er fyrsta skrefið og við erum að klára það núna.“ Hann bendir þó á að síðast kom veiran upp í Færeyjum árið 2016/ 2017 og þar hafi sýkingin verið stað- bundin við tvær kvíar. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. Landssamband veiðifélaga sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem það gagnrýnir notkun erlendra brunnbáta hérlendis, Jens segir að brunnbáturinn sem fyrirtækið notast við hafi verið í notkun í þrjú ár og hafi farið í gegnum staðlaða sótthreinsun. „Þegar brunnbátar koma til lands- ins þá eru þeir sótthreinsaðir og teknir út af yfirvöldum. Ég vísa þessu frekar til MAST og dýralækna að svara þessum fullyrðingum.“ Sambandið segir einnig í tilkynn- ingunni að það séu skelfileg tíðindi fyrir náttúruna og áfall fyrir sjókvía- eldi á Íslandi að ISA-veira, sem veld- ur sjúkdómnum blóðþorra í laxi, hafi greinst í sjókví hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði. „Landssamband veiðifélaga hefur verulegar áhyggjur af þessum frétt- um og telur mikilvægara nú en nokkru sinni að vinnubrögð við slátr- un og förgun á hinum sýkta laxi verði vönduð og undir ströngu eftirliti. Sambandið telur einnig að slátra eigi öllum laxi í kvíum í Reyðarfirði vegna hættu á smitum og afturkalla rekstrarleyfi í firðinum þar til tryggt er að komist hafi verið fyrir sýk- inguna. Landssamband veiðifélaga harmar þá stöðu sem komin er upp en eins og Sambandið og önnur nátt- úruverndarsamtök hafa margsinnis bent á undanfarið eru smitsjúkdómar í sjókvíaeldi mikil ógn við íslenska náttúru og villta laxfiskastofna […]“ segir í tilkynningunni. logis@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi ISA-veiran er nú að greinast í fyrsta skipti síðan 2016/2017 en þá greindist hún í Færeyjum. - Vinna náið með MAST - Segja smitsjúkdóma mikla ógn Jens Garðar Helgason Áfall að skæð laxaveira hafi greinst í sjókví dagar vs. 14 dagar). Einnig var veirumagn lægra og sjúklingarnir minna smitandi og skemur.“ Landspítalinn var einnig spurð- ur um kostnað við hvern Covid-19- sjúkling á legudeild og gjörgæslu á sólarhring. Í svarinu er sýndur kostnaður við legu á sólarhring á Covid-deild (A7) og gjörgæslu, óháð meðferðarkostnaði eins og rann- sóknum, aðgerðum o.fl. Einnig að undanskilinni stoðþjónustu. Í raun sýnir þetta hvað kosti að liggja degi lengur svo framarlega sem virkri meðferð sé lokið. Kostnaður á legudag á gjör- gæslu með læknakostnaði var 839.306 kr. árið 2020 en 679.036 kr. í janúar-september 2021. Mikill viðbúnaður var vegna Covid bæði árin. Kostnaður á sólarhring á smit- sjúkdómadeild A7 var 262.266 kr. árið 2020 og 199.495 kr. í janúar- september 2021. gudni@mbl.is Meðferðarkostnaður eins Co- vid-19-sjúklings með einstofna mótefninu Ronapreve er á svipuðu róli og erlendis, eða tæplega 400 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfir- læknir ónæmisfræðideildar Land- spítalans, greindi frá því í viðtali í gær að þetta nýja lyf, og eins Reg- kirona, gæfu góðan árangur væru þau gefin snemma í veikindaferl- inu, en það drægi úr notkun að þau væru dýr. „Við erum að gefa lyfið til þeirra sem eru nýgreindir og enn utan spítala, en í aukinni áhættu á að fá slæman sjúkdóm. Með því að gefa Ronapreve snemma má draga úr innlögnum eða dauða um rétt rúm- lega 70%, sbr. NEJM [The New England Journal of Medicine] grein,“ sagði í svari spítalans. „Einnig styttir gjöf lyfsins ein- kennatímann um 4 sólarhringa (10 Meðferð með Ronapreve kostar 400 þúsund krónur - Lyfið gott en dýrt - Legudagur á gjörgæslu kostar allt að 839.309 kr. Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Þorkelsson Kórónuveirufaraldurinn Starfsfólk Landspítalans þarf að klæðast miklum varnarbúnaði þegar sjúklingar með kórónuveirusmit eru meðhöndlaðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.